Þjóðviljinn - 29.05.1953, Blaðsíða 4
1) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. maí 1953
Þjóðareining gegn her í landi
skakaáglæ
Að
Ólafur Björnsson, prófes-
sor í blekkingum, er notað-
ur fyrir kosningar til þess
að skrifa í Morgunblaðið níð
um alþýðufólkið og um verk-
lýðssamtök landsmanna og
þá helzt um Reykvík-
inga. Ég veit ekki hver
spanar liann til þess að
fremja slíkt athæfi, en hitt
tel ég sennilegt að hann bíði
þess aidrei bætur að fam
út í slíkan foraðsleik, því
að svo sem alþýðan er vel
minnug þess, sem henni er
vel gert, svo man hún einn-
ig misgerðir yfirstéttanna
sem á henni dynja. 1 fyrra-
dag birtist eftir Ólaf heil-
síðugrein í Moggasium, en sú
grein er upphaf lopa, sem á
að sýna fram á nauðsyn
borgaralegrar ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins og Fram
sóknar, það er leppstjómar
Bandaríkjaaucvaidsins með
helstefnu hernaðarins.
íslenditigar hafa bitra
reynslu af slíkri borgara-
legri stjórn og er sú hörm-
ungin mesta áð fyrirgera
hlutleysinu, skerða sjálfstæði
landsins og ofurselja þjóð-
ina í hendur eins mesta her-
veldis vorra daga, eti jafn-
framt eitra þjóðlífið með
hatursáróðri.
Þar næst má nefna hina
sáru reynslu, sem landsmenn
hafa orðið fyrir á sviði at-
vinnumála og fjármála, þiar
sem iðnaði hefur hrakað og
liggur við hruni í ýmsum
greinum, arðbæ.r framleiðslu-.
tæki eru stöðvuð, íbúðabygg-
ingar þvínær stöðvaðar sök-
um llánsfjárkreppu, dýrtíð
aukin jafnt og þétt með
gengisfeliingu og tvennskon-
ar eða margskonar gjaldeyri
til innkaupa, vöruskiptajöfn-
uðurinn sífellt óhagstæðari,
og er nærtækast að benda á
tölui’ Hagstofunnar í þeim
efnum, sem Mogginn birtir
samhliða lopa Ólafs (28.
maí), en þar segir, að fjóra
fyr.stu mánuði ársins hafi
vöruskiptajöfnuðurinn verið
óhagstæður um 112,5 millj.’
kr., en á sama tíma í fyrra
um 94,8 millj. En helztu
„bjargráð“ eru setuliðs-
vinna, sem sogar vintiufæra
menn hvaðanæva af landinu
suSur á Keflavíkurflugvöll
til þess að byggja borg yfir
erlendan her og fylgilið
hans, og stefnir til þess að
hin borgaralega stjórn verði
búin að gera lýðveldisljóðin
frá 1944 að algerum öfug-
mælum á 10 ára afmæli lýð-
veldisins, en til landauðnar
horfir í blómlegum, græn-
um sveitum laeidsins.
Og enn má minnast þeirr-
ar gífurlegu niðurlægingár,
sem hin borgaralega stjórn
ber ábyrgð á, í sambandi
við spillingu hersins, sem
flæðir einkum yfir nágranna
hang og höfuðstaðarbúa, þar
sem æskulýðurinn er tældur
og ginntur út í kviksyndi ó-
menningar, lögbrot og yfir-
gangur hermanna er lát-
inn átölulaus, ólöglegur út-
varpsrekstur hermanna tal-
inn eðlilegur, vændishús í
þágu hersins rekin í ná-
grenni utanríkisráðherra, og
eftir lögbrotin og yfirgang-
iein allan liðlangan daginn
eru plötuspilarar á Keflavík-
urvelli látnir svívirða þjóðina
með því að leika: „Ó, guð
vors lands“.
