Þjóðviljinn - 29.05.1953, Side 11

Þjóðviljinn - 29.05.1953, Side 11
Föstudagur 29. maí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Semjonoff nýr stjórnarfulltrúi iSovétstjórnin tilkynnti í gær að ihún hefði skipað borgara- legan embættismann stjörnar- fulltrúa sinn í Austur-Þýzka- landi ea því embætti hefur Sjúikoff, yfirforingi hernáms- liðsins, gegnt hingað til. Hér eftir fer Sjúikoff einungis með íherstjórnina en Semjonoff, sem verið hefur stjórnmálaráðu nautur hans, verður stjórnar- fulltrúi. Hlutverk hans er að gæta Iþess að stjórn Þýzka lýð- veldisins haldi ákvæði Postdam samningsins, að gæta hags- muna SoVétríkjanna í' Þýzka- landi og ‘ að Bannást samband við stjórnarfulltrúa Vestur- veldanna. Frakkland Framhald af 12. síðu. kvaðst myeidi gefa honum fulln aðarsvar í dag. Mendés-France er talinn einn snjallasti hagfræðingur Frakk- lands. Hann hefur gagnrýnt harðlega á þingi stefnu margra undanfarandi stjórna í Frakk- landi. Hefur hann haldið því fram að Frakkland reisti sér hurðarás um öxl með stríðs- rekstrinum i Indó Kína og her- væðingunni i lEvrópu. Hefur hann hvatt til friðarumleitana i Indó Kína og tilraunar til að leysa Þýzkalandsmálin með Samkomulagi við Sovétríkin. Stjórnmálamenn í París telja litlar likur til að Mendés- France geti myndað stjórn. ítalskur náms- styrkur Italska ríkisstjórnin hefur á- kveðið að veita íslenzkum stúdent styrk til náms á ítaliu frá 1. nóvember 1953 til 30. júní 1954. Nemur styrkurinn 45 þúsund lírum á mánuði nefnt tíma-bil, auk 10 þúsund iira, sem greiðast í eitt skipti vegna ferðakostnaðar innan ítalíu. iGert er ráð fyrir að námsstyrk- urinn nægi til greiðslu fæðis og húsnæðis-. Þeir, sem kynnu að vilja koma til greina við veitingu styrksins, sendi menntamála- ráðuneytiou umsókn sína fyrir 1. júlí n.k. Skal þa.r tilgreina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og láta fylgja uppíýsing ar um náms- og starfsferil. Senda' skal afrít prófskirteina og meðmæli, ef til eru. Áskilið er að styrkþegi hafi nokkra kunnáttu í ítölsku. (Frétt frá menntamálaráðu- neytinu). hleður til Patreksfjarðar og Isafjarðar i dag og til hádegis á morgun. Vörumóttaka við skipshlið. Upplýsingar í síma 6021. Baldur Guðmundsson. Framhald af 4. síðu. að börnin ykkar kæmust að sem sóparar á Keflavíkurflug- velli. Það er ein hlið þessa máls, sem vefst fyrir mörgum mönnum í þessu landi kunn- ingsskaparins, og það er afstaða íslenzkra stjómarvalda til þessa máls. Þeir bókstaflega igeta ekki trúað því, að stjórnar- völdin séu að viinna það voða- verk, sem við viljum vera láta, þetta séu ekki svo vondir hnenn. Það er tómt mál að tala um vonda og góða menn, en eitt skal þessum mönnum bent á. Fjármálavaldið á ekkert föð- urland og hefur engar skyldur við neitt land né neina þjóð. Það vinnur sitt verk á bak við t-j-öddin, en setur litla kalla í stjórnarstólana, tEn vald í höndum trúða og taðskeglinga er það hættulega fyrirbrigði. iLitlir kallar eru grimmir og huglausir. Valdinu, þó sýndarvald sé, sleppa þeir ekki meðan nokkur von er að lafa. Minnimáttarkenndin og skrið mennskan setja þá í þá aðstöðu að þeir lá'ta í öllu að stjórn þeirra afla, sem að baki standa. Þessir menn eru sýnu verri en höfðingjar Sturlungaaldar, sem flestir gengu með þá hugs- un að svíkja Hákon gamla og ríkja sjálfir, en okkar menn eiga þá hugsun eina að svíkja þjóðina, en hylla svikarann, sem þeir eru verkfæri fyrir. En líkast til vild,u Sturlunga- aldarhöfðingjar nú, ef t þeir fengju nokkru um ráðið, skipta á nafni sínu í sögunni og fá- tæka bóndans, sem veginn var á enginu þar sem konan rak- aði ljána með barn á baki. Bóndinn var veginn fyrir þá einu sök að hann vildi ekki fara með'þeim til víga og of- beldisverka. Sagan mun minnast þeirra svikara sem nú ráða þessu landi, en það er okkur ekki nóg. Við verðum að taka fyrir kverkar þessa verknaðar, sem þeir eru að vinna. Og nú ætla þeir að kóróna verk sitt með því að koma sér upp einkaher úr óaldarliði sínu. Við könnumst við stikkorðið hjá þeim, sterkt ríkisvald. Suður-Koreu- stjórn Framhald af 1. síðu. hendur. Það væri alkunna að Indland væri eitt af fylgi- ríkjum kommúnista. Varaforseti Suður-Kóreu hðt einnig ræðu á þingi í gær eftir að liann liafði rætt við formann bandarísku