Þjóðviljinn - 05.05.1953, Qupperneq 10
50) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. maí 1953
ífalskur göngubúningur
Hér er yndislegur göngubún-
ingur sem fyllir mann vorhug
og ungu stúlkurnar fer að
drejuna um nýja dragt. En
favort sem maður hefur efni á
uýrri flík eða ekki, þá kostar
það ekkert að virða myndina
fyrir sér og þessi ítalska fyr-
irmynd er vel þess virði. Jakk-
inn er laus og víður og teklnn
saman i mittið með belti. Rétt
Ferskjulit lök og bláir
koddar
B'atidarískur litasmekkur virð-
ist samasvara almennum hug-
myndum um bandaríska lifnað-
arháttu. Nýjasta uppskrift ;á
tízkulitum á heimilum banda-
r.íkjaborgara er svohljóðandi:
Gólfið á annaðhvort að vera
falátt eða gulbrúnt. Veggirnir
ihelzt frlabeinslitir ‘eða ljcts-
toleikir, bólstruð húsgöga vín-
rauð, garðhúsgögn skærrauð,
græn eða blá, eldhúsáhöld rauð
og baðherbergið á að vera hvít-
málað. Og svo kemur svefn-
iherbergið: Lökin á rúmunum
eiga að vera ferskjulituð eða
bláleit, koddar eiga undir öll-
um kringumstæðum að vera
bláir eins og dýnan og hand-
klæðin.
Býsna frumlegt
Kjólar úr dýrum skinnum
eru ekki lengur nein rarítet.
Þeir eru sýndir innanum sam-
kvæmiskjóla og þeir kosta
skildinginn. Hentugri eru jakka-
fötin sem gerð hafa verið úr
selskinni. Þáð er hálfsíður laus
jakki, og hælasíðar, þröngar
fauxur. Þetta er ekki ósnoturt
iþótt það sé frumlegt, og það
Ihlýtur að vera þægilegur bún-
ingur. Ef einhver þarf að hjúpa
sig skinnum frá hvirfli til ilja,
þá er það viðkunnanlegra utan-
húss en í samkvæmissö'lum. Hið
eíðarnefnda hlýtur ávallt að
yerða auðkýfingaduttlungar og
ekkert annað.
fyrir neðan beltið eru tveir
stórir vasar og vasalokin eru
stór og hneppt niður. Jakkinn
er með nýja axlarsniðinu, sem
getur verið mjög fallegt. Axl-
irnar eru skástoppaðar og
ermasaumurinn er alveg niðri
á handlegg. — Ermasaumurinn
er tvístunginn og sömuleiðis
hom og uppslög.
Getur varla orðið
styttra
Stutta hárið er að vísu að
koma aftur, en þegar um hár-
greiðslu er að ræða er ástæðu-
laust að fara eftir tízkuduttl-
ungum, aðalatri’ðið er að liár-
greiðslan fari manni vel. Þessi
mynd er handa þeim sem að-
hyllast stutta hárið. Þessi hár-
greiðsla er látlaus og snotur.
Hárið liggur slétt að höfðinu
og þessi hárgreiðsla er ágæt
handa konum sem hafá slétt
og dálítið strítt hár, sem tek-
ur illa við krullum. Það er
dálítil bylgja í hálftoppnum og
hún kemur aðallega við klipp-
inguna. Þær sem nota þessa
hárgreiðslu þurfa ekki að eyða
fé í permanent og lagn'ngu.
Raímagnstakmörkun
Kl. 10.45-12.30
Þrlðjudagur 5. maí.
Hafnarfj. og nágrennl, -Reykjanes,
14-
A. J. CRONIN :
Á anMarlegrl sÉriiiid
... ... - ■ -...................</
Hann þagnaði á svo áhrifamikinn hátt að VII.
Harvey neyddist til að líta á hann. Og hann
mætti þessu ómótstæðilega brosi. Hann hik-
aði. Eitthvað í framkomu gamla ævintýra-
mannsins, einhver óskiljanlegur þokki sló hann
út af laginu og reiðiorðin dóu á vörum hans.