Jafnframt því, sem Ölaf-
ur Bjömsson boðar nauðsyn
'þessarar helstefnu áfram,
kennir liann alþýðufólkinu
og verklýðssamtökunum um
allan ófarnaðinn og fer þar
ógöfugmannlega með mál. —
Nauðvörn þá, sem yfir 20
þúsund manns úr fjölmörg-
um stéttum hóf með vinnu-
stöðvun sl. vetur, sökum
hrakstefnu ríkisstjórnarinn-
ar, kallar Ölafur „pólitískt
verkfall“, þrátt fyrir það, að
hann ætti að vita áð allra
flokka menn stóðu að kröf-
unum. Hann segir, að verka-
meein hafi beitt „fantabrögð-
um gagnvart heimilum Reyk-
víkinga", en ætti að vita að
það voru verkfallsbrjótarnir,
samherjar Ólafs, sem komu
ódrengilega og sviksamlega
fram. Hann talar um port-
fólkið og „vægðárlausa
hörku gagnvart heimilum
Reykvíkinga", en veit senni.
Iega ekki hve hart alþýðu-
fólkið lagði sjálft að sér til
þess að halda rétti sínum
fram til menniíigar og við-
unandi lífsskilyrða. En þeir
sem hörkunni beita eru yf-
irmenn Ólafs, svo að sanna
miá, að Ólafur vinnur mark-
visst að því að beita „vægð-
arlausri hörku gagnvart
heimilum Reykvíkinga“.
Eftir allt þetta: áróðurinn
fyrir hernurn og skammirn-
ar um alþýðustéttirnar, bið-
ur hann með vesældarvæli
um atkvæði alþýðumanna til
þess að viðhalda borgara-
legri stjórn með helstefnu
hernámsins.
Honum muci fara eins og
niarmi, sem kastar út færi
til þess að veiðá á öngul
sinn, en straumurinn er
þungur og rekið á fleytunni
svo hratt að færið stendur
í boga út í sjó, fer á glæ,
kemur aldrei til botnsios og
fær því engan dráttinn. Þetta
kölluðum við fyrir vestan
„að skaka á glæ“ og gerðu
það engir nema, dormarar.
Ölafur Björnsson er tek-
inn , áð skaka á glæ“ í höf-
uðstaðnum. Hanm kemst
aldrei til botns með öngul
sinn, svo að veiðin fer mak-
lega eftir því. Enda er sá
maður næsta ábyrgðarlaus,
sem biður um stuðning til
þe&s að byggja yfir erlenda
hernámsþjóð í sínu eigin
landi. Hvað verður um þjóð-
erni íslendinga og (sjáljf-
stæði, ef nokkrir tugir þús-
unda Bandaríkjamanna setj-
ast hér að, fyrst á Suður-
nesjum og síðan á dreif um
landið? Hvað líður þá latig-
ur tími, þar til hin erlenda
hernámsþjóð verður orðin
jafnfjölmenn Islendingum í
landinu? Og hvað mun
þá taka við fyrir þeim, sem
áttu að erfa lamdið ?
Nei, Ólafur Björnsson mun
sanna, þirátt fyrir veiðiför
sína, að helstefna ríkis-
stjórnarinnar hefur vakið
þjóðina til alvarlegrar íhug-
unar um tilveru sína og
framtíð. Og alþýða manna
mun gefa Ólafi verðuga á-
minningu við kosningarnar
í sumar.
Og minnumst þess, heiðr-
uðu samherjar, að þar til
markinu er náð verður nú
og alla daga að vera okkar
fyrsta orð að morgni og hið
síðasta að kvöldi: Þjóðar-
eining gegn her á l'slandi.
Uppsögn hervemdarsamn-
ingsins. Endurheimt sjálf-
stæðis Islands. — Sameinuð
sigrum við. — G. M. M.
Halldór Pétursson*.
Það er likt með okkur menn-
ina og jurtirnar, að rætur okk-
ar standa fastar í. moldinni.
Við erum tengd því umhverfi
sem ól okkur, órjúfandi bönd-
um, jafnvel þó við vitum það
ekki, eða viljum ekki viður-
kenna það.
Flestum er þó í blóð borið að
unna þeim stöðum þar sem þeir
tóku fyrstu sporin, þar sem
bernskuvonirnar birtust og hitt-
ust og æskan gaf útþránni
vængi.
Þessi átthagaást'breytist með
vaxandi þroska í það sem við
köllum ættjarðarást, þessa
kennd sem Stefán G. lýsir á svo
snilldarlegan hátt:
Og ættjarðarböndum mig
grípur hver grund,
sem grær kringum íslendings
bein.
Þessi .tilfinning er fjöregg okk
ar og frelsisg.iafi, afl þeirra
verka sem við vinnum.
Það er ekki fyrr en ómennsk
öfl hafa náð tökum á mannssál-
inni, að þeim dettur í hug og
hrinda því í framkvæmd, að
stinga þessari tilfinningu svefn-
þorn og selja landið undan fót-
um sér.
Þessi verknaður hefur og það
með réttu á öllum öldum verið
talinn til viðurstyggilegustu
glæpa og er onn, þar sem sið-
gæði á einhvern rétt á sér.
Engin þjóð sem er ofurseld
erlendu valdi, getur neytt sinna
vaxtarskilyrða, það ættu ís-
lendingar að þekkja manna
bezt.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, hvemig hin fjölæra
afturhaldsfylking sveik frelsi og
sjálfstæði landsins í hendur er-
lendra kúgara, við skímu hins
nýja dags, eftir sjö alda áþján.
Fyrst með iKeflavíkursamn-
ingnum, næst Marshjallsamn-
ingnum, því stærsta fjárdráttar-
bragði, sem veröldin þekkir enn
þá, þar sem þióðin er neydd til
að taka við gjöfum, sem eiga
að vera stökkpallur til þess að
hægt sé að hremma landið og
hana sjálfa að launum.
Það má skjóta því að, að
Bandaríkin græða meira á fs-
lendingum sem vinna á Kefla-
víkurflugvelli á tveim árum en
nemur öllum þeirra svonefndu
gjöfum til okkar síðustu ár.
Kaupmunurinn er ekki annar
en sá, að íslendingurinn hefur
89 sent um tímann en Banda-
ríkjamaðurinn 2 dollara og 10
sent.
Þannig hefur íslenzka og ame
ríska valdinu tekizt að féfletta
okkur með gengisfellingunni.
Síðast er svo Atlantshafs-
bandalagið, sem á að reka enda-
hnútinn. á þetta, annað hvort
með því að þjóðin verði þurrk-
uð út' í kjarnorkustyrjöld, eða
látin í gegnum.fjá.rmálaauðvald
ið hverfa í bandaríska þjóðar-
hafið og skiptir minnstu hvort;
er.
Allir sem ekki hafa coca cola
í stað heila hljóta að skilja
það, að þetta um varnir lands-
ins er ekkert annað en ný út-
gáfa að aögunni um úlfinn og
lambið.
Okkar einasta vörn, ef um
vörn er að ræða, er ævarandi
hlutleysi.
Þetta mál er svo auðskilið, að
mér finnst skömm að því að
benda á það.
En ekki skal gráta Bjöm
bónda heldur safna liði.
Sú stund er runnin upp, sem
kallar alla heiðarlega íslend-
inga í órofafylkingu.
Og enginn veit hve sá tími
er stuttur sem við höfum til
umráða, þar til engu verður um
þokað.
Það ætti því ekki að þurfa
að eggja íslendinga í þetta
stríð.
Við háðum landvinningastyrj-
öld í sjö aldir, þá einu styrjöld,
sem á rétt á sér, að vinna sitt
eigið land.
Hvað um það fólk, sem féll
í þessari styrjöld, ef það nú
vissi eitthvað til okkar.
Eigum við með okkar miklu
möguleika, að láta það liggja
óbætt hjá garði, endurstefja
hina íslenzku harmsögu.
Jafnvel þeim, sem virðast
láta sér á sama standa um
land og þjóð, vildi ég segja
það.
Hvert verður hlutskipti ykk-
iar og þeirra, sem þið unnið,
undir ameríska hælnum?
Viljið þið veðsetja allan ykk-
ar arf fyrir því, að ske kynni
Framhald á 11. síðu.
Vaíasamt fordæmi Helgafells — Otiveitingastaðir
— Vesalingar (V. L.)
