Þjóðviljinn - 22.03.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. marz 1953
Þjóðareining gegn her í landi
Fnrve0ur einingArtnimr
Afmælissamsöngur
Vegna fjölmargra fyrir-
spuma sem mér hafa borizt
í bréfum, símtölum og per-
sónulegum viðtölum út af
greinum minum um þjóðar-
einingu gegn her á íslandi
vil ég biðja Þjóðviljann að
birta eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
Fyrir hönd samherja
minna sem eru úr öllum
flokkum og einnig utan
flokka tilkynni ég hér með
að hafin verður skipulögð
andspyrnulhreyfing gegn
hernáðarandanum !á íslandi.
Verður boðað til þjóðarnáð-
stefnu um þessi mál 5.—7.
maí í vor. Þar verður öll-
um andmælum gegn hernum
og hernaðarandanum á Is-
landi beint í einn farveg.
I þriðjudagsblaði Þjóðvilj-
ans, þann 24. þ.m., verður
skýrt frá tilhögun og verk-
efinum hreyfingarinnar og
þjóðarráðstefnunnar.
Ég þákka bréfin og hvatn-
ingarorðin sem mér hafa
borizt.
Með vinsemd.
G. M. M.
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
Drottningarbragð á 20. skákþ. Sovétríkjanna
Moskvu 1952.
Botvinnik Keres
1. d2—d4 Rg8—f6
2. c2—c4 e7—e6
3. Rbl—c3 d7—d5
4. c4xd5 e6xd5
5. Bcl—g5 Bf8—e7
6. e2—e3 0—0
7. Bfl—d3 Rb8—d7
8. Ddl—c2 Hf8—e8
9. Rgl—e2 Rd7—f8
10. 0—0 c7—c6
Keres neyðist til að valda d-peð-
áð, hann hefði getað reynt c7—c5
í 9. leik, en sá leikur hefur líka
sína igalla- Nú á maður von á
•rólegri minnihlutasókn hvíts á
drottningarvæng: b2—b4—b5 og
næsti leikur hvits styður þá
skoðun.
11. Hal—bl Be7—d6?
Ekki Þarf að láta sig dreyma
um að Bötvinnig sjáist yfir hót-
unina Bxh2f, Rg4f og Dxg5. En
Heikurinn er tímiatap, því að
biskupinn þarf :að fara til e7
aftur. Líklega er Re4 einna bezt.
12. Kgl—hl Rf8—g6
13. f2—f3!
Nú var Keres reiðubúinn að
leika h6 og ná mótvægi með
sóknartilraunum kóngsmegin, en
Botvinnik skiptir um áætlun á
réttu augnabliki og hefur kóngs-
sókn sjálfur. Nú svarar hann h6
með Bxf6 og e3—e4—e'5. Þessi
snilldarlega stefnubreyting veld-
ur þáttaskilum, því að Keres er
illa undir sóknina búinn.
13. ... Bd6—e7
14. Hbl—el! Rf6—d7
15. Bg5xe7 He8xe7
16. Re2—g3!
í skákinni er það gullvæg regla
að láta sverðið vofa yfir höfði
andstæðingsins, en halda hon-
um í óvissu um hvenær höggið
ríði af. Hér má búast við e3—e4
í hverjum leik en Botvinnik still-
ir sig, undirbýr og heldur sem
flestum sundum opnum.
16. ... Rd7—f6
17. Dd2—f2 Bc8—e6
18. Rg3—f5 Be6xf5
19. Bd3xf5 Dd8—b6
20. e3—e4 d5xe4
21. f3xe4 Ha8—d8
22. e4—e5 Rf6—d5
23. Rc3—e4 Rg6—f8
24. Re4—d6 Db6—c7
Hvítur hótaði Rxf7! 25. Bf5—e4 Rf8—e6
26. Df2—h4 g7—g6
Þessi leikur veikir kóngsstöðuna
hættulega, h6 dugir ekk; vegna
Rd6—f5xh6! Rf8 dugir heldur
ekki til lengdar, hvítur getur
leikið Hf3 með margvíslegum
hótunum á h-, g- og f-línu.
