Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 13 Afmæli Dagblaðsins Dagblaðið fyrir 20 árum - rætt við diskóteksgesti á Óðali: Staðurinn munjgjörbreyta drykkjusiðum Islendinga - spáði einn gestanna en staðurinn þótti bylting út af fyrir sig Þann 12. september 1975 var Rod Stewart í efsta sæti vinsældalista í London aðra vikuna í röð með lag sitt Sailing og John Denver skaust upp í toppsætið í New York með lag sitt RMnestone Cowboy. Diskóbylgj- an var að halda innreið sína á Is- landi og veitingastaðnum Óðali við Austurvöll hafði nýlega verið breytt í takt viö nýja tíma. Um allt þetta mátti lesa í Dagblaðinu fyrir 20 árum en það er undarleg tilviljun að nú 20 árum seinna hefur veitingastaðurinn Óðal verið opnaður á ný og aftur verið breytt til aö halda í viö þróun- ina. Blaðamaður Dagblaðsins heimsótti Óðal fyrir 20 árum og spurði gesti staðarins hvemig þeim litist á breyt- ingamar. Líkingamáhð sem blaða- maður notaði þegar hann lýsti að- komunm að Óðah var ekki flókið; „... þar var stappað eins og í Breið- holtsstrætó“. Einn þeirra sem blaða- maður ræddi við var Meyvant Þó- rólfsson, þá kennaraskólanemi. „Þetta er miklu flottara en Sesar og plötusnúðurinn er alveg í sér- flokki. Þrátt fyrir mikil þrengsli kann ég mjög vel við mig, og ég spái því að þegar mesta nýjabrumið fer af staðn- um verði þetta enn betra.“ Dagblaðið íyrir 20 árum: VarÁslákur eyrnalangur mesta kyntákn sögunnar? Læknir í Manchester í Englandi hefur hvatt til þess aö rannsókn verði gerð á eyrum karlmanna. Með því vill hann ákvarða áhrif eymanna á framgang karla á kynferðissviðinu. Læknirinn, Ivor Flestein, skrif- aði um þetta grein í læknatíma- ritiö „Púlsinn“. Sagði hann þar einnig að áberandi eym gætu haft í för meö sér andlega eymd eða kynferðislega uppljómun. „Oddhvöss og vel löguð eyru em tákn undinneðvitundarinnar um kynþrótt karla,“ skrifaði Flestein læknir. Þetta stóð á erlendri fréttasíðu Dagblaðsins fyrir 20 árum. Ekki fundust framhaldsskrif um málið í blaðinu og ekki fannst Flestein læknir þegar reynt var að hafa uppi á honum í gær. -pp Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Óðals fyrir 20 árum, ásamt plötu- snúðnum Stuart Austin sem hélt uppi fjörinu. Jakkafötin eru aftur komin í tísku. I dag er Jón fram- kvæmdastjóri Keiluhallarinnar. DB/DV-myndir BP/GVA Hjalti Björnsson, framhaldsskóla- nemi fyrir 20 árum, spáði þvi að opnun Óðals myndi breyta drykkju- siðum íslendinga. Dæmi hver fyrir sig um það hversu sannspár hann reyndist. Sóttum í fótboltaspilið „Ég veit nú ekki hvort Jþetta varö miklu betra því ég sótti Óðal aldrei að staðaldri. Eg man að það voru ein- hver tölvuspil þama; fótboltaspil, sem ég og félagar rnímr sóttum tölu- vert í,“ sagði Meyvant í samtali við DV í gær en hann er nú aðstoðar- skólastjóri Hjallaskóla í Kópavogi. Hann segist ekki frá því að þessi þróun hafi verið skref til baka frá því sem var þegar Mjómsveitir léku á dansleikjum. Þarna hafi tónlist áf Meyvant Þórólfsson var kennaraháskólanemi fyrir 20 árum. Nú er hann aðstoðarskólastjóri Hjallaskóla i Kópavogi. plötum ráðið ríkjum og gamla sveita- ballastemningin Uöið undir lok. Þeir voru fleiri sem höföu skoðamr á breytingunum. Hjalti Bjömsson, þá framhaldsskólanemi, talaði um að staðurinn væri bylting út af fyrir sig. „Ég spái því, að hann eigi eftir að gjörbylta öllum hugsunarhætti í sambandi við drykkjusiði. Við vitum, að þegar hávaðinn er eins yflrgengi- legur og hann er á öðrum stöðum, þá verður andrúmsloftið þvingað og fólkið kann ekki við sig. Það getur því ekkert gert annað en að drekka brenmvín til að reyna að halda sér í andlegu jafnvægi, hverMg sem það tekst nú.“ Dæmi hver fyrir sig um það hvort Hjalti reyndist sannspár eða ekki. Jón Hjaltason, nú framkvæmda- stjóri KeiluhaUarinnar, var fram- kvæmdastjóri Óðals. Hann hafði starfrækt veitingahúsið Sælkerann í húsnæði Óðals um árabil en sá stað- ur þótti virkilega fínn á þessum tíma og kynnti íslendingum margar nýj- ungar í matargerð. „Ég eyddi 20 árum í þetta og sé ekki eftir einrn minútu af þeim tíma en ég er búinn að kveðja veitinga- mennskuna í dag. Það er nú spurmng hvort þetta var upphafið að diskó- bylgjunni sem svo tröllreið öllu en þetta var staður sem var afar „heit- ur“. Biðraðirna við vmsælustu skemmtistaðina nú til dags hefði ekki þótt löng í gamla daga,“ segir Jón. -pp KARATEKRAKKAR! Byrjendanámskeiðin eru að hefjast. Kennt er í aldurs- skiptum hópum. Börn 5-8 ára. Unglingar 9-14 ára. Fullorðnir 15 ára og eldri. KARATEFÉUGIÐ ÞORSHAMAR BRAUTARHOLTI 22 551 4003 ALLIR FINNA EITTHVAÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.