Þjóðviljinn - 06.06.1953, Page 11

Þjóðviljinn - 06.06.1953, Page 11
Laugardagur 6. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Glæpamenzi í New York-höin Framhald af 7. síðu. sinni köku jafn rækilega og rogast með gróðann bak og fyrir, auk tangarhaldsins á verkamönnunum, — hvernig getur þá komið til annarra eias stórverkfalla og áttu sér stað við upp- og útskipunar- vinnu í 25 daga samfleytt í okt—nóv. 1650? Því er til að svara, að þetta víðtæka liafnarverkfall var „villt“ verlcfall, rétt e;nS og öll verkföll hafa verið við New York-höfn í mannaminn- um. Því var ekki einungis beint gegn vinniiveitendum, heldur einnig gegn sambandi liafnarverkamanna sjáifra, sambaadi, er þeim þótti ekki verðugt til að kallast félag þeirra. I þeirra augum er það ekki annað en glæpamanna- klíka, sem þeir eru af il’um örlögum neyddir til að hlýða og auk þess að sjá fyrir fjár- hagslega. „Allt það, sem við höfum frá upphafi unnið á, höfum við unnið á með villt- um verkföllum," segir gam- all hafnarverkamaður, sem reynt hefur sitt af hvt-rju. „Við gerðum verkfall 1945 og fengum borguð fríin. Við gerðum verkfall 1947 og kom- um á stofn -styrktarsjóði. Við gerðum verkfall 1948 og Eeng- um eftirlaunaréttindi. En í öll skiptin stóð félag okkar með vinnuveitendunum, og alltaf gerðum við verkföll í óþökk félagsins. Gerum við ekki verkfall, komum við engu í kring. Að minnsta kosti er ekkert upp úr félag- inu að hafa!“ En úr því að fulltrúar verkamanna sjálfra eru blóð- sugur á þeim, því láta þeir slíkt viðgangast ? Hversvegna kjósa þeir ekki nýja fulltrúa og nýja stjórnendur á næsta aðalfuadi? Því losa þeir sig ekki við þessa afbrotamenn fyrir fullt og allt, sem seil- ast eftir smáum launum þeirra í eiginhagsmunaskyni eins og þeir frekast geta ? Slíkt er óhemju erfitt, því að glæpamennirnir, sem ráða yfir samtökum hafnarverkamann- anna, hafa árum saman full- komnað sérstakt ,,kerfi“ sér til tryggingar, og því verður ekki haggað í bráð. Það er — eins og Ameríkumenn mjmdu orða það — saumað saman í báða enda. í fyrsta lagi er ekki með öllu hættulaust fyrir einstakl- inginn að láta óánægju sína í ljós og gera tilraun til að hvetja félaga sína til dáða. Sé einhver, er sýnir minnsta vott um óánægju, verður hann af ráðnum hug látinn eiga sig af þeim, sem miðlar vinnunni dag hvern fimm mínútum fyrir átta. Og þá tjóar ekki lengur að hafa tannstöngla bak við eyrun. Og ekki tjóar heldur að leita til annaira, ráðningarmanna á bryggjuaum. Þeim hefir verið gert aðvart. Eins og áður hefur verið sagt, óttast sumir verkamann- ánna ýmist lögregluna eða inn- flytjendayfirvöldin. Einkum þeir hafa-sína ástæðu fyrir því að hafa sig hæga. Því að ella líða ekki margir dagar þangað til yfirvöldin liafa komizt á snoðir um það, hverjir þeir eru og hvar þeir séu. Ea sé nú um að ræða veru- lega athafnasaman og baráttu- fúsan mann, sem stendur fast á rétti sínum og annarra, er hægt að grípa til róttækari ráo- stafana. Skeð getur, að þánnig maður „lendi í steypunni“. Sem_ sagt, einn góðan veðurdag hverfur hann, og enginn heyr- ir neitt frá honum meir. Eng- inn vei.t með vissu, hvað um hann hefur orðið, og frá þeirri stundu