Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö •m í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,oháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995. Skipulagsnefnd: Glæsiferð kostar milljón segir Gunnar Jóhann „Eg hef kostnaöinn ekki alveg á hreinu en hann losar örugglega milljónina. Þetta er glæsiferö og að mínu mati eiga menn ekki að fara í slíka ferð á vegum skattborgaranna. Ferðin dæmir sig sjálf,“ sagði Gunn- ar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um ferð skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar til Bretlands. Þrír fulltrúar R-lista, einn frá Sjálfstæðisflokki og fjórir emb- ættismenn fóru í tíu daga ferð, flogið til Glasgow og heim frá London. Gunnar Jóhann lét bóka að honum fyndist einkennilegt að verið væri aö skipuleggja glæsiferðir af þessu tagi á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn *væri gagnrýndur fyrir óábyrga fjár- málastjórn. Hann ákvað að sitja heima. -sv Hjábankastjóra: „Eg er með skammbyssu“ „Mér brá ofsalega og vissi ekki á hverju ég ætti von. Maðurinn kom ^ít frá bankastjóranum og spurði ' okkur, sem biöum, hvort við vissum hvað hann væri með? Hann var að vingsa einhverju sem ég sá ekki al- veg hvað var en sagði að það væri skammbyssa og bað okkur að skila því til bankastjórans að hann væri vopnaður," segir Sigrún Ásgeirsdótt- ir leikskólakennari sem varð vitni aö ofangreindri uppákomu í aðal- banka Búnaöarbankans á dögunum. „Mér datt fyrst í hug að færa mig úr skotlínunni enda skíthrædd þótt ég sæi ekki greimlega hvað maður- inn var með í höndunum. Maður, sem var þarna á biöstofunni, sagði að okkur kæmi ekkert við hvað hann væri með. Þá ranglaði maðurinn út og hvarf," segir Sigrún. -GK Friðriksmótið: Hannes Hlífar einn efstur Hannes Hlífar vann Helga Áss í 8. umferð Friðriksmótins í gær og er nú einn efstur á ný því Margeir og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli. Jón Loftur vann Larsen, Jóhann vann Gligoric og Smyslov vann Þröst. Jafntefli varð hjá Friðriki og Polgar. Staðan: Hannes 6 v. Margeir 5 'A v. Jóhann, Jón, og Polgar 4'A v. Helgi Ól. og Smyslov 4 v. Larsen og Glig- -OTÍc 3 'A v. Helgi Áss 3 v. Friðrik og Þröstur 2A v. LOKI Þetta hlýturað vera skipulögð skoðunarferð! íslenskt hrossakjöt á Japansmarkaði: Gerlar gætu stefnt útf lutn ingi í hættu Gerlar gætu stefnt útfiutningi á hrossakjöti til Japans í hættu. Kvartaiúr hafa ítrekað borist frá japönskum kaupendum um gerla í kjötinu og hafa augu beinst að til- teknum sláturhúsum í því sam- bandi. Takist ekki að koma í veg fyrir vandamálið mun Félag hrossabænda fara þess á leit við yfirdýralækni að viðkomandi slát- urhús verði svipt siáturleyfi. Gríðarlega núklir hagsmunir eru í húfi fyrir bændur því gott verð hefur fengist fyrir hrossakjöt á mörkuðum í Japan. Á nýliðnu verðlagsári voru flutt út um 260 tonn af hrossakjöti til Japans sem selt var á 500 til 1.000 krónur kíló- ið. Þetta er um 10 prósent hærra skilaverð til bænda heldur en fæst fyrir kjöt á innlendum markaði þegar tekíð hefur verið tiilit tú ails kostnaðar sem fellur á kíötið. Að sögn Halldórs Gunnarssonar í Holti, framkvæmdastjóra Félags hrossabænda, er geriavandamáiið litið mjög aivarlegum augum af framleiðendum. Hann segir Japana fylgjast náið með gæðum vörunnar og því verði að gera ríkar kröfur til þeirra sem vinna kjötið hér á landi. Því verði ekki hjá því komist að óska eftir inngripum yflrdýra- læknis