Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.03.1953, Blaðsíða 12
Einn Bandaríkjamaður og tveir islend- ingar grunaðir um morðtilraun Raimsóksi byrjar á niorgim Þrír mesnn, efnn Bandaríkjamaður og tveir íslendingar sitja nú í varöhaldli hér í bænum, grunaðir um árásina á særða manninn er fannst s.l. fimmtudagsmorgun í bíl í Keflavík, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær. Maðurinn sem særður var liggur hér í sjúkrahúsi og mun nú vera talinn úr hættu. Maðui’inn sem særður var er 62ja ára gamall, Ólafur Ottesen, á heima hér í Reykjavík og er sjómaður á v.b. Heimi í Kefla- vík. Þegar hann fannst í bílnum munu hafa verið liðnar nær 8 stundip frá því árásin var framin og var þá mjög af hon- um dregið. Bæjarfógetinn í Keflavík skýrði Þjóðviljanum frá því í gær að 3 menn sætu nú í fang- elsi í Reykjavík allir grunaðir Ný bók: Fagurt er í Fagurt er í Fjörðum nefnist’ ný bók sem Árni Bjarnason á Akureyri hefur gefið út og f jall- ar bókin um Flateyinga og Fjörðunga. Höfundur bólcarinnar er Jó- hannes Bjarnason hreppstjóri í Flatey á Skjálfanda. Bókin, sem er 115 bls. að stærð og 6 mynda- síður að auki, skiptist í tvo kafla. Hinn fyrri er ævisaga höfundarins, en hinn síðari þáttur Flateyinga og Fjörðunga. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Björns Jórissonar á Akureyri. um að hafa gert árásina. Er einn Bandaríkjamaður, starfsmaður á flugvellinum, hinir tveir Is- lendingar, annar Reykvíkingur, hinn Hafnfirðingur. Upplýst má telja í málinu að allir þessir menn sátu að sumbli um nóttina í húsi skammt frá, Hvað dvelur Guðmund í? /jj dagar eru nú liðnir frá því Iögreglustjórinn á Kefla- víkurflugvelli ætlaði að senda blöðunum tilkynníngu út af því tiltæki banda- ríska hersins að loka flug- vellinum fyr- irvaralaust fyrlr umferð og hóta að skjóta ís- lenzka bíl- stjóra og lög- ‘reglu. Að rannsókn lokinni sendi lögregfustjórinn málið til Guð- mundar 1. sýslumanns í Gull- bringu og Kjósarsýslu. Hvað dvelur Guðmund í. ? Guðmundur í. Viðfangsefni næsta uppeldismálaþings: íslenzkt þjóðerni og skólarnir Samband íslenzkra bainakennara hefur ákveðið að efna til rippeldismálaþings í Reykjavík í sumar. Hefst þingið 12. júm n.k.” og stendur væntanlega í tvo daga. Viðfaugsefni þessa þings verð- ur, íslenzkt þjóðerni og skól- arnir og verða hiair færustu menn fengnir til að halda fram- söguerindi á þinginu um þetta efni, auk þess sem sérstakur frummælandi. verður af hálfu kennara. Ráðgert er að fram- haldsskólakennurum verði eitrin- ig boðin þátttaka í þingi þessu. SÍK hefur gengizt fyrir slík- um uppeldismálaþingum annað hvort ár að undanförnu og hafa þau verið mjög fjölsótt. Að jafnaði hafa um 100-200 kenn- utan af landi. Ekki er enn vit- að um þátttöku í þinginu í sum- ar, en búast má við að hún verði mikil. Þau árin, sem Samband ís- lenzkra barnakennara efnir ekki til þessara uppeldismálaþinga sinna, heldur það stéttarþing sín, þar sem rædd eru hags- munamál og sérmál kennara- stéttarinnar. Formaður Sambands ís- lenzkra barnakennara er nú Arngrímur Kristjánsson skóla- stjóri Melskólans í Reykjavík. arar sótt þingin, þar af 60-80 Sésíðlisiafélag Reykjavíkur heldur fund í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar Lauga- veg 162 kl. 8.30 þriðjudagskvöldið 17. þ.m. Fundarefni: 1. Sósíalistaflokkurinn og kosningamar. Framsögumaður Brynjólfur Bjarnason. 2. Þjóviljasöfnun. Málshefjandi Jón Rafnsson. Félagar, fjölmennið. — Nánar auglýst síðar. en árásin mun ekki hafa verið framin í húsinu, heldur senni- lega í grennd við bílinn. Annars ber framburði þremenninganna sem inni sitja ekki ssman. Bæjarfógetinn kvaðst myndu rannsaka mál þetta á morgun, mánudag. Herseta við Súes rœdd í gær gengu Stevenson, sendi- herra Bretlands, og Dunn, sendi- herra Bandarikjanna, á fund Na- guibs, forsætisráðherra Egypta- lands. Segja fréttamenn að um- ræðuefnið hafi verið krafa Egypta um brottför setuliðs Breta af Súeseiði. Það vekur mikl.a athygli að sendiherrarnir skyldu fara báðir saman. Er þess getið til að á fundi utanrikisráðherranna Eden og Dulles í Washington síðustu daga hafi' orðið samkomulag um að Bandaríkjastjórn styðji Breta i Mi'ðausturlöndum gegn því að brezka stjórnin verði þeirri banda- rísku fylgispakari í Austur-Asíu- málum en verið hefur um hríð. þJÓÐVILIINN Sunnudagur '15. márz 1953 — 18.. árgangur — 62. tölublað Glerárþorpsbúar krefjast