Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsmgar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Ribbaldar næturinnar Ræningjalýður fer nú um borg og byggð sem aldrei fyrr. Fíkniefnaneytendur, sem engis svífast, ráðast inn í hús að næturlagi og stela þar öllu steini léttara. Helst eru það dýr tæki heimilisins sem verða fyrir barðinu á þessum ribböldum næturinnar. Tölvur hafa verið efst á vinsældahstanum, farsímar, sjónvarpstæki og fleira sem auðvelt virðist að koma í verð. Svo er að sjá sem dýr tæki séu seld nánast til þess að ná í næsta fíkniefnaskammt. Menn hafa lengi velt fyrir sér hvað verður um öll þessi tæki. Hluti fer eflaust á innanlandsmarkað og hljóta kaupendúr að gera sér grein fyrir því að þeir eru að kaupa illa fenginn búnað, fáist verðmætt tæki á gjafvirði. Þeir sem kaupa slík tæki eru sérkennilega innrættir og siðferðið á lágu plani. Þá er grunur um að tækin, sérstaklega tölvumar, séu fluttar úr landi í gámum eða hugsanlega seld í erlend skip sem hafa hér skamma viðdvöl. Nýleg dæmi eru um það að húsráðendur hafi komið að húsum sínum nánast tómum þegar þeir snúa heim eftir sumarleyfi. Lögreglan hefur því hvatt menn til þess að ganga vel frá öflu áður en halcflð er í frí. Mikilvægast er þó að fá einhvem til þess að fylgjast vel með og vitja íbúðarinnar reglulega. Hreinsa þarf póst úr póstkössum svo ekki sé áberandi að íbúar séu fjarverandi. Nágrann- ar gegna veigamiklu hlutverki í þessari vörslu. Þeir hafa besta aðstöðu til þess að fylgjast með umferð manna þegar vitað er að granninn hefur bmgðið sér frá. Ná- grannavörslu hefur verið komið á í ákveðnu hverfi Reykjavíkur og hefur það gefið góða raun. Sflkri vörslu þarf að koma á sem víðast. Það veit enginn hver verður fyrir barðinu á þrjótunum næst. Þessi afbrot em nú farin að þróast á alvarlegra stig. Ný dæmi em um það að fómarlömb innbrotsþjófanna hafa sett sig í samband við menn í undirheimunum og boðið greiðslu fyrir tölvur og hugbúnað sem stoflð var. Þetta er vond þróun og varhugaverð. Hér er um hreina fjárkúgun að ræða. Skiljanleg er afstaða þeirra sem orð- ið hafa fyrir barðinu á þjófunum. HLþýðið hefur jafnvel stoflð ómetanlegum verðmætum sem vom í tölvubúnaði viðkomandi aðila. Þeir em því tilbúnir að ganga mjög langt til þess að endurheimta verðmætin. Það að menn em reiðubúnir til þess að greiða hátt verð fyrir þýfið verður hins vegar til þess að þrjótarnir gera enn frekar út á þennan markað. Einfalt er að koma í veg fyrir þessa tegund glæpa- mennsku með þvi að taka reglulega afrit af því sem unn- ið er á tölvumar. Sé afrit til af því sem stoflð var er samn- ingsstaða þjófanna engin. Mikilvægt er að geyma afritin ljarri sjálfum tölvubúnaðinum. Lögreglan hefur bent á að þyngri refsing flggur við innbrotunum ef áðumefnd Ijárkúgun bætist við. Ekki er víst að sú ábending hafi mikil áhrif á langt leidda fíkni- efnanotendur. Hitt er vert skoðunar að það er einnig refsivert að hafa milflgöngu við undirheimalýðinn. Taka verður hart á þessum málum og stöðva þessa öfugþróun í fæðingu. Undirrót alls þessa er fíkniefnavandinn sem verður stöðugt erfiðari viðureignar. ísland er engin undantekn- ing í þeim efnum. Glæpir sem tengjast fíkniefnaneyslu og fíkniefnasölu verða sífellt harkalegri. Þar er ekki að- eins verið að tala um innbrot. Fíkniefnunum fylgja vændi og meiðingar. Mannslífið er fltilsvirði í þeim harða heimi. Yfirvöld jafnt sem almenningur hafa verið of værukær. Skera þarf upp herör gegn þessum viðbjóði. Jónas Haraldsson „Verkföllin á fyrri hluta þessa árs eru bein og augljós atlaga að þvi uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið,“ segir Sveinn m.a. - Álversmenn funda með ráöherra. Hvert fer ef na- hagsbatinn? Að undanfórnu hefur blossað upp umræða um það hvort launa- fólk í landinu hafi verið svikið um hlutdeild í efnahagsbatanum sem loks hefur látið á sér kræla eftir langt skeið stöðnunar og samdrátt- ar. Um þaö hefur verið sátt í þjóðfé- laginu undanfarin ár að rétta að- ferðin til að bregðast við efnahags- vanda þjóðarinnar sé sú aö bæta rekstrarskilyrði atvinnulifsins. Fleiri og betur launuð störf verði til í öflugum fyrirtækjum. Nýjar aðferðir Launahækkunum hefur verið stillt í hóf og hagrætt innan fyrir- tækjanna. Samkeppnisstaða ís- lensks atvinnulífs, sem gjarna er mæld á mælikvarða raungengis, hefur verið að batna ár frá ári allt frá árinu 1988. Á síðasta ári jókst landsframleiðsla um tæp 3% og búist er við svipuðum hagvexti á þessu ári. Útflutningur hefur auk- ist