takist viðkomandi siátur- húsum ekki að uppræta gerlana. Halldór segir markaðssetning- una í Japan hafa gengið vel að öðru leyti. Engin önnur kjöttegund gefl eins núkið af sér í útflutningi. Ýmis vandamál og nústök hafi þó komið upp sem menn hafi lært af. Til dænús hafi fyrir tveimur vikur verið skipt um umbúðir sem ekki stóðust kröfur. Kassarnir hafi krumpast undan þyngslunum og það hafi Japanar ekki sætt sig við. „Þeir gera miklar kröfur og það er okkar að koma tii móts viö þær. Mistök geta alltaf skeð en af þeim má læra. Þetta var tilfaliandi vandamái með kassana sem við höfum leyst. Gerlarnir eru hins vegar mun alvarlegra mál,“ segir Halldór. -kaa Veiðihundurinn hljóp fyrir björg Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli: Þau Hafdís Benediktsdóttir og Guð- mundur Grettisson úr Kópavogi fóru á gæsaskyttirí austur fyrir fjall í gær og höfðu með sér heimilishundinn - forláta tík af góðu veiðihundakyni. Hundurinn, sem er þéttbýhshund- ur, er venjulega í bandi með tak- markað ferðafrelsi en var sleppt fyr- ir austan. Frelsinu fegin var tíkin kát og spretti úr spori. Þegar komið var á gæsaslóðir hljóp hún um en gáði ekki að sér. Galsinn var svo mikill að hún hljóp fyrir björg og varð það hennar bani. Nú ríkir mikil sorg á Digranesveg- inum og tíkarinnar er sárt saknað af fjölskyldunni. Heimilað að flytja inn kjúklinga Bónus fékk í gær heimild til aö leysa kjúklinga, sem verslunin flutti til landsins frá Svíþjóð, út úr tolli. Haföi yfirdýralæknir þá lokið athug- un sinni á því hvort kjötið væri sýkt. Svo reyndist ekki vera. Munu kjúkl- ingarnir vera leystir út úr tolli er Jóhannes í Bónusi kemur til landsins enhannernúerlendis. -GJ SVR-hækkunin: Enn ein árásin á fjölskyldufólk - segir Arni Sigfússon Bandariska borskipiö Sedco BB 271 liggur nú á Reykjavikurhöfn með bilað- an bor. Skipið hefur verið við Grænland undanfarið og þar hafa menn ver- ið að bora í botnlög og kanna þau. DV-mynd S „Þetta er enn ein árásin á fjöl- skyldufólk. Klósettskatturinn, 26 prósenta hækkun fasteignagjalda, hefur veriö mest áberandi hingað til. Nú kemur þessi hækkun þar sem 90 milljónir eru teknar beint úr vasa notenda strætisvagna, aðallega ungl- inga og aldraðra. Pólitísk samstaða hefur veriö um að greiða niður far- gjöldin. R-listaflokkarnir lögðu jafn- an til lækkun en nú er blaðinu snúið við,“ segir Árni Sigfússon borgarfull- trúi. Stjórn SVR hefur ákveðið að hækka fargjöld frá 1. október og hækka farmiðaspjöld aldraðra og unglinga um 100 prósent, úr 500 í 1.000 krónur. Einstök fargjöld hækka um 20 prósent og verða 120 krónur, farmiðaspjöld fullorðinna hækka um 11 prósent og kosta 1.000 krónur, Græna kortiö hækkar um 17 prósent og kostar 3.400 krónur. Einstök far- gjöld unglinga hækka um 20 prósent og verða 60 krónur. Önnur fargjöld verða óbreytt. Fargjöld Almenningsvagna bs. hækka frá 1. október. Græna kortið kostar þá 3.400 krónur. Einstök far- gjöld fullorðinna hækka úr 110 í 130 krónur, farmiðaspjöld hækka um 10 prósent og kosta 1.100 krónur. Enn er óljóst hvort fargjöld aldraðra hækka. -GHS Veðrið á morgun: Áfram sæmilega hlýtt A morgun verður suðaustan- kaldi eða stinningskaldi. Dálítil rigning verður víða sunnanlands og vestan- en þurrt og jafnvel létt- skýjað norðan- og norðaustantil. Áfram verður sæmilega hlýtt í veðri. Veðrið í dag er á bls. 28 I.ANDSSAMBAND ÍSI.. RAI \ KRK I AKA L*TT* alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.