Þjóðviljinn - 22.03.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1953, Blaðsíða 7
Suiinudagur 22. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ÞEGAR ÉG VAR Á FERÐ í Moskvu í haust skoðaði ég þar meðal annars Stalínsafnið, en þar eru eins og kunnugt er geymdar afmælisgjafir þær sem hinum mikla leiðtoga bár- ust hér um árið. Safn þetta er til húsa í allstórri höll og enda þótt við værum þarna drjúga stund úr degi tókst okkur ekki nema rétt að renna augunum yfir það helzta. Safn þetta á engan sinn líka í heiminum. Þarna eru saman- komnir hinir fegurstu og furðulegustu gripir, ekki ein- ungis frá öllum þióðum og stéttum Sovétríkjanna, heldur einnig frá flestum löndum heims. Má segja að hugkvæmni og listfengi alþýðunnar um víða veröid renni þar saman i einu stórbrotna heild og það jafnt af fornum og þjóðlegum uppruna sem alþjóðlegrar nú- tímaltælkni. Varia getur það jarðefni að ekki h,afi verið gerð úr því gersemi með mynd Stalíns mótaða á eða steypta i. Mér- hefur aklrei verið ljós- ara en þegar ég reikaði um þessa einstæðu minjahöll, hví- líka ást og virðingu hinn vinn- andi maður jarðarinnar hefur tengt við persónu skósmiðs- sonarins frá Górí. Slíkar gjaf- ir verða ekki heimtaðar af helmingi mannkynsins með valdboði. Ekki verða h'eldur slíkir gripir skap^ðir í hatri og ótta. Allt safnið er einn hróp- andi vitnisburður um þrá og vilja alþýðunnar til mikillar menningar og um leið þakklæti hennar til þess manns sem af mestri elju hefur látið þær óskir hennar rætast. ÉIN HELZTA hneykslunar- hella borgaranna er manndýrk- un sósíalismans. Sú afstaða er raunar mjög svo skiljanleg þe'g- ar þess er gætt að mannfyrir- litning i einhverri mynd hefur að jafnaði verið andlegur leið- arsteinn forréttindastéttanna og mætti þar um margt segja. Hér skal þó látið nægja að roinna á þá höfuðkenningu vestræns kristindóms að mann- skepnan sé í cðii sínu syndum spiilt úrþvætti sem ekkert ann- að eigi fyrir höndum en eilíf- ar kvalir í logum helvítis — nema sérstök, óskiljanleg náð komi tll. Einn nýjasta vitnisburðinn um þetta illa innræti er að finna í Morgunblaðinu nýlega, en þar kemst kristniboði nokk- ur að þessari kærleiksríku nið- urstöðu: „I manninum sjálfum — homo sapiens — þeirri viti bomu mannveru í heild er dulin ást á dauðanum. Menn vilja drepa, heyra um dráp og jafnvel horfa á dráp“. I OG FRIÐI Enginn einn maður í verald- arsögunni hefur gefið þessum mannfyrirlitningarboðskap sér- eignarstefnunnar þvílíkt rot- högg sem hinn nýlátni leiðtogi ráðstjórnarþjóðanna. Alla sína furðulegu atorku notaði hann til að gera manngildiskenning- ar mikilla. fyrirrennara sinna að lifandi veruleika sem engar vítissprengjur munu fá grand- að. I óbifanlegri vissu um lífsást og friðarþrá manneðlis- ins hóf hann þjóðir keisara- dæmisins upp úr kúgun og nið- urlægingu og kom traustum fótum undir fyrsta sameignar- ríki jarðarinnar. Á -'örfáum árum breyttust ^ kotungar og launaþrælar, bei'- fætlingar og betlarar i stór- huga samyrkjubændur og sam- iðjuframleiðendur. Hinir kúg- uðu risu upp úr helvítislogum eymdarinnar, hreinsaðir af ‘ sektarvitundinni, magnaðir : sjálfstrausti