Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 12
12 Jólin 1*950 ÞJÓÐ VILJINN Gömul saga handa ungum lesendum Tittlingurinn og karlinn Karl sat við stokk sinn, var að bcrja fisk sinn. Þá kom til hans tittlingur. Karl hjó af hqnum nefið, sagSi honum aS fara til kerlingar og biSja um ráuSan spotta um nef sitt. Tittlingur fór til kerlingar og baS um rauðan spotta. „Ekki gjöri ég þaS,“ segir kerlingin. „Ég skal láta melinn.eta vef þinn,“ segir tittlingur. „Ekki gjörir melur þaS,“ segir kerlingin. Tittlingur fó'r þangaS sem melur var, og bað hann.eta vefinn. „Ekki gjörí ég það,“ segir melurinn. „Eg skal láta músina bíta þig,“ segir tittlingur. „Ekki gjörir músin það,“ segir melurinn. Tittlingur fór þangað sem músin var, og bað hana að bíta melinn. „Ekki gjöri ég það,“ segir músin. „Ég skal láta köttinn eta þig,“ segir tittlingur.,, „Ekki gjörir köttur það,“ segir músin. ... Tittlingur fór þangað sem köttur var, og bað hann aS eta músina. o „Ekki gjöri ég þaS,“ segir kötturinn. „Eg skal láta hundinn rífa þig,“ sagði tittlingur, „Ekki gjörir hundur þaS,“ sagði kötturinn. Tittlingur fór þangað senr hundur var, og bað hann að rífa köttinn. „Ekki gjöri ég þaS,“ segir hundurinn. „Ég skal láta vöndinn flengja þig,“ segir titdingur. „Ekki gjörir vöndur þaS,“ segir hundurinn. Tittlingur fór, þangaS sem vöndur var, og baS hann aS flengja hundinn. „Ekki gjöri ég það,“ segir vöndurinn. „Ég skal láta eldinn brenna þig,“ ségip: títtlingur. „Ekki gjörir eldur þaS,“ segir vöndurinn. Tittlingur fór þangað sem eldur var, og bað hann að brenna vöndinn. „Ekki gjöri ég þaö,“ segir eldurinn. „Ég skal láta vatniS slökkva þig,“ segir tittlingur. „Ekki gjörir -Vatnið það,“ segir eldurinn. rittliqgur fór bángaS' sem vatnið ,var, og bað það slökkva éldinn., „Ekki gjöri ég það,“ segir vatnið. ,,Ég skal láta kúna svelgja þig,“ segir tittlingur. „Ekki gjörir kýrin það,“ segir vatnið. Titdingur fór þangað sem kýrin var, og bað hana að svelgja vatnið. „Ekki gjöri ég það,“ segir kýrin. „Ég skal láta klafann kyrkja þig,“ segir tittlingur. „Ekki' gjÖrír klafi það,“ segir kýrin. Tittlingur fór þangað sem klafi var, og baS hann að kyrkjá kúna. „Ég skál gjöra þaS,“ ségir klafinn. Klafinn kytkti kúna. Kýrin svelgdi vatnið. VatniS slökkti eldinn. Eldurinn brenndi vöndinn. Vöndurinn hýddi hundinn. Hundurinn reif köttinn. Kötturinn át músina. Músin beit melinn. Melurinn át vefinn og titclingur fékk rauðán þráðarspotta um nef sitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.