Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 Fréttir_______________________________ Sambýlisfólkiö sem er með annað heimill í Smugunni: Yf ir tvær milljónir króna í mánaðarlaun „Við vorum hvort á sínum frystitog- aranum. Hún var á Sigurbjörgu frá Ólafsfirði en ég var á Sléttanesinu. Við sáum fljótlega að það fyrirkomu- lag gekk ekki upp og því varð úr að hún færði sig yfir. Núna er þetta allt annað líf,“ segir Bergþór Gunnlaugs- son stýrimaður sem starfar ásamt sambýliskonu sinni, Öldu Gylfadótt- ur, á frystitogaranum Sléttanesi ÍS frá Þingeyri. í síðustu viku komu þau úr rúm- lega mánaðarferð úr Smugunni: Túr- inn gaf vel af sér og var aflaverðmæt- ið milii 80 og 90 milljónir króna. Það þýðir að hlutur þeirra Bergþórs og Öldu er samanlagt hátt í 2,2 milljónir fyrir skatta. „Við fengum útborgaðar 1,2 mtilj- ónir eftir að skattar höfðu verið dregnir frá. Þetta er auðvitað mjög góð afkoma en það verður að taka með í reikningixm að þama er mikil vinna að baki,“ segir Bergþór. Bergþór og Alda hafa verið í sam- búð í tæp þrjú ár. Þau eru bamlaus og geta þvi leyft sér að vera úti í hafsauga svo vikum skiptir. Alda segist kunna þessu lífsformi vel. Hittust á 70-80 daga fresti „Þetta er afskaplega ljúft líf og ég kann þessu vel. Þetta er allt annað eftir aö við fóram að vera samskipa. Stuttar fréttir SamninguHnn bölvun Búvörasamningurinn er bölv- un fyrir bændur. Eðlilegra er aö bændur fai að spreyta sig viö framleiöslu og sölu á frjálsum markaði án ríkisstyrkja. Sjón- varpið hafði þetta eftir Ámunda Loftssyni, bónda í Lautum í Reykjadal. Mál vegna vanefnda Skiptastjóri Miklalax í Fljótum ætlar að höfða mál til aö fá rift kaupsamningi við Norræna sjó- eldið vegna vanefnda. RÚV greindi frá þessu. Grundvöllur lífeyrissjóðakerf- isins myndi bresta ef launþegar fengju sjálfir að ráða því í hvaða sjóð þeir borga. Afleiðingin yrði m.a. sú að lífeyrisréttur kvenna yrði lakari en núna. Sjónvarpið hafði þetta eftir hagfræðingi ASÍ. Stjóríðja ídands hf.? Hugmyndir eru uppi um stofh- un eignarhaldsfélags um hluta- bréf í verksmiðjum í eigu ríkis- ins. Vísbending greindi frá þessu. I mmlii4flriin iuátniTlt Sameiginlegur fúndur stjórna verkalýðsfélaganna á Snæfells- nesi hefúr sent frá sér ályktun þar sem síðustu hækkun kjara- dóms á launum æðstu manna rik- isins er harölega mótmælL Tibaun í bietkjueldi í Presthólalónum í Öxarfirði er hafin einfold og ódýr tilraun með bleikjueldi. Landeigendur telja eldiö þaö fyrsta hér á landi í fersku vatni. Sjónvarpið greindi frá þessu. Uttar likur á sæstreng Áform um sölu rafmagns um saxstreng til Bretlands hafa verið slegin af í iðnaðarráðuneýtinu. Stöötvögreindifráþessu. -kaa - ljúft líf segja Bergþór Gunnlaugsson og Alda Gylfadóttir Aður hittumst við aðeins á 70 til 80 daga fresti. Ég sé þetta þó ekki fyrir mér til langrar framtíðar. Ég er búin að vera á frystitogara í tvö og hálft ár og ég ímynda mér að við verðum bæði við þetta í tvö ár í viðbót og þá fari ég í land,“ segir Alda. Allir sem þekkja til sjómennsku vita að langir túrar taka á og oft era menn orðnir þungir í skapi eftir nokkurra vikna fjarvist frá fjöl- skyldu og vinum. Bergþór og Álda era sammála um að þetta sé stað- reynd sem þau verði að taka tillit til. Þau segja að tilkoma kvenna um borö í frystitogurum hafi orðið til þess að létta andrúmsloftið þar. Hefðbundið karlasamfélag „Auðvitað þarf að taka það með í reikninginn að auk okkar era um borð yfir 20 karlar sem eiga konur og böm heima. Við erum því ekki að flíka tilfinningum okkar á al- mannafæri ef svo má að orði kom- ast. Við reynum því að hafa þetta eins hlutlaust og hægt er,“ segir Bergþór. Togaraflotinn hefur lengst af byggt á hefðbundnum karlasamfélögum. Bergþór segir tilkomu kvenna um borð hafa leitt gott af sér. „Oft þegar hða tekur á túrana gerast menn skapstirðir, enda þá búnir að vera langdvölum að heiman. Við fáum stundum skot á okkur eins og gengur en það er oftast í góðu. Það er mjög gott að hafa stelpur um borð í frysti- togurum upp á móralinn," segir Bergþór. Eftir tæplega vikustopp í landi verður haldið aftur til veiða og þá líklega á sömu slóðir. Margur sjó- maðurinn kvíðir fyrir að fara á þess- ar slóðir þar sem þeir eru nánast sambandslausir við umheiminn vik- um saman. Hjá Bergþóri og Öldu horfir málið öðravísi við. „Það er enginn kvíöi í okkur að fara aftur í Smuguna. Við skiptum bara einfaldlega um verastað. Það breytir þvi þó ekki að óskaplega gott er að koma í