Þjóðviljinn - 01.03.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 01.03.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. marz 1953 þlÓOVIUINN Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu *— Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Gúðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðaunenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ölafsson, Gúðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞjóðviljanE h.f. v----------------:---:-:-——-------------------------- Flokkur verkalýðsins Undanfarnar vikur liefur AB-blaðið verið önnum kafiö við að umsteypa fornar hugsjónir og túlka aðrar nýjar, sem eflaiist eiga þá aö vera í samræmi viö hina nýkjörnu forustu flokksins. 17. jan. sl. flutti blaðið t.d. þessa merkilegu kenningu: ..Þetta viðhorf kommúnista er óbreytt enn í dag. Borg- aralegt þjóðfélag hefur síður en svo verið tekið í sátt af jþeim. Því á að tortíma. Hver sá er misst hefur sjónar á því lokamarki er ekki lengur kommúniísti......Enginn þjóðfélagsstarfsemi er í gnmdvallaratriðiun eins fjarlæg þessum kenningum kommúnismans, eins og verkalýðs- baráttan.“ Þarna er það sem sé talinn mestur ljóður á ráöi sósíal- ista aö þeir hafa ekki sætt sig viö auðvaldsskipulagið, heidur vilja afnema það og koma á sósíalisma. Með öðr- urn orðum merkir þessi yfirlýsing að AB-flokkurinn telur sig málsvara auðvaldsþjóðfélagsins og berst fyrir því aö haida því við eins og aðrir auðvaldsflokkar. Þetta er aö vísu ekki ný kenning í raun; þannig hefur AB-flokkurinn istarfað um langt skeið. En hún er ný í orði, því á há- tíðlegum stundum hafa forsprakkar AB-flokksiús til þessa haldið því fram að Iþeir vilji koma á sósíalisma — með sínu lagi! En nú er sem sagt ekki lengur þörf á því aö fljka slíkum orðum; nú er það talið óhætt að lýsa yfir ó- skoruöu fylgi við auðvaldsskipulagið. í niðurlagi þessarar sögulegu yfirlýsingar er því haldið fram að verkalýðsbarátta sé í grundvallaratriðum and- stæð sósíalisma. Verkalýðsbaráttan eigi í hæsta lagi að snúast „um umbætur og lagfæringar; — að hækka kaup- ið um nokkra aura á klukkustund o.s.frv.“ Verkalýös- hreyfingin á ekki að skapa sér neina pólitíska forustu, heidur á hún að beygja sig undir skipulag aröránsþjóð- félagsins og láta sér nægja að mögla þegar mest bjátar á. Þessi; kenning hefur svo verið skýrð nánar í AB-bláðinu undanfarnar vikur. Öllum stjómmálaafskiptum á að út- rýma úr verkalýöshreyfingunni. í samræmi við þaö hef- ur blaðið lýst yfir því að AB-flokkurinn hafi dregið sig út úr allri verkalýðsbaráttu, á sama hátt og hann dró sig út úr stjórnmálum 1947, fylgjendur flokksins í verka- lýðshreyfingunni skuli ekki hafa nein sameiginleg stefnu- mio, heldur kjósa íhaldsmenn 1 einu félaginu, Framsókn- armenn í öðru. og jafnvel sameiningarmenn í því þriðja, samkvæmt einhverjum óskiljanlegum dyntum og geð- þótta. Þetta eru sem sé engin smáræðis tímamót í sögu AB- flokksins, og það er hætt við að þau komi sumum fylgis- mönnunnm nokkuð á óvart. Þaö er t.d. ekki lengra síðan en í haust að ungir AB-menn gáfu út afmælisrit og þar skrifaði Eggert Þorsteinsson grein og vék m.a. að stjórn- málaafskiptum al'þýöusamtakanna. Hann sagði þarm.a.: ,. Alþýðusamtökin án stjórnmálaafskipta eru lík hjálp- aryana skipi í hafróti....Má öllum vera Ijóst, að al- þýðusamtökin gegna ekki skyldum sínum nema með ítökum og afskiptum af stjórnmálum, allt annað er skað- vænleg sjálfsblekking.....Staðreyndirnar eru þær að slík barátta — hlutleysi i stjórnmálum — er neikvæð og orkar Iamandi og árangramir verða í hæsta lagi mót- spyrna í stað sóknar.“ Að sjálfsögðu er kenning hins unga manns sönn, þótt hann sé nú eflaust búinn að skipta um skoðun í sam- ræmi við vilja forsprakkanna. Hér á íslandi hafa flokkar verkalýðshreyfingarinnar verið taldir tveir, dagblöð hsnnar tvö. Nú hefur AB-blað- ið að lokum leiðrétt þennan skaðvænlega misskilning: Alþýöuflokkurinn er ekki flokkur verkalýöshreyfingarinn- ar, AB-blaðið ekki málgagn hennar. Andspænis þessum yfii.lýsingum er sjálfsagt að leggja á það megináherzlu að Sósíalistaflokkurinn er og hefur frá upphafi verið bar- áttutæki íslenzkrar verkalýðshreyfingar og Þjóðviljinn er og hefur alltaf verið vopn íslenzkrar alþýöu í stéttarbar- áttunni, hvar sem hún er háð. En því ber að fagna að línumar hafa nú skýrzt endanlega, og er sízt að efa aö verkamenn muni draga af því sjálfsagða lærdóma. Hemámsflokkamir Hinn nýkjömi ráðsmaður Berijamínsbankans, Gylfi Þ. Gíslason, skýrði svo frá í út- varpi nýlega að hann hefði áhyggjur strangar af þvi að ungir Islendingar kynnu fátt ljóða þeirra sem verið hefðu hjartfólgnust eldri kynslóð- inni: Æskufólk brygði grön- um þegar minnzt væri á Bjarna, Jónas, Þorstein, Stephan G., Einar og skáld- bræður þeirra en kynni hins vegar utanað frygðarhljóð þau sem þrástagazt er á daginn endilangan í útvarps- stöð þeirri sem hernáms- flokkarnir láta starfrækja á Keflavíkurflugvelli. Svo slæm sem hljóð þessi væru á erlendum tungum væru þau þó enn ambögulegri á ís- lenzku, og hafði ráðsmaður bankans af þessu miklar á- hygjur, sem vonlegt er. Ræddi hann margt um göf- ugan skáldskap, tungu og þjóðerni og menningu og þann mi'kla háska sem öllum megindyggðum væri búinn ef ungt fólk færi með síbaba- síbaba í staðinn fyrir Bí bí og blaka. • Hinn ágæti bankaráðs- maður hefur áður búið við þungar áhyggjur. Nú eru t. d. sem næst fjögur ár síð- an hann flutti á þingi minn- isstæða ræðu, og komst þá m.a. svo að orði: „Af setu erlends hers í landinu á friðartímum mundi stafa stórkostlegur þjóðernisháski. Islenzkri tungu og íslenzkri menningu hlyti að verða stefnt í voða, ef hér yrði er- lendur her að staðaldri, og sjálfstæði landsins yrði nafnið eitt, ef aðrar þjóðir kæmu hér upp víggirðingum og gættu þeirra .... íslend- ingar eiga og aldrei að lej-fa erlendum her dvöl í landinu á friðartímum og aldrei þola 'þar neinar erlendar herstöðv- ar, enda er landfi*æðileg lega landsins þannig að á slíku er sem betur fer ekki þörf til varnar landinu gegn árás úr þeirri átt sem Island myndi fyrst og fremst ótl- ast. Hið aukna öryggi sem af þvi leiddi myndi og hvergi nærri vega gegn þeirri gíf- urlegu hættu, sem slíkt hefði í för með sér fyrir sjálf- stæði og þjóðerni íslendinge' tungu þeirra og mennitigu." Slíkar voru þá áhyggjur Gylfa Þ. Gíslasonar. Eu rétt- um tveimur árum síðar sett- ist hann á leynifundi ásamt Hanníbali Valdimarssyni og 41 öðrum þingmanni til þess að kalla allt það yfir þjcð- ina sem hann hafði varað á- kaflegast við. • Þessi ívitnun er ekki birt hér einu siLnni enn til þess að vara vð því að Gylfi Þ. Gíslason kunni senn að, Og Ijóðiii verða kallaður á nýjan leyni- fund til þess að löghelga vestræn frygðarhljóð í stað íslenzkra kvæða, þótt sízt skuli dregið í efa að hann brygðist jafn vel við því kalli og hinu fyrra, heldur kann hún að vera nokkur skýring á því hvers vegna gengi íslenzkra ljóða virðist ekki mikið um sinn hjá ungu fólki. Þau kvæði sem viðhlut- um í arf frá skáldum þeim sem uppi voru á 19. öld og í upphafi þessarar aldar erú flest hugsjónaljóð, þau túlka kenningar um sjálfstæði og frelsi, samúð með undirok- uðum, dirfsku og áræði í at- hafnalífi. Þau eru mikill og dýrmætur arfur, og ráða- menn hernámsflokkanna fengu hann til varðveizlu; óg veit þeir kunna margir mikið af Ijóðum, ég hef oft heyrt þá vitna í þau mér til sárrar skapraunar. Því það eru ekki til snarpari and- stæður en gerðir þessara mantia og Ijóðin sem þeir -kunna. • Það er sízt að undra þótt þeir .menn sem hafa ofur- selt Island erlendum her eigi erfitt með að kenna börn- um sínúm forn Ijóð um sjálf- stæði og frelsi. Það er ekki með neinum ólíkindum að þeim gangi torveldlega að fá afkomendur sína til að festa i jnimni kvæði um frelsisbar- áttu undirokaðra þjóða á sama tíma og þeir eru aðilar að Kóreustriði og hampa þeim mönnum sem mestri fyrirmvnd sem hafa gert ser þá iðju að lífsframfæri að svipta lífi fátækt fólk hin- um megin á hnettinum. Það er ekki ófyrirsynju þótt þeim mönnum gangi illa að kenna næstu kynslóð kveð- skap um dirfsku og áræði í athafnalífi sem sjálfir eru að hefta allar innlendar fram- kvæmdir til þess að nægilegt vinnuafl sé tiltækt handa er- lendum her. Sjálfur veru- leikinn sem blasir við ungu fólki er í nöprustu andstöðu við Ijóð þjóðskáldanna. s Ráðamenn hernámsflokk- anna fengu Ijóðin í arf. Þeir hafa sjálfir ekki fest mörg kvæði á pappír, en þeir hafa fært oæstu kynsióð annan arf: hernumið og f jötrað land. Slíkar aðstæður móta sín sárstöku menningarfyr- irbæri með aðstoð sjoppu- lífs, bandarískra kvikmynda og hertiámsútvarps . á Keflavíkurflugvelli. Það er af þessum ástæðinn sem ljóðin á skáldanna tungu breytast í bibbidíbobbidíbib- bidíbobbidíbibbidíbobbidibú. Og Gy'fi Þ. Gísiason gerð- ist sjálfur höfundur slíkra danstexta þegar hann sett- ást á leynifundina vorið 1951“ til þess að stefna ís- lenzkri tungu og íslenzkri menningu í voða og leiða gífurlega hættu yfir sjáif- stæði og þjóðerni íslendinga, svo að vitnað sé til orða hans sjálfs. Það er sá sér- stæði skáldskapur sem síðar mun talinn eitt helzta ein- kenni á valdaskeiði hernáms- jflokkanna. Færi vissulega K--el á þvi að ráðamenn þeirra ýlíkuðu eftirleiðis votti af sómatilfinningu með því að •láta þjóðskáldin í friði næst þegar þeir halda ræðu og ,hefðu í staðinn yfir dægur- lagatextá þá sem ráðsmanni Benjamínsbankans eru hug- stæðastir. Þá væru ívitnan- irnar í fyllsta samræmi við verkin, og á væri komin sú feining athafna og menning- ar sem eftirsóknarverðust er talin. Væri Gylfa Þ. Gísla- syni t. d. vart skotaskuld úr því að finna samsetning þann sem hæfði vígslu Benjamínsbankans á sínum tíma, og ætti sízt að standa á honum að taka að sér for- sönginn. • Það er elcki að undra þótt þeir menn sem námu við móðurkné hugsjónaljóð þjóðskáldanna en hafa sjálf- ir orðið til þess að móta fáránlegasta þruglkveðskap fyllist leiða og vonleysi og haldi að dýrustu Ijóð þjóð- arinnar séu að glatast. Slík- ur uggur hefur áður heyrzt. Þegar Rask kom til hins lágkúrulega íslenzka þqrps Reikevig 1813 fullur óhuga og aðdáunar á íslenzku þótti honum óvænlega horfa. Hann skrifaði í bréfi til ís- lenzks vinar síns: „Annars þér einlæglega að segja held ég að íslenzkan bráðum muni útaf deyja, reikna ég að varla muni nokur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en vart nokkur í land inu þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast lengst við.“ Þannig var þá reisn yfir- stóttarinnar í Reykjavík og dægurkvæði hennar voru sízt merkari en þau sem nú tíðkast. En frá almúg- anum spratt sú endur*eisn máls og Ijóða sem sóp- aði burt hisminu og spillieig- unni, og svo mun enn verða. En bibbidíbobbidíbú þessara ára mun geymast til minn- ihgar um hernámsflokkana og andlega reisn forsprakka þeirra, og fer vel á því að á legsteina þeirra verði letruð þau frygðarhljóð sem nú eru hvíuð af mestu offorsi í út- varpsstöð vestrænnar menningar á Keflavík- nrflugvelli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.