Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 15. .marz 1953 Léleg eldhús og bogi8 bak. Húsmóðirin hugsar ekki oft um, hvaða skilyrði eldhús þarf að uppfylla til þess að vera gott eldhús. Það eru miklu fremur áhrifin, tilfinning um velliðan — eða hið gagnstæða — sem fella dóminn um það. Það er sjálfsagt vegna þess að vinnudagur hennar skiptist milli óvæntra atvika, veikinda harnanna, kaupa á gleymdum nauðsynjum, dyrabjöllu og sima, og aðéins örfáar hafa tækifæri til að kynna sér ná- Ikvæmlega vinnuskilyrði, vinnu- hraða og vinnuaðferðir. Þetta hefur þó verið rann- sakað í ýmsum löndum og þær tölur sem rannsóknirnar hafa leitt í ljós sýna að þaö er ekki sama hvernig hlutunum er rað- að innbyrðis, þegar gera á gott ■eldhús. Hvort sem um stóra eða litla f jölskyldu er að ræða, kýs hús- móðirin að hægt sé að borða í eldhúsinu. Þá er hægt að matast, strjúka þvott og gera við fatnað í herbergi, þar sem ekki þarf sífellt að hafa á- hyggjur af gólfi eða húsgögn- um og það er mikill tímasparn- aður. Ef húsmóðirin gerir sér ljóst, að þrjár máltíðir á dag útheimta 25 ferðir milli mat- (borðs og eldhúss, verður þessi ósk hennar að kröfu. Ef hún veit að 30 sinnum á dag tekur hún út hluti og set- ur þá aftur inn í skáp, gerir hún einnig kröfu um það að Nevil Sbute: Rafmagnstakmörkun Sunnudagur 15. marz Kl. 10.45-12.30: ■Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjai'kargötu. Melarnir, ■Grímsstaðaholtið með flugvailar- £væðinu, Vesturhöfnin með örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes íram eftir. MATURINN Á MORGUN Bauksósa: Laukur er skor-1 inn í sneiðar, 1—2 bacon-sneið- ar eru skornar á mjög smáa ^ bita. Laukur og bacon brún- ^ að saman í potti, 2 dl af( kartöflusoði hellt á, 30 g af ( ! hveiti hrærð út í 1% dl af ( , mjólk og sósan jöfnuð með . 1 því. Krydda má með ögn af ( > karrý, tómatkrafti, HP-sósu ( > eða. kjötkrafti. Borðuð með j > soðnum eða steiktum fiski, og | > fiskbúðingi. ' ■ * 1 Soðsúpa með þurrkuðum gul- \ rótum — Soðinn fiskur, karh] , öflur, lauksósa. * * * * < Feitin er tekin ofanaf soð-/ 1 inu og beinin soðin i %—1 ( ' klst. Gott er að láta þurrkað-/ ’ ar súpujurtir út í. 1—2 msk. af ( ■ g-ulrótum eru lagðar í bleyti ( ' í lítið vatn. Beinin tekin upp úr soðinu, soðið síað, gulræt- , urnar látnar út í. Soðið í 5-10 \ I mín. Jafnað, kryddað. Brauð j ! borjð jneð .súpunni.. skápamir séu á góðum stað og í.góðri hæð og. ennfremúr að læsingar á hurðum séu þannig að fitugar hendur þurfi ekki sífellt að bletta sjálfa hurðina. 44, sinnum á dag fer hún á milli eldavélarinnar og vasks- ins, og hún veit að ekki er um fyrirmyndareldhús að ræða ef meira en metri er á milli elda- vélarinnar og vasksins. Ef húsmóðirin gerir sér ljóst að hún gengur 55 sinnum á dag á milli matarskiáps og vinnuborðs, sættir hún sig ekki við eldhús, þar sem matar- skápur og nýlenduvöruskápur er ekki við vinnuborðið. Ef vinnuborðið og viðkomandi skápar eru sitt hvorum megin í eldhúsi sem er átta fermetr- ar að stærð, gengur hún hálf- um öðrum kílómetra lengra en nauðsyn krefur á hverjum mánuði. Það vill svo heppilega til að venjuleg húsmóðir veit ekki þetta allt og hún veit því ekki, hversu mörg óþarfa skref hún stígur. Og „það sem hún veit ekki, sakar hana ekki“, nema ef til vill í fótunum. En gigt- in sem hún fær í köldu eld- húsi norðan í móti dylst hvorki henni né sjúkrasamlaginu. Og sýnilegt er bogna bakið og framsettur magi, sem stafar af því að þurfa að vinna þriðjung vinnutímans í eldhúsinu við vask, sem er í rauninni ekki hærri en botninn segir til um. Og botninn er yfirleitt 16—20 cm undir meðal borðhæð, sem