27. Be4xd5 c6xd5
28. Hel—cl! Dc7—d7
29. Hcl—c3 Hd8—f8
30. Rd6—f5! Hf8—e8
Vitaskuld má ekki drepa riddar-
ann, og He7—e8 dugir ekki held-
ur vegna Df6! Sókn Botvinniks
er orðin svo sterk að hann lítur
ek-ki við skiptamuninum.
31. Rf5—h6f
32. Dh4—f6
33. Hc3—f3
34. Rh6xf7
35. Df6—g5
36. Rf7—h6
Kg8—f8
Re6—g7
He8—c8
He7—e6
Rg7—f5
Dd7—g7
37. g2—g4 og Keres gafst
upp.
Framhald á 11. síðu.
Sunnudaginn 15. marz hélt
Samband íslenzkra karlakóra
samsöng í Gamla bíó í Reykjavík
í tilefni af 25 ára afmæli sam-
bandsins. Fjórir kórar tóku þótt
í samsöngnum í þessari röð:
Svanir af Akranesi undir stjórn
Geirlaugs Árnasonar, undirleik
annaðist Fríða Lárusdóttir, Karla
kór Reykjavíkur undir stjóm Sig-
urðar Þórðarsonar, undirleikari
Fritz Weisshappel, Þrestir úr
Hafnarfirði undir stjórn Páls
Kr. Pálssonar, undirleikari Carl
Billich og Fóstbræður úr Reykja-
vík undir stjórn Jóns Þórarins-
sönar, Cárl Billich annaðist uhd-
irleik. Auk þess' sungu allir kór-
arnir tvö lög saman, undir stjóm
Ingimundar Ámasonar söng-
stjóra Geysis á Akureyri.
Söngur þessa móts var yfir-
leitt vel af hendi leystur, og bar
vott um góða þjálfun kóranna.
Einn þeirra, Svanir af Akranesi,
sýndi athyglisverða framför frá
síðasta móti. Raddir hans eru nú
fágaðri og allur söngur hans hef-
ur fengið aukna reisn. Verkefna-
val hans vakti líka athygli. Hann
flutti m. a. tvö vel >gerð kórlög
eftir Skarphéðin Þorkelsson,
sem lítið eru kunn, þótt langt
sé umliðið síðan kórlagasafn
þessa höfundar birtist á prenti.
Þrestir sungu m. a. Gunnarsmál,
en það er 10. og síðasti liður í
verki Jóns Laxdals „Gunnar á
Hlíðarenda“. Munu Þrestir hafa
fyrstir flut’t' þetta verk í heild á
samsöng í Hafnarfirði fyrir
skömmu. Sumir þættir þessa
verks, einkum dúettarnir „Gunn-
ár og Njáll“ og „Gunnar og Kol-
skeggur" hafa att miklum vin-
sældum að fagna í landinu um
áratugi. Það er vel gert að kynna
nú ver-kið í heild. Reykjavíkur-
kórarnir skara enn sem fyrr
fram úr um sönglega getu. Það
olli þess vegna vonbrigðum að
þeir höfðu ekki á þessu merka
afmæli ný viðfangsefni að kynna
áhey.rendum.
Karlakórarnir hafa gegnt þýð-
ingarmiklu hlutverki í íslenzkrr
tónmenningu fram til þessa. Þeir
voru víða fyrstu boðberar fé-
lagslegrar tónlistariðkunar í
sveitum og sjávarþorpum okkar
strjálbýla lands. Á síðustu árum
hafa þeir sumstaðar haft for-
göngu um stofnun tónlistarskóla
t. d. á Siglufirði. Er slíkt lofsvert
framtak, sem ætti að gera orðið
öðrum til fyrirmyndar.
