Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 29 Ferðir 85 km milli bensínstöðva á sumrin og 105 á vetuma: - til að kaupa bensín, harðfisk og rauðmaga Þegar ekið er vestur Barðastrandar- sýslur er eins gott að muna eftir að kaupa bensín þegar maður rekst á bensínstöð því að mjög langt er milli þeirra. Vegna þess hversu margir firðirnir eru er leiðin seinfarin þar sem þrætt er inn í fjarðarbotna og út fyrir nes. Þetta er hins vegar mjög skemmtileg leið og einstaklega falleg. Mikið er um kjarr, sérstaklega í fjarðarbotnum. Við hótelið í Bjarkalundi er bensín- stöð á sumrin en fyrir þá sem eru á vesturleið þaðan er næsta bensínsala á Skálanesi, í útibúi Kaupfélags Króksíjarðar, 44 km vestar. Frá Skálanesi eru síðan 85 km að Flóka- lundi en þar er bensínsala við hótelið á sumrin. Munið að taka bensín Á Skálanesi er skilti sem blasir við þeim sem koma úr austurátt. Þar stendur að 91 km sé að næstu bensín- stöð. Þetta er ekki alveg rétt þar sem þar er átt við bensínstöð sem var á Brjánslæk á Barðaströnd en er ekki starfrækt lengur. Nú er bensínstöð í Flókalundi eins og áður sagði en 85 km eru frá Skálanesi þangað. Ekki er nóg með að langt sé milli Ferðamenn stansa gjarnan á Skálanesi til að taka bensín og gæða sér á harðfiskinum sem staðurinn er frægur fyrir. Skilti með leiðbeiningum til ferðafólks sést á veggnum. Myndir Finnbogi Jónsson Yfirfarið bílinn áður en lagt er af stað Margir nota verslunarmanna- helgina til að bregða sér bæjarleið á heimilisbílnum. Oft eru lengri vegalengdir lagðar undir. Áður en iagt er af stað i ferðalag þarf að huga að ástandi bílsins því ekki er skemmtilegt að lenda í því að bíll- inn bili vegna ónógs undirbúningd. DV bað FíB um ráðleggingar varðandi útbúnað bílsins fyrir ferðalag. Þar á bæ hafa menn út- búið GAT-lista eða „tossalista" fyr- irfólk. Gát-listi bifreiðaeiganda í vikunni fyrir ferðalagið (áöur en fagmenn fara i frí): Olíustaða á vél Vatnshæð á kassa og rafgeymi Loftþrýstingur í hjólbörðum (vara- dekkiö líka) Ástand ljósa Þurrkublöð Einum til tveimur dögum fyrir brottfór (meðan búðir eru enn opn- ar); Allt endurtekið frá fyrri viku Neyðarbúnaður Kíkið ofan í sjúkrakassann og end- urnýið það sem þarf Athugið slökkvitæki ef til er Rafmagnsöryggi Kerti og platínur (eftir tegund og búnaði bíls) Einangrunarband Viftureim Gúmmíbætur Gúmmítappar í slöngulaus dekk Neyðarrúða- Tólogtæki Lyftan (tjakkurinn) Felgulykill Loftdæla Verkfærasettið Dráttartóg Startkaplar Birgðaskoðun Varaperur Aukahlutir Brúsi fyrir vatn/eldsneyti Trekt Bjargvættabúnaður Hosuklemmur Útblásturskerfaviðgeröasett Vírspottar til ýmissa nota Tyggigúmmí utan á bensíntank við smáleka Afgreiðslumenn á bensínstöðv- um aðstoða víð aö skipta um per- ur. Hafið í huga að eineygðir bílar skapa vílluljós. Bíllinn eyðir meir u ef loft í dekkj- um er of lítið. Flas gerir engan flýti. Góða ferð! bensínstöðva á þessu svæði, einnig er mjög langt á milli bæja í byggð. Frá Múla í Kollafirði, sem er vestasti bær í byggð í Austur-Barðastrandar- sýslu og er rétt vestan við Skálanes, eru að sögn Vegagerðarinnar 66 km að Auðshaugi á Hjarðarnesi í Vest- ur-Barðastrandarsýslu sem er næsti bær sem búið er á. Frá Auðshaugi er stutt að Flókalundi. Á leiðinni milli Múla í Kollafirði og Auðshaugs er m.a. fjallvegurinn Klettsháls sem er fljótur að teppast þegar snjóar. Harðfiskur og rauómagi Á Skálanesi er rekin verslun allt árið auk bensínsölunnar. Katrín Ól- afsdóttir, sem afgreiðir þar, sagði í samtali viö DV að það væri helst snemma á vorin og seint á haustin sem fólk lenti í vandræðum vegna þess hve langt væri á milli bensín- stöðva. Þá væri ekki opið í Bjarka- lundi og Flókalundi, heldur á Bæ í Króksfirði austan megin og á Bíldu- dal vestan megin - ef farið væri þá leiðina - eða Innri-Múla á Baröa- strönd, en þar er bensínsala allt árið. Frá Bæ að Skálanesi eru rúmlega 50 km og frá Skálanesi að Innri-Múla á Barðaströnd eru að áliti staðkunn- ugra 105 km. Katrín sagði að umferðin í sumar hefði verið fremur lítil en væri þó að glæðast. Hún sagði að það væri ekki bara bensínið sem fengi fólk til að stansa á Skálanesi, mjög margir kæmu til að fá sér harðfisk og rauð- maga sem hún selur auk allra al- mennra nauðsynjavara. Rauðmag- ann sagöist Katrín fá víða að en harð- fiskinn frá Patreksfiröi eða annars staðar af Vestfjörðum. Katrín Olafsdóttir í versluninni á Skálanesi. Reykjavík - Mývatn - Reykjavík Daglegar ferðir; norður á morgnana, suður á kvöldin. Fargjald aðeins kr. 8.990 Önnumst einnig útsýnisflug, leiguflug og sjúkraflug. Reykjahlíðarflugvelli - 660 Reykjahlíð Sími 464 4400 - Fax 464 4341 Wolverine Wilderness GÖNGUSKÓR Kraftur í hverju spori Timecop skórnir Kröftugir og mjúkir leÖurskór með DuraSnocks högadeyfum í hæl og sóla. Vatnshefair. -Kf. -8.600---------------- Gönguskór. Mjöa léttir og þægilegir en pó sterkir. 977 Léttir og þægilegir gönguskór með DuraShocks höggpúðum. Vatnsheldir. --Kfr 6:282-------------------- Sérstaklega vandaðir gönguskór úr leSri. DuraShocks höggpúðar hæl og sóla. Vatnsheldir. Kr. 9.990 Mjög vandaóir leðurgönguskór með DuraSnocks höggpúðum í hæl o^sóla. Vatnsneldir. 8.975 Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 562 2262 • Bæjarhrauni 6, HafnarfirSi. Sími 565 5510 Flestir stansa á Skálanesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.