Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Page 15
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 15 Burt með gömlu klofningsmennina Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 þótti mörgu skynsömu fólki þaö eina leiðin til aö hnekkja veldi Sjálfstæöisflokksins aö vinstri- flokkamir reyndu að bjóða upp á sameinaðan lista og einn skýran valkost. Niðurstaöan varö samt sú aö ein- angrunarsinnarnir í hverjum flokki fengu aö ráöa, þeir sem töldu sigursælast að hver hreyflng pukr- aöist með sitt, og niðurstaöan varð sú, eins og menn muna, aö íhaldið fékk ríflega sextíu prósent fylgisins en íjögur flokksbrot vinstrimanna deildu með sér því htla sem eftir var. Sigurog tap Þessi útreið var að sjálfsögðu þörf lexía, þegar upp var staðið, og átti þátt í því aö sameiningaröflin fengu meiri hljómgrunn fjórum árum síðar, viö borgarstjórnarkosning- arnar í fyrra, og óþarft að rifja upp hversu miklu betur sú aðferð reyndist. Hins vegar voru hrakfar- irnar frá 1990 ekki nægilegar til að forystusauðum vinstrimanna á Al- þingi skildist hvað klukkan sló og við kosningarnar í vor fengu þeir því ráðið að kratísku öflin vinstra megin við Framsókn buðu upp á flóra lista. Og útkoman: Alþýðu- flokkurinn stórtapaði, Þjóðvaki reyndist vindhögg, Alþýðubanda- lagið hélt áfram að rýrna, þrátt fyr- ir fjögur ár í stjórnarandstöðu, og Kvennalistinn náði með naumind- um að lifa af og hjarir nú í öndunar- vél. hvort sem það hefur veriö útgerð- arauðvaldið og kaupmenn til sjáv- ar og sveita eða bændahreyfingin og kaupfélögin, hafa ráðið því sem þau hafa viljað ráða, og gera enn. Hins vegar eru hinar gömlu for- sendur klofningsins á vinstri vængnum fyrir löngu úr gildi falln- ar; meira að segja Tónabíósfundur- inn, sem rosknir forystumenn á vinstri kantinum vitna stundum til, hann hætti að skipta máli um svipað leyti og það ágæta hús hætti að vera bíó. Hverjum þjónar sundrungin? Sameining er því söguleg nauð- syn og spurningin er aðeins hversu lengi þeir sem andæfa gegn henni munu geta gengið erir.da íhaldsafl- anna með því að þvælast fyrir. Og það þarf líka að vera ljóst aö án þess að A-flokkarnir séu báðir með verður engin sameining, heldur aðeins framhald þess gamla hrá- skinnsleiks aö þeir reyni að klóra til sín flokksbrot hvor frá öðrum. Einar Kárason Hvenær hætti Tónabíó að vera bíó? Við vitum að fyrr á öldinni ollu því ýmsar ástæður að vinstrihreyf- Mörgum þótti þaö eina leiðin til að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins að vinstri flokkarnir byðu upp á samein- aðan lista og einn skýran valkost, segir Einar m.a. KjáUarinn Einar Kárason rithöfundur ingin sundraðist, með þeim afleið- ingum að íhaldsöflin í landinu, „Sameining er því söguleg nauðsyn og spurningin er aðeins hversu lengi þeir sem andæfa gegn henni munu geta gengið erinda íhaldsaflanna með því að þvælast fyrir.“ Meðog ámóti Gjald á fyrirtæki í Reykjavík vegna heilbrigðiseftiriits Nýtumbara lagaheimild „Heilbrigð- iseftirlitiö undanfarinár hefur verið fjármagnað af útsvarstekj- um. í lögum um hollustu- hætti og heil- brigðíseftirlit frá 1988 var veitt heimild Sigurborg Daðadóttir, (ormaður heilbrigðís- nofndar borgorinnar. til þess að taka gjald fyrir þetta eftirlit en Reykjavíkurborg hefur ekki nýtt þá heimild að fullu. Öll önnur sveitarfélög í landinu hafa nýtt sér þessa heimild. Okkur þótti rétt að nýta heimildina og ná í sértekjur fyrir kostnaöi við heilbrigöiseftirlit vegna bágrar íjárhagsstöðu Reykjavíkurborg- ar. Heilbrigðiseftirlitið er ekki ein- göngu með eftirht með fyrirtækj- um þanníg að ekki er um að ræða að gjaldtakan samsvari kostnaði 100 prósent. Eðlilegt er að 70 pró- sent af heildarkostnaöi við heil- brigðiseftírlit séu greidd af eftír- litsskyldum fyrirtækjum og stoíhunum en heilbrigðiseftirlit er líka þjónusta við almenning og því er ekki sanngjarnt að fyrir- tækin greiði allt eftirlitið. Sjálfstæðismenn komu á sínum tíma upp aaldskrá fyrir meng- andi starfsemi. Það má spyija hvort aðeins fyrirtæki með mengandi starfsemi eigi að borga eftirlitsgjald en ekki liinh’ sem eru eftirlitsskyldir. Og það má líka spyija hvort eðlilegt sé aö almenningur borgi allt heil- brigðiseftirlit. Reykjavikurborg er bara að nýta heimild í lögum til að inn- heimta gjald af eftírlitsskyldri starfsemi." Vafasöm atvinnusköpun Margir virðast telja að með auk- inni starfsemi ríkis og sveitarfé- laga og fjölgun boða og banna megi draga úr atvinnuleysi. Framlög úr opinberum sjóðum til svonefndra atvinnuskapandi verkefna, yfir- vinnubann og innflutningshöft eru meðal þeirra