land eftir langt úthald og komast í nýtt umhverfi," segir Bergþór. Rúm milljón í launaumslaginu eftir mánuðinn. Sú sþuming vaknar hvað fólk geri við slíkar upphæðir og stefnir ekki í að þau verði stórefnuð? „Við eram eldti rík en höfum það ágætt. Við ætium að nota þetta tíma- bil ævinnar til aö koma okkur sæmi- lega fyrir í lífinu. Við ætlum að lyfta okkur aðeins upp eftir næsta túr og reiknum með að fara til útlanda, þá helst til Bandaríkjanna," segja þau Bergþór og Alda sem halda sitt annaö heimiliíSmugunni. -rt Morömáliö í Genf: Fjársöf nun fyr- ir dóttur Vivan - dóttirin hefur fengiö áfallahjálp Sambýlisfólkið Bergþór Gunnlaugsson og Alda Gylfadóttir lifa mjög sér- stæðu lífi. Þau lifa og starfa á sama vinnustaðnum: frystitogaranum Slétta- nesi ÍS. Síðasti túr var mettúr á skipið og aflinn var sóttur i Smuguna. DV-mynd Hlynur Aðalsteinsson Bryndís Hólm, DV, Gen£ Fjársöfnun er nú hafin meðal ís- lendinga í Genf til styrktar dóttur Vivan Hrefnu Óttardóttur, sem myrt var með hroðalegum hætti þar í borginni um helgina. Dótturinni líð- ur eftir atvikum vel. Hún hefur notið áfaUahjálpar og er nú í umsjá vina og ættingja. Auk hörmunga síðustu daga hefur stúlkan átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. Hún er 15 ára gömul. Faðir hennar er búsettur í Svíþjóð en er nú kominn til Genfar. Franski morðinginn reyndi að nauðga dótturinni og misþyrmdi henni eftir að hafa nauðgað og myrt Vivan. Morðið og tilræðið við stúlk- una hefúr vakið mikinn óhug hér í Sviss. Geðlæknar hafa rannsakað manninn en vilja ekkert segja um andlegt ástand hans. „Hvað fær mann, sem aldrei áður hefur komist í kast við lögin, til að fremja voðaverk af þessu tagi,“ er spuming sem svissnesk blöð velta fyrir sér í kjölfar morðsins. Málið þykir eitt hið óhugnanlegasta sem upp hefúr komið í Sviss í langan tíma. Morðinginn hefur nú verið ákærð- ur fyrir morð og tilraun til að nauðga bariú. Hann situr í gæsluvarðhaldi og verður þar til dómur fellur, trú- lega um áramótin. Sendiráð íslands og íslendingar í Genf standa fyrir sérstakri minning- arathöfn um Vivan Hrefnu nú í vik- unni en sjálf jarðarförin fer fram á íslandi. m Bátur dreginn til Vestmannaeyja: Ohaffærir, ótryggðir og réttindalausir Ómar Garðaissan, DV, Vestmainiaeyjum: „Það er ekki búið að ræða peninga- hMðina en það er lágmark aö fá upp í kostnað. Mér er sagt að báturinn sé ekki með haffæmiskírteini og ég held að hann sé ekki tryggður þann- ig að ég geri ráð fyrir að við gerum kröfu á hendur eigandans," segir Bjarni Sighvatsson, formaður Björg- unarfélags Vestmannaeyja, í samtali viðDV. Þór, björgunarbátur félagins, kom í gær til Vestmannaeyja með Sædísi ÁR, sem áður var skráð á Eyrar- bakka en er nú skráð í Araba í Karíbahafinu. Báturinn, sem er 34 lestir, varð vélarvana og leki komst að honum suður af landinu í gær þegar verið var að sigla honum til Portúgals. Lögreglan í Eyjum upp- lýsir að enginn um borð hafi réttindi til að sigla yfir Atlantshafið og verð- ur Sædís fyrst um sinn í Eyjum. D-álma við Sjúkrahús Suöumesja: Staðið verði við samkomulag - segir formaöur stjómar „Þð er skýlaus krafa okkar að staðið verði við það samkomulag sem undir- ritað var fyrir kosningar,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjómar Sjúkrahúss Suðumesja, um þær hugmyndir sem uppi eru um að fresta framkvæmdum við D-álmu Sjúkrahúss Suðumesja. Anna Margrét vitnar til samkomu- lags sem gert var fýrir kosningar og undirritað af Friörik Sophussyni fjár- málaráðherra og Sighvati Björgvins- syni, þáverandi heilbrigðisráðherra. Hún segir vera breiða samstöðu meðal heimamanna um að standa gegn því að áformum um byggingu verði breytt eðaþeimfrestað. -rt Hdgi Jónssan, DV, ÓLafefiröí: Við stórslysi lá I Ólafsfjarðarhöfn í gær þegar eldur kom upp í vélar- rúmi rækjutogarans Baldurs. LjósavéL sem eingöngu er notuð þegar togarinn er í landi, hafði ver- ið sett í gang með þeim afleiöingum að kviknaði í stökkum, göllum og hjálmum í stakkageymslunni, sem er beint fýrir ofan ljósavélina. Komst eldur í loft og veggi. Svanur Rafhsson vélstjóri varð fyrstur var við brunann og reyndi aö slökkva eldinn. Brenndist Svan- ur á höndum. Þegar ekki tókst að slökkva eldinn kallaði hann á slökkviliðið sem slökkti eldinn. Að sögn Svans lá við stórslysi því litlu munaði að eldurinn kæmist í gaskúta. Hann telur að skemmd- irnar nemi nokkur hundruð þús- undum króna. Baldur fer á veiöar á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.