Það er álit sumra að tímar
karlakórssöngsins séu senn á
enda, vegna aukinna kynna þjóð-
arinnar af annarri og fullkomn-
ari tónlist. Hið þrönga raddsvið
karlakórs’ins ' muni verða söng
hans að aldurtila.
Þetta er misskilningur. ís-
lenzku karlakóramir, eins og
þeir hafa náð mestum þroska
eiga bæði nægilegt raddsvið og
nægilega tækni til þess að getá
flutt góða list. — Því gildi listar
verður ekki fremur mælt á víð-
áttur raddsviðs en aðra kvarða.
Hinu verður ekki neitað að at-
hygli þjóðarinnar beinist nú ekkí
að söng þeirra í jafnríkum mælí
sem fyrr, og ber þar hvort
tveggja til að þjóð okkar á nú
fleiri kosta völ en áður og svo
hitt sem er mikilvægara að
söngvaval þeirra, ef nokkuð má
marka af þessu móti, ber um
þessar mundir ótvíræð merkí
stöðnun'ar. Og það er aðeins á
valdi sjálfra kóranna að leysa
sig úr þeim læðingi. Kórar okkar
eiga ennþá ókannaðar víðar lend
úr í heimi tónbókmenntanna.
Þeir eiga með öllu ósungnar kór-
bókmenntir 16. aldar, en þá voru
samin fegurst verk sinnar teg-
undar, sem enn hafa Verið skrif-
uð fyrir kór. Þá er heimur hins
slavneska þjóðlags enn að mestu
ónumið land ísl. kórum, og síð-
ast en ekki. sízt hafa kórarnir
enn ekki gert neitt teljandi til
að örfa sköpun þjóðlegra ís-
lenzkra sönglaga. Við eigum þeg-
ar nokkur prýðileg karlakórslög
í þjóðíegum stíl, og eru hin
Framhald á 11. síðu.
„KUNNUGUR skrifar: „Fyrir
síðustu helgi varð lítil stúlka
fyrir bíl. Aðstandendur stúlk-
unnar fóru fram á það við
lögregluna að ekki yrði getið
um slysið í blöíum, og lágu
til þess ærnar persónulegar
ástæður, veikindi móður stúlk-
unnar. Engu að síður kom
frétt um atburðinn bæði í
Morgunblaðinu og Vísi. I
þokkabót voru fréttimar
þannig samdar, að varla var
í þeim nokkurt atriði rétt.
Nafn stúlkunnar var skakkt,
heimilisfang sömuleiðis, og
Vísir sagði að tveggja tonna
ibíll hefði ekið yfir mitti
stúlkunnar, og hefðu þó bláða-
mennirnir !átt affi geta sagt
sér það sjálfir hvað af því
hefði hlotizt. Mér finnst þetta
mjög ámælisvert; bæði tillits-
leýsið við aðstandendur og
eins hitt að gæta ekki þeirr-
ar lágmarksskyldu að afla sér
réttrar vitneskju áður en
hlaupið er í blöðin. En ef til
vill þurfa þeir sem vinna við
Morgunblaðið og Vísi að búa
til rangar fréttir til þess að
geta fyllt blöðin. — Kunn-
ugur“.
★
#JSTT}LKA“ skrifar: „Uhi síð-
Fréttir um slys. — Skíði í strætisvögnum
Pöntunardeild Kron — Eingöngu ílugvélabenzín
ustu helgi fór ég á skíði.
Þegar ég kom í bæinn 'þurfti
ég að komast heim með skíð-
in, en ég bý í úthverfi. Stræt-
isvagninn minn var rétt ný-
farinn og ætlaði ég þá áð
taka hraðferð sem skemmra
fór. Þar var mér neitað um
inngöngu með skíðin. Ég beið
þá eftir vagninum mínum í
20 mínútur, en þegar hann
kom fékk ég sömu svör, ég
fengi ekki að hafa skíðin með,
það væru fyrirmæli frá æðri
stöðum. Ég neyddist þá til
að taka bíl heim, og kostaði
hann 20 kr., en það er mikiffi
fé ofan á kostnaðinn við
skíðaferðina. Mér finnst það
vera skylda strætisvagnanna
að láta almenningi þá þjón-
ustu í té að flytja skíði um
helgar; a.m.k. þegar vagnarn-
ir eru ekki fyllrí en þeir voru
í þfötta skipttffi. En ráðamenn
þessara farartækja virðast
ekki hugsa mikið um þjón-
ustu sína við bæjarbúa. —
Stúlka“.
