Þjóðviljinn - 06.06.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. júní 1953
•4
lllÓiiyiUINN
Útgfcíapdl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Rítstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Frétíastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Bitstjórn, afgreið'sla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
1». — Símí 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljane h.f.
Ósigrar Bandaríkjahers
Nú komast margir þannig að orði að kosningar á Islandi
þyrftu að vera árlega og helzt oft á ári; þá myndu stjórnar-
völdin loks taka eitthvert tillit til vilja almennings og uppræta
hneyksli sín.
Fyrir nokli.ru skýrði 1‘jóðviljinn einn blaða frá ofbeldi banda-
rísku herJögreglunnar á Iíeflavíkurflugvelli gegn íslenzku lög-
regiunni og íslcnzkum verkamöönnum.
Næsta dag var yfirmaður herlögreglunnar settur frá störfum.
Undanfarið hefur Þjóðviljinn rakið leyfislausan yfirgang
bandaríska hersins á landi bænda á yatnsleysuströnd, Inernig
þeir hafa rænt laudi með gðstoð íslenzkra stjornarvalda og hafið
þar skotæfingar. S. 1. sunnuciag skýrði Þjóðviljinn einn blaða
frá hinum eiuörffu og sögulegu mótmælum bændanna.
Næsta dag dró herinn sig til baka af svæði því sem hann
hafðí rænt og hætti þar skotæfingum smum.
S. 1. miðvikudag skýrði Þjóffviljinn einn blaða frá því að enn
hefði kontið til sögulegra átaka milli bandarísku lierlögregl-
■unnar og íslenzkrar lögreglu, og hefðu Bandaríkjamennirnir hót-
að aff beita hlöðnum byssum sínum í þeim átökum.
Næsta dag gerast þau tíðindi að bandaríska. herlögr.eglan er
afvopnuð.
Þannig bíður bandariski ht-rinn einn stórósigurinn á fætur
öðrum — vegna þess að kosningar eru framundati og hernáms-
flðkkarnir og yfirboðarar þeirra þora ekki annað. En það er
mælt að Bandaríkjamennirnir fari ekkert dult með það að þeir
hyggi á grimmilegar hefndir að afloknum kosningum — ef þær
ganga að óskum.
Víst er gott að kosningar eru framundan, og ekki sakaði þótt
þær væru árlega eða. oft á ári. En þær eru aðeins á fjögurra ára
fresti samkvæmt stjórnarskvánni, og hemámsflokkarnir harma
það sízt. Hins vegar sjá kjósendur nú á eftirminnilegri hátt en
nokkru sinni fyrr hvert vald þeim er gefið 28. júní í sumar.
Verði það vald hagnýtt á rétian hátt á kjördag mun bandaríski
lierinn lialda áfram að bíða ósigur að afloknum kosningum.
Vísvitandi óbappamenn
Blað Bergs Sigurbjörnssonar, Frjáls þjóð, er nú að mestu
hætt að minnast á hemámið, að því undanskildu að það prentar
upp þær fregnir Þjóðviljans sem mesta athygli hafa vakið. 1
staðinn er hvert blað að mestu látið fjalla um Sósialistaflokk-
inn, og í gær birtist þar feitletruð forustugrein þar sem Bergur
ber sig mjög upp undan því að sósíalistar hafi ekki sýnt svo-
nefndum Þjóðvarnarflokki tiihlýðilega kurteisi.
Þessi kvörtun er mjög ómakleg. Þegar er Þjóðvarnarflokkur-
inn hafði verið stofnaður skrifaði miðstjórn Sósíalistaflokksins
honum bréf og lagði til að flokkarnir ræddust við um það hvern-
ig bezt yrði hagað kosningabaráttunni í sumar þannig að
stvrkui' andstæðinga hernámsins yrði sem mestur. Þjóðvarnar-
flokkurinn neitaði þverlega þessari tillögu og sannaði þannig á
augljósasta. llátt að tilgangur hans var ekki að sameina gegn
hemáminu, heldur að sundra í þágu hemámsflokkanna.
Framboðin hafa síðan sýnt .það sama. Þjóðvarnarflokkurinn
leitast við að bjóða fram hvarvetna þar sem andstæðingar her-
rámsing liafa möguleika á að vinna stóra sigra. Hann reynir
að köma í veg fyrir að Gunnar M. Magnúss, forustumaður and-
spyrnuhreyfingarinnar gegn her í landi, nái þingsæti í Reykja-
vík. Hann býður fram gegn Finnboga Rúti Valdimarssyni til
þess að gera aðstöðu Ölafs Thors og Guðmundar hernámsstjóra
sem bezta. Eq hann lætur sér ekki til hugar koma að bjóða
fram gegn þeim sem herfilegast liafa svikið málstað Islendinga,
eins og Hannibai Valdimarssyni.
