Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagtir 15. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ár er liðið frá andláti Sigfúsar Signrhjartarsonar, frá þeim 15. marz 1952 er Sósíalistaflokkurinn missti ást- saelan leiðtoga, alþýða Islands éinn sinn bezta foringja, þjóðin öll einn traustasta leiðsögumann sinn. Þungbært var að sjá á bak Sigfúsi á hátindi þroska síns og snilldar. En verk slíkra manna er varanlegt. Sigfús hefur veriff með flokknum, með alþýðu Islands, með þjóð sinni, eínnig þetta síðastliðna ár og áhrif hans munu auðvelda flokknum lians, alþýðunni allrí og þjóð- inni um langa framtíð baráttuna gegn þeim óþjóðlegu afturhaldsöfliun sem hann átti löngum í höggi við, bar- áttuna fyrir sjálfstæði landsins, fyrir alþýðuvöldiun á Is- landi. Þaff var ekki út í bláinn að stækkun Þjóðviljans var tengd afmælisdegi Sigfúsar, 6. febrúar. Starf hans var um margra ára skeið nátengt Þjóðviljanum, hann var ritstjóri blaðsins og stjórnmálaritstjóri 1938—1946 og skrifaði að staðaldri í blaffið einnig síðustu árin. Undir- tektir fólksins yið stækkunarsöfnunina sýndu ekki livað sízt hve ástsæll loringi fólksins Sigfús var og er, hve minníng hans er alþýðu Islands dýrmæt og mikils verð. Og það hefði ekki verið hægt að gefa honum betri af- mælisgjöf en þá sem gefin var — stækkun Þjóðviljans. Sigfúsar verffur ekki betur minnzt, én láta orð hans sjálfs hljóma enn á ný til fólksins. Þjóðviljinn flytur í dag þá ræðu hans, sem ef til vill á vísastan stað í Is- landssögunni, ræðuna af útifundinum 16. maí 1951, er Reykvíkiiigar mórmæltu hernámi landsins. Ilún er birt hér eftir stálþráðsupptökunni. Eggjun hins faJlna foringja fólksins á ekki síður brýnt erindl til þjóðarinnar nú, að tveimur árum liðnum, en þegar hann flutti hana. Háttvirtu fundarmenn! „Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista“. — Þessi orð standa skrifuð á fyrstu síðu Morgunblaðsins þ. 8. þ. m. Þar er frá því sagt, að erlendur her er í landið kom- inn. Þar er frá því sagt, aö xíkisstjómin hafði þar um gert samning við Bandaríki Norðui'- Ameriku. Og þá er frá því sagt ennfremur, að þingmenn hinna svokölluðu borgaraflokka hafi setið á launfundum, og þeir fallizt á gerðir ríkistjómarinn- ar. Og svo kemur hin látlausa setning: „Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommún- ista“. Þessi setning í öllu sínu látleysi segir okkur stórfellda sögu, sögu sem skylt er að nema og skilja. Og hver er sú saga? Það er upphaf þess máls, að vissulega mátti orða setninguna á aðra lund. Það mátti segja: Að sjálfsögðu var íslenzkt þing- ræði fótum troðið og raunveru- lega afnumið þegar hinn er- lendi her kom í landið. Og þeg- ,ar nú þess er gætt, að þeir flokkar þrír, sem . að þessu standa, hafa talið og telja sig fyrst o,g fremst verði lýðræðis og þingræðis, þá hlýtur öllum að verða ljóst, að einhver mikil saga er að gerast, þegar því er iýst yfir skefjalaust og blátt áfram: — Það var Sjálfsagt.iað afnema og fótum troða lýðræð- ið og þingræðið í landinu. Því vissulega er hver sú gerð, sem þingmenn gera utan þings, einskis verð frá stjórnlagalegu sjónarmiði. Og vissulega var enginn sá aðili íslenzkur til, sem hafði rétt til að gera þann samning, sem gerður var, utan Alþingi Íslendinga eitt, sitjandi á lögformlegum fundi. En hver er hin mikla saga, sem öllu þessu veldur? Erlend- ir vinir ríkisstjórnarinnar hafa hjálpað okkur að skýra hana hér sem endranær, MacArthur . hefur sagt um sama leyti og hér varð hemám og hann var spurður: „Hver er þín afstaða til Sovétþjóðanna?" — „Á móti Sovétþjóðunum hef ég ekkert. En við verðum að berjast við hinn alþjóðlega kommúnisma, ekki aðeins í Sovétríkjunum, heldur einnig um gjörvallan heim.“ Hér er mei'gur málsins. Kross ferð er hafin. Krossferð hins alþjóðlega auðvalds gegn kommúnisma allra landa. Og kommúnismi, hvað er það? Og hverjir eru það, sem Morgun- blaðið kallar kommúnista? Líttu í kringum þig. Hygg sjálfum þér nær og svaraðu. Hver er kommúnisti á Islandi í dag samkváemt kenningu Morg- unblaðsins? í fyrsta lagi sá flokkur manna, sem ég er hér fulltrúi fyrir, Sósíalistaflokkuriim, flokkur, sem samkvæmt stefnu- skrá sinni, og samkvæmt venj- um hefur unnið að því á Al- þingi, í ríkisstjórn og í bæjar- stjórnum að leysa vandmál líð- andi stundar á grundvelli þess þjóðskipulags, sem við búum við, flokkurinn, sem ber þá ósk eina fram, að mega vinna skoð- unum sínum fylgi til þess að geta breytt þjóðfélaginu á þeim grundvelli, sem það sjálft hef- ur lögfest og viðurkennir. Þá ósk á hann heitasta. Þannig vill hann starfa. Þannig vill hann berjast, á hans ábyrgð er það ekki, verði hann ofbeldi beittur og lýðræði og þingræði fótum itroðið. Þessir eru kommúnistar. En er þá allt upptalið? Nei, lít enn sjálfum þér nær. Nú stendur fyrir harðvítug launadeila í okkar landi. Það hefur gerzt á undanförnum tímum að ríkis- valdið, rikisstjórnin, stjórnar- flokkarnir, hafa skert kjör alls almennings stig af stigi og á markvissan hátt. Við þekkjum sporin. Gengi krónunnar lækk- að. Ný lög eru samin um út- reikning vísitölu og hún er bundin. Kjörin versna, alþýðan snýst til varnar. Sameinuð ganga verkalýðsfélögin fram til varnar sterkari og í stærri fylkingu en nokkru sinni fyrr og heimta rétt sinn, heimta rétt sinn til að lifa og starfa. Það er allt og surnt. Og hvað segir Morgunblaðið? Kommún- istar, kommúnistar og aftur kommúnistar. Líttu sjálfum þér nær, þú sem stendur í baráttu fyrir daglegu brauði, fyrir af- komu þinni, fyrir þinum lífs- réttindum. Þú ert kallaður kommúnisti. En höfum við enn allt upp talið? Húsfrú stendur upp á kvennafundi og segir: Við lif- um á hættutímum. Hér er er- lendur her, við þurfum að vernda okkar æskulýð, vernda æskuna, vernda islenzku þjóð- ina. Það er hrópað: „Kommún- isti! Rússaþý!" I fáum orðum sagt, þú sem stendur á íslenzk- um rétti, þú sem mótmælir er- lendum yfirgangi, þú sem krefst þíns réttar að lifa —- þú ert á Brfáli Morgunblaðsins kommún- isti. Það er þitt heiðursheiti. Og — „að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista". Að sjálfsögðu ekki. Því hér var verið að hefj-a borgarastyrjöld. Hér var verið að segja þér stríð á hendur, þér sem villt berjast gegn erlendri áþján, gegn erlendri fjárkúgun, þér sem villt berjast fyrir lífi þínu og t'Iveru, fyrir brauði þínu, fyrir fjölskyldu þinni. Og það er ekki venja, þegar á að segja einhverjum stríð á hendur, að byrja á því .að- semja við hann um hemaðaraðgerðir. Þarna , sjáið þið andiit auðvaldsins, hins alþjóðlega auðvalds, nakið og bert. Það treður á þingræði, það lítilsvirðir lýðræði, hvenær sem því býður svo við að horfa að segja launastéttum og al- þýðu allri stríð á hendur. Og okkar er að mæta og berjast, berjast sem drengir góðir. lEg lít aftur í timann um hundrað ára bil. Lækurinn lið- ast frá tjörn til sjávar. Húsin sem við stöndum við eru ekki til. Grænt sefið ,grær á bökk- um lækjarins, Menntaskólinn gnæfir í allri sinni látlausu feg- urð uppi í brekkunni, og litlu norðar stendur lágreist fanga- hús, stjórnarráð nútíma ís- lands. Neðan við Menntaskól- ann er lítil trébrú yfir lækinn, skólabrúin, þar stendur her manns, grár fyrir járnum. Uppi í litla salnum í norðurenda skólans sitja fslendingar á þingi. fslendingar, sem krefjast réttar síns úr hendi erlendrar þjóðar. Þeim er stjórnað af er- lendum sendimanni, Trampe greifa. Hann vill troða á þing- sköpum, þingvenjum og lýð- ræði, og slítur fundi. Þá er það, að íslendingurinn rís upp í öllum sínum mætti, með allar sínar erfðavenjur að baki, og segir: „Eg mótmæli". Og þjóð- in gervöll tekur undir og segir: „Vér mótmælum. Vér mótmæl- um allir!" Þjóðinni var svo lýst á þessum tímum, að hún væri hnípin þjóð í vanda, í lágreist- um hreysum, fátæk og snauð. En um gervallar sveitir lifði ís- lenzk menning, íslenzk tunga, íslenzkur kjarkur og karl- mennska, og fslendingurinn sagði: „Eg mótmæli“, „Vér mótmælum“. Síðan er liðin öld, rétt öld í sumar, öld mikilla framfara. ís- lenzka þjóðin hefur sótt skeið- ið fram á við, örugg og mark- viss. Hún var að sækja rétt í hendur erlends valds. Hún vpr að mótmæla érlendri fjárkitó- un cg erlendri stjórnarfarskug- un. Og hún vann sinn mikla sigur 1918 og sinn lokasigur 1944. Hún varð frjáls af því að vér mótmæltum allir. Hún myndaði verkalýðsfélög, hún myndáði samvinnufélög til þess að efla kiör sín og auka menn- ingu sína. Og i dag er hér ekki hnipin þjóð í vanda. f. dag er hér rík þjóð, þjóð sem á nútímatæki til að sækja gæði lands og sjávar, þjóð sem er gáfuð og þjóð sem er menntuð. Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurefli, sem íslenzk al- þýða, íslendingar allir eiga að mæta í dag, sé meira þvi sem íslendingar áttu að mæta á Skólabrúnni fyrir hundrað ár- um? Erum vér ekki tilbúnir að taka upp baráttuna og mót- mæla? Taka upp baráttu allrar alþýðu, taka upp baráttu allrar þjóðarinnar gegn erlendu auð- valdi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli ísléndingur, Í.slendingur- inn sem mælti. hin frægu orð, „Vér mótmælum“, hann ritar á sinn skjöld: „Eigi að vikja“. Eru þeir til meðal vor í dag, sem yilja vikja? Eg segi ykkur, að hver sá, sem víkur, hann svíkur. Hann er svikari við þjóð sina, menningu hennar, sjálfan sig. Allir, allir undan- tekningarlaust, eigum vér að mótmæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæla innlendum lögbrotum, mótmæla því auð- valdi, sem býður alþýðu manna áþján, kúgun og hungur. Mót- mælum allir sem einn! Vér mótmælum allir! ilæða Sigfúsar Sigurhjariarsonar á úfiftsndi ieykvíkinga gegn hernám- inrli. mai 1151 SIGFÚS SIGURHJARTARSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.