Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Page 12
12 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ1995 Spumingin Hræðist þú jarðskjálfta á höfuðborgarsvæðinu? Gunnar Magnússon múrari: Nei, ég tel litlar líkur á því. Anna Grímsdóttir verkakona: Nei. Margrét Þórðardóttir nuddari: Já, ég er skíthrædd. Bergur Hallgrimsson rafvirki: Nei, ég get ekki sagt það. Páll Lúther Ingimarsson verkamað- ur: Nei, það held ég ekki. Lesendur Úthafsveiðarnar Leigjum skip Konráð Friðfinnsson skrifar: Engum blöðum er um það að fletta að norsk stjórnvöld hafa mildast heilmikið hvaö varðar Smuguveið- arnar í Barentshafi. Nú tala yfirvöld um að þau geti ekki stöðvað þessar veiöar. Þær fari jú fram á „einskis- manns“-hafi. Um þessar mundir eru um 150 sjó- menn við störf á þessu svæði og þeir, ásamt útgerðarmönnum, hafa farið þess á leit við valdhafa hér að senda skip á svæðið. Ekki til að vernda veiðarnar, enda engin þörf á því sem stendur, heldur til að vera þeim inn- an handar ef eitthvað bjátar á hjá þeim. Slys á mönnum gera ekki boð á undan sér og skip lenda í vandræð- um, fá í skrúfuna, o.s.frv. Krafa sjó- manna er því réttmæt. Og vitaskuld er það óhæfa að ekki skuli fylgja flot- anum sem veiðir á fjarlægum miðum sérstakt þjónustuskip með lækni, kafara og viðgerðarmann innan- borðs. Varöskipafloti okkar er fátæklegur eins og alhr vita, raunar aðeins þrjú skip. Og þessum skipum er ætlað það stóra hlutverk aö gæta allrar land- helginnar í kringum landið. Þau hafa því ærinn starfa. Mér finnst raunar fráleitt að senda þau út fyrir land- helgismörkin. Málið verður því að leysa með öðrum hætti. Sjómenn og fjölskyldur þeirra eiga líka kröfu á að málið fá farsæla lausn. Og úthafs- veiðar eru staðreynd á íslandi. Þess vegna vaknar sú spuming hvers vegna útgeröarmenn leysa ekki málin á eigin spýtur. Til dæmis með því að taka einfaldlega einhvern Úthafsveiðar eru staðreynd á íslandi en öryggisþáttinn vantar. Konráð ræðir lausnina. DV-mynd rt verkefnalausan fragtara á leigu og láta hann sinna þessari þjónustu og reka hann sameiginlega. Slík skip má fá í tugatali. Þau liggja bundin og verkefnalaus um allan heim og vantar verkefni. Með þessu erum við komin með lausn á máhnu. Einnig mætti hugsa sér að ríkið kæmi inn í myndina, með því t.d. að það greiddi laun áhafnar en útgerðin annan kostnað. Gera þyrfti sérsamn- ing við áhöfnina er gilti fyrir tímabil- ið. Og veiðarnar í Barentshafi standa aðeins í 2-3 mánuði ár hvert. Svona dæmi ætti því ekki að vera yfirþyrm- andi fyrir útgerðir og ríkið. Öryggis- þátturinn væri tryggður og áhöfnum íslensku skipanna til heilla. Framleiðsluvandi íslendinga Kristján Sigurðsson skrifar: Ég, sem alæta á allt sem fram kem- ur í fréttum um þjóðmál, les næstum hverja grein sem skrifuö er og jafnt þótt maður sé ekki sammála skoðun- um viðkomandi eða viti fyrirfram hvað hann hefur að segja. Margar greinarnar hefur maður líka lesið þar sem verulega er tekið á vanda okkar íslendinga í ýmsum þáttum þjóðlífsins. Ekki síst í atvinnulífi og framleiðslu okkar. Eina slíka grein las ég nýlega eftir Guömund J. Guðmundsson, for- mann Dagsbrúnar. Hann ræddi um ísland sem hráefnisnýlendu og heimskulegt athæfi okkar í að senda saltfiskinn út blautverkaðan en ekki fullþurrkaðan, með allri þeirri tækni sem við höfum þó yfir að búa. Flestir geta verið Guðmundi sammála um þetta efni, eins og reyndar alla grein hans. Það verður að segjast eins og er að við íslendingar búum við ákveðinn framleiðsluvanda sem helstur felst í því, að mínu mati, að við framleiðum ekki nógu vandaða vöru, hvort sem um er að ræða matvælaframleiðslu eða í iðnaöi. Oft er þetta aðeins fólgið í frágangi vörunnar en oft líka í bein- um svikum eða eins konar kæru- leysi. Saltfiskurinn, sem eitt sinn var mjög hátt metinn erlendis hjá viö- skiptavinum okkar, er nú ekki svip- ur hjá sjón og því alls ekki eftirsótt matvara eins og áður. Það er kannski dæmigerð þróun hjá okkur íslendingum að í dag bein- ist framleiðsluáhuginn að því að framleiða sem einfaldastar vöruteg- undir. Steininn tekur þó úr þegar svo er komið að framtak einstaklinga í útflutningi beinist hvað helst að því að flytja út blávatn eða ísmöla úr jöklunum. - Einfalt og handhægt, og þarfnast lítils vinnuafls og líklega engrar vöruvöndunar. Bara dæla, höggva og fylla gámana. Gjaldeyrir- inn rennur svo til landsins á faxi! í góðu