Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 Merming DV Taslima Nasrin, rithöfimdurinn sem bókstafstrúarmenn vilja feiga, í DV-viðtali Vonandi kemst ég heim - telur ástandið í Bangladess hafa versnað fyrir sig frá því í fyrra Taslima Nasrin ásamt Silju Aöalsteinsdóttir sem þýtt hefur bók hennar, Skömmina, sem Mál og menning gefur út. DV-mynd ÞÖK Af mörgum þekktum gestum Bók- menntahátíöarinnar í Reykjavík þessa dagana er óhætt að segja að Taslima Nasrin sé sú víðkunnasta. Taslima komst í heimsfréttir í júní á síðasta ári þegar stjómvöld í heima- landi hennar, Bangladess, fordæmdu hana fyrir bókina Skömmina og gerðu hana útlæga. Bókstafstrúar- menn sitja um líf hennar en með naumindum tókst henni að komast í felur í Bangladess áður en átti að fangelsa hana. Tashma flúði til Sví- þjóðar þar sem hún var búsett þar tfl nýlega að þýsk stjómvöld buðu henni að dvelja í Berlín. Nú hefur Skömmin verið gefin út af Máli og menningu á íslensku í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Heimildarskáldsaga Skömmin er heimildarskáldsaga, byggð á atburðum som gerðust á Ind- landi árið 1992 þegar öfgamenn hindúa lögðu 500 ára gamla mosku múslíma í Ayodhya í rúst. í tilkynn- ingu frá Máh og menningu segir m.a.: „Hún dregur upp ljóslifandi mynd af því hvemig múslímar í Bangladess hafa níðst á hindúíska minnihlutan- um áratugum saman, en um leið er bók hennar ákall um umburðarlyndi og mannúð og hefur kostaö hana for- dæmingu og útlegð." Tashma er læknir sem hefur ámm saman skrifað smásögur og greinar í dagblöð í Dhaka. Hún er vinsæll höfundur í heimalandi sínu, einkum Þekktasta bók Nooteboomgef- inúthér í tilefni af Bókmenntahátíðinni hefur Vaka-Helgafeh gefið út bók eftir einn aðalgesta hátíöarinnar, Hollendinginn Cees Nooteboom. Bókin nefnist Sagan sem hér fer á eftir en hún hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin fyrir tveimur árum. Cees er einn vinsælastí og virt- asti rithöfundur Hohendinga. Hann fæddist í Haag árið 1933 og hefur ferðast víða um heiminn. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn og verkin verið þýdd á fjölda tungumála. TímaritMálsog menningar- þridjahefti Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1995, er komið út. Það er að stómm hluta helgaö bama- og unghngabókmenntum meö fimm ítarlegum greinum um íslenskan skáldskap og ævintýri frá ýmsum tímum handa smáfólkinu. Að auki er grein um myndskreyting- ar í íslenskum bamabókum. Þrjú Ijóðskáld eiga verk í TMM að þessu sinni Þetta em þau Jó- hanna Sveinsdóttir, pólska nó- belskáldiö Czeslaw Milosz og Geirlaugur Magnússon. Pétur Gunnarsson þýöir tvö Ijóða Mi- loszar og birt er viðtal við Geir- laug eftir Jón K. Stefánsson. Þá em greinar í TMM eftir þá Rúnar Helga Vignisson og Pétur Már Ólafsson. Ritstjóri TMM er Frið- rik Rafnsson. Benjamindúfaí fjórum löndwn Vaka-Helgafell hefur gengið frá samningum um útgáfu á bók Friðriks Erhngssonar, Benjamín dúfu, hjá einum stærstu og virt- ustu forlögum Danmerkur, Svi- þjóðar, Finnlands og Ítalíu. -bjb meðal kvenna. Sænski PEN-klúbb- urinn veitti henni málfrelsisverð- laun árið 1994. Bókin sem kom henni í heimsfréttimar hefur verið gefin út í fjölmörgum löndum hins vest- ræna og austræna heims. Kaffileikhúsið í Hlaövarpanum hefur kynnt vetrardagskrá sína til áramóta. Þetta er annað starfsár leikhússins en hvorki fleiri né færri en 14 þúsund gestir komu á fyrsta starfsárinu. Framkvæmdastjóri