er 81 cm., og af því leiðir að hún þarf að standa eins og hún væri að vinna við sófa- borjð. Aðeins fyrir rauð- hærðar stúlkur Rauðhærð stúlka þarf að gæta sin í litavali. Flestar rau’ðhærðar stúlkur vita iað þær þurfa að gæta sin, þegar þær velja lit á kjól, en margar gleyma því, að þær þurfa ekki síður að gæta sín í vali á and- litsfarða. Flestar ungar stúlk- ur nota varalit og velja litinn eftir hörundslit sínum, en rauðhærðu stúlkurnar verða líka að hugsa um að liturinn fari vel við háralitinn. Rauð- gult hár og blárauður varalitur fer ekki vel saman. Rauðhærða stúlkan þarf að nota lit sem er með gulleitum, hlýjum blæ og forðast allt sem nálgast blá- rautt eða lilla. Að visu er rautt hár og rautt hár tvennt ólíkt og þótt sumar hafi rauð- gullið hár hafa aðrar dökk- rautt og kastaníubrúnt hár og varalitinn þarf að velja í sam- ræmi við það. Því Ijósara sem hárið er, því gulleitari þarf varaliturinn að vera. Við dökk- rauða hárið er fremur hægt að nota hárauðari varalit, en umfram allt verða rauðhærðar stúlkur að forðast alltof sterka liti. ' * '■ — «f, *: gæti ráðið til sín góða konu til að annast þá, af því að ég óska þess — og þeir fengju gott heimili í Ameríku — fjarri öllu þessu.“ Hann bandaði ’hendinni. „Og ekki skortir þau fé.“ Frakkinn .þagði um stund og starði niður í glasið sitt. „Þetta óþverra stríð er illt fyrir börnin,“ sagði hann loks. ,,Og ekki batnar það við það að Frakkland hefur beðið ósigur. Englendingar setja hafnbann á okkur eins og á Þjóðverja 1918.“ Howard þagði. „Eg álasa ykkur ekki fyrir það. En bornun- um hér er vorkunn.“ „Það er hætt við því,“ sagði gamli maður- inn. „Þess vegna vil ég reyna að koma böm- unum héðan. Eg vil gera allt sem unnt er.“ Arvers yppti öxlum. „I þessu húsi eru eng- in börn, guði sé lof. Eiða — aðeins eitt.“ Plann þagnaði. „Það var sorgarsaga." Howard horfði spyrjandi á hann. Frakkinn hellti aftur í glasið hans. „Vinur minn í París spurði mig, livort ég hef5i atvinnu handa Pól- verja,“ sagði hann. „Það var í desember —- rétt um jólaleytið. Pólskan gyðing, sem hafði vit á hestum og hafði komizt undan til Rúmeníu og þaðan sjóleiðis til Marseilles. Og fimm af 'átta vinnumönnum mínum voru í hernum, svo að mig skorti vinnuafl.“ Howard kinkaði kolli. „Þér hafið tekið við honum?" „Já Símon Estreicher hét hann og einn góð- an veðurdag kom hann með tíu ára gamlan son sinn. Hann hafði líka átt konu, en ég skal ekki þreyta yður með þeirri sögu. Hún hafði ekki sloppið imdan Þjóðverjunum." Gamli maðurinn kinkaði kolli. „Já, pessi Estreicher vann héntia þangað til í vikunni sem leið og hann var prýðis verk- maður. Hann var rólegur og engum til ama, og drengurinn vann líka í hesthúsunum. En í vikunni sem leið komu Þjóðverjamir og fóru burt með hann.“ „Fóru burt með hann?“ „Fóru með hann til Þýzkalands í nauðungar- vinnu. Hann var Pólverji og gyðingur þai' að auki, monsieur. Við gátum ekkert fvrir hann gert. Einhver óþokki. inni í borgimii hafði gef- ið upplýsingar um hann, þvi að þeir komu beint hingað og spurðu eftir honum. Þeir hand- járnuðu hann og.fóru burt með hann.“ „Tóku þeir soninn líka?“ „Þeir spurðu ekki um hatnn, og hann var ekki heima við þá stundina, svo að ég sagði ekki neitt. En drengurinn átti mjög bágt.“ Howard samsinnti því. „Er hann þá enn lijá yður?“ „Hvert gat hann svo sem farið? Og hann gerir gagn í hesthúsunum. Eq það má búast við því, að þeir frétti bráðlega um hann og komi hingað til að sækja hann líka.