Þessar staðreyndir eru augljós sönnun þess að Bergur Sig-
urbjörnsson og félagar hans eru vísvitandi óhappamenn, og
þeim hefur sannarlega verið sýnd mun meiri kurteisi én þeir
verð'skulda.
Hernaðarstefna og óstjórn
valda öngþveitl í Frakklcmdi
Stjómarkreppan í Frakklandi,
sú átjánda á þeim átta ár-
um, sem liðin eru frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari, hef-
ur nú staðið á þriðju viku og
iausn á henni eygir enginn.
Sósíaldemókratinn Moliet og
Deitheim, einn af foringjuna
flokks þess, sem kenndi sig við
de Gaulle hershöfðingja en
hann hefur nú afneitað, höfn-
uðu báðir beiðni Auriols forseta
um að þeir reyndu stjórnar-
myndun. íhaldsmaðurinn Reyn-
aud, sá sem var forsætisráð-
herra Frakklands ósigursvorið
1940, tók að sér að reyna stjórn-
armyndun en þingið hafnaði
honum er hann krafðist þess
að stjórnarskránni yrði breytt
áður en hann setti saman
ráðuneyti. í fyrrakvöld hafnaði
þingið svo fjórða forsætisráð-
herraefn.inu í þessari kreppu,
Mendés-Rrance úr róttæka
flokknum. Vantaði hann stuðn-
ing þrettán þingmanna til að
fá fylgj þess hreina meiri-
hluta þingheims, 314 þin.g-
manna, sem tilskilið er í
stjórnarskrá Frakklands. H.ef-
ur Auriol nú beðið Bidault,
foringja kaþólska . ílokk^ins
MRP að spreyta sig á því að
koma sam:an ráðuuej'ti.
Ríkisstjórn René Mayers beið
ósigur á þingi þegar hann
krafðist umboðs þess til að skera
niður útgjaldaheimildir á fjár-
lögum með tilskipunum án þess
að þurfa að bera þær undir
þingmenn. Sú atkvæðagreiðsla
var þó aðeins tilefni þingmanna
til að steypa stjórninni, orsak-
irnar til stjórnarkreppunnar
liggja dýpra. Mayer féll sama
daginn og kunnugt varð að á-
kveðið hefði verið að forsætis-
ráðherrar Frakklands og Bret-
lands og forseti Bandaríkjanna
I’aul Reynaud
ættu fund með sér til að ráða
ráðum sínum um alþjóðamál
og fyrst og fremst að reyna
að jafna þann ágreining milli
stjórna Vesturveldanna, sem
stöðugt hefur ágerzt síðustu
mánuði. Talið er í París að
það hafi ráðið mestu um fall
Mavers að þingmenn hafi .ekki
treyst honum til að koma fram
fyrir Frakkiands hönd á þess-
ari ráðstefnu.
l^nginn vafi leikur að minnsta
kosti á því, að utanríkís-
málin hefur borið hæst í þeim
viðræðum, sem farið hafa fram
um myndun riýrr.ar stjómar.
Skýrt hefur verið frá því að
viðræður Auriols forseta og
forsætisráðherraefnanna Ren-
auds og Mendés-France hafi að
mestu snúizt um afstöðu þá,
ÍEriend
tíðindi
sem Frökkum beri að taka á
Bermúdaráðstefnunni, sem nú
hefur verið frestað um hálfan
mánuð vegna stjórnarkreppunn-
ar í Frakklandi. Þegar Ren-
aud krafðist þess að stjórnar-
skránni yrði breytt þanni.g að
þingrof fylgdi af sjálfu sér ef
frönsk ríkisstjórn félli áður en
þrjú misseri væru liðin frá
valdatöku hennar, rökstuddi
h.ann þá kröfu með því að
hann léti það ekki um sig spyrj-
ast að fara til Bermúda að ræða
við. forystumenn Bretlands og
Bandaríkjárina við þær aðstæð-
ur að þeir hlytu stöðu.gt að
Vel’a að spyrja siálf.a s.ig, hvort
sá sem við þá talaði ú nafni
Frakklands yrði við völd.eftir
hálfan mánuð.