E.B.S. sendir Bæjarpóstinum
eftirfarandi línur: , .Tímaritið
Helgafell 'er farið að koma út
að tiýju, og er það fagnaðar-
efni. Þó líkar mér stórlega
iila það háttalag ritstjóranna
að birtg. fjöldann allan af
ritdómum — eftir marga höf-
unda — nafnlausa. Þetta
rhætti ef til vill réttlæta þann-
ig. að með þessu móti séu
ritrýnendur óbundnir af per-
söaulegri, pólitískri og ann-
ars konar annarlegri tillits-
semi, sern oftlega lýtir rit-
dóma um íslenzkar bækur og
aðra listagagnrýni hér á landi.
En þegar að er gáð, er þetta
engin réttlæting. Listdómari,
sem hefur ekki kjark og 'hrein-
lyndi til að segja sem hcnum
finnst, á að láta það ógert. Og
listamenn, sem þo’a ekki gagn-
rýni, geta leikið listir sínar
fyrir sjálfa sig.
Ég óttast, að með þessu nýja
lagi skapist hættulegt for-
dæmi, sem auðvelt væri að
misnota — og yröj misnotað
— til að þjóna allskonar lág-
kúruhætti, sem ekkert gagn
getur unnið íslenzkum listum,
en miki'ð ógagn. Ég veit, að
ritstjóra Helgafells langar
ekki tii, að umræður um list-
ir og menningarmál verði háð-
ar á sömu plönum og pólitíska
þirasið, þegar verst lætur. En
myndi ekki fljótlega að því
draga, ef listdómarar væru
leystir undan þeirri skyldu að
gangast opinberlega við skrif-
um sínum? — E.B.S.“.
★
E.M. skrifar: „Nú er góða
veðrið komið og mun áreiðan-
lega haldast, það megið þið
bóka. Og þegar ég segi góða
veðrið, þá á ég náttúrlega
fyrst og fremst við hlýjuna
og hægviðrið, því veður getur
verið fyrirtaksveður, þótt ekki
sjáist til sólar; um það hljót-
um við öll að vera sammála.
En þegar þetta eftirsóknar-
verða veður er komið, ásamt
öllu þvi ágæti, sem tilheyrir,
góðu skapi, fínum fötum, nýj-
um blæ á mönnum og um-
hverfi, þá getur ekki hjá því
farið, að við gerum kröfur
um ýmislegt, sem við hugsum
ekkert út í yfir veturinn, með-
an veðrið er óstöðugt og
slæmt. Til dæmis sakna ég
þiass, þegar ég geng hér eftir
götunum á góðviðrisdögum, að
hvergi nokkursstaðar í öllum
bæaum skuli vera úti-veitinga-
staður við fjölfarna götu eða
annarskonar skemmtilegan
stað. Víða, í bænum virðist
upplagt að koma fyrir þess-
konar (veitingactcúum. (Mé^
dettur í hug krikinn við Vest-
urgötu, hjá Rafal og Geysi.
Slikur veitingastaður þarf ein-
mitt að vera í skjóli og móti
sól. Ætlið ekki, að ég sé bú-
inn að gleyma Hressingar-
skálagarðimun. En hann er
innikróaður og býður í raun-
inni ekki upp á neitt annað en
skjólið fyrir golunni. Vill nú
ekki einhver koma upp vist-
legum, ódýrum og velstað-
settum glerskála við fjölfarna
götu, þar sem hafðar verði
veitingar, svo að meon þurfi
ekki að loka sig inni frá sól
og sumri, þótt þá langi til
að fá sér kaffisopa? — E.M.“.
*
IJR bæjarlífinu: Lítill drengur
hittir jafnöldru sína fyrir
framan einn af hinum glæsi-
Isgu bílum „varnarliðsins",
beadir á einkennisstafi hans,
VL, og segir drýldinn:
„Það er ég viss um, að þú
hefur ekki liugmynd um, hvað
þessir stafir þýða!“
„Jú, ég veit það nú“, anzar
telpan.
„Veiztu það? — Og hvað
þýða þeir?“
„Vesalinganiir", svarar sú
litla píreyg.