vopnaliiésnefndarinn- ar. Sagði hann brezka ílilutun vera að fara með vopnahlésvið- ræðurnar til fjandans. Bretum væri sæmst að hypja sig ó brott frá Kóreu og halda sér siðan saman um það sem þeim kæmi ekki við. Syngman Rhee forseti lýsti yfir eftir ræðu varaforsetans, að lítilsvirðandi ummæli hans um Breta væru fram borin á eigín ábyrgð en ekki fyrir hönd stjórn- ar sinnar. Hinsvegar hafði for- setihn ekkert við orð utanríkis- ráðherrans að athuga. Það er valdið sem allir harð- stjórar hafá heimtað, vopnað ofbeldi. Tillögur Hermanns og Bjarna eru í fullu samræmi við þetta og hlutu að koma fram, þegar augu fólksins fóru að ljúkast upp fyrir vérknaði þeirra. Her þessi á auðvitað ekki að verja landið, heldur eins og her Aðal- ráðs konungs, að verja þá fyr- ir þegnunum. Þessir herrar eiga ekki sitt undir sól og regni, heldur hinu, .að þegnarnir brjóti ekki áform þeirra á bak aftur. ÍLandinu á að breyta í eitt víghreiður og við eigum að borga með því að leggja inn- rásarliðinu ódýrt vinnuafl og afnot ,af landi og konum. Hvað fá nmboðsmennirnir að launum, er spurt. Til þess- ara kvislinga falla ótal molar. Síðan á að virkja orkulindir landsins með erlendu fé, þar sem lepparnir fá einhverja hlutdeild í. Þeir eru strax komnir á reisu um landið að kaupa upp alla hugsanlega staði, sem mann- virki verða reist á. Það gefur áreiðanlega góðan pening. Þannig fá þeir greitt fyrir þátt- töku sína í svikamyllunni. Þrátt fýrir þetta eru þéssir menn aumkuiíarvérðastir allra. Maður sem hefur svikið sjálfan sig og lögmál lífsins, verður aldrei annað en rekald þó hann liggi við akkeri úr gulli. Lífið tekur engan í sátt utan að hann bæti fyrir brot sín. Fósturjörðin kallar, kallar á okkur öll og því kalli má eng- inn bregðast, því hvers virði er lífið, ef við höfum glatað kjöl- festu þess, frelsi, sjálfstæði og menningu. Þeir einu lifa, sem ekki selja þennan frumburðarrétt af hendi, hinir deyja hvort sem þeir hrikta lengur eða skemur á skömm sinni. Kjörorð okkar er að her- verndarsamningnum verði sagt upp nú þegar og engin herseta verði leyfð í þessu landi. Valdið er okkar og verkin verða að vera það uka. í þeim kosningum, sem nú standa fyr- ir dyrum, tökum við ráðin af valdhöfunum, hvar í flokki sem við stöndum, og látum þá setja ofan, slíkt er dýrmæt reynsla fyrir þá sem erfa sæt- in. Hernum sjálfum verðum við að gera skiljanlegt með ískaldrí fyrirlitningu að hann er sníkju- dýr á þjóðarlíkamanum, sem verður að víkja til sinna föð- urhúsa. Við verðum að hafa ráð únd- ir rifi hverju, sagnaranda á hverjum fingri. ‘Einliuga þjóð getur enginn í heiminum kúgað. Það er hægt að kúga, myrða og eyðileggja, en á lýsigulli lífsins vinnur engin sprengja. Það er okkar hlutverk að stýra freísisfleyi þjóðarinnar. heilu í höfn, sem nú er að reka upp í grjótið og ræningj- arnir bíða glottandi á strönd- inni. Vopn andans eru þau einu sem bíta á þennan lýð og þeim verðum við að bregða, ef birta á af degi. Auglýsendur athugið Auglýsingar, sem birtast eiga í sunnu- dagsblaði Þjóðviljans, þuría að vera komnar til skriístofu blaðsins fyrir kl. 6 á föstudagskvöld. Við * bjóðum yður ..Íiúi í BV IriÚJÍ' . • f'. < _ : Siisáhöld fyrir rafmagnsvélar: Pottar 12 lítra .... kr. 227,00 Pottar 8 lítra . ... kr. 175,00 Pottar 6 lítra .... kr. 153,20 Pottar 4 lítra .... kr. 116,00 Pottar 3 lítra .... kr. 103,00 Steikarpönnur 66,85 Steikarpönnur ,... kr. 63,90 Pönnukökupönnur .... .... kr. 40,50 Katlar . .. . kr. 129,00 Katlar . .. . kr. 105,00 Flautukatlar .... kr. 97,00 Hraðsuðupottar . .. . kr. 297,00 Heimilistæki: Hraðsuðukatlar 1 y2 1. ... ,. kr. 236,00 Hraösuðukatlar 3 1 .. kr. 298,00 Hraðsuðukatlar iy2 1 .. kr. 329,00 Hrærivélar .. kr. 1080,00 Ryksugur . . kr. 1055,00 Ryksugur .. kr. 1150,00 Rafmagnsofnar . . kr. 267,00 Bónvélar . . kr. 1075,00 Suðuplötur .. kr. 490,00 Straujárn .. kr. 229,25 Brauðristar Strauvélar fyrir B.T.H. . . kr. 445,00 þvottavélar . . kr. 1912,00 BásáhaSdadeiid Bankastrætli 2, sími 1248. Öllum þeim er við útför PALMA LOFTSSONAR af alhug. Fyrir hönd vandamanna Thyra Loftsson, Sigríður Pálmadóttir, Guðríður Pálmadóttir, Björg Pálmadóttir. forstjóra, sýndu minningu hans kærleik og virð- ingu og okkur samúð í sorg okkar, þökkum við

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.