★
ÞAKKLÁT húsmóðir" skrif-
ar: „Þess ber að geta sem vel
er gert, þótt bæði ég og fleiri
séum fundvísari á það, sem
aflaga fer. Ég vil koma hér
á framfæri þökkum til for-
rláðamanna Kron fyrir að
hafa komiffi á fót pöntunar-
deildinni, því að þa'ð er á-
reiðanlega þarft fyrirtæki. Þar
sem ég efast um, að fólk geri
sér yfirleitt grein fyrir, hvað
hægt er að spara mikla fjár-
muni með því að verzla þar
að staðaldri me'ð nauðsynjar
heimilanna, þá vil ég hér gera
grein fyrir fyrstu viðskiptum
mínum við pöntunardeildina.
Ég skal a’ð vísu fýrát gera
þá játningu, að ég hef ekki að
staðaldri verzlað vi’ð Kron,
heldur viffi ágætan kaupmann,
sem rekur myndarverzlun í
næsta nágrenni við mig. —
Nú ætla ég að skýra frá verði
þeirra vara, sem ég pantaði
í pöntunardeildinni og innan
sviga set ég svo verð vörunn-
ar í verzlun kaupmannsins,
sem ég hef venjulega haft
vi'ðskipti við. Pöntunin var-
sem hér segir:
Verðlæk'kun miðaffi við kaup-
mannsverðið, sem heimili
mitt hefur búiffi við undanfar-
in ár. Hversu mikið viðskipti
við pöntunardeildina koma til
með að spara mínu heimili t.
d. á ári lá ég erfitt með að
gera fullnægjandi grein fyrir
í svipinn, en ég veit, að það
nemur hundruðum króna og
er heimili mitt þó ekki stórt.
Ástæðan til þess, að ég sendí
Bæ jarpós tinum þessar línur
Pöntunarverð Kaupmannsverð
5 kg strásykur . 3/10 kr. 15.50 (3/40 kr. 17.00)
4 kg púðu”sykur .......... 3/00 kr. 12.00 (5/25 kr. 21.00)
6 kg haframjöl ........... 2/90 kr. 17.40 (3/30 kr. 19.80)
5 kg hveiti .............. 2/80 kr. 14.00 (3/15 kr. 15.75)
2 kg hrísgrjón ........... 6/25 kr. 12.50 (7/05 kr. 15.90)
6 p. þvottaduft .......... 3/80 kr. 22.80 (4/80 kr, 28.80)
6 kg rúsínur ............. 9/00 kr. 54.00 (11/35 kr. 68.10)
2 st. suðusúkkulaði ...... 11/20 kr. 22.40 (12/25 kr. 26.60)
Samtals kr. 170.60 212.85
Ekki er nú hægt að segja að
þetta sé stór pöntun, né komi
til með að endast heimilinu til
langframa, en samt hagnaöist
heimilið um kr. 42.25 á því affi
verzla við pöntunardeildina í
stað þess að kaupa Vöruna í
smásöluverzlun kaupmannsins
og er hér um að ræða hvorki
meira né minna en 20%
er sú, að ég vii vekja athygli
fólks á þeirri mik’.u kjarabót,
sem Kron gerir almenningi nú
kleift að fíera sér í nyt. Og
getur svo hver og einn reynt
að reikna út, liversu þessi
viðskipti koma til meffi að
spara honum. En það er ekki
svo lítil kjarabót að fá jafn-
Framhald á 3.‘ síðu.