Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1950, Blaðsíða 15
Jólin 1950 Þ J Ó Ð VI L JI N N 15 Skýringar á jólakrossgáfu LÁRÉTT SKÝRING: 2. kosning — 3. fönn--7. krefjist — 9. planta — 10. stjórn — 11. samhljó'ðar — 13. þingdeild — 14. hólbúa — 16. þar til — 18. heiður — 20. eldstæði — 22. tólf mánaða — 24. fótafat — 25. lof — 26. leiði — 28. féll — 30. jarðyrkjutæki — 32. þvinga — 33. vel — 35. henda 36. elska — 38. 'loftleið — 39. spaklegu — 41. veiðitæki — 43. nögl — 44. strengt — 45. skoðunar — 47. gól — 49. húðfletta — 50. dráp — 51. menntunar — 53. glöð — 55. hnökrar — 56. elda — 57. skammstöfun — 59. veizla — 60. bíta — 62. leit — 63. einstæðingur — 65. málmur —- 67. gjaldir — 69. ramma — 70. tveir fyrstu — 72. vitskerta — 74. neitun — 75. þræli — 76. bjórstofa — 77. naumt — 78. röng —79. elsk — 80. dreifa — 82. leikari — 83. seinkaði — 84. gelt — 86. fangamark — 87. ákært — 89. binda — 92. refsa — 94. himnabúa — 96. hugaðs — 98. tímabili — 99. lagði fæ'ð á — 100. lokaðar — 101. lærði — 102. líkamshluti — 103. snemma — 104. gangur — 105. fjárs — 107. farviður — 108. sund — 109. áll — 111. steyptir — 112. hvessa — 113. svikulli. LÓÐRÉTT S K ÝRTNG: 1. hélgitákninu--3. hrörnun-----4. kynja — 5. för — 6. upphefð — 7. þjóðsagnalýðnum— 8. hermannalegir — 12. hriðja — 14. guð — 15. öðlast -— 17 ókenndur — 19. á skipi--20. þrælka — 21. fraus — 23. skauzt — 24. þokuflóki — 27. hringstreymi — 28. venda — 29. óprýðin — 30. óttaslegið — 31. stefna — 32. dilkur — 34. nudd — 35. berja — 37. gnægð — 38. Á lit — 39. kæk — 40. án — 42. verk — 43. ráðugar — 44. hljóðlausa —- 46. safni-48. skráin — 49. bletta — 50. stofn — 52. stjórna — 54. dropanum — 56. greinar — 58. jóla- sveinn — 59. morgunroðinn — 61. sár —64. matsveinn — 66. hreyfing — 68. skipageymsla — 71. æti — 71. hrópað — 73„ skyldmenni —74. brún — 81. manns- nafn —82. flóð — 85. lasburða---86. fólk — 87. gras — 88. mikill ósigur — 90. mettaður — 91. ganar — 92. böggum — 93. óhreinka — 94. stafs — 95. tóm — 96. sama og 71 — 97. lítilsvirði — 103. sendiboða — 106. vinda — 108. íþróttafélag — 110. titill. Ráðningar á gáfnnym (Flettið blaðinu og lesið gáturnar fyrst!) 1. Sleggja, 2. saumnál, 3. bók, 4. varða, 5. blekbytta, 6. kvörn, 7. skæri, 8. fluga, 9. dagur og nótt í skammdeginu. STORMUR Framhald af 3. síðu. um að fyrir utan sé einhverja huggun að finna, þá mætir augum hans klakalagður gálgi og dimmviðri, skammt undan: fjöll slungin öskugráum stormskýum, svartgljáandi björg, brimbrjótur, nístingskuldi. Jól á hafinu, hafði Dengsi litli þá stunið. Þá hafði kokkurinn brugðizt reiður við og dálítið skjálfraddaður sagði hann Dengsa a'ð standa ekki þarna eins og þvara, eins og eitthvað helvítis mömmubam. Þetta væri ekki annað en það sem kæmi fyrir í hverjum túr á togara. En Dengsi litli lét sér ekki segjast. Þá hafði kokkurinn bætt við öskureiður: Þú hefðir sagt eitt- hvað ef fjórir dauðir hefðu verið bomir liingað inn, ha? Eins og þegar pollinn rifnáði upp úr dekkinu héma í hitteðfyrra. Þeir voru allir lagðir hérna á borðið í borðsalnum, hlið við hlið, og það vantaði höfuðið á líkið af honum Jóni Pálssyni. Ha? Þú hefðir sagt eitthva'ð þá? Ég hjálpaði meira að segja til við að tína útlimina upp í körfu, hipgað og þangað um dekkið, innan um fiskinn og slorið. Hvað er að þér? Dengsi er byrjaður að gubba fram í ganginn. Kokk- urinn horfir andartak á hann og sér eftir öllu saman. Aumingja drengurinn. Hvað hef ég gert? Og kokkurinn. lieldur um enni'ð á Dengsa meðan hann gubbar. Þegar hann hættir loks að kúgast, þá segir kokkurinn að nú séu jól, og allir eigi að vera glaðir. En Dengsa gengur það dálítið illa og kokknum reyndar líka. „Viðbjóðslegt," stynur Dengsi. „Maður venst því,“ segir kokkurinn, lítið eitt skjálf- raddaður, og ræðst með offorsi á blóðsletturnar á járn- þilinu meö blauta tusku að vopni. „Maður venst því, drengur minn. Maður venst því!“ ★ „Dengsi“ segir gamla konan. En Dengsi litli dvelur ennþá við botnvörpunginn og horfir á kokkinn hamast á járnþilinu. „D e n g s i!“ Drengurinn hrekkur við. „Já!“ „Ég var að spyrja þig, Dengsi, hvort þið hefðuð ckki haft jólatrésgreinar og eitthvað smávegis af kert- um með ykkur?“ „Ekki varð ég var við það,“ sagði Dengsi þurriega. „Jæja, ekki það, nei. O, gúðleysingj- arnir.“ Gamla konan haltraði að borðinu með kaffikönn- una. „Er þetta nú ekki dálitið frábrugðið því að vinna í landi, Dengsi, eitthvað frábrugðið því að afgreiða í bú'ð- inni eða vinna á skrifstofu eins og þú gerðir áður?“ „Maður venst þvi,“ sagði Dengsi og liristi af sér frekari þanka. „Maður venst því!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.