Nýjar leiðir í utanríkismálun-
um voru kjarni þeirrar
stefnu, sem Mendés-France boð-
aði franska þinginu að hann
myndi fylgja ef í hans hlut
félli að mynda stjórn. Viður-
kennt er að Mendés-Franc e er
einhver snjallasti hagfræðing-
ur frönsku borgaraflokkanna
og hann hefur árum saman
hamrað á því að utanríkis-
stefna sú, sem hver ríkisstjórn-
in af annarri hefur fylgt, sé
óraunhæf og immi ríða Frakk-
landi á slig ef ekk[ sé að ge.rt
í tíma. Hann hefur látlaust
hamrað á því að herkostnaður-
inn ,í styrjöldinni í Indó Kína
og kostnaðurinn af hervæðingu
Frakklands i Evrópu sé þyugri
byrði en svo að Frakkland
fái undir henni risið. En Mend-
és-France er ósammála því úr-
ræði undanfarandí ríkisstjórna
að Frakkland greiði hallánn af
óbærilegum herkostnaði með
dollarastyrkjum frá Banda-
ríkjunum. Hans ráð er það að
Frakkland sníði sér stakk eft-
ir vexti á hernaðarsviðinu, ger-
ist með því óháð bandarísku
gjafafé og taki upp sjálfstæð-
ari stefnu á alþjóðavettvangi
en rekin hefur verið um skeið.
í stað þess að standa þar í
mannfrekri og að því er virð-
ist endalausri styrjöld. Jafn-
fr.amt lýsti hann því yfir að ef
í hans hlut kæm .að sitja Ber-
múdafundinn myndi hann skýra
Eisenhower Bandaríkjaforseta
hreinskilnislega frá þeim ugg,
sem grípi flesta Fr.akka þegar
þeim verði hugsað til stofriun-
ar Vestur-Evrópuhers með
þýzkri þátttöku. Sá uggur er
svo ríkur, að þó'tt ár sé liðið
síðan samninganrlr um Vest-
ur-Evrópuher voru undirritað-
ir að frumkvæði franskrar rík-
isstjórnar, liggja þeir enn í.
salti hjá utanríkismálanefnd
franska þingsins og ekkert
bendir til að þeir verði teknir
til afgreiðslu í náinni framtíð.
Loks lýsti Mendés-France yfir
fullum stuðningi við tillögu
Winston Churchills um fundi
forystumamia Vesturveldanna,
og Sovétríkjanna sem allra
fyrst.
Stjórnarstefna þessi fékk fylgíL
301 þingmanns á franska.
þinginu. Sósíaldemókratar, rót-
tækir og hluti kaþólska flokks-
Georges Biðault
ins og mar.gir gauliistanna fyrr-
verandi .greiddu atkvæði með
því að veita Mendés-France-
umboð til stjórnarmyndunar.
Kommúnistar greiddu atkvæðii
á móti þar seni forsætisráð-
herraefnið hafði erngar ráðstaf-
anir boðað til að bæta óviðun-
andi kjör franskrar alþýðu og
lýst yfir hollustu við A-banda-
lagsstefnuna enda þótt hann
sýndi fram á þaö með glöggum
rökum að afleiðingar hennar
væru að koma Frakklandi á
kaldan klaka og héti því að
draga úr óheíllavænlegum á-
hrifum þeirra. Hjá sátu við at-
kvæðagreiðsluna íhaldsmenn,
hægri armur kaþólska flokks-
ins og sumir gaullistar. Þeir
bera mesta ábyrgð á því öng-
þveiti, sem Mendés-France
lýsti, hafa lengi stjórnað utan-
ríkismálunum og stríðsrekstr-^
inum í Indó Kína, og geðjaðist
allt annað 1 en vel að því að-
heyr.a lýst skaðvænlegum af-
leiðingum verka sinna. Bid-
ault, einn úr þessum hópi og
utanríkisráðherra í íráfarandi,
stjórn, reynir nú stjórnarmynd-
un.
ft er því haklið fr.am að
stöðugar stjórnarkreppur í
Frakklandi og eilíft öngþveiti
í frönskum fjármálum eigi rót
sína að rekja til þess hve
stjórnmálaflokkar í Frakklandi
séu margir. Þetta er hreinasta
firra eins og sjá má af saman- ■
burði við lönd eihs og Holland
og Danmörku, þar sem sam-
steypustjórnir margra flokka .
eða minnihlutastjómir ein-
st,akr,a flokka hafa setið ár.úm’*
saman. Frakkland er. frjósamt
Framháld á il. siðu.
M'
endés-France vill hefja frið-
arsamninga við sjálfstæðis-
hreyfingu iandsbúa í Indó-Kína