Þjóðviljinn - 13.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.06.1953, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13. júní 1953 4 '^relfiiillf sþáttur t A. J 45. . CRONIN: Á annarlegrl strönd Það má segja margt og miki'ð um nýju ilskóna, en leiðinlegir eru þeir ekki. Hér eru myndir af 'þrennum skóm, sem eru ný- stárlegir en eiga sjálfsagt eftir að ná mikilli útbreiðslu. Þeir eru ekki einungis skemmtilegir á að líta, heldur eru þeir mjög þægilegir, þegar maður gengur berfættur í skónum. Fyrst eru amerískir tauskór með flötum sóla og bandi á milli tánna; skórinn tollir vel á fætinum og aftur fyrir hælinn er band. Næstu skór eru úr tvílitu leðri. hvítu og gráu; það eru fallegir skór sem vel má ganga í á götum úti. Svip- I staáinn fyrir töskur? • Frakkar halda því fram, að eftir nokkur ár hætti kvenfólk- ið alveg að nota töskur, körfur og innkaupanet, og fari í stað- inn aö nota- skemmtileg öku- tæki. 1 stað þess að dragnast með troðfulla tösku. eigum við að aka öllu saman heim á hjól- um. Það lætur mjög skynsam- lega í eyrum, þegar maður þarf að gera stór innkaup, en ef mann vantar nú ekki annað en •kálhaus og kíló af kartöflum? Þá er þetta býsna fyrirferö- armikið ökutæki. Sennilegt er að flestar konur haldi sér við töskurnar þegar svo ber undir, Annars er þetta ökutæki mjög skynsamlega útbúið. Það er hægt að leggja það saman, svo að lítið fer fyrir því, og þvi fylgir standur, svo að það getur staíið eitt, aUk þess sem það getur rúmað mjög mikið. Raímagsistakmörhun Kl. 10.45-12.30 Laujrardagur 13. júni Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- arprötu og- Bjarkargötu. Melarnir, Grínasstaðaholtið með flugvallar- avæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- Isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. f a'ðir skór hafa verið gerðir úr plasti, en plastið rispast fljót- lega og vercur ijótt, ef geng- ið er í sandi. Þá er lakk hent- ugra og í þriðju skónum eru einmitt lakkó'ar. Það eru flat- ir, þægilegir ilskór, sem mjög gott er að ganga í. Eggjarauður geta ver- ið mismunandi á litinn Aigengast er að eggjarauðan sé gul, þótt hún heiti rauða, en •hún getur haft fieiri liti og af henni má sjá hvers konar fóð- ur hæna.n hefur fengið og það getur verið gaman að kunna að lesa mál eggjarau'ðunnar. Rauðan verður sterkgui, þeg- ar hænan étur gras, smára, kál og annað grænmeti. Hænur sem fóðraðar eru með hveiti, maís eða höfrum verpa eggjum með mjög fölri rauðu. Ennfremur geta rauðurnar orðið brúnleitar, ijósrauðar, og jafnvel græn'eitar, einkum á vorin, þegar hænsnin gæða sér á ýmiss konar blómuin, sem hafa þessi áhrif á litinn á rauð- unni. En húsmóðirin rekst sjaldan á þessar kynlegu rauíur í eld- húsinu. Eggjaframleiðendurnir Vita að húsmóðirin vill helzt að rauðan sé rauðgul eða gul, og því sjá þeir um að hænsnin éti ekki það fóður sem gerir eggja- rauSuna furðulega á litinn. Hárlitunarefni geta verið hættuleg Hefur ykkur nokkurn tíma dottið í hug-, að það g-eti verið hættulegt að iita á sér hárið? Mörg litarefni eru eitruð og því miður lítur út fyrir að þau lit- arefni, sem notuð eru við hárlit- un, geti haft skaðleg áhrjf. 1 „Drug and cosmetic" rákumst við á grein um áhrif hárlitunar- efna, sem eru auðve'd í meðför- um og gefa hárinu ,,eðlilegan“ lit, sem innihaldi efni, sem geti verið skaðieg hársverðinum, ef notkunarreglunum er ekki ná- kvæmlega fylgt. Það er því mjög þýðingarmjkið að nákvæmar leið- þeiningar og notkunarreg'.ur fylgi þessum hárlitunarefnum. mynstur. Það var eins og þau hefðu verið brugðin árum saman og þau voru ógnþrungin og óheillavænleg. Og undir vopnunum var stytta af riddara með spjót á lofti, sem hann beindi að gestinum. Þetta umhverfi hafði unaarleg áhrif á hanU; hann þorði varla að hreyfa legg eða lið. Og hann varð magnlaus. Eg er þreyttur, hugsaði hann. Eg er búinn að ganga svo langt. Allt í einu heyrðist fótatak í stiganum. Hann leit upp. Lítil gömul kona var á niöurleið. Hún gekk hægt, hélt með beinaberri hendi um þungt handrið.ð og dró fæturna á eftir sér. ,En þrátt fyrir það var eitthvað virðulegt í fasi hennar og hún bar höfuðið hátt. Hún var svartklæöd frá hvirfli. til ilja, jafnvel bandið um úlfgrátt hárið var svart, og ikjóllinn var fomfálegur í sniðinu: iangur slóði, ermarnar rykktar, háls- líningin há og rykkt. Þegar hún nálgaðist, sá Harvey á henni fleiri ellimörk. Hörund hennar var guit eins og pergament, þéttsett hrukkum, sinaruar í hálsinum strengdar eins og í fugis- fæti. Hún var með lítið nef með lið á og lít- inn, stútmyndaðan munn. Það voru pokar kring- urn ellidöpur augun. Um úlnliðina bar hún ótal armbönd og á fingrunum gamla, þunga hringi. Harvey heilsaði þegar' í stað og sagði til nafns. ,,Eg er enskur læknir“, sagði hann. „Eg heiti Leith. Eg veit að það er farsótt á landareign yðar og í næstá þorpi. Hættuleg farsótt. Eg er kominn til að bjóða aðstoð mína, ef þér vriljið þiggja hana“. Hún stóð þaraa eins og dálítil stytta í svört- um hjúp, gædd rósemi ellinnar, augu hennar virtust horfa gegnum hann. „Hingað kemur enginn“, sagði hún lok,s og í rödd liennar var einkennilegur, syngjandi hljómur. „Euginn kemur til Luego markgreifa- frúar. Hún er mjög gömul. Hún situr allan dag- inn á herbergi sínu og kemur ekki niður nema hún sé kölluð. Hvað er annað að gera, senjór? Bænir mega sín mikils, er það ekki? Svo sagði Don Balthasar. Hann er líka dáinn. En það er Isabel de Luego ekki. Og þess vegna situr hún í herbergi sínu og bíður þess að hún sé kölluð. Og það er fallegt af yður að heimsækja hana“. Já, undarleg er hún, hugsaði hann: hún er að taia um sjáifa sig. En eitthvað í tali henn- ar snart hann djúpt. „Það er tæpast rétt að segja að það sé fallega gert“, sagði haun. „Ég var í Santa Cruz. Ég heyrði minