Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1995, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ1995 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ' Þá heyrir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færö þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu ✓ Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Nú færö þú aö heyra skilaboð auglýsandans. f Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. f Þú leggur inn skilaboð aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. f Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. 9 Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) véist leyninúmeriö. 9 Auglýsandinn hefur ákveðinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. Fréttir Stjómsýslukæra vegna bréfs menntamálaráðherra: Nemendur úr Reykja- vík eru rétthærri - en nemendur úr nágrannabyggðarlögum, segir reið móðir í Garðabæ „Framhaldsskólar í Reykjavík taka ekki böm úr öörum sveitarfé- lögum og það á ekki hvað síst við um nemendur úr Hafnarflrði, Garöabæ og Kópavogi. Ástæðan er sú að menntamálaráðherra, Björn Bjarna- son, sendi bréf, sem 'skrifað var 7. júní, þar sem farið er fram á að nem- endur frá Reykjavík gangi fyrir nem- endum úr nágrannabyggðarlögum. Við erum tvær sem kæmm þetta mál saman, ég og Hanna Kristín Guðjóns- dóttir,“ sagði Margrét Helgadóttir, óánægður íbúi í Garðabæ. Kæra þeirra Margrétar og Hörinu er stjóm- sýslukæra vegna bréfs ráðherra. „Við vitum ekki til þess að neinn annar hafi kært eins og við, en við höfum spurnir af fjölmörgum sam- bærilegum tilfellum og fólki sem er óánægt með skipan mála. Nemendur eiga ekki neinn kost á námi nema í skólum í eigin bæjarfélögum. Svo kemur til dæmis í ljós að nemendur úr Háaleitishverfinu hafa val um fjóra skóla. Unglingar með samræmd próf úr því hverfi geta farið í MH, MR, Versló eða Ármúlaskólann. Sá möguleiki er gefinn öllum nem- endum að loknu samræmdu prófi að sækja um einn skóla og annan til vara, en það er ekkert mark tekið á því. Það er aldrei fjallað faglega um umsóknir þeirra sem eru utan Reykjavíkur. Synir okkar Hönnu eru með mjög góðar einkunnir en það dugar þeim engan veginn. Við höfum verið að hringja til að vita hvernig þetta gengur en okkur verið tjáð að kæran sé hjá lögfræð- ingi og við fréttum það á fóstudaginn að sá lögfræðingur væri í fríi. Kæra okkar var skrifuð 23. júní en ráðu- neytið sendi hana ekki áfram fyrr en 4. júlí. Það skal tekið fram að kæran er á engan hátt ádeila á MR, heldur fyrst og fremst á ráðherra og það sem fram kemur í bréfi hans. Við höfum rætt við rektor MR í síma og komumst þá að þvi að hann er hlynntur okkar skoðunum en ekki ráðherra. Rektor vhl að sjálfsögðu helst að einkunnir en ekki búseta ráði því hverjir eru teknir inn. Ráðuneytiö virðist hafa gripið th þessa neyðarúrræðis vegna þess að nú er að koma stór árgangur inn í skólana. En það hafa þeir bara vitað lengi og hafa því haft nægan tíma til undirbúnings," sagði Mar- grét. -ÍS Á laugardaginn lagði Rocky Horror hópurinn undir sig Dómkirkjuna og hélt brúðkaup með pomp og prakt. Verið var að taka upp atriði fyrir leiksýninguna sem áætlað er að frumsýna í Loftkastalanum 10. ágúst og var giftingin liður í þvi. Athæfið vakti mikla athygli vegfarenda, sérstaklega ferðamanna sem fjölmenntu og fylgdust með af ákafa. DV-mynd TJ Norður-Atlantshaf: Ritun f iskveiðisögu - f sland meðal þátttakenda Hópur fræðimanna, North Atl- antic Fishing History Group, hefur ákveðið að rita fiskveiðisögu Norð- ur-Atlantshafsins frá miðöldum og fram til nútímans. Um helgina var haldið málþing í Vestmannaeyjum til undirbúnings verkefninu. Er þetta eitt stærsta fjölþjóðlega