skilnaðar Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Síðastliðinn sunnudag var haldinn almennur fundur íbúa í Glerárþorpi og samþykkti fimdurinn einróma að fara þess á leit við næsta aðalfund sýslunefndar Eyja- fjarðarsýslu, að hún framkvæmi skiptingu Glæsibæjar- hrepps í 2 hreppsfélög. Fá lóðir undir húsin við norðanverðan Skeiðarvog Fyrir alllöngu síöan sneru byggingarmeistararnir Benedikt Sveinsson og Gissur Sigurösson sér til bæjarráös með tilmæli um fyrirgreiöslu þtess viö byggingu 30-36 íjölbýlishúsa, ssm byggingarfirma þeirra félaga heföi í hyggju aö reisa og hefja framkvæmdir viö á þessu ári. { ----------------------------- Sú fyrirgreiðsla, sem þeir Benedikt og Gissur óskuðu fyrst og fremst eftir af hálfu, bæjarins, var úthlutun heppi- legra lóða undir byggingar þess ar, svo og að bæjarráð beítti á- hrifum sínum til þess að þeim: yrðu veitt nauðsynleg fjárfest- ingarleyfi. Jafnframt hafa þeir boðið bænum forgangsrétt í sambandi við væntanlega sölu þessara fjölbýlishúsa. En bug- mynd þeirra félaga er að geta með þessum hætti reist miklum. mun ódýrari íbúðir en menn eiga nú að venjast en þó vand- aðar að öllum frá gangi. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum um skipulagsmál að út- hluta þeim Benedikt og Gissuri lóðum undir húsin við norðan- verðan Skeiðarvog. Þeir munu seint lúta íslenzkum lögum Ekki líður svo dagur að Bandaríkjamenn brjóti hér ekki einhver íslensk lög. Einkum er þeim uppsigað við umferðaregl- urnar. Kl. 19.40 í gær ók bíllinn VL 493 inn Laugaveg. Hvað varð- ar herraþjóðina um íslenzk fyr- irmæli ?! Lögum samkvæmt eiga öll þorp sem hafa yfir 300 íbúa rétt á því að vera sérstakt hreppsfélag. 1 Glerárþorpi er íbúatalan töluvert yfir 300. Á síðasta Alþingi var sam- þykkt þingályktunartillaga til ríkisstjórnarinnar um að beita sér fyrir sameiningu Glerár- þorps og Akureyrarkaupstaðar, en ekkert hefur síðan um það mál heyrzt. Ibúar í Glerárþorpi eru orðn- ir langeygðir eftir að eitthvað gerist í þessu máli. Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps vill ekkert fyrir Glerárþorp gera vegna þess að hún býst við að sú verði raunin á að Glerárþorp same'nisí Akureyrarbæ. Sennilegt er að fram fari al- menn atkvæðagreiðsla í Glerár- þorpi um þetta mál seint í þess- um mánuði. ÆFR Málfundur verður í dag klukkan. 2 í MlR-salnum. - Umræðuefni: Austrænt og vestrænt lýðræði. Framsögu hefur Jón Thór Har- aldsson. AfmœEissamsöngur Sem- bands isl. karlakóro er í dag Á söngskemmtun, sem hefst klukkan 3 í dag i Gamla Biói, syngja 4 karlakórar, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Reykja- vikur, Karlakórinn Þrestir og Karlakórinn Svanir Akranesi. Söngstjórar verða Geirlaugur Árnason, Ingimundur Árnason, Jón Þórarinsson, Páll Kr. Pálsson og Sigurður Þórðarson. Vegna ónákvæmra ununæla og rangliermis sem fram kem- ur í frásögn blaðamanns Timans af blaðaviðtali við stjórn Menningar- og friðar-j samtaka ísl. kvenna, þ. 6. þ. m„ viljum við lýsa yfir því,! að í nefndu blaðaviðtali Iétum; við engin orð um það falla að nokkur einstök þjóð notij friöarhreyfinguna sér til fram- dráttar, þvert á móti töldum við slíkt útilokað, þar sem varla nokkur sú þjóð er til, sem ekki tekur þátt í friðar- hreyfingu heimsins. Með þökk fyrir birtinguna. Stjóm Menningar- og friðarsamtaka isL kvenna. Söngskemmtun þessi er haldin í tilefni 25 ára afmælis Sam- bands ísl. jkarlakóra, sem stofnað var 10. marz 1928. Á stofnfundi sambandsins voru mættir íveir fulltrúar frá hverj- um þeirra kariakóra er þá voru starfandi í Reykjavík, en þeir voru Karlakór KFUM (nú Fóst- hræður), Karlakór Reykjavíkur og Söngfélag stúdenta. Þegar á fyrsta ári gengu þrír kórar inn í sambandið, Kariakór fsaíjarðar, Karlakórinn Geysir á Akureyri og Vísir á Siglufirði. Nú eru í SÍK 17 kórar með samtals 500 félögum. Söngmót sambandsins. Þeír sex karlakórar, sem voru í SÍK fyrsta starfsárið, höfðu á hendi karlakórssönginn á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum 1930, og síðar sama sumar efndu þeir til söngmóts í Reykjavík, sem vakti mikla athygli og þótti marka tímamót í sögu karlakórs- sönigs hér á landi. Síðan hefur SÍK gengizt fyrir söngmótum árin 1934 og 1950. Framhald á 11. síðu. Hér «r eitt af síðustu kerunum er steypt voru til að notast í hafnar- gerð fyrirhugaðrar landshafnar fiskimannanna á Suðurnesjum. Sjá 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.