Þjóðviljinn - 16.04.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. apríl 1953 þióoyiuiNN Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magníis Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Toríl Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustfg. 10. — Sími 7500 <3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðyiljane h.f. _______________________I__I-----------------------■>' Sjálfstæðisflokksviðskipti Eins og kunnugt er má heita að Thorsararnir séu hættir að' standa áð framleiðslustörfum; þau eru allt of iáhættusöm. í staöinn liafa þeir hreiörað um sig 1 flestum þeim stofnunum þjóðarinnar sem mestum úr- rlitum ráöa í efnahagsmálum; í bönkum, afurðasölu, utanríkisþjónustu o. s. frv. Á þann hátt hafa þeir gerzt kjarni þeirrar einokunarklíku sem nú stjómar íslenzka þjóöarbúinu. Eitt þeirra fyrirtækja sem Thorsararnir hafa lagt undir sig er „óskabam þjóöarinnar", Eimskipafélag Is- lands. Völdin þar eru þeim mun kærkomnari sem þetta .‘•tórfellda auösöfnunai'fyrirtæki er skattfrjálst og getur bvi ieyft sér umsvif sem annars em öröug á íslandi. Hafa Thorsaramir haft af því mikiö gagn aó drottna yfii jjessu fyrirtælci bæöi til aö tryggja auð sinn og völd. Og nú nýlega uppgötva Thorsaramir að rétt værí aö þeir kræktu persónulega í eitthvað af þeim fjármunum sem hið skattfrjálsa Eimskipafélag hefur komizt yfir. Fra því aö þeir stunduðu útgerö áttu þeir viö Skúlagötu verulegar lóöir og nokkrar lélegar byggingar, en fyrii þessar eignir höfðu þeir ekki lengur nein not eftir aö togarinn var aöeins orðinn einn og slælega rekinn. Og nú var sett á laggirnar eftirminnilegt sjónarspil. Thorsararnir í Kveldúlfi og Thorsararnir í Eimskipa- félaginu fóru að semja um þaö aö þeir fyrrnefndu létu af höndum lóöirnar og húskofana en þeh síðarnefndu létu í staðinn á annan Imilljónatug króna af hinum skatt- frjálsu tekjum sem þjóðin færir óskabarni sínu. Sam- kvæmt frásögn málsaöila gengu samningar erfiðlega því Thorsararnir í Eimskip reyndu aö hlunnfara Thorsarana í Kveldúlfi. og einn þeirra lýsti yfir því áð' þetta heföi tekizt, eignirnar heföu farið fyrir milljónum króna of lágt verö. Enda munu þær 12 milljónir seni greiddar voru aðeins nema tæplega tvítugföldu fasteignamati; lóðirn- ar kostuöu aðeins um 1400 kr. fermetrinn. Vonandi fer það þó svo að Thorísararnir í Kveldúlfi erfa þetta ekki við Thorsarana í Eimskip; þeir hafa þó alltaf katmizt yfir 12 milljónir króna og losnað vð eignir sem þeir höfðu engin not fyrir eins og nú standa sakir. En þaö eru fleii'i sérstæð viöskipti sem gerast nú um stundir. Eins og rakið var í blaöinu í gær hafa farið fram kyn- legir samningar milli Sjálfstæðisflokksins og S.Í.F., en það er sem kunnugt er einn illræmdasti einokunaxhring- urinn sem Thorsararnir ráöa yfir. Sjálfstæöisflokkinn skorti fé í stórhýsi það sem MorgunblaðiÖ er að byggja með marsjallaðstoö. Þá var leitaö til S.Í.F., sem eins og icunnugt er hefur fé sitt frá sjómönnum og útvegs- mönnum um land allt og þar vai' engin fyrirstaöa. Aðeins þótti þaö ekki nægilegt að S.Í.F. legöi féö fram umbúðalaust; nokkrir vildaraienn flokksins þurftu um leið aö fá tækifæri til að mata krókinn. Aöferöinni var lýst nákvæmlega hér í blaöinu í gær. Stjórnendur Vai’öarfélagsins fengu í sínar hendur Niður- suöuverksmiðju S.