og sjálfsvirðingu, og sneru sér að því með ofur- kappi að iileinka sér óþrotleg gæðj jarðarinnar i sameign og friði — án þess að drepa, án þess að vilj.a heýra um dráp, án þess að vilja horfa á dráp. iEr svo furða þótt þessir... menn fylltust nokkru stolti á morgni upprisu sinnar yfir dýrð hins nýja sameignarmanns — og skynjuðu tign hans mesta í kyrrlátri pérsónu hetjunnar slitabaráttu um lif eða dauða mannkynsins — og hann var aldrei í neinum vafa um að lífið mundi sigra. Þess vegna varð hann hinn mikli sigur- vegari jafnt í striði sem friði. Innrásarherir vestræns auð- valds eftir byltinguna, gömlu samherjarnir sem gerðu banda- lag við óvinina, nazistasveitir Hitlers — allt voru þetta öfl sem gegnsýrð voru trúnni á mannvonzkuna og ástinnj á dauðanum og þess vegna lilutu þau að tapa. Það kostaði þján- ingar, blóð og tár að ráða nið- urlögum þessara afla, en sjálf framtíð mannkynsins var í veði. Ef Jósef Stalín hefði ekki staðið í fararbroddi alþýðunn- ár, hljóður og öruggur, og sigr- að þessi öfl — hvar stæði þá heimurinn nú? JÓSEiF STALÍN varð svo hamingjusamur að falla ekki frá fyrr en séð var fyrir end- ann á þeirri úrslitabaráttu sem nú er háð milli örfárra striðs- óðra mannhatara annars veg- ar og alls mannkynsins hins- vegar. Lífsverk hans og for- dæmi ráðstjórnarþjóðanna hef- ur orðið kúguðum og hungruð- um alþýðustéttum og nýlendu- þjóðum auðvaldsheimsins slík FRÁ STLÍNSAFNINU I MOSKVU opinberun að ekkert fær leng- ur hindrað uppreisn þeirra og menningarsókn. Staðreynd eins og sú er af segir í hagskýrslu- árbók Sameinuðu þjóðanna að framleiðslan hafi tífaldazt í Sov'étríkjunum á sama árabili sem hún tvöfaldaðist í Banda- ríkjunum fær ekki lengur dul- izt sveltandi þjóðum jarðar- innar. Fegurra eftirmæli um árangur baráttu sinnar fyrir allsnægtum og friði gat hinum látna 'leiðtoga ekki hlotnazt. Sú heimsvaldastefna sém rek- in er í trú á mannvonzkuna og ást á dauðanum í því skyni. að safna gjöfum jarðarinnar í hendur örfárra braskara getur ekki heppnazt. Því v'alda þau aldaskil sem líf og starí Jósefs’ Stalíns hefur valdið í þróun. mannkynsins. Þess vegna hlýt- ur núverandi stefna ameríska auðvaidsins að hljóta sömu af- drif og hin dýrkeypta stefna. þýzk.a nazismans. Það kann að kosta þiáningar, blóð og ,tár í ægilegri mæli en nokkru sinni fyrr. En alþýðumaðurinn er vaknaður og lætur ekki sví- virða sig framar með synda- registri né helvítislogum, þræl- dómi né hungurmorði. Lygin um hið illa eðli hans hefur verið kveðin niður í eitt skipti fyrir öll. Hann vill ekki drepa,. heldur skapa. Ástin á dauðan- um er senn úr sögunni. Ástin á lífinu hefur sigrað. FYRIR FJÓRUM ÁRUM r sem hafði • leitt þá fram til sigurs? EN ÞAÐ Á EKKI síður við um sameignarríkið en guðsrík- ið að gegnum margar þjáning- ar og þrengingar ber oss inn í það að ganga. Allt frá stofnun ráðstjórnar- lý'ðveldann.a hefur verið rekið gegn þeim látlaust stríð allra þeirra sem boða ástina á dauðanum, ýmist innan lands eða utan, ýmist heitt eða kalt. Oll sú lævísa grimmd sem trú- in á mannvonzkuna hefur alið af sér um aldir hefur verið þar að verki. En einu gilti hvort um