verkefni á Fiskverkun Jóhannesar og Helga á Dalvík hefur fengið greiðslustöðvun og er unnið að því að endurskipu- leggja fyrirtækið. Th stendur að auka hlutaféö í fyrirtækinu úr 20 mhljón- um í rúmar 50 mhljónir. Tveir stórir aðilar koma líklegast að hlutaíjár- aukningunni, annar þeirra er stórt útflutningsfyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu. Þá verða sex vikna launa- skuldir gerðar upp við fiskverkafólk- ið í dag en öllum starfsmönnum var sagt upp fyrir einum mánuði. sviði sagnfræðirannsókna sem ráðist hefur verið í. Þar sem það er svo umfangsmikið og er talið áhugavert fyrir íslendinga hefur sjávarútvegsráðuneytiö ákveðið að styrkja verkefniö með því að setja á stofn rannsóknarmiðstöð í sjávarútvegssögu við Hafrann- „Við gátum htið gert í því að end- urnýja ráöningarsamninga fyrr en forsendur voru fyrir slíku. Það hætti eitthvað af fólki og nú er mjög mikh- vægt fyrir okkur að komast í fullan rekstur og reka þetta á fullum afköst- um. Þetta þýðir það að við erum að leita okkur að fólki 1 einhverjum mæh. Eftir þrjár vikur verða máhn skoöuð og athugað hvort ástæður eru fyrir lengri greiðslufresti," segir Helgi Björnsson, einn eigenda fyrir- tækisins. sóknastofnun. Ráðuneytið ver til verkefnisins sem nemur einu stöðu- gildi næstu fimm árin en þess er vænst að fleiri aðilar komi að þessu verki. Jón Þ. Þór sagnfræðingur veit- ir rannsóknarmiðstöðinni forstoðu. -ÍS „Við höfum ekki farið í neinar að- gerðir. Starfsfólkið hefur talað við okkur og við höfum haft samband símleiðis og reynt að ýta á það munn- lega að launin yrðu greidd," sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Ein- ingar á Akureyri, í gær. Samkvæmt heimildum DV hafa hátt í 20 starfsmenn Fiskverkunar Jóhannesar og Helga á Dalvík ekki fengið greidd laun í sex til átta vikur. -GHS Mánudagspósturinn kemur út í dag undir ritstjórn Gunnars Smára Egilssonar og er það I síð- asta sinn sem blaðið kemur út undir hans stjórn, að sögn Gunn- ars Smára, en hann sagði upp í grein í blaðinu í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á ritstjórnarskrifstofum Mánudagspóstsins í gær hafa all- ir starfsmenn blaðsins fengið laun fyrir júní greidd og er áform- að að halda útgáfunni áfram. Ekki er vitaö hver verður ráð- inn nýr ritstjóri á Mánudagspóst- inum en aðstoðarritstjóri blaðs- ins, Sigurður Már Jónsson, er í leyfi. , -GHS Nýrnaskiptaaðgerðin: Allt gengur samkvæmt óskum „Líðan Ástu er eins góð og frek- ast er hægt aö vonast eftir. Hún er að skipta um lyf í dag (sunnu- dag) en hefur hingað til verið á sterkum lyfjum sem komu í veg fyrir höfnunareinkenni fyrstu 10 dagana. Ásta er nú að skipta yfir á heldur veikari lyf," sagði Árni Hjaltason, faðir stúlkunnar sem fór í nýrnaskiptaaðgerð í Boston í Bandaríkjunum fyrir 11 dögum. „Ef allt gengur að óskum og engjn höfnunareinkenni koma fram gæti vel verið að hún fengi að fara heim af spítalanum á þriðjudag,“ sagði Árni. -ÍS Stúlka klippt útúrbO Harður árekstur varð i Mos- fellsbæ um háiffimmleytið í gær- dag. Tveir bflar, annar á leið eftir Vesturlandsvegi og hinn að koma út af Álafossvegi, rákust saman. Tækjabíll slökkviliðsins var sendur á vettvang en klippa þurfti stúlku út úr öðrum bhnum. Tveir voru fluttir á slysadehd Borgarspítalans en ekki var vitaö hversu alvarleg meiðsl fólksins voru. Þá valt húsbhl sunnan megin við Botnsá um háiftíuleytið í gær- kvöldi. Tveir voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans með rainni háttar meiðsl. Taliö er aö vind- hviða hafi feykt bilnum th með þeim afleiðingum að hann valt. Dalvík: Fiskverkun fékk greiðslu- stöðvun og eykur hlutafé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.