Í.F. Morgunblaðshöllin fékk svo pen- ingana sem greiddir voru fyrir niðursuöuverksmiöjuna. Og sem aukagetu fékk tengdasonur Richards Thors tekjumikla stöðu viö verksmiöjuna. Vart þarf að draga í efa áö rakiö verður 1 Morgun- blaðinu í dag áö stjórnendur Varðarfélagsins hafi verið beittir nauöungarsamningum þegar þeir tóku við verk- smiðjunni og aö það hafi veriö mikil fórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að taka við peningum í höllina, á sama hátt og Kveldúlfsthorsararnir kvarta sáran undan Eim- skipsthorsurunum; en það er ögn hætt viö að almenn- ingur líti nokkuð öðnim augum á þessi viöskipti, som varpa skýru ljósi á megintilgang auömannafyrirtækis þess sem Sjálfstæðisflokkur nefnist og siðferði forsprakka hans. Er Bandarikjastjórn klofin um stefnuna á ntálum Asíu? TilrœSi Dulles vi8 vopnahlé vekur grun um oð hann og Eisenhower séu ósammála egar viðræ'ðum um skipti á sjúkum og særðum föngum í Kóreu var farsæl- lega og árekstralaust lokið og samningur haiði verið gerður, komst fréttaritari brezku fréttastofunnar Reuters i To- kj’o svo að orði, að starfs- menn í aðalstöðvum banda- rísku yfirherstjórnarinnar í Kóreu, sem hefur aðsetur þar í borg, teldu nú götuna greiða til samkomuíags um almenn fangaskipti og þar með vopna- hlés eftir nærri þriggja ára látlausa stiujöld. En svo kyn- lega bregður við, að norðan- menn hafa ekki enn fengið neitt svar út úr Mark Clark yfirhershöfðingja um endur- upptöku vopnahlésviðræðn- anna, sem hann sleit í októ- ber í fyrra, hvað þá heldur að hann hafi tekið afstöðu til hinna miklu tilslakana í fangaskiptadeilunni, sem Sjú Enlæ foi’sætisráðherra Kína bar fram fyrir hönd norðan- manna fyrir rúmum hálfum mlinuði. Sjú sagði þá að þar sem ekkert stæði í vegi fyr- ir vopnahléi nema lausn fangaskiptadeilunnar hefðu norðanmenn ákvéðið að verða við þeirri kröfu Bandaríkja- manna, að föíigum, sem hald- ið er fram að neiti að hverfa heim til sín, skuli ekki skil- að þegar vopnahlé verður gert. ^Tæri svo, eins og banda- ríska herstjómin hefur vUjað vera láta, að henni gangi ekki annað til en mann- úðarsjónarmið það að tryggja að engjnn fangi verði sendur heim gegn vilja sínum, hefði hún auðvitað tekið fegins hendi tilslökun norðanmanna og fallizt á tillögu þeirra um að fangar, sem sagt er að neiti að hverfa heim til sín, yrðu fengnir til vörzlu hlut- lausu ríki og er vitað með sæmilegri vissu að þar er átt við Indland. En skæðar tung- ur sögðu það fyrir löngu að afstaða bandarísku herstjóm- arinnar í fangaskiptamálinu væri þannig til komin, að hún teldi það fullkomlega öruggt að norðanmenn féllu aldrei frá kröfu sinni um heimsend- ingu allra stríðsfanga. Hinar daufu undirtektir undir sátta- tillögur Sjú Enlæ, sem fagn- að var um allan heim i þeirri vissu að þær boðúðu skjótan endi vopnaviðskiptanna í Kór- eu, gefa ótvírætt til kynna, að þeir sem gerðu stjórnend- um Bandaríkjanna þessar get- sakir hafi haft mikið til síns má!s. rJ,il þess sama benda skrif , fréttaritara bandarískra blaðia i Washington, sem skýra éínróma frá því að ríkisstjóm- in hafi vaknað upp við vond- áh draum þegar sáttaboð norðanmanna barst og gert sér þá ■ fyrst ljóst að ekk- ert hafi verið gert til að at- huga hver yrðu áhrif vopna- hlés í Kóreu á atvinnulíf Bandaríkjasina og á heimsmál- in yfirleitt. Svo er að sjá sem skjót endalok Kóreu- ÍErlemd tíðindi stríðsins hafi verið talin ó- hugsandi á æðstu stöðum i höfuðborg Bandaríkjaeina. — Drátturinn á svari við til- lögum norðanmánna sýnir að minnsta kosti áð friðarvilji Bandaríkjastjórnar lætur tölu- vert meira á sér bera í orði en