finnst hvorki tangur af honum né tötur. Niðri við höfnina vita menn þó, hvað komið hefur fyrir. Lögreglan veit eianig, að von- laust er að leita hans. En skeð getur, að maður, sem lendir í rafmagnsstólnum, hafi yfir játningar á tíu morðum fram yfir það sem hann framdi. Sök- um þess arna hafa yfirvöldin komizt á snoðir um aðferð þá, sem undirheimar stórborgar- innar nota við að halda fórn- ardýrum sínum í skefjum: hinn horfni hefur eitthvert kvöldið verið sleginn niður af hóp; glæpamanna, gegn ríflegri borgun hafa þeir brytjað lík hans niður í tunnu, hellt sem- enti utan með, og eftir að sementsteypan hefur harðnað hafa þeir varpað tunnunni með innihaldinu út í djúpt vatn, þar sem hún finnst aldrei. Slíkt og þvílíkt er fjarri því að vera sjaldgæft. Frank S. Hogan lögfræðingur hefur látið svo um rnælt, að þarna eigi sér stað fleiri morð en á nokkrum öðrum stað í heiminum af samsvarandi stærð En hvernig er hægt að saana það? Frá fræðilegu sjónarmiði gætu verkamenn að sjálfsögðu bundið endi á alla þessa glæpa- stjórn með því að kjósa nýja og betri fulltrúa og stjórnend- ur á aðalfundi. En framkvæmd þessa er ógjörningur. Því að glæpamenn, sem náð hafa stjórninnii í sínar hendur, halda fundi með alveg sérkennilegu sniði. Þegar samþykkja þurfti tillögu, sem var mjög óvinsæl meðal verkamanna í Staten-ey fyrrir ári, boðaði sambandið til almenns félagsfundar. Hann fór fram í húsnæði þar sem ekki var rúm fyrir meira en helming þeirra, sem komu, og menn stóðu í þéttum hnapp eins og síld í tunnu. Fulltrúi stjórnarinnar las tillöguna draf- andi röddu. Síðan mælti hann: „Þeir, sem samþykkir eru, standi. Hinir, sem á móti eru, sétjist“. Þaraa var ekkert pláss til að setjast. Enda lýsti ræðumaður yfir því, að tillag- an væri samþykkt einróma. Ennþá öruggari aðferð fyrir stjórnina er náttúrlega að halda yfirleitt ekki fundi. Að- ferð þessi er líka notuð mjög mikið. Deild nr. 1181 hefur til dæmis eklci haldið fund í 28 ár. Svo. að ekki er að furða, þðtt stjórnendur hennar og fulltrúar hafi haldið stöðum sínum. Og hvers konar trúnaðar- mena eru þetta svo? Hér eru nokkur dæmi: Vinnumiðlarinn við 84. hafnargarð, Danny St. John, hefur verið handtekinn nítján sinnum, þ. á. m. þrisvar grunaður um morð. Starfs- bróður hans frá 88. bryggju Toddy O’Rourke, hefur tvisvar verið refsað fyrir þjófnað. Enn einn af sama sauðahúsinu, Ed tekinn 13 sinnum og tekið út langvarandi fangelsisrefsingu í Sing Sing. En það er engin hindrun í vegi hans til að vera áfram vinnumiðlari. Það hefur hann verið allt frá 1937. “Skýring þess, að aðrir eins fyrsta flokks glæpamenn sleppa næstum í hvert sinn sem þeir eru handteknir, er sú, að öll ,,ströndin“ er ágætlega skipulögð af þeirra hálfu. Sam- tök hafnarverkamanna er vel sltipulögð stoíaun í mörgum deildum, og 500—10001 menn í hverri deild. Sérhver þessara deilda hefur urnráð yf- ir 1—9 bryggjum eða hafnar- görðum, og á hverjum slíkum stað er sérstakur vinnumiðlari. — Öllum starfsmönnum, vinnumiðlurum, deildarformönn um, gjaldkerum og öðrum, er stjórnað harðri hendi af for- manni samtakanna, Joseph P. Ryan. Hann er kosiein til ævi- langrar formennsku og hefur verið