Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1995, Qupperneq 18
32
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ1995
Ferðir
Fyrsta þjóðhátíðin var haldin í Eyjum árið 1874 og síðan hefur hún aðeins
fallið niður þrisvar. Myndin sýnir þjóðhátíðarstemningu.
DV-myndir Ómar Garðarsson
Þjóðhátíð í
Eyjuin alltaf
jafnvinsæl
Arið 1874 ætlaði fríður hópur Vest-
mannaeyinga að fara á Þingvelli
/egna þúsund ára afmælis íslands-
jyggðar. Vegna veðurs komust Eyja-
nenn ekki til lands. Þeir dóu ekki
áðalausir heldur héldu þeir sína eig-
n þjóðhátíð í Eyjum. Herjólfsdalur
mrð fyrir valinu sem .staöur fyrir.
íálíðina. Síðan þá hefur þjóðhátíðin
töeins fallið niður þrisvar sinnum.
Árið 1920 tóku íþróttafélögin Týr
og Þór að sér að halda hátíðina og
íefur það haldist fram á þennan dag.
Iú langa heíð er hggur að baki þjóð-
íátíðinni hefur skapað henni sér-
stöðu.
Kynslóðir skemmta
sér saman
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er
útihátíð þar sem kynslóðir koma
saman í einstökum fjallasal. Allir
skemmta sér saman við brennu, flug-
eldasýningu, á danspöllum eða við
a'ísyngja og spila í hústjöldunum
sem bara finnast á þjóðhátíð og er
stemningin í tjöldunum engu lík.
Mótshaldarar búa yfir mikilli
reynslu og það er óhætt að segja að
gestir viti að hveiju þeir ganga þegar
þeir koma á þjóðhátíð. Þegar þeir
allra hörðustu eru að skríða úr daln-
um snemma á morgnana mæta sjálf-
boðaliðar til þess að þrífa. Um hádegi
er allt orðið skínandi hreint og ekki
hægt að merkja að þar hafi þúsundir
manna verið að skemmta sér um
nóttina.
„Það er alltafbest
á þjóðhátíð í Eyjum!"
Slagorð þjóðhátíðar 1995 er: „Það
er alltaf best á þjóðhátíð í Eyjum!“
Veðrið hefur haft áhrif á þjóðhátíð-
ina til þessa, á síðasta ári var til
dæmis mikil rigning en þrátt fyrir
það skilaði fólkið sér á laugardegin-
um. Það er einlæg von Týrara, sem
sjá um hátíðina að þessu sinni, að
veðurguðirnir verði með þeim í liði
að þessu sinni.
Skemmtikraftar þetta árið verða
Sálin hans Jóns míns, Tweety, Vinir
vors og blóma, Karma, Björgvin
Halldórsson, Hálft í hvoru, Stefán
Hilmarsson og Eyjólfur Kristjáns-
son, Borgardætur, Laddi, Karíus og
Baktus, Örvar Kristjánsson, Al-
gleymi o.fl.
Verðið, 6500 kr., hefur verið óbreytt
frá 1991. Hægt er að kaupa pakka-
ferðir með Flugleiðum, íslandsfiugi
Heijólfi og á Bakka í Landeyjum en
þaðan tekur aðeins 7 mínútur að
fijúga til Eyja.
ICELANDSAFARI
Safariferðir hf
frumkvöðlar f ferðum innart-
lands, bjóða 30% afslátt
á 6 daga tjaldferðum í ágúst.
Brottför alla mánudaga
Kynnið ykkur spennandi
ferðamöguleika innanlands
og hringið í síma 562-4222.
Halló Akureyri
- fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíðin Halló Akureyri
verður haldin um verslunarmanna-
helgina á Akureyri. Fjölbreytt dag-
skrá verður í gangi frá fimmtudegi
til mánudags.
Meðal þess sem boðið verður upp
á er söngvaka í kirkju Minjasafns-
ins, tónleikar í miðbænum, franska
lúðrasveitin L’enfant de Bayard leik-
ur í göngugötunni, sjósport verður á
Pollinum, teygjustökk, Go-kart á
skautasvellinu, kvöldvaka skáta í
Kjamaskógi, skákmót í göngugöt-
unni, fjölskyldudagskrá við sund-
laugina, einnig Skralli trúður og
brúðubíllinn.
Gestir í Kjarnaskógi og þátttakend-
ur í ratleik og Kjamafæðishlaupi
hita upp í þolfimi með Vaxtarrækt-
inni, skátar leggja þrautabraut í
Kjamskógi, málþing verður um
höggmyndalist og opnuð verður sýn-
ing á verkum unnum í Ketilhúsinu.
Götukörfubolti fer fram við Lands-
bankann, boðið verður upp á þolfimi-
sýningu og í göngugötunni verður
tískusýning og þjónahlaup. TF-KOT
sýnir hstflug og ef veður leyfir sýnir
Húnn Snædal listir sínar yfir mið-
bæjarsvæðinu og Kjarnaskógi.
Sundlaugardiskó
fyrir unglingana
Á laugardeginum verður Langur
laugardagur og verða verslanir í
miðbænum opnar fram eftir degi.
Útimarkaður verður í göngugötunni.
Sjósport - jet-ski - áskorendakeppni
verður haldin, spíttari með slöngu,
sjóskíði o.fl. verður á Pollinum.