verki. ggvað skal til dæmis halda um það framferði, að stórauka loftárásir á Norður- Kóreu jafnskjótt og norðan- menn bera fram sáttaboð sitt. Yfirmenn fhighersins hafa margsinnis skýrt frá því að öll hernaðarskotmörlc hafi verið jöfnuð við jörðu. Þar að auki hefur að sögn Kóreu- nefndariimar, sem dr. Milton Eisenhower, bróðir forseta Bandaríkjanna, hefur stofnað til að stjórna fjársöfnun til hjáljiarstarfsemi í Kóreu, ein milijón óbreyttra borgara í Suður-Kóreu einni saman lát- ið lífið eða særzt í loftárás- um Bandaríkjamanna og 100 þúsund börn eru munaðariaus en alls hafa níu milljónir manna misst heimili sín. Hin- ar djöi’fu hetjur liáloftanna hafa samt ekki enn fengið sig fullsaddar á því að varpa tundursprengjum og benzín- hláupi jTir vamarlaust fólk. Máske er líka verið að reyna að endurtaka afrekið frá þvi í fvrravor, þegar árásir á ráforkuver við Jalufljót gerðu að engu eina tilraun Indverja til að rniðlá málum í Kóreu að sögn Krishna Menons, að- alfullti’úa Indlands hjá SÞ. Jgn hvað sem þessu líður taka atburðir síðustu viku í Washington af allan vafa um það, að innan Bandaríkja- stjórnar er að finna menn, sem eru staðráðnir í því áð láta einskis ófreistað til að koma í veg fyrir að friður takist í Kóreu. James Van Fleet hershöfðingi, sem lét af stjórn landhers Bandaríkj- anna í Kóreu í vetur, túlk- aði skoðanir þessa hóps manna opinberlega strax og kunnugt varð um sáttaboð norðanmasina. Hershöfðinginn krafðist þess að því yrði hafnað skilyrðislaust, í Kóreu mættu ekki önnur leikslok koma til mála en alger banda- rískur sigur á vígvöllunum. Hættulegri en slíkir grímu- lausir hemaðarsinnar eru þó þeir huldumenn, sem miðviku- daginn í siðustu viku lcomu á framfæri við fréttaritara allra helztu blaða og fréttastofa í Washington upplýsingum, sem þeir fullyrtu að væru lýsing á stefnu Bandaríkjastjórnar í málum Austur-Asíu. J^íðan hefur það verið stað- fest, að það var ekki ómerkari maður en John Fost- er Dulles utanríkisráðherra sem lét blaðamöiinunum í té þær upplýsingar, að ófrávíkj- anleg skilyrði Bandaríkja- stjórnar fyrir endanlegu sam- komulagi um deilumálin d Austur-Asíu væru að þéttbýl- asti og auðugasti hluti Norð- ur-Kóreu yrði lagður undir stjórn Syngman Rhee, sem síðan gerði hernaðarbandalag við Bandaríkin, og að eyjan Taivan yrði skilin frá Kína og gerð að verndargæzlusvæði Bandaríkjanna. Samdægurs og þessar fregnir birtust á forsíðum blaða um öll Banda- ríkin lét Eisenhower forseti blaðafulltrúa sinn lýsa yfir að það væri tilhæfulaust að ríkisstjórnm hefði tekið nokkrar ákvarðanir í þessa átt. Síðan hafa bandarísk blöð verið full af bollalegg- ingam um klofning í stjóm 'Eisenhowers og ósamkomulag forsetans og utanríkisráð- herranna. WMvernig svo sem því er H varið liggur tilgangur Dulles með því að láta birta fregnir sem þessar í augum uppi. Þær eru hugvitsamlega lagaðar til að torve’da sem mest má verða samninga um vopnahlé í Kóreu. — James Reston sagði í New York Times á föstudagion. „Við- ræðumar um fangaskipti í Kóreu, sem vera má að verði til þess að samningar um vopnahlé verði hafnar á ný, eru á viðkvæmu stigi. Embætt- ismenn sem setja það öllu of- ar að vopnahlé takist vom því undrandi, svo ekki sé meira sagt, er þeir sáu birt- ast í blöðunum mergð auð- sjáanlega innblásinna •skejáa þar sem rætt var um hin mjög umdéildu ákvæði pólit- ískrar lausnar Kóreudeilunn- Framhald £ 11. siSu,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.