einræðisherra á samtök- unum í 25 ár. Hann hefur haft vit á að tryggja aðstöðu sína með stjórnmálalegum álirifum og er orðinn mikils megandi í ýms- um pólitískum málefnum stór- borgarinnar, En sjálfir stjórn- málamennirnir eru svo aftur dauðhræddir við þann mann, sem hefur á valdi sínu svæsn- ustu glæpamenn hafnarhverf- anna.. Joseph P. Ryan er maður sem gæti verið hugarsmíð skálds. Hið ytra er hann hinn friðsamasti oddborgari sem hugsazt getur. Hann er .hreyk- inn af því að neyta hvorki tó- baks né áfengis- og blóta ekki. Hann er umhyggjusamur fjöl- skyldufaðir, og þar eð hann er heittrúaður kaþóliki lætur hann sjaldan undir höfuð leggjast að vera viðstaddur morgun- guðsþjónustu. Hann umgengst æðstu menn stjórnmálanna, blaðanna og kauphallanna. En hanp hefur tvö andlit. Þetta vita allir, þótt enginn fái við það ráðið, því hann hefur dul- búið sig svo rækilega, að eng- inn getur komið með beinar sannanir gegn honum. Því stofna þá ekki verka- mennirnir nýtt stéttarfélag ó- háð þessum skuggalega Ryan? Það hefur svosem verið reynt. En það er ekki auðvelt verk. Eins og ástandið er í New York-höfn, eru raunveru- lega engin tök á því að mynda ný stéttarsamtök, nema því að- eins, að einhver af mönnum Ryans sjálfs brjótist undan valdi lians og lýsi sig óháðan herra sínum og meisíara. — Þá gæti náttúrlega skapazt á- stand þar sem tvö stéttarfélög keppa um meðlimafjölda, og slíkt gæti orðið jákvæð þróun fyrir verkamennina. Ea ef uppreisnarforinginn fer nú aft- ur í lirossakaup við Ryan, á hverjum ætli það myndi bitna öðrum en verkamönnunum ? Slíkt ástand skapaðist síðast- liðið vor eftir átta vikna deilu milli Ryans og undirmanas hans í ‘Brooklyn-hverfinu, Anthony Anastasia, Tough Tony (eða „Erfiöa-Tona“). Anastasia boð- aði til fjöldafundar. 2000 hafn- arverkamenn komu og stofn- settu svokallaða „óháða nefnd hafnarverkamaima í Brooklyn". Nefnd þessi staðfesti samþykkt bótakröfur, sem binda skyldu endi á notkun stéttasamtak- anna á verkamönnunum og tryggja sérhverjum félaga rétt- inn til að hafa áhrif á störf samtakanna og lýðræðislega stjórn. Ef að Ryan léti ekki undan þessum kröfum,s myndi nefndin gangast fyrir stofnur. nýs sambands hafnarverka- manna. En Ryan lét ekki undan. Þess í stað stofnaði hann til sam- keppnisfundar strax daginn eft- ir, þar sem einnig hann kom fram með sínar tillögur til end- urbóta. Þær voru þess efnis að afnema skattakerfið, urn frá- vikningu lánaprangaranna, upp- rætingu þjófnaðar á vörunum og um það að taka upp lýð- ræðislegar venjur í stjórn sam- takanna. Þetta leit allt mjög glæsilega út í augum verkamannanna, því að báðir aðilar virtust svo inni- lega sammála. En dýrðin stóð ekki lengur en tíu daga. Þá kom allt í einu yfirlýsing bæði frá Ryan og Anastasia, að öllum „misskiln- ingi“ hefði verið rutt úr vegi. AnaStásia viðurkenndi Ryan sem æðsta stjómanda sinn, og nýja nefndin var viðurkennd sem aukadeild samtakanna með sérstöku hlutverki, því ■— að berjast gegn kommúnismanum! „Endurbætur" héyrðust ekki nefndar meir. Þær voru skráð- ar á yfirborð vatnsins í höfn- inni. EiidiiFÍBætiflr Framhald af 5. síðu .