Andartak horfðust þeir í augu. ,,Svo stóð Cor-
coran á fætur. „Bless í bili,“ sagði hann hressi-
lega. „Og gleymdu ekki því sem ég sagði um
karlinn. Það er ekki annað en hóa í hann og
hann er alltaf til taks.“
• Hanci slangraði af stað, keyrði hattinn niður
á höfuðið, hneigði sig að lokum og skáskaut
sér út um dymar. Svipur hans gaf til kynna að
hann hefði nýlega innt af hendi skyldu við
sjálfan sig og náunga sinn. Hann raulaði lágt
meðan hann gekk eftir þilfarinu og svipaðist
um eftir mömmu Hemmingway. Honum vacinst
tími til að fá sér einn bjór og taka slag fyrir
kvöldmat.
Harvey þrýsti enninu að köldum höfðagafl-
inum.
Hvernig gat ég þolað þetta — hugsaði hann
— þessi mannlegu brjóstgæði — írann sem
reyndi að troða vináttu upp á hamn. Þetta var
brjálæðislegt ailt saman. Hann bylti sér eirð-
arlaus í þröngu rúminu og þráði svefn.
Hann var einn í röskan hálfa klukkustund.
Svo kom Trout inn í klefann með skínaeidi
látúnskönnu með heitu vatni í annarri hendi
og hræðslusvip á andlitinu. Hann lagði könn-
una frá sér á giMfið og sagði:
„Á ég að búa um yður?“
Harvey opnaði ekki augun; án þess að hreyfa
höfuðið tautaði hann:
„Nei.“
,,Á ég að færa yður kvöldverð?“
„Nei.“
„Get ég gert nokkuð fyrir yður?“
1 næsta klefa var farið að leika á grammófón
í tíunda skipti um daginn: „Kysstu mig aftur.“
Það fóru þjáningadrættir um andlit Harveys.
Lagið var þrungið væmni og viðkvæmni og
hann var yfirkominn af viðbjóði. Hann réð ekki
við sig lengur.
„Höfuðið á mér er að klofna. I guðs bænum
— reynið að þagga niður í þessum grammófón“.
Þögnin sem fylgdi á eftir var jafnhræðslu-
blandin og svipurinn á andliti Trouts; svo var
eins og ósýnileg hönd hefði stöðvað plötuna og
söngurinn liætti snögglega. Það varð uggvæn-
legt steinhljóð, þangað til Trout sagði skjálf-
raddaður:
*,Skilveggirnir eru þunnir. Það heyrist hvert
orð sem þér segið ef þér hafið svona hátt.“
Svo fór Trout út, en að fimm mínútum liðn-
um kom hann aftur og hélt á balcka á útréttri
hendinni. Rjúkandi súpudiskur stóð á bakkan-
um og hjá honum örlítið glerhylki með silfur-
loki og í því flatar, hvítar töflur.
„Viljið þér súpu?“ sagði Trout í bænarrómi
eitis og hann væri að biðjast fyrirgefningar á
einhverri hræðilegri yfirsjón. „Hún er svo nær-
andi þessi Sydney súpa. Skipstjórinn vildi endi-
lega að ég færði yður hana. Og frú Fielding
bað mig að spyrja, hvort þér vilduð aspirín,
fyrst þér væruð með höfuðverk."
Harvey beit á vörina. Hann langaði samtím-
ig til að öskra, bölva, gráta.
„Skiljið það þá eftir,“ sagði hann lágri röddu.
„Skiljið það eftir hjá rúminu.“
Svo lagðist hann útaf aftur, lokaði augun-
um, heyrði marr og andvörp skipsins sem þok-
aðist áfram gegnum myrkrið. Þokaðist áfram
og bar hann með sér gegn vilja gínum. Áfram
og áfram með þungum atwjvörpum. Rétt eins og
kynlegar, framandi raddir hvísluðu án afláts
í eru honum.
Þrir dagar voru liðnir, vindur var enn á suð-
vestan og Aureolu miðaði vel áfram. Morgun-
sólin brosti náðarsamlega miili rjdjulegra ský-
flóka og hlýjar regnskúrir höfðu lægt öldu-
ganginn. 7
Fótatak heyrðist ofanaf þilfarinu, en í saln-
um niðri sátu Róbert Granter og systir lians
fyrir framan ferðaorgelið .