ráða sem sumir stjórnmálamenn og verkalýðsfor- ingjar vilja grípa til þegar harðnar á dainum. Óll hafa þessi úrræði jákvæð áhrif á tölur sem stjórnvöld nota til að mæla árangur sinn. Svona margir fengu vinnu, svo mörg störf voru sköpuð, atvinnu- lausum fækkaöi um svona marga o. s. frv. En ekki er allt sem sýnist. „Atvinnuskapandi“ verkefni Fjárframlög ríkis og sveitarfé- laga hafa verið nær fastur liður í kjarasamningum á undanfómum árum. Hér um bil einu sinni á ári berast fregnir af því að að ríki og sveitarfélög æth að veita einhver hundruð milljóna í „atvinnuskap- andi“ verkefni sem eiga að skapa einhver hundruð starfa. Vissulega er þaö sýnilegt að einhverjir fá vinnu tímabundið vegna þessara framlaga. Hitt er síður sýnilegt og stjóm- málaforingjar hirða ekki um að geta þess þegar þeir metast um hver hafi sett mest fé í „atvinnu- sköpun" aö hið opinbera tínir ekki peninga af trjánum til að greiða fyrir hana. Þetta fé er tekið annars staðar frá. Ríki og sveitarfélög hafa þrjár leiðir til tekjuöflunar: skatt- Kjallariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur heimtu, skuldasöfnun og seðla- prentun. Skattheimta veldur óhjá- kvæmilega samdrætti hjá einstakl- ingum og fyrirtækjum. Þegar skattar hækka dregst neysla þeirra saman og fjárfestingar minnka. Þetta veldur auðvitað fækkun starfa. Sömu sögu má segja um skulda- söfnun. Lántökur hins opinbera auka eftirspurn eftir lánsfé og hækka vexti sem dregur úr arð- bærri fjárfestingu í atvinnulífinu. Skuldasöfnun í dag er einnig skatt- ur á morgun. Seðlaprentun leiðir til verðbólgu sem einnig hefur nei- kvæð áhrif á atvinnulífið. „At- vinnuskapandi" verkefni ríkis og sveitarfélaga á kostnað arðbærra íjárfestinga í atvinnulífinu minna því um margt á að útsæði sé étið. Yfirvinnubann og innflutningshöft Eftir að atvinnuleysi fór að gera vart við sig fyrir nokkrum ámm hafa komið fram þó nokkrar kröfur um að sett verði á yfirvinnubann. í það minnsta verði kveðið á um það í útboðum og verklýsingum hins opinbera. í raun er ekki verið að fara fram á annað en að verktök- um verði bannað að vinna verk sín á þann hátt sem þeir telja hag- kvæmastan. Þaö þýðir að verk- kostnaður verður hærri og fram- kvæmdum fækkar. Við það fækkar störfum. Innflutningshöft hafa svipuð áhrif. Til þeirra er gripið ef inniend framleiðsla stenst ekki er- lenda samkeppni og telja menn að með því að útUoka erlendu vöruna séu „sköpuð störf' innanlands. Kostnaðinn bera neytendur. Þeir þurfa að eyða meim til að kaupa ákveðnar vörur en ella. Það er að sjálfsögðu sýnilegt hversu mörg störf verða til í vernduðu fram- leiðslugreininni en öllu erfiðara er að gera sér grein fyrir hversu mörg störf hafa tapast í öðrum fram- leiðslugreinum sem neytendur hafa þurft að minnka viðskiptí við vegna aukinna útgjalda til kaupa á vernduðu framleiðslunni. Þó eru þau að öllum líkindum fleiri enda um arðbær og varanleg störf að ræða. Innflutningshöftin eiga sér sem betur fer æ færri talsmenn. Öll opinber útþensla til bjargar at- vinnuvegum, styrkir, atvinnu- skapandi verkefni, yfirvinnubann og innflutningshöft em því haldlítil úrræði þegar allt er skoðað og í besta falli skammgóöur vermir líkt og að pissa í skóinn sinn. Glúmur Jón Björnsson „Öll opinber útþensla til bjargar at- vinnuvegum, styrkir, atvinnuskapandi verkefni, yfirvinnubann og innflutn- ingshöft eru því haldlítil úrræði þegar allt er skoðað, og 1 besta falli skamm- góðurvermir.. Dulin og ósæmandi skatttekja „Mér þykir nóg um öll þessi sérgjöld sem er verið að leggja á at- vinnurekst- urinn í land- inu.Þaðhefur verið tekið fyrir og skoð- að sérstak- kvæmdastjóri Kauf> lega Og þessi mann*samlak*nna. gjöld nema hundruöum milljóna þegar allt kemur til aUs. Þar er um að ræöa alls konar skoðunar- gjöld og sérgjöld sem meðal ann- ars eru afleiðingar af EES-samn- ingnum. Þegar Jeitað hefur verið eftir umsögn frá Kaupmanna- samtökunum um þessi gjöld höf- um viö bent á ýmsar leiðir til að draga úr kostnaöi. Kannski má segja að það sé eðli- legt í sjálfu sér að haft sé eftirlit með heilbrigði og hvemig menn umgangist matvöru. Að okkar mati er þetta heilbrigðiseftirUts- gjald þó of hátt. Við sjáum fram á að þetta sé ekki eina gjaldið sem lagt er á atvinnureksturinn eða hækkar núna. Kaupmenn þurfa að borga fuUt af öðrum sambæri- legum gjöldum og í harðri sam- keppni er oft rajög erfitt að koma þessu út í verðlagið þannig að afraksturinn af atvinnurekstrin- um verður minni. Þetta er dulin skatttekja sem er ekki, aö okkar mati, sæmandi.1' -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.