“ 1 þessu kom Nicole til að segja þeim að mat- urinn væri tilbúinn. Hún var búin að gefa börnunum að borða og hátta þau í svefnstæði, sem frú Arvcrs hafði útbúið uppi á loftinu. Þau borðuðu í eldhúsinu við langbprð, ásamt tveim vínnumönnum og svarthærðum gyðinga- dreng, sem frúin kallaði Marjan og sagði lítið eða ckkert meðan á máltíðinni stóð. Þegar máltíðinni var lokið bauð Arvers Nicole og Howard aftur inn í setustofuna, hann kom með dómínó og Howard spilaði við hann/ Bóndinn var viðutaci í leik sínum, og virtist vera að hugsa um allt annað. . Loks leysti hann frá skjóðunni. „Fer mikið af börnum til Ameríku, monsieur? Eg skil ekki, hvers vegna þér eruð svo viss um, að þeim verði tekið opnum örmum. Ameríka er mjög 63. langt í burtu. Fólkið þar hefur engar áhyggjur af erfiðieikum okkar.“ 4 Howard yppti öxlum. „Eg veit að þessum bömum er óhætt, af því að dóttir mín mun annast þau. En þótt svo væri ekki, þá væri hægt að finna annað fólk sem tæki þau að sér.“ Maðurinn horfði vantrúaður á hann. „Það er dýrt að sjá fyrir barni, ef til vill ái-um saman. Fólk gerir það ekki upp úr þurru fyrir útlent bam, sem það veit engin deili á.“ „Það getur dottið í Ameríkanana," sagði gamli maðurinn. Bóndinn horfði hugsandi á hann. .Alyndu þeir s]á ^fyrir Marjan Estreicher ?“, spurði hann loks. .„Myndu þeir sjá fyrir gyðinga- dreng.“ „Dóttir mín myndi ekki setja það fyrir sig.“ Nicol; bærði á sér við hlið hans. „Monsieur ... . “ sagði hún en hann þaggaði niður í henni með þvi að banda hendinni. Hún þagnaði og hlustaði með athygli. Howard sagði: „Eg skal taka hann með mér, ef þér eruð að hugsa um það. Eg gæti sent hann til 'Bandarikjanna með hinum bömunum. En fyrst og fremst þyrfti ég að fá hjálp til að koma þeim öllum í burtu.“ „Jón Hinrik?" „Já, vissulega, monsieur." Maðurinn reis á fætur og ruglaði öllum spila- peningunum með jakkaermiimi sinni. Hann sótti Pemodflöskuna, glösin og vatnið og hellti í glas handa Howard. Hann bauð stúlkunni að drekka, en hún afþakkaði það. „Þetta er afar mikil áhætta,“ sagði hann þrákelknislega. „Hvað yrði um dóttur mína, ef þeir næðu í ykkur?“ „Og hvað yrði um drenginn ef í hann næð- ist,“ sagði gamli maðurinn. „Þeir tækju hann í nauðungarvinnu og létu hann vinna sig í hel. Það gera Þjóðverjar við pólsk börn.“ Arvers sagði: „Eg veit það. Þess vegna el’ ég í vandræðum.“ Nicole sagði allt í einu: „Vill Marjan fara? Það er ekki hægt að neyða hann til þess, ef hann vill það ekki. Hann er orðinn of stálpf aður til þess.“ „Hann er ekki nema tíu ára,“ sagði Arvers. „Samt sem áður er hann þroskaður," sagði hún. „Við getum ekki tekið hann með nema liann vilji það sjálfur.“ Arvers fór út úr herberginu j^innan skamms kom hann aftur og drengurinn í fylgS með honum. Hann sagði við hann: „Hlustaðu nú á, Marjan.' Þessi maður er að fara til Englands, ef hanu kemst undan Þjóðverjunum, og frá Englaudi ætla börnin sem með honum eru til CE 'rC jr v rr -vvi L ^ I ia >. 1 En hversvegna komið þér til mín að leita eftir peningnm? Ekki veit ég neitt um fjár- hagsástæður yðar. Nei, einmitt þessvegna, einmitt þessvegna -- Hugsarðu aUtaf jafnmikið um mig? Nei, alls ekki, nú er ég að láta mér vaxa skegg — það heimtar sitt. Kona Gottfreðs sjómanns lá á sæng að þrettúnda barni sínu. Eiginmaðurinn er að ræöa málið við granna. sinn: Eitt barna á ávi, það er ekki svo há taíá, en samt er ég nú stundum hissa á því hvað þetta er að verða margt. Svo var það fiðluspilarinn Sem lék á einn stfeng með einum fingri allan tímann. Hafið þér ekki tekið eftir því að aðrir fiðlu- leikarar nota fleiri fingur og meira að segja fleiri strengi? spurði loks píndur áheyrandi. Ójú, en ég náði laginu strax með þessum eina, svaraði listamaðurinn hinn rólegasti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.