Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 8
8 Þ I Ó Ð V I L JI N N Jólin 1950 Miinchausen barón teflir fjölskákir Þetta er ein af þeim sögum, sem ekki er vert að selja dýrar en þær eru keyptar. Eg rakst á hana endur fyrir löngu í eríendu tímariti og endursegi hana hér án þess að taka á mig frekari ábyrgð. Nítjánda öldin er rúmlega hálfnuð og ameríski skák- snillingurinn Paul Morphy er kominn frá New Orleans til Þýzkalands til þess að reyna afl sitt við Adolf Anders- sén prófessor í Leipzig og rammefldasta taflmeistara hins gamla heims. En einvígi eru erfið ein3 og kunnugt er, og áður en þetta hefst fara þeir keppinautarnir í smá- ferðalag upp í sveit til þess að hressa upp á sál og lík- ama. Fjallaloftið örvar matarlystina og gerir menn þyrsta, og því liggur leiðin inn í sveitakrá í þröngu dal- verpi. Fátt gesta er á kránni, auk þeirra félaganna er þar aðeins einn maður er situr úti í horni, vei'ðimann- legur á baksvip, og hangir fjaðurhattur og veiðibyssa á þilinu hjá honum. Er þeir hafa setið þarna nokkra stund og spjallað um ýmsa heima, en einkum þó um skák, eins og slíkum er títt, kemur ókunni maðurinn að borðinu til þeirra, yrðir á þá kurteislega og biður af- sökunar á framhleypni sinni. Hann kveðst hafa heyrt að rætt væri um skák, það væri íþrótt, sem hann hafi alla tíð haft ánægju af, en því miður sjaldan átt því láni að fagna að hitta góða skákmenn. Hann hafi að vísu einu sinni komizt í færi við mann, sem nokkurt orð fór af óg nefndi frægan taflmeistara, en vonbrigði hefðu sér orðið að þeim fundi, ekki barátta sem því nafni gæti heitið nema í síðustu skákinni — „en þá gaf ég hon- um allt í forgjöf nema kónginn og peðin. Nú þætti mér mikils um vert, úr því að þér herrar mínir kunnið svo góð skil á þessari iþrótt, að fá að tefla við yður eina skák. Ég lofa því að þreyta yður ekki með því að hugsa leiki mína lengi, og til þess að þetta gangi enn fljótar og vertíi mér örðUgra, skal ég tefla við yður báða í senn, hér eru einmitt tvenn skáktöfl í hillu.“ Taflmeistararnir litu kankvíslega hvor á annan, hér fór sá, sem ekki hræddist að reisa sér hurðarás um öxl. Áskoruninni var tekið, og meistararnir settust við borð hvor í sínum enda salarins; hinn ókunni veiðimað- ur sagði, að það örvaði hug sinn að vera á hreyfingu, og vildi því hafa nokkurt bil milli boröanna. Anderssen skyldi hafa hvítt gegn veiðimanninum, en Morphy svart. Anderssen hóf taflið með 1. e2—e4. Áður en veiðimaður- inn svaraði, gekk hann að borðinu hjá Morphy og lék e2—e4. Morphy svaraði um hæl með e7—e5. Veiðimaður- f . \ SKAK ★ GuðmundHr Arnlaupsson o hvarf þá aftpr til AndersseHs og lék þar e7—e5. Anders- sen lék 2. f2—f4 og hugsaöi með sér að þetta tafl yrði aldrei langt. „Undarlegur leikur,“ hugsaði veiðimaðurinn, sem gekk til Morphys og lék þar f2—f4. Morphy drap peðið þegar i stað: e5xf4. Veiðimaðurinn snéri sér nú að Anderssen og lék þar e5xf4. „Hann er þá einn af þeim, sem þiggur allt sem honum er boðið, hér getur orðið glatt á hjalla, “ hugsaði Anderssen og lék 3. Rgl—f3. Athugull lesandi skilur nú, hvernig veiðimaðurinn hefur búið í pottinn, að sama skákin er tefld á báðum borðun- um, og er þá hægt að fara hraðar yfir sögu. 3. . . . g7— g5 4. Bfl—c4 Bf8—g7 5. h2—h4 h7—-hfi. „Það er betra að vera vel heima í skákfræðinni,“ hugsaði Anderssen og lék 6. d2—d4 d7—d6 „Þér teflið af miklum þrótti,“ sagði Morphy, og var ekki laust við að kenndi aðdáunar í rómnum. „Og þér verjið yður af mikilli list,“ anzaði veiðimaðurinn hæversklega. 7. c2—c3.........Þarna kom fingurbrjóturinn,“ hugsaði Morphy og lék eins og elding g5—g4. „Nú verður að taka á því sem til er, ef maður ætlar ekki að láta mala sig mélinu smærra," hugsaði Anderssen og lék 8. Ddí—b3! g4xf3 9. Bc4xf7f Ke8—f8 10. 0—0 Bc8—g4. „Hvernig gengur taflið hjá þér?“ spuröi Anderssen. „Ekki nema í meðallagi," svaraði Morphy, „og hvernig standa sakir þín megin?“ „Útlitið er ekki bjart,“ anzaði Anderssen, sem var að fá svarleik svarts. 11. Bbl—d2 Rb8—c6 12. Rd2xf3 Bg4xf3 13. Hflxf3. „Þeim, sem mikið hefur verið gefið, ber einnig að vera rausnarlegur,“ hugsaði Morphy og lék 13.------- Bg7xd4f! Nú þurfti Anderssen að íhuga málið. Ef cxd4, þá Rxd4, og hrókur og drottning standa í uppnámi. Eftir Dd5, Rxf3f, gxf3, Dxh4 myndi svartur eiga sterkar vinningslíkur. Hann lék því 14. Kgl—fl og sagði: „Þér teflið af miklum þrótti." „Og þér verjið yður af mikilli snilld,“ svaráði veiðimaðurinn hæversklega og flýtti sér til Morphys með leikinn. 14.------Dd8xh4! 15. Hf3xf4 Dh4—hlf 16. Kfl—e2 Dhlxg2f 17. Ke2—d3 Rc6—e5f! 18. Kd3xd4 c7—c5f. „Leiki ég nú Kd5, svarar hann Rxf7, og ég á tapað tafl,“ hugsaði Anderssen og lék 19. Kd4—e3 Rg8—f6! „Þér eruð sannkallaður snillingur,“ sagði Anderssen, „og ef ekki væri annar áskorandi lcom- inn á undan yður, skyldi ég þegar í stað tefla við yður um heimsmeistaratignina.“ 20. Bc4—e6! Kf8—e7 21. Be6—f5 Rf6—g4f 22. Hf4xg4 Re5xg4f 23. Ke3—d8. „Ég býð jafntefli", sagði Morphy, hann fann enga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.