umtalsvert og spáð er jákvæð- um viðskiptajöfnuði í ár, þriðja árið í röö. Snemma í vor lauk gerð kjara- samninga til tveggja ára sem ná til þorra launafólks í landinu þar sem samið var um 3-5% launahækkan- ir á þessu ári og önnur 3% á næsta ári. Samanboriö við þróun hag- vaxtar og launahækkanir í ná- grannalöndum okkar er alveg ljóst að lengra varð ekki gengið án þess að raska þeirri samkeppnishæfni sem búið er aö byggja upp. Á árunum 1980-1994 hækkaði verðlag um 2.000% en kaupmáttur atvinnutekna um 7% ogþjóðartekj- ur á mann um 5%. Nú var farin önnur leiö og samið um hóflegar launahækkanir sem reynst hafa raunverulegar kjarabætur. Á fyrri helmingi þessa árs hefur launavísitalan hækkað um 4,3% en verðlag um 0,9%. Það kom á óvart hversu lítil verölagsáhrifin voru af þessum launahækkunum. Ástæð- Kjallarinn Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins an er sú að aldrei þessu vant var ekki verið að gefa út innistæðu- lausar ávísanir heldur samið um launahækkanir sem voru viðráð- anlegar fyrir fyrirtækin. Efnahags- batinn er þannig hægt og rólega að skila sér, bæði til fyrirtækja og launþega. Atlaga að uppbyggingu Reynslan sýnir að gera verður breytingar á vinnulöggjöfinni og skipulagi verkalýðshreyfingarinn- ar til þess að koma í veg fyrir að fámennir en öflugir hópar laun- þega geti með verkfóllum knúið fram kjarabætur langt umfram aðra. Verkfollin á fyrri hluta þessa árs eru bein og augljós atlaga að því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið. Nú síðustu daga er svo gerð at- laga aö stöðugleikanum úr annarri átt. Umræðan hefst á því að birtar eru tölur um hallarekstur í fisk- vinnslu og endar á því að stjórn- völd eru krafin um gengisfellingu eða sértækar aðgerðir til handa fiskvinnslunni. Gengisfelhng nú myndi hins vegar kollvarpa kjara- samningum og þar með stöðugleik- anum. Hún kemur þess vegna ekki til greina. Vandi fiskvinnslunnar er marg- þættur: Minnkandi afli er ýmist fluttur óunninn úr landi eða hann er unninn úti á sjó. Mestur er vand- inn þó hjá þeim fyrirtækjum sem ekki eru tengd útgerð sem á kvóta. Ástæðan er sú að þessi fyrirtæki eru í raun að greiða veiðileyfagjald til eigenda (handhafa) kvótans. Með því að grípa til sértækra að- gerða fyrir fiskvinnsluna væri ein- ungis verið að fresta því að taka á skipulagsvanda í sjávarútvegi. Sá vandi á rætur sínar að rekja til þeirra miklu mistaka að afhenda örfáum aðilum afnotarétt af okkar helstu auðlind án endurgjalds. Þjóðin neitar að greiða þann reikn- ing. Sveinn Hannesson „Meö því að grípa til sértækra aðgerða fyrir fiskvinnslima væri einungis verið að fresta þvi að taka á skipulagsvanda í sjávarútvegi. Sá vandi á rætur sínar að rekja til þeirra miklu mistaka að afhenda örfáum aðilum afnotarétt af okkar helstu auðlind án endurgjalds.“ Skoðanir aimarra Áleitin spurning „Versnandi hagur einstakhnga kemur bæði fram í því að færri en áður greiða tekjuskatt og sú upphæö sem einstakhngar greiða í eignaskatt lækkar einn- ig... Sú spuming er áleitin nú, ekki síst þegar tölur liggja fyrir svart á hvítu um batnandi afkomu fyrir- tækjanna í landinu, hvort nú sé ekki kominn tími til þess að þau láti meira til sín taka í nýsköpun og fjárfestingu en verið hefur. Það er eina raunhæfa lausnin til lengdar á atvinnumálum og afkomumál- um einstaklinga." Úr forystugren Timans 28. júlí. ESB og íslenskir hægrimenn „Þegar íslenskir hægrimenn tala um ESB sem regluveldisflór og millifærslubákn staðráðiö í aö kæfa frjálst einkaframtak og framsækið atvinnulíf eru þeir ekki eingöngu á vihigötum, heldur einnig aö bregðast hugsjónum sínum og hlutverki. íhalds- maður sem hugar ekki aö því hvað atvinnulífmu og þjóðinni er fyrir bestu getur varla tahst „alvöm" íhcddsmaður. Það er því ekki seinna vænna að ís- lenskir hægrimenn nái áttum í Evrópumálunum og standi undir nafni sem hægrimenn." Ragnar Garðarsson stjórnmálafr. í Mbl. 27. júlí. í Kína 15 árum síðar ...En fyrir hálfum öðrum áratug síðan varð það gæfa Kvínverja að eitt af fómarlömbum Maós, Deng Xiaoping, tók þar við mannaforráðum. Hann leysti bændur úr ánauð, opnaöi Kína upp á gátt, setti mark- aðskerfið í gang og bauð erlent fjármagn velkomið til samstarfs. Vesgú. Og drekinn skipti um ham - Kína tók stakkaskiptum. Hundruð milljóna Kínverja hafa þaö nú - 15 ámm síðar - miklu betra, andlega og líkamlegra en áður.“ Jón Baldvin Hannibalsson, form. Alþfl. - Jafnaðar- mannaflokks íslands, í Alþýðublaðinu 28. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.