Þjóðviljinn - 24.12.1938, Page 3
ÞJÓÐVILJINN
3
hefðum vér eigi verið samlags-
menn þeirra 'um blóð spámann-
anna“. Þannig berið þér þó sjálf-
um yður vitni, að þér séuð
synir þeirra, er drápiu spámenn-
ina. Fyllið þá og mæli feðra
yðar! Þér höggormar, þér
nöðruafkvæmi, hvernig ættuð
þér að geta umflúið dóm hel-
vítis? Þessvegna sjá: Ég sendi
til yðar spámenn og spekinga
og fræðimenn. Suma þeirra
munuð þér húðstrýkja í sam-
kúndum yðar og ofsækja frá
einni horg til annarrar“.
Væri ekki rétt að gera sér
það ljóst núna á þessum jólum,
að hafi þessi ,,harða ræða“ ver-
ið réttmæt fyrir 19 hundruð ár-
um, þá er hún ef til vill ennþá
réttmætari í dag. Vér nútíma-
menn erum sannarlega synir
þeirra, sem drápu spámennina,
þar á meðal Jesú frá Nazaret.
Vér erum sannarlega synir
þeirra, sem breyttu helgidómi
guðs í Iræningjabæli, sannarlega
síum vér fluguna, en svelgjum
úlfaldann, sannarlega hirðium
vér lítið um það, sem er kjarni
lögmálsins, kjarni þess, sem
Jesús frá Nazaret kenndi, ,,rétt.
vísina og miskúnnsemina”,
Þetta er hinn mikli sannleikury
sem jólin aettu að minna oss á.
Því ber ekki að neita, að
margir eru þeir á vorum tím-
umj, sem vilja vinna að því
að efla réttlætið og miskunn-
semina í heiminum, en þeir
hafa rekið sig á þá staðreynd,
að í helgidómi guðs er rekin
ræningjastarfsemi. Þeir hafa rek
ið sig á þá staðreynd, að menn-
irnir sem „skreyta leiði hinna
réttlátu“, þar á rneðal leiði Jesú
frá Nazaret, „lífláta spámenn
og spekinga“. Og þá verður
þéim oft sú villa á að snúa baki
við spámönnunum og kenning-
um þeirra, af því að þeir, sem
eiga að boða þá iog fagnaðarer-
indi þeirra, hafa tekið á sig yf-
irskin guðhræðslunnar, en af-;
neitað hennar krafti.
Við ættum að nota þessi jól
til þess að nema staðar við fóti
skör meistarans frá Nazaret,
Við skúlum gera okkur það al-
(frh. á næstu síðu)!
= Eínar Sígurdsson:
= ¥öggubvæðí
= — Brot —
Nóttin var sú ágœt ein,
= í allri veröldu Ijósið skein.
= Pað er nú úeimsíns þrautarmein
== að þekkja fiann ei sem þæri.
— i Með vísnasöng e'g vögguna þína úrærí.
= Fjármenn hrepptu fögnuð þann:
= þeir fundu bæði guð og mann.
== í lágan stall var lagður úann,
=E þótt lausnari úeimsins væri.
== Með visnasöng ég vögguna þína ftrceri.
= Upp úr stallinum eg þig tek,
=S þótt öndin mín sé við þig sek;
= barns mun ekki bræðin frek.
== Bið ég þú ligg mér nærri.
= Með vísnasöng ég vögguna þina úræri.
= Þér gjöri ég ei rúm með grjót né tré;
= gjarnan læt ég fiHt í té: =
= vil ég mitt fijartað vaggan sé,
= vertu nú úéi; minn kæri. =
= Með vísnasöng ég vögguna þina fíræri. |
= Vöggukvæðið minnir á Þorstein Erlingsson (Bannað er =
= mér nú brosið þitt“, ort undir sama lagi). Eitthvað í inni-l =
= leik þess og mennsku handtaki á barninu gæti minnt á =
== Stephan Q. Stephansson og fleiri siðskiptamenn, sem áttu m
m að velja rnilli kirkjukenninganna og mannssonarins og kusu ■
= að fylgja mannssyninum, Enda er Vöggukvæðið eftir siða- m
== skiptamann, Einar Sigurðsson pr. í Ntesi, síðar í' Eydölum SSSm
= (1539—1626). Og siðskiptin, dögun nýju aldanna, voru ó- =E
r: skyldari nútímaleifum lútherskunnar en nútímavantrúnni. Ein- ■"1 ■
ari er það alvara, að fjármenn fundu í jötunni mann. =
= Guð Einars er elskað barn hans, hann ber til hans sömu
kennd og til barna sinna, aðeins dýpkaða og helgaða. Þann-
ig er ung guðstrú. ' =
En hvernig var Einari til bama sinna? Snemma ævi missti m
= hann konu sína og 5 af 8 börnum þeirra. Þá var hann ör- =
!§ eigi i vesölu prestakalli. og þaðan stafar ástríki þess. =
== sem misst hefur, í ljóðum hans. Aftur giftist Einar og varð r111" .
== gæfumaður, átti börn og buru, scm mestöll þjóðin er kom-
in af, og ljóðin urðu hvers manns eign. Oddur biskup sonur -
hans veitti niðjunum fé og frama. En í baðstofum, þar sem
efnið í rúmunum var grjótstallur og trébrík eins og í jötu m
(sjá kvæðið) og menningarískilyrði naum, hafði Einar áður -—Mi.
mannað barnahóp sinn ótrúlega vel; — vaggan var hjartað. ~—--
; Bæði við starf sitt og ættarerfð hefur hjartað, sem bærð- ===
; ist í vísunum þeim arna, orðið þjóðarvagga Islendinga. =
lllllllllll!ll!!lll!l!!ill!ll!llllllll!llllllill!lllllll!lllllllllllilllllllll!llll!l!lllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllliíl