Þjóðviljinn - 24.03.1953, Page 1

Þjóðviljinn - 24.03.1953, Page 1
Þriðjudagur 24. marz 1953 — 18. árgangur — 69. tölublað Þeir sem æíla að dvelja. í Skíðaskálanum um páskana skrifi sig á lista í skrifstof- unni fyrir n. k. laugardag. Skálastjórn. nnda Listamannalaun Jóhannesar úr Kötlum stárlœkkuS, Hall- dór Steíánsson og Gunnar Benediktsson sfrikaÖir úf í vetur útilokuðu „Lýðræðisílokkarnir'1 þrír full- trúa sósíalista úr úthlutunarnefnd, og nú er komið í ljós hver tilgangurinn var. Nýjustu úthlutuninni er nú lokið. Breytingarnar tala skýru máli: Jóhannes úr Kötlum er lækkaður um 6000 kr., úr .kr. 15.000 í kr. 9.000. Halldór Stefánsson sem í fyrra hafði kr. 5.400 í listamannalaun fær nú ekki neitt. Gunnar Benediktsson sem hafði kl. 3.600 í fyrra er einnig sviptur launum sínum. Á sama hátt er íarið með ýmsa fleiri, t.d. Gunnar M. Magnúss. og Sigurð Róbertsson svo að enn séu nefnd tvö nöfn. Aðrar breytingar eru í sam- ræmi við þetta. Snorri Hjartar- son sem sviptur var launum sín- um á síðasta ári er nú talinn í hópi þriðja flokks skálda! Ekkert hefur verið sinnt brýn- ustu lagfæringum á helztu hneykslum síðustu úthlutana, og enn má nefna að Þorsteinn Vialdimarsson hefur ekki fundið ináð fýrir augum þeirra þre- menninga sem auglýsa bók- tmenntasmekk sinn með úthlut- uninni. ‘Verður nánar vikið að Flgl gefst iipp Dr. í’iigl hefur gefizt upp við tilraunir sínar til stjórnarmynd- unar í Austurríki og hefur Kömer forseti nú falið Julius Raab, flokksbróður Figls og formanni kaþólska þjóðflokksins, að reyna stjórnarmyndun. Þjóð- flokkurinn beið ósigur í síðustu kosningum, en er þó enn stærsti flokkur þingsins. Hækkað brauð- verð í Júgóslavíu Tilkynnt var í Belgrad í gær, >að brauð mundi hækka í verði um eimn þriðja og var sú skýr- ing gefin á hækfcuninni, að Júgó- slavía hefði orðið^ að flytja inn mikið magn af komvöru til að bæta oppskerubrestinn í fyrra- haust. þessum .atriðum og öðrum síðar hér í blaðinu. ‘Skýrsla nefndarinnar fer hér á eftir í heild: Nefndin, sem annast úthlutun listamannastyrkja, hefur nú lokið störfum. 103 listamenn hlutu styrk, en upphæðin, sem úthlutað var, nam kr. 608 400.00. Alls bárust 160 umsóknir. — nefndinni áttu sæti: Þorsteinn Þorsteinss^n, sýslumaður, for- maður, Þorkell Jóhannesson, prófessor, ritarf og Helgi Sæ mundsson, blaðamaður. 15 000 krónur hlutu: Ásgrímur Jónsson, Davið Stefánsson frá Fagra- skógi. Guðmundur Gíslason Hagalín, Halldór Kiljan Laxness, Jakob Thorarensen, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson. 9 000 krónur hlutu: Ásmundur Sveinsson, Elínborg Lárusdóttir, Finnur Jónsson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Scheving, Jóhannes úr KÖtlum, Jón Bjömsson, Frambald á 3. síðu. Málarasveinar mótmæla stofnun innlends hers Samemingarmenn sjáifkjömir í sðjérn féiagsins Málaras\ emafélag Reykjavíkur hélt aðalfur.d sinn s.I. sunnu- dag. Fundurinn samþykkti einróma mótmæli gegn þeirri hug- mynd afturhaldsins, sem sett var fram í áramótagreinum ráð- herranna Hevmanns Jónassonar og Bjarna Benediktssonar, að komið verði á stoín innlenduum her. Sameiningarmenn urðu sjálf- kjörnir í stjórn. félagsins. Stjórnina skipa: Kristján Guð- laugsson, formaður, Haukur Sigurjónsson, varaformaður, Lárus Bjamfreðsson, ritari, Guðbjörn Ingvarsson, gjaldkeri, Jón Ingólfsson, vararitari. a Eftir árásina á sendiráð Sovétríkjanna í Telaviv, sem leiddi til þesv að Sovétríkin slitu stjórnmálasambandi við Israel, var far- in mótmaáaganga um götur borgarinnar, þar sem borin voru spjöld með mótmælum gegn fjandskap Israelsstjórnar í garð alþýðuríkjanna. Menntamálaráðherra tók rögg á sig í vetur og auglýsti til umsóknar skólameistara- starfið við menntaskólann á Laugarvatni. Frétzt hefur að meðal um- sækjenda sé Jóhann Hannes- son kristnibofii. Sé svo virðist sr. Jóhann ætla að táka sér frí frá kristniboðinu og að talin séu meiri not fyrir hann innanlands en í Asíu. 1 Hákon Noregskonungur kom til Stokkhólms í gær í opinbera heimsókn og er það í fyrsta skipti eftir stríð að hann fer til Svíþjóðar í opinbera heimsókn, en hann var samt viðstaddur útför Gústafs komungs 1950. Þmgkosningar eða þjóðar- atkvæði í Frakklandi? Bidault cg Schuman telja báðii vonlaust að þjöðþingið fuligildi saitminginn um „Evíópuher" Bidaulc, utanríkisráðherra Frakklands og Schuman fyrrv. utanríkisráðherra hafa báðir nýlega látið orð falla á þá leið, að fáist franska þingið ekki til að iullgilda samninginn um þátttöku Frakka í ,.varnarbandalagi Ev- róp“ verðí að skjóta málinu undir dóm þjóðarinnar. Battle rœÖst á Svia Bandaríski þingmaðurinn Battle réðst í gær í þinginu í Washington á Svía og Sviss- lendinga, sem hann sagði að flyttu út hemaðarmikilvægar vör ur til Sovétrikjanna og banda- lagsrikj.a þeirra og krafðist, að þegar í stað yrðu gerðar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir slík viðskipti. Battle er höfundur laganna, sem , við hann eru kemnd og heimila að þau lönd sem ekki hlíta banni Bandaríkjanna við útflutningi ákveðinna vara til Sovétríkjanna, verði svipt allri efnahagsaðstoð og beitt öðrum refsiráðstöfunum. Bidault sagði á fundi utanrík- ismálanefndar þjóðþingsins í síð- ustu viku, oð samniingurinn og' fullgilding hans væri „þjóðlegt vandamál, sem þjóðin sjálf yrði að finna lausn á“. í grein sem Schuman ritaði í síðustu viku í Parísarblaðið Samedi Soir sagði hann að „það kæmi til kasta hinnar fullvalda Þjóð- ar, að jafna á- greininginn“. Hann bættji við, að laðeins kjósendur gætu myndað nýjan meirihluta á þingi til að framkvæma nýja utanríkiisstefnu. Fréttaritari New York Times í París segir að almennt sé talið mjög vafasamt, að meirihluti þjóðþingsins fáist til >að fullgilda samninginn og beri ummæli Bidaults og Schumans vitni um, að þeir telji það báðir vafasamt. Mayer forsætisráðherra og Bidault. Bidault fara til Washington til viðræðna við Bandaríkjastjórn seinni part vikunnar og verður „Evrópuherinn" þar eflaust efst mála á dagskrá. Annað mál sem þar verður rætt verður aðstoð Bandaríkjanna handa franska hernum í Indókína, og segir fréttaritari NYT að mikill á- greiningur sé um það mál innan frönsku stjórnarinmar. Hann segir, að Bida-ult sé al- gerlega andvígur þeim fyrirætl- unum Mayers, að Frakkar semji um það við Bandafíkin, að þau veiti þeim um 900 millj. dollara aðstoð til stríðsrekstursins í Indókína á næsta árá, en það mundi þýða að Bandaríkin bæru um 65% af kostnaðinum af styrj- öldinni gegn þjóðfrelsishreyfingu Vietnams. Bidault er sagður halda því fram, að ef Bandarík- in tækju á sig meignið af byrð- unum í Indókína mundi það hafa í för með sér rýmandi álit og xninnkandi áhrif Frakka. Sama skoðun hefur verið látin i ljós í Le Figaro. C^ark vonlitill um sigur Mark Clark yfirforingi Banda- ríkjahers í Kóreu, sagði i gær, að ekki væri hægt að sjá fyrir endann á stríðinu þar. Hann kom til Hongkong í gær frá Indokíma, þai- sem hann hef- ur kynnt sér styrjaldarrekstur Frakka. Hann sagði að Frakkar áettu við sama óvin að etja í Indókína og Bandaríkjamemn í Kóreu. Aðstaða þeirra væri þó ólík, því að Frakkar væru í rauninni umkringdir af óvina- herjum, en í Kóreu hefðu skæru- liðar að baki víglínunnar verið upprættir. Fulltrúaráðs- ítmdur arniaS Fulltrúaráð Sósíalistafé- lags Reykjav-íkur heldur fund annað kvöld á Þórs- götu 1. Nánar tilkynnt á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.