Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 5
Jólin 1950 Þ J Ó Ð V I L JI N N 5 Böövar Gudlaugsson: í Hl) ómskálagarðinum (Skyndimyndj Ég settist á bekkinn milli Jónasar Hallgrímssonar og Thorvaldsens og lét sólina skína framan í mig. Að baki mér skrjáfaði í laufi þegar þrösturinn skauzt léttfleygur milli trjánna, en fyrir framan mig teygðu stjúpmæður og túlipanar sig móti sólinni. Á Tjörninni sveimuðu stoltar andamæður fram og aftur með unga sína, og stéggirnir gáfu þeim hýrt auga, af því áð þær voru fallegar endur. Mikið var nú yndislegt hérna í garðin- um í svona góðu veðri. Ég freistaðist til þess að fara úr jakkanum og hneppa skyrtunni frá mér í hálsinn; mér var svo dæinalaust heitt. Og ég leit í kringum mig og brosti framan í tilveruna og var hjartanlega ánægð- ur með allt. Og á Tjarnarbakkanum, skammt frá mér er lítil telpa að leika sér, ljóshærð táta.með rauðan borða í hárinu, og Jónas Hallgrímsson horfir á hana eins og hún væri engill með húfu og rauóan skúf, í peysu. Og ég horfi upp á Jónas Hallgrímsson, kinka kolli til hans og brosi þakksanriega,. af því að hann var skáld íslands. Og ég rifja upp fyrir mér ljóðin um fífilbrekkuna og grátittlinginn; ljóðin um vorboð- ann ljúfa og ástarstjörnuna yfir Hraundranga; ljóðin um Island. Öðru hvoru lít ég upp og horfi fullur aðdáunar og lotningar á skáld Islands, og mér finnst ég heyra rödd þess í ljóðunum, sem ég er að fara með í huganum. Hvílík rödd! Stundum voldug og sterk eins og ofsastormur geisi; stu.ndum mild og ljúf eins og lækjarniður; það er rödd Islands. Og þar sem ég sit þarna og nýt góðviðrisins og hlusta á rödd Jónasar Hallgrímssonar í ljóóum hans, tek ég allt í einu eftir því, að ung kona kemur inn i garðinn og leiðir dreng- inn sinn. Þau setjast á næsta bekk, og ég sé útundan mér, að konan hneppir blússunni frá sér að ofan, svo að sólin geti skinið á nakið brjóst hennar. Ég finn að ég roðna af heimskulegri blygðun yfir þessum aðförum konunnar, en í rauninni gerir þetta ekkert til, af því að við Jónas Hallgrimsson snúum næstum því baki viö henni, og það sér hana enginn nema Thorvaldsen, scm stendur þarna og hampar meitlinum sínum, eins og hann ætli að fara að skapa listaverk. Ég heyri, að konan dæs- ir og hreyfir sig til á bekknum, og mig langar til að Böðvar Guðlaugsson horfa um öxl, en ég þori það ekki. Þetta er sjálfsagt annars manns kona, og ég á ekkert með að horfa á hana! Drengurinn nennir ekki að sitja kyrr, þótt veðrið sé gott; hann stendur upp og litast um, leitar að nýjung- um. „Mamma, hvaða kall er þetta, mamma,“ heyri ég hann spyrja, og veit, að liann meinar Jónas Hallgrímsson. Unga konan þegir. Drengurinn endurtekur spurning- una þrár og óþolinmóður í senn. „Æi, væni minn. Það er hann Jónas?“ segir unga konan tómlega; „farðu nú og leiktu þér að bílnum þín- um.“ En drengurinn vill fá að vita fleira; ég heyri, hvernig hann tvístígur fyrir framan móður sína og iðar af for- vitni. „Hvaða Jónas, lia, mamma?“ segir hann. Það líður dálítil stund, og drengurinn endurtekur spurninguna. Hvað er þetta, ætlar konan elcki að anza drengnum? hugsa ég gramur. Enn líður dálítil stund, og drengurinn ber spurninguna upp í þriója sinn. „Æi, væni minn. Þetta er bara mynd af honum Jónasi Ilallgrimssyni. Hann var skáld. Svona farðu nú og leiktu þér að bílnum þínum, væni minn“, segir konan óþolinmóð. Drengurinn tautar eitthvað; ég heyri ekki hvað það er, svo röltir hann burtu og tcymir biiinn sinn. Hann er vist ekki áhæ'gður með ] ossar upplýsingar. Það er held- ur ekki von; ekki mundi ég vcra ánægður i hans spor- um. Og ég er alveg hissa á konunni. En að liún skyldi ekki segja drengnum eitthvað um Jónas Ilallgrímsson. En að hún skyldi elcki fara með kvæöið um heiðlóuna fyrir hann og segja honum frá „hólmanum, þar sem Gunnar snéri aftur.“ Og ég verð sárgramur við kon- i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.