Þjóðviljinn - 24.12.1936, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.12.1936, Qupperneq 10
ÞJÓÐVILJINN 10 Skrítlur. Kennari: »Mé,r þykir nokkuð grun- samlegt, Jón, að stíllinn, sem þú áttir að skrifa um herbergið þitt, er orðrétt, alveg eins og stíllinn hans bróður þíns.« Jón: »Mér finst það alls ekkert grun- samlegt, því við höfum báðir sama her- bergið.« iöndum! Þið, sem getið á hverju kvöidi lagst til svefns óhræiddir- Minnist bræðra ykkar á Spáni, sem á nóttunni eiga yfir höfðum sér árásir af hálfu flugvéla óvinanna. Minnist þess, að öll mótmæli ykkar, sérhver andmælaathöfn gegn viðskiptabanmnu, sem rænir spönsku lýðræðisstjórnina réttinum til frjálsra vopnakau.pa, færir nær þann dag, þegar spánsku þjóðinni tekst loks- íns að reka atf höndum sér morðsveitir þær, sem nú standa fyrir hliðum Mad- ridborgar«. B kemur til dyra. A: »Fyrirgetfið, það býr víst ekki mið- ill hér?« B: »Jú, — hvað var það nú, sem þér vilduð?« A: »Eg þarf endii.ega, að ná tali af konu minni, sem er dáin, og spyrja haná hvað hún hafi gert af ermaböndunum mínum, ég finn, þau hvergi.« Drengur kemiur inn í bakarí og biður um eitt brauð og leggur aurana á borðið. »Einum eyrir meira„« segir bakar- inn, »brauðin hafa hækkað síðan í gær.« »Láttu mig þá hafa brauð tfrá í gær,« svaraði drengurinn. Drengur kemur inn í búð og biður u,m blandaðan brjóstsykur fyrir 1 eyrir. Búðarmaðurinni fær honum 2 mola, og segir: »Hérna hefurðiu; 2 mola, þú getur blandað þá sjálfur.« B. (8 ára). Þegar Bjössi datt í sjóinn. Lag: Kátir voru karlar á kútter Haraldi. — Það var í fyrravetur, að vestur að sjó ég fór, þv; þar eru1 stórir steinar og stuindum úfinn sjór. Hann Bjössi litli bróðir, hann bað um að vera með og fylgdi mér organdi eftir, það agnarlitla peð. Eg tók þann litfa og leiddi, við löbbuðum út að sjó, og aldan í þara og þaingi svo þunglega andann dró, og mátfarnir veifuðu vængjum, en vinduriinn svalan blés, svo reykjarbrælan úr bænum, hún barst út á Seltjarnarnes. Þarna er gaman að ganga og gott að feika sér, en hættulegt er að hoppa um hál og rennblaut sker. Það gerði Bjössi bróðir _■ og baðaði skönkuinum, hann spígsporaði • þar spertur á spánýjum stígvclum, Já, strákurinn ætlaði að stikla á steinunum snarlega, á fremsta. klettinn fór h’ann, — en fór ekki varfega, hann húrraði til á hálku og hlunkaði niður — og — 6! hann kastaðist eins og knöttur í hvellinum út í sjó. En upp skaut honurn aftur, og ósköp var að sjá, hvað drengurinn gat nú grett sig, grenjað — og sopið á. Hann skvampaði þarna, skinnið, með skeltfing í augunum, en sjálfur er ég syindur sem selur, — úr laugunum. HJA MÁLARA. Málarinn: »Hé,r er mynd af flugvél, sem svífur svo Ijómiandi fallega hátt uppi millj skýjanna.« Hinn: »Jaá, ég mundi undireins kaupa myndina, ef flugið aðeins væri listflug.« Málarinn: »Það er listöug, herra minn, þér snúið bara myndinni öfugt.«

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.