Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1995, Page 11
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 11 Fréttir Erlendum ferðamönnum flölgar: Tekjurnar um 4 milljarðar í júlí í júlímánuöi sl. komu alls 41.569 erlendir feröamenn til landsins eöa um 3,5% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Voru það aö meðaltali 1340 manns á dag, auk farþega meö skemmtiferðaskipum. Fjölmennastir voru Þjóöverjar eöa 10.825, Banda- ríkjamenn 4.653, Frakkar 4.074, Dan- ir 3.801 og Bretar 2.903. Fyrstu 7 mánuðina voru erlendir feröamenn 117.858 en 113.419 í fyrra og er það um 4% fjölgun. Ekki er vitað á þessari stundu hve lengi þeir hafa dvalið í landinu, ekki heldur um fjölda gistinátta eöa hve miklar gjaldeyristekjur eru af komu þeirra. Ef tekjurnar af þeim eru þær sömu og í fyrra aö meðaltali eru þær í júlímánuöi einum um 4 milljaröar. Japönum fjölgar mest Japönum, Finnum, Bandaríkja- mönnum og Dönum fjölgar mest á fyrstu 7 mánuðum ársins en Bretum, Hollendingum og Norömönnum fækkar mest. Japanir eru í nokkrum sérflokki en þeim fjölgar um 29% og Finnum um 20,5% en Bretum fækkar mest eða um 15,9%. Birgir Þorgilsson, formaöur Ferða- málaráðs, sagði að ástæða þessarar miklu fjölgunar Japana væri trúlega fyrst og fremst sú að síðastliðin 3-4 ár hefði verið unnið mjög mikið á Japansmarkaði og nefndi sérstak- lega mjög duglegan Japana með ferðaskrifstofu sem seldi ferðir til íslands. Birgir sagði það áhyggjuefni hve Bretum hefði fækkað en ekki væri vitað hver ástæðan væri en reynt yrði að komast að því. Hann sagði jafnframt að tölurnar væru ekki alltaf marktækar. Það þyrfti stundum ekki annað en stór hópur kæmi frá einhverri þjóð til að breyta þessum litlu tölum. Rykk- rokk ’96 Tónlistarhátíðin Rykkrokk verður haldin í áttunda sinn á laugardaginn. Rykkrokk, sem var fyrst haldið áriö 1984, fer aö venju fram fyrir utan félagsmið- stöðina Fellahelli við Noröurfell. Tónleikarnir hafa oft verið vel sóttir, árið 1990 mættu til dæmis um sex þúsund áhorfendur upp í Breiðholt til að hlusta á Ryk- krokkið. Meðal hljómsveita sem spila á rykkrokki ’96 eru Unun, Funkst- rasse, Kolrassa krókríðandi, Láp- stikk, Olympía, Maus, Quicksand Jesus og Dallas. Aðgangur er ókeypis. Flugmót var haldið við Múlakot i Fljótshlíð um verslunarmannahelgina. Fór mótið vel fram og margt til skemmtun- ar. Mætti fólk víða að, m.a. þessir Þjóðverjar á heimasmíðaðri vél sinni. DV-mynd Sigrún Lovísa Skógræktardagur- inn 12. ágúst Aðildarfélög Skógræktarfélags Is- lands efna til skógræktardags 12. ágúst næstkomandi og vilja þau hvetja fólk til að sjá með eigin augum árangur af starfi félaganna. Dagurinn er haldinn í tilefni af Náttúruverndarári Evrópu 1995. Dagskráin hefst á skógræktarsvæð- unum um allt land kl. 14 þegar fáninn verður dreginn að hún. Forráðamenn félaganna taka á móti gestum þar sem boðið verður upp á fjölbreytt kynningarefni, af- þreyingu fyrir alla aldurshópa og veitingar. Skógræktarfélögin fagna þessu tækifæri til að taka virkan þátt í Náttúruverndarári Evrópu 1995 enda er til þess ætlast að þar sé hvers kyns náttúruvernd á dagskrá. Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á því sem áunnist hefur á vettvangi þessara öflugu áhugamannasamtaka undanfarna áratugi. Alhliða gróður- og náttúruvernd Þótt meginstef ársins sé umhverfi í og viö þéttbýli er eðlilegt að hér á landi sé vakin athygh á því sem snýr að skógrækt og alhliða gróður- og náttúruvernd enda jarðvegs- og gróöureyðing eitt erfiðasta umhverf- isvandamál á íslandi að áliti Skóg- ræktarfélags íslands. Þar sem skóglendi jarðar er á und- anhaldi bendir félagið á mikilvægi þess að sem flestir taki þátt í því að snúa þeirri óheillaþróun við. Þar getur hver og einn lagt fram sinn skerf eftir eigin getu og geðþótta. Skógræktarfélag íslands vill vekja athygli á þvi að skógur er ekki ein- göngu til nytja heldur í stöðugt vax- andi mæli vettvangur útivistar og náttúruskoðunar. Félagið telur að almenn þátttaka fólks í skógræktarstörfum, sem skógræktarfélögin hafa staðið fyrir, hafi leitt í ljós að hún er grundvöllur þess aö góður árangur náist við end- urheimt fjölbreytts gróðurríkis á ís- landi. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 15. útdráttur 3. flokki 1991 - 12. útdráttur 1. flokki 1992 -11. útdráttur 2. flokki 1992 - 10. útdráttur 1. flokki 1993 - 6. útdráttur 3. flokki 1993 - 4. útdráttur 1. flokki 1994 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Alþýðublaðinu fimmtudaginn 10. ágúst. Upplýsingar um út- dregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnaðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900 ^ ^ ‘6j^ ^ ^ ^ af smáauglýsingum fyrir alla áskrifendur DV AUGLYSINGAR Skógræktarfélag Islands vill vekja athygli á því að skógur er ekki eingöngu til nytja heldur í stöðugt vaxandi mæli vettvangur útivistar og náttúruskoðun- ar. Smáauglýsingar DV skila árangri. Hringdu núna í síma 563 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.