í rannsaka' 'áhrif ártkstranna á þær. Brúðuhausarnir, sem eru úr plasti, eru látnir rekast á mælaborð, framrúðu, dyrarúð- ur, dyrastafi, stýrishjó] og þak. Rannsakað er hvaða halli á framruðu valdi minnstri slvsa- hættu en torveldi þó ekki bíl- stjóranum að sjá út. - Mikilvægt er að komast að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir að bíldyr opnist af sjálfu sér við árekstur en þó sé tryggt að auðvelt sé að opna þær. Leitað er áð þeim efnum í innanbúnað bíla, sem mest láta undan við viðkomu. At- hugað er hvað þarf að gera til að hindra að bílar leggist sam- an við að velta og hvernig hægt er að gera bílana stöð- ugri svo að minni hætta sé á að þeir velti. Erlend tíðindi Framh. af 6. síðu. og auðugt land, sem gerspillt borgarastétt hefur stjómað með þeim árangri að ríkis- gjaldþrot er þar stöðugt yfir- vofandi. Blóði og fé er fómað til að verja gróðaaðstöðu franskra stórfyrirtækja í Indó Kína, sem launa fyrir sig með gjaldeyrisbraski, sem talið er að hafi kostað franska ríkis- sjóðinn 22 milljónir króna á degí hverjum. Fjársöfnun með öllum ráðum, ólö'glegum jafnt og löglegum, er leiðarstjarna frönsku borgarastéttarinnar. - Smáborgarinn franski er vak-‘ inn og sofinn við að nurla sér saman nokkrum gullpeningum í so.kk eða sænigurhorn., Skatt- svik er sú list, sem hæst er metin í þessu landi listanna og það er opinberlega játað að atvinnurekendur og stórbænd- ur Frakklands megi heita skattfrjálsir. Verkamenn og annað launafólk er plokkað með stöðugri verðbólgu og neL sköttum., Fjármálaspilling og mútuþai^ni grefur um sig með- ,al borgaraflokkanna og sósíal-. demókrata, einn af forsætisráð- herrum eftirstríðsáranna, sósí- aldemókratinn Ramadier, hef- ur orðið að drag.a sig út úr stjórnmálum vegna þess að það kom á daginn að hann var bendlaður við hneykslismál. Franska borgarastéttin hefur ekkert breytzt síðan hún barð- ist gegn þjóðfélagsumbótum. alþýðufylkingarinnar fyrir heimsstyrjöldina síðari undir kjörorðinu: Heldur Hitler en Blum og Thorez! Rotið og rang-. látt þjóðskipulag sem h.aldið er upp; með valdbeitingu og er- lendu mútufé er undirrót öng- þveitisins í Frakklandi. M. T. Ó. MoGrath. hefiu- verið hand- Um margar og miklar éndur- tJTBREIÐIÐ ÞJÓÐVIEJANN Heimilisþátfuiinn Framhald af 10. síðu. þarf alltaf að þvo út af fyrir sig. Efnið tekur auðveldlega við lit, og ef það er þvegið með kremlitum undirfötum eða sokkum, kemur strax ljótur blær á hvíta litinn. En ef ó- happið hefur þegar gerzt er hægt að bjarga málinu við með því að þvo flíkina hvað eftir annað í vólgu sápuvatni. Því nær alltaf er hægt að ná gráa blænum af flíkinni, en varizt að hengja hana út í sterkt sól- skin til þess að hún hvítni. Ef til vill hverfur grái liturinn en í staðinn verður flíkin gulleit. Móöir okkar, Þorbjjözg 6uðmuuds«léffi7 andaöist aö Elliheimilj. Hafnarfjarðar fimmtudag- inn 4. júní. Jarðsett veröur frá Hafnarfjaröarkirkju laugar- daginn 13. júní kl. 2 síðdegis. Sigriin Sigurðsdóttir Kristmn Sigurðsson Bróðir okkar, Hréan Siguésson, sem andaöist þann 1. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. júní klukkan 3 eftir hádegi. Systkihi hms látna ; yj::

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.