Sundlaugardiskó verður fyrir ungl-
ingana, 13 ára og eldri, flugeldasýn-
Mjög fjölbreytt dagskrá veröur á fjölskylduhátíðinni Halló Akureyri um versl-
unarmannahelgina. DV-myndgk
ing í umsjá Hjálparsveitar skáta í
boði KEA á túni samkomuhússins.
Gönguferð verður farin með leiðsögn
frá Laxdalshúsi.
Sem dæmi um aðra afþreyingu má
nefna billjard, hestaleigu í Litla-
Garði og silungsveiði í Ystu-Vík.
Hægt verður að stunda strandblak,
körfuboltavellir verða opnir, 18 holu
golfvöllur og mini-golf. Boðið verður
upp á bátsferðir, útsýnisferðir um
Eyjafjörð með Þingey og siglingu til
Hjalteyrar á vegum Ferðaskrifstof-
unnar Nonna.
Dansleikir verða öll kvöld frá
fimmtudegi til sunnudags í Sjallan-
um - Dátanum, skemmtistaðnum
1929, Við Pollinn og í Dynheimum.
Meðal skemmtikrafta verða Sálin
hans Jóns míns, Stjórnin, Sigga og
Grétar, einnig Páll Óskar og Millj-
ónamæringarnir. Bítlatónleikar með
Sixties verða í Sjallanum á fimmtu-
dagskvöldið. Þetta verða einu tón-
leikarnir með Sixties á Norðurlandi
um verslunarmannahelgina. Að-
gangur að skemmtiatriðum í bænum
er ókeypis en borgað er fyrir tjald-
stæði og náttúrlega inn á skemmti-
staðina á kvöldin.
Kántríhátíð á Skagaströnd
Kántríhátíð verður haldin á Skaga- dansasýning og kennsla fyrir þá sem
strönd um verslunarmannahelgina, vilja læra kántrídansa, ratleikur,
frá fóstudegi til sunnudags. Fíölda- vatnsfótbolti, grillveisla, varðeldur
margt verður í boði, svo sem kántrí- og flugeldasýning, hestaleiga, f]öl-
Hallbjörn Hjartarson ásamt löggæslumönnunum, sem veröa á hátíðinni,
en þeir voru að máta búningana sem þeir ætla að klæðast við löggæsl-
una. Frá vinstri Hallbjörn, Kári Lárusson, Einar Haukur og Gunnar Sveins-
son. Mynd Guðmundur Ólafsson
skylduguðsþjónusta mneð gospel-
tónlist, gönguferð um Höfðann með
leiösögn pg saga staðarins rakin í
leiðinni. Útitónleikar verða ef veður
leyfir og dansleikir öll kvöldin.
Útvarp Kántrýbær
Fyrir fólk sem ferðast um Húna-
vatnssýslur á þessum tíma er rétt að
upplýsa að betra er að vera rétt stillt
á FM 96,7 og 100,7 því Útvarp Kántrý-
bær verður með sérstaka dagskrá
allan sólarhringinn með kántrítónl-
ist enda er þetta kántríhátíð.
Þess má geta að Norðuriandsmót í
golfi á vegum Blönduóss og Skaga-
strandar verður einnig um þessa
helgi, 36 holu mót.
Ekki er selt inn á svæðið að öðru
leyti en því að nóttin kostar 200 krón-
ur fyrir manninn á tjaldstæðinu. Ef
gist er þijár nætur fylgja tveir frí-
miðar í sundlaugina, fyrir tvær næt-
ur fylgir einn miði í sund en ef gist
er eina nótt fylgir enginn miði. Inn
á dansleikina er greitt sér.
Neistaflug í Neskaupstað í þriðja sinn
Frítt er inn á Neistaflug og ekki þarf að borga fyrir tjaldstæði heldur.
Hið árvissa Neistaflug verður í
Neskaupstað um verslunarmanna-
helgina, 4.-7. ágúst. Þetta er í þriðja
skiptið sem hátíðin er haldin og verð-
ur hún með svipuðu sniði og undanf-
arin ár. Aðgangseyrir að hátíðinni
er enginn og frítt er á tjaldstæðin.
Ferðamálafélag Neskaupstaðar
stendur fyrir hátíðinni.
Miðbærinn verður allur skreyttur,
rúmlega 200 fermetra tjald og svið
setja mikinn svip á bæinn og Ijósa-
skreytingar munu stuðla að því að
hin rétta stemning skapist í sumar-
nóttinni. Hápunktur hátíðahaldanna
verður skemmtidagskrá á sunnudeg-
inum sem endar með varðeldi, söng
og flugeldasýningu. Ráðnir hafa ver-
ið listamenn til að skemmta. Má þar
nefna Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar ásamt Helgu Möller, bítla-
hljómsveitina Sixties, Pál Óskar og
Milljónamæringana, Sólstrand-
argæjana og Ozon.
Auk þess verður íjölmargt í boði,
svo sem listflug, kraftakeppni þar
sem Andrés Guðmundsson „krafta-
jötunn“ stýrir og sýnir, útitónleikar,
leiktæki, enskur íjöllistamaöur kem-
ur í heimsókn, Tour de Norðfjörður
hjólreiðakeppnin fer fram og dorg-
veiðikeppni.
Dansleikir verða úti og inni, einnig
unglingadansleikir, þá skemmtir
Amar Guðmundsson trúbador. Úti-
diskótek verður fram á morgun að-
faranótt mánudags.