var að ræða sviksemi innlendra trúnaðarmanna, róg og lygar afsiðaðra auðstétta eða vopn- aða árás erlends herveldis: Jós- ef Stalín tók öllu með sama jafnaðargeðinu — hinni skyggnu stillingu þjálfaðs vís- indamanns. Að dæmi heiðarlegs læknis sneiddi hann ekki hjá óhjákvæmilegum timabundn- um sársauka, heldur lagði alla áherzluna á að komast fyrir rætur sjúkdómsins og lét sig engu skipta þótt postular mann- hatursins kölluðu hann einræð- isherra eða harðstjóra. Hann þekkti upp á hár lögmál þeirra samfélagsafla sem nú heyja úr- Þegar ráðherrarnir þrír voru komnir til Reykjavíkur undir lögregluvernd héldu þeir leynifundi með flokkum sínum. Þjóðviljinn birti mjög ýtarlegar frásagnir af leyni- fundum þessum, en þar kom m. a. fram að ráðherrarnir höfðu haft með sér vestur skriflegar spurningar og feng- ið svör við þeim. Spurning- arnar og svörin voru þannig: „1. spurning: Fá íslending- ar að gera skriflegan fyr- irvara um samninginn í sam- ræmi við smæð þjóðarinnar og vopnleysi? Svar: íslendingar fá ekki ,að gera neinn skriflegan fyrirvara. Hins vegar leyfist utanríkisráðherranum að leggja fram yfirlýsingu (..sta- tement“) um skilning sinn á samningnum. 2. spurning: Skiptir miklu máli fyrir Bandaríkin að Is- lendingar gerist aðilar að bandalaginu? Svar: Bandaríkin líta á það sem au'glýsingu og metnaðar- mál. 3. spurning: Nægir ekki að íslendingar lýsi yfir því að Bandaríkin fái.sömu aðsíöðu á íslandi og í síðustu styrj- öld, ef nýtt s.tríð skellur á? Svar: Það myndi hafa í för með sér nýja samninga, fyr- irhöfn og erfioleika, og slikur samningur yrði í aðalatriðum að verða eins cg bandalags- samningurinn: 4. spur'ning: Telja Banda- rikin hættulegt nð hafa iand- ið óvarið eins og sakir standa og hættu á að Sovétríkin geti hernumið landið fyrirvara- laust? Svar: Það . er alveg fráleitt að reynt verði að taka land- ið með fallhlífarherjum. Það er nær óhugsan’rgt að reynt verði að lenda hér flugvélum og taka landið þannig. Eini raunverulegi möguleikinn er nð taka landið frá sió, en til þess þvrfti svo mikinn undir- búning að Bandarikin yrðu alltaf á undan. ísland þarf því ekki að óttast neina vopnaða árás. 5. spurning: Hverrar vernd- ar geta íslendingar vænzt frá Bandankjunum gegn árás? Svar: Það er engin hætta á árás á ísland að óbreyttum aðstæðum. 6. spurning: Hvað yrðu ís- lendingar raunverulega að láta í té ef þeir ger.ast aðilar að bapdaleginu? Svar: Fyrst um sinn yi'ðu íslendingar að veita banda- laginu þá aðstöðu (,,faci,lity“) að Keflavíkurflugvöllu^ yrði til taks sem herbækistöð og olíustöðinni i Hvalfirði yrði haldið við svo að hægt sé að nota hana umsvifalaust. 7. spurnine: Hvernig myndu Bandaríkin líta á það, ef ís- lendinrar segðu upp Keflá- víkursamningnum? Svar: Pandaríkin telja ekk- ert því til fyrirstöðu, en Is- lendingar yrðu þá að tryggja bandalaginu sömu yfirráð yf- ir vellinum og Baudarikin hafa nú. 8. spuvuing: Myndi Island notað til árása á aðrar þjóð- = ir ef til stríðs kæmi? Svar: Ekki í fyrstu lotu. Meðan stöðvar eru á megin- landinu og í Bret’.andi yrðu ekki hafnar árásir háðan“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.