„Þetta er dásamlegt lag, Robbi," sagði hún
íhugandi, lyfti fingrunum af nótunum og fór
að blaða í nótnaheftunum. „Og þú syngur
það alveg prýðilega.“
,,Já, þetta er ljómandi Iag.“ Hann hallaði
ucidir flatt og það var eins og fótatakið að ofan
héldi allri athygli hans. „Heldurðu ekki, að
okkur sé óhætt að hætta að æfa, Sue ? Það er '
sólskin." Hann brosti. „Kómum leyfist að fá
sér ferskt loít.“
Hún hætti að hreyfa finguma; með hægð
leit 'hún á hann hlýjum, brúnum augum.
„En við vorum rétt að byrja, Robbi. Við
sögðum klukkutíma. Og þetta er bezti tími
dagsins — friður og ró og við erum ein hér.“
„Ég veit það, Sue,“ sagði hann og hló lítið
eitt. ,,Eg hef vissulega ánægju af þessum æf-
ingum. Ef til vill eirðarlaus — þú kannast
við það — um leið og ég kem á skipsfjöl."
Hún horfði rannsakandi á hann; leit síðan
undan; lék fáeina milda samhljóma á hljóð-
færið.
,Eg er ékki sérlega hrifinn af fólkinu um
borð,“ sagði hún allt í einu og að því er virt-
ist að tilefnislausu. „Mér. geðjast ekki vel að
þessari frú Baynham.“
Haiui horfði á mjallhvítar skyrtulíningarnar,
sem stóðu hæfilega langt framundan jakkaerm-
inni og í voru glæsilegir gullhnappar.
„Nei, Sue,“ andmælti hann kynlegri röddu.
„Þér skjátlast. Já, ég er viss um að þér skjátl-
ast. Ég er viss um að hún hefur margt gott
að geyma.“
„Hún hæðist að okkur, Robbi. Hún hæðist
að öllu, jafnvel — að guði“.
Hann lagði stóra hvíta hönd á hatidlegg henn-
ar og sagði:
„Talaou ekki illa um hið góða. Eg held að
það sé ekki okkar að gagnrýna, Súsanna.“
„Þú hefur áhuga á henni,“ sagði hún fljót-
mælt. „Ég finn það á mér.“
Hann andmælti því ekki.
„Eg viðurkenni það fúslega, Súsanna, að ég
hef áhuga á henni. ,,En það er vegna þess að
hún hefur ódauðlega sál, sem liægt er að frelsa.
Ég hef þurft að eiga skipti við margar konur
um dagana. Hefurðu nokkurn tima haft ástæðu
til að vantreysta mér?“
Þetta var alveg satt. Hann hafði rekizt á
margar kcaur, sem urðu snortnar af andleg-
ufh ákafa hans — og lirifnar af honum sjálfum.
j
( Það cr skriítartími i skó’anum. Nonni kemur
( til kennslukonunnar og sýnir bókina sína hróð-
\ ugur. Hún lítui' í hana, bendir þvínæst á eitt
\ orð og segir siðan:
( Er þetta h eða k, væni minn?
\ Það sjáið þér af sambandinu, svaraði Nonni
) hinn hreyknasti.
) Organistinn ýar vel fær i sinni grein, enda vissi
) hann af þvi — auk þess var hann dálítið þorst-
) látur. Einn morgun vaknaði hann með timbur-
) menn og fleiri óþægindi eftir skemmtiiegt kvöld.
) Honum var svo þungt í skapi að það lá við
) hann óskaði sér dauðans, enda hvergi neitt að
f fá tii að stilía þorstan. Hann varð æ þunglynd-
f ari yfir kjöi um sinum, unz hann sagði snökt-
( andi:
( Mozart er dauður. ISeethoven er dauður. Chopin
( cr dauður. Wagner er dauðui". Sjáifur er ég fár-
( veikur og naer dauða en lifi, Jþyqýijjg fer þetta
\ með hljómlístina i heiminum? -