Kaffileikhússins er Ása Richards- dóttir. Hún sagöi í samtali viö DV aö í vetur yrðu fjölbreyttar og spenn- andi uppfærslur á mörgum innlend- um leikhúsverkum auk þess sem boðið yrði upp á erlend verk. „Þetta verður blanda gamalla og nýrra vina,“ sagði Ása. Haldið verður upp á ársafmæh Kaffileikhússins 7. október nk. með frumsýningu á Sápu þijú. Sápur eitt og tvö vom sýndar síðasta vetur við miklar vinsældir og nú hefur Edda Björgvinsdóttir samið Sápu þrjú. Auk Eddu munu Ólafla Hrönn Jóns- dóttír og Helga Braga Jónsdóttir fara með stærstu hlutverkin. Karlleikar- ar verða Erlingur Gíslason og Hjálm- ar Hjálmarsson. Leikstjóm verður í höndum Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur. Upp úr miðjun október fer af stað nýstárleg sýningaröö með einvala hópi íslenskra leikara. Þeir munu láta gamminn geisa í Margfóldum einleikjum, undir stjóm Þórhhdar Þorleifsdóttur leikstjóra. Þama gefst leikumm kostur á að gera hluti sem þá hefur ahtaf langað til að gera en aldrei gert. Mánaðamótin október-nóvember fmmsýna leikaramir Gísh Rúnar Jónsson, Steinunn Óhna Þorsteins- dóttir og Guðrún Þ. Stephensen eitt frægasta verk Ionescos, einþáttung- inn Kennslustundina. Þetta er síghd lífsreynslusaga allra sem einhvem Stuttu eftir komuna th landsins í gær náði DV að taka við hana stutt viðtal. Hún sagöi ástandið í Bangla- dess í dag í rauninni verra og hættu- legra fyrir hana en á síðasta ári því að bókstafstrúarmenn úr röðum tímann hafa verið kennarar eða nemendur. Leikstjóri verður Bríet Héðinsdóttir. í október hefst dagskrá í Kaffiieik- húsinu sem helguð verður íslenskri leikhústónhst. Þar munu fimm ís- lensk tónskáld kynna verk sín. Þetta em þeir Ath Heimir Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirs- son, Leifur Þórarinsson og Þorkeh Sigurbjömsson. Þeir munu ásamt leikritahöfundum, tónlistarmönnum og leikumm leika, flylja og kynna ijómann af leikhústónhst sinni á fimm sjálfstæðum kvöldum. Kaffileikhúsið mun áfram bjóða upp á hin vinsælu Sögukvöld í sam- starfi við Rithöfundasambandið. Tónleikar og tónleikaraðir munu múshma væm komnir til ffekari valda. „Ég vh komast aftur heim og von- andi tekst það. En það gerist auðvitað ekki nema stjórnvöld dragi th baka ákæruna á hendur mér,“ sagði Ta- slima. Trú er ekki einkenni fólks Hún sagði meginboðskap Skamm- arinnar vera þann að trú væri ekki einkenni mannfólksins heldur að um væri að ræða mannlegar verur. „Trú er ætíð notuð th að ofsækja minnihlutahópa, hvar sem er í heim- inum. Ofsóknir múshma gegn hindú- um urðu th þess að ég skrifaði þessa bók. Leggja þarf áherslu á mannúð- ina en ekki trúna. Með fyrstu heim- sókn minni th íslands vonast ég th að geta opnað augu fólks fyrir því ástandi sem ríkir í heimalandi mínu og víöar þar sem bókstafstrúarmenn eru við völd. Öh berum við ábyrgð á því að friður ríki í heiminum, hvar á hnettinum sem við lifurn." Heldur fyrirlestur í dag Tashma las úr verkum sínum í Þjóðleikhúskjaharanum og í dag flyt- ur hún á Bókmenntahátíðinni í Norræna húsinu fyrirlestur um ís- lamska bókstafstrú. Hún er núna að skrifa skáldsögu um hvemig konur eru meðhöndlaðar í þjóöfélögum múshma. . -bjb skjóta upp kollinum í vetur með fjöl- breyttri dagskrá, aht frá klassík th popptónhstar. Síðar í vetur stendur leikhúsið fyrir líkum skemmtunum og Hallgrímur Helgason hefur verið og er enn með, svokallað „stand-up" grín eða standandi grín eins og þýtt