yfirlæti hjá Emerald Air Emerald Air flugvélin var vel útbúin hvað varðaði alla þjónustu og hinar bestu veitingar, segir m.a. i bréfi Ásdísar. Ásdís Frímannsdóttir hringdi: Talsvert hefur veriö skrifað um þetta nýja flugfélag sem að undan- förnu hefur tekið upp flug til og frá landinu. Ég flaug með þessu flugfé- lagi fyrr í þessum mánuði til Belfast og heim aftur viku síðar. Allt stóðst nákvæmlega sem mér hafði verið lofað, alveg frá byrjun til enda, bæði á jörðu niðri og í fluginu sjálfu. Um borð í flugvélinni, sem er vel útbúin hvað varðar alla þjónustu, fékk ég frábærar viðtökur og hinar bestu veitingar. Þaö var meira að segja sjónvarp um borð, sem ekki stendur íslendingum til boða alla jafna í öðrum flugvélum héðan á Evrópuleiðum. Flugfreyjurnar voru mjög til fyrir- myndar og sérlega vel vakandi fyrir velferð farþeganna frá upphafi til enda. Um borð í flugvél Emerald Air voru reykingar leyfðar, innan þeirra marka sem flest flugfélög setja (boðið upp á sæti þar sem mátti reykja og svo þar sem engar reykingar voru leyföar). Og það var eitt sem ég og margir aðrir farþegar mátum mikils. Það er óþolandi að banna fólki reyk- ingar í flugvél með öllum þeim ör- yggisreglum og tækni sem ein flugvél er útbúin. Fullkominni loftræstingu og hvaðeina. Ég veit ekki betur en t.d. SAS, Luft- hansa, KLM og flest önnur félög en Flugleiðir leyfi reykingar um borð í sínum vélum, þar sem sérstök sæti eru fyrir reykingafólk. Ég get því ekki annað en hrósað Emerald Air fyrir einstaklega góða þjónustu og lipurö alls þess starfsfólks sem ég átti samskipti við. DV Lífeyrlsmál ímótun Snorri hringdi: Ég fagna frumkvæði flármála- ráðherra sem undirbýr nú nauð- synleg lagafrumvörp um lífeyris- mál. En aðalinntak þessara frum- varpa er að útfæra lífeyrismálin þannig að allir landsmeim njóti sambærilegra lífeyrisréttinda. Þessu hefði átt að vera lokið fyrir löngu. Óþolandi er að forráöa- menn hinna ýmsu lífeyrissjóða skulí í raun hafa konúð í veg íyr- ir skynsamlega lausn lifeyris- mála. Og þá má ekki gleyma opin- berum starfsmönnum sem hafa búið viö mun meira öryggi hvað þetta varðar en allur almenníng- ur. Ekki er vanþörf á að skoða sérstaklega þeirra lífeyirssjóð sem hefur verið þungur baggi á skattgreiðendum um langtskeið. Skinhelgin um Bosníu Þ.R. skrifar: Mikið er búið að Ijargviðrast út af stríðinu í Bosníu. Ailir utan- aðkomandi vændir um hugleysi og skort á ákvarðanatöku til að stöðva yfirgang Serba og hugsan- legt þjóðarmorö á múslímum. Ekki síst var Bandaríkjamönnum álasað fyrir afskiptaleysi. Nú hafa þeir samþykkt afnám vopnasölu til Bosníu, til þess að þessi þjóð fái þó að verjast árásar- aðilum sjálfir. En þá ætlar allt vitlaust að verða. Óska menn frekar eftir loftárásum og iand- hernaði annarra ríkja og hleypa af stað stórstyrjöld? Skuldajöfnun skatta Mai-grét Árnadóttir skrifar: Það var lofsvert framtak, þótt seint væri, að koma á skuldajöfn- un í skattkerfinu. Það hefur verið með ólíkindum hvernig merrn hafa komist hjá þvi að greiða lög- boðin gjöld og sektir til hins opin- bera, t.d. barnameðlög, en fengið heimsenda ávísun fyrir inneign hjá skattinum eins og um skilvísa gjaldendur sé að ræða. Það verð- ur einhver súr yfir breytingunni - en hún er réttlát og tímabær. Borgarstjóri úr Kópavogi? Gunnar Guðjónsson hringdi: Margt er skrýtið í kýrhausnum. Nú er svo komið í stjórn Reykja- víkur að ef núverandi borgar- stjóri þyrfti að vera íjarverandi um lengri eða skemmri tíma, t.d. vegna veikinda eða slíks, þá verð- ur borginni stjórnað af aðila sem býr í Kópavogi og greiðir sína skatta í öðru bæjarfélagi. Það er nýtt fyrir okkur Reykvíkinga að manna helstu stöðu borgarinnar fólki úr ööru bæjarfélagi. En þetta er vist talið gott og gilt hjá Reykkjavikurfistanum. Neiþýðirnei E.S.P. skrifar: Stígamótakonur auglýsa ákaft slagorðið „Nei þýðir nei“. Þetta er nú gott og blessaö. Mér þykir þær þó ganga heldur langt þegar þær eru beiniínis að hvetja allar stelpur eða kvenkyns persónur til að neita manni um góöa sam- verustund sem getur jafnvel leitt til fyrirmyndar framtíðarsam- bands. Það er að verða óþolandi að mæta ísköldu augnaráði hins veika kyns á útihátíöum hér á landi, rétt eins og maður sé verð- andi kynferðisglæpamaður. Mál skýrast oft við frekari samræður. Og svo eru nú ekki allir karlmenn alltaf með þetta eina í huga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.