Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 Spurningin Á hvaða tíma dags ertu best upplögð/lagður? Ragna Erlendsdóttir nemi: Á kvöldin, þá skemmtir maður sér best. Arnbjörg María Daníelsdóttir nemi: Á kvöldin og helst á nóttunni. Rannveig Sigurðardóttir, vinnur í verslun: Á morgnana, er hressust þá. Vilberg Kjartansson verkamað- m-: Það er rétt eftir hádegið, þá er maður kominn í jibbí-gírinn. Margrét Sigurjónsdóttir ellilíf- eyrisþegi: Á morgnana, þá er ég búin að sofa svo vel því að ég fer svo snemma að sofa. Lesendur Kvennaráðstefnan í Kína - og taugaveiklun þarlendra stjórnvalda Kerfið sem þar gildir er ófært um að gera nokkrar breytingar, segir m.a. í bréfinu. - Kínverskir hermenn við gæslu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Deilt var um hvort rétt væri að halda alþjóðlega kvennaráðstefhu í Kína. Deilan stóð einkum vegna þess að vitað er að þar eru veruleg- ir hnökrar á samskiptum milli vald- hafanna og almennings. Svo fór að lokum að konur hvaöanæva úr ver- öldinni mættu í Peking til að ræða þar sín helstu baráttumál og rétt- indi. Ótrúlega lítið hefur komið fram um þessa ferð kvennanna. Þær hafa hins vegar verið fýrir- ferðarmeiri fréttimar sem segja frá taugaveiklun kínverskra valdhafa vegna ráðstefnunnar og þeirrar at- hygli sem hún þó hlaut. Yfirvöld höfðu ítrekað lagt steina í götu ráð- stefnugesta og reynt að hindra þá með ýmsum hætti. Þau reyndu t.d. að skerða málfrelsi. Njósnað var um menn og gerð leit í herbergjum og myndbönd gerð upptæk. - Sem sé ekta kommúnískar starfsaðferöir. Hvað á svona framferði kín- verskra stjórnvalda að þýða? Við hvað eru þau hrædd? Greinilegt er að ráðamenn, sem haga sér á þenn- an hátt, eru að fela meira en lítið sem ekki þolir dagsljósið. Vitað er að mannréttindabrot hafa verið framin í Kína, allt frá valdatöku Maós formanns. Og eflaust mun lengur. Og enn í dag er mönnum varpað í fangelsi vegna andófs gegn stjómvöldum. Aðrir dæmdir í út- legð af sömu orsökum eins og nýlegt dæmi sannar. Fyrir mér er þessi „skjálfti“ vald- hafanna sönnun þess að þetta kommúníska kerfi þeirra í Kína sé að liðast í sundur og forystumenn- imir reyni allt hvað þeir geti til að sýnast sléttir og felldir á yfirborð- inu. Ekki síst til þess að erlendar ríkisstjórnir séu ekki að spyrja óþægilegra spuminga um hið raun- verulega ástand. Scmnleikurinn virðist sá að Kín- verjar þurfa á þvi aö halda að breyta ímynd sinni út á við. Og þess vegna vilja þeir fá til sín erlenda fjárfesta. En það er ekki nóg að breyta útliti sínu ef menn gera ekki fyrst hreint í eigin ranni. Slika hreingerningu hafa þó valdhafar í þessu fjölmenna ríki hvergi ráðist í. Kerfið, sem þar gildir, pólitískt séö, er enda ófært um það. Það hlýtur því að hverfa af sjónarsviðinu jafn- hraðan og það verður reynt. Líkt og átti sér stað í fyrrum Sovétríkjun- um. - Hugmyndafræðin sem komm- únisminn byggir á er dauð, og var í raun andvana fædd. Gott og ódýrt hjá Heildversluninni Bjöm Sigurðsson skrifar: Yfirleitt er venjan sú að maður kvartar ef manni finnst eitthvaö ábótavant við þjónustu verslana og fyrirtækja, en því miður er of lítið aö því gert að þakka fyrir þegar vel er gert. En það er einmitt þetta sem ég finn hvöt hjá mér til aö gera nú. Undanfarnar vikur hef ég veriö að gera ýmsar endurbætur á húsinu mínu sem ég byggði fyrir rúmum 20 ámm. Efst á óskalista frúarinnar - og auðvitaö mínum líka - vom ýms- ar lagfæringar á eldhúsi og algjör endumýjun á baðherbergi. Fljótlega sá ég að um umtalsverðar fiámpp- hæðir var að ræða, t.d. í efni, ýms- um nýjum tækjum og áhöldum. Ég fór á milli verslana og bar saman verð og gæði þess er í boði var, og sýndist mér yfirleitt vera tengsl þar á milli. í Heildsöluversluninni við Fells- múla var aftur á móti áberandi hvaö verð virtist vera hagstæðara á áhöldum í t.d. baðherbergi og á heimlistækjum, þrátt fyrir sambæri- leg gæði. Ég endaði því með að kaupa öll tæki í baðherbergið, svo og stálvask, ofn og helluborð í eld- húsið þar og tel ég mig hafa sparað tugþúsundir króna. Sem dæmi má nefna að stálvaskurinn sem ég keypti var þriðjungi ódýrari en sá er tengdasonur minn hafði keypt annars staðar fimm árum áður, þrátt fyrir aö um áþekka vöru væri að ræða. Sagt er að Jóhannes í Bónusi svo og Hagkaup hafi bætt kjör hins vinnandi manns með stórfelldari lækkun á verði matvöru en verka- lýðsfélög og ríkisvaldið til samans. Ég sé ekki betur en Heildsöluversl- unin geri nákvæmlega sama hlutinn á öðru sviði verslunar, því að minni reynslu er sönn kjarabót að versla þar. - Ég þakka því fyrir, bæði góö verð og góða þjónustu og leiðbein- ingar. Samkeppnisstofnun, hver ert þú? Halldór Sigurðsson skrifar: Ég hef verið að líta yfir íslensk dagblöð eftir að ég kom til landsins eftir nokkurra mánaða fiarveru. Margt er þar að finna skondiö og skemmtilegt í bland við alvarlegri frásagnir. - Eitt hinna skondnu mála tel ég vera frétt eða stutta saman- tekt um Samkeppnisráð, sem var í Morgunblaðinu, undir fyrirsögninni „Skýrsla samkeppnisyfirvalda fyrir 1994“ og „Efling samkeppni er lang- tímaverkefni“. Rætt var við fyrrv. verðlagsstjóra en núverandi for- stjóra Samkeppnistofnunar. Hann telur það vera langtimaverkefni að efla samkeppnina. Gott og vel. Ég spyr hins vegar: Er einhver þörf á opinberri stofnun sem sér sérstak- lega um að efla samkeppnina? Kem- ur hún bara ekki af sjálfu sér? Þama kom líka fram að „Sam- keppnisyfirvöld" (hver skyldu þau nú vera?) hafa, samkvæmt sam- keppnislögum, það hlutverk að framfylgja banni og eftirliti með samkeppnishömlum, vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum og annast eftirlit með gegnsæi markað- Er „gegnsæi" markaðarins til staðar hjá viðskiptavinunum? arins. - Mikið er þetta nú embættis- mannslega orðað. Einkum þetta með „gegnsæi markaöarins". En meðal annarra orða: Er ekki grá- upplagt að gera uppskátt hver þessi stofnun sé og hvaða áhrif hún hafi í viðskiptalífinu fyrir neytendur? Nýr lífsstíll í framhalds- skólum? E.A. skrifar: Það virðist sem framhalds- skólanemar, og jafnvel grunn- skólanemar að einhverju leyti, hafi tileinkað sér nýjan lífsstil, eins konar lúxusstil, sem er þó í engu samræmi við það sem hin- ir „sárafátæku" nemendur eöa foreldrar þeirra ættu að sætta sig við. Þessi lífsstíll lýsir sér m.a. í því að fara út að borða og á ball á eftir í byrjun skólaárs og svo auðvitað i lok þess, á vorin. Þetta er svo sem ekki saknæmt að öðru leyti en því að þetta kost- ar óhemju fiárútlát. Og einhveij- ir verða að borga. Hvaðan kemur þessi nýi siður? Fá krakkamir hvatningu frá foreldrunum? Kannski veitingamönnum sem gefa tilboðin hagstæðu, en þegar allt kemur til alls er allt á fullu verði! Er ekki ráð fyrir þá sem landið erfa að hægja á þessum lífsstíl? Frida Ara- dottir - hver er hún? Björn Gunnarsson hringdi: Stöð 2 sýndi næstliðið mánu- dagskvöld myndina Mýs og menn. í nafnalista aðstandenda myndarinnar mátti m.a. lesa: „Free hair styling" og nafnið Frida Aradottir. Fróðlegt væri ef einhver er við nafnið kannast, t.d. úr kvikmyndum eða annars staðar, og gæti upplýst mig og aðra lesendur um hver á þetta nafn. Stjórnmála- samband við Taívan Einar Árnason hringdi: Ég hvet íslensk stjómvöld til að taka upp stjómmálsamband við Taívan. Ég hygg að þangað höfum við t.d. selt meiri fiskaf- urðir en til Kína það sem af er. Auðveldlega mætti færa aðsetur sendiherra okkar í Kína til Taív- an og þar væri hann til raun- vemlegt gagns en ekki í Kína. Bergmál þakkar Jón Hjörleifur Jónsson skrif- ar: Bergmál þakkar innilega hin- um fiölmörgu sem margvíslega og örlátlega studdu hvíldar- og hressingarvikuna fyrir krabbaameinssjúklinga að Hlíð- ardalsskóla í ágúsmánuði síðast- liðnum. - Guð launi ómetanlega göfugmennsku ykkar allra. „Citroén“- nafnið sást hvergi Ragnar skrifar: Eg þurfti einu sinni sem oftar að nálgast varahlut í Citroén bíl okkar. Mér var tjáð að umboðið og þar með varahlutaverslun væri flutt í húsakynni Brimborg- ar í Bíldshöfðanum. Ég leitaði lengi því að merkingar voru ekki auðséðar af götunni. Sá ég reynd- ar hvergi nafnið Brimborg á áberandi stað og alls ekki nafnið Citroen, þótt nöfn annarra bif- reiðategunda væru auglýst kirfi- lega. - Og var þetta þó fyrir það löngu að ekki gat það tengst kjarnorkutilraunum Frakka á nokkurn hátt. Ég hélt að bílaum- boðum væri skylt að gera öllum bifreiðategundum jafn hátt undir höfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.