hefur verið á íslensku. Auk Hall- gríms munu fleiri grínarar koma að þessari dagskrá. Nýveriö tóku nýir vertar við veit- ingarekstri Kaflheikhússins, þær Kristín Ingibjörg Pálsdóttir og Krist- laug María Sigurðardóttir, eða Kikka og Stína. Þær stöllur ætla að kitla bragðlauka leikhúsgesta í vetur fyrir htinn pening. -bjb Kafíileikhúsið að hefja sitt annað starfsár: Með leiklist og Ijúffengan mat - hátt í 14 þúsund gestir á fyrsta árinu Kristlaug María Sigurðardóttir, annar vertinn i Kaffileikhúsinu, og Asa Ric- hardsdóttir, framkvæmdastjóri leikhússins, lofa leiklistar- og matarlistarunn- endum góðum vetri. Á myndina vantar Kristínu Ingibjörgu Pálsdóttir, hinn vertinn frá veislueldhúsinu Kikku og Stinu sf. DV-mynd ÞÖK Nýisöngskólinn Hjartansmál Innritun hófst í gær í nýjan söngskóla sem nefnist Hjartans- mál. Skólinn hefur aðsetur í húsi Kvennakórs Reykjavíkur á Ægis- götu 7 í Reykjavík. Skólinn varð i raun th i fyrra þegar söngdehd- in Söngsmugan hóf starfsemi sina vegna samstarfs nokkurra söngvara og píanóleikara. Skóla- stjóri er Guðhjörg Siguijónsdótt- ir. Hjartansmál býður upp á ein- söngstíma, samsöngstíma, undir- leikstíma, tónheym, tónfræði, tórílistarkynningu, tónhstarsögu, hljómborðs- og píanókennslu og tungumálanámskeið. Tvær dehd- ir eru við skólann, undirbúnings- deild og einsöngsdehd. Meðal kennara verða Björk Jónsdóttír, Bjöm Bjömsson, Ðagný Björg- vinsdóttir, Dúfa S. Einarsdóttir, Einar Sturluson, Friðrik S. Krist- insson, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Jóhanna G. Linnet, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Margrét J. Pálma- dóttir, Matthhdur Ó. Matthías- dótíir og Ragnheiöur Linnet. uralþjóðlegum verðlaunum Sigurður A. Magnússon rit- höfundur var nýlega sæmdur alþjóðlegum bókmennta- verðlaunum, kenndum viö Jean Monnet, föður hugmyndarinnar um sam- einingu Vestur-Evrópu. Verð- launin voru afhent á Italíu en að þeim standa forseti Ítalíu ásamt utanríkis- og menntamálaráðu- neytunum itölsku, Ferðamálaráð Lígúríuhéraðs, Genovafylki og bæjarstjórnir Montana Font- anabuona, Usdo og Santa Marg- herita Ligure. Sigurður hlaut verðlaun í flokki ritgerðasmíða. Ritgerðin var samin á ensku með titlinum „Mania in the Icelandic Wilder- ness“. Hún fjallar annars vegar um sagnir sem gengiö hafa af Fjaha-Eyvindi og Höhu og hins vegar um leikrit Jóhanns Sigur- jónsson, Fjaha-Eyvind, og tengsl þess við fomgríska harmleiki. Að auki fékk Sigurður sérstakan silf- urpening frá forseta ítahu fyrir framlag sitt tíl keppninnar. Nýgeislaplata fráCaput íslensk tón- verkamiðstöð hefur gefið nýja gcislaplötu með Caput kammerhópn- um. Platan nefnist Ani- mato og inniheldur m.a. Rímna- dansa eftír Jón Leifs, í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar ásamt verkum eftír tónskáld af yngri kynslóðinni eins og Áskel Más- son, Lárus H. Grímsson, Snorra Sigfús Bírgisson, Hauk Tómas- son, Atla Ingólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Verkin eru af dagskrá opnunartónleika Myrkra músíkdaga 1995. KvðeðiúrQuar- antínu Ragnar G. Kvaran, fýirum flug- stjóri hjá Loftleiðum og Cargolux, hefur gefið út Ijóðabókina Kvæði úr Quarantínu. íslensk bóka- dreiiing sér um dreifingu bókar- innar. Ragnar setur og mynd- skreytir bókina sjálfur. Kvæðin era háttbundin en sundurleit að efni og er ætlað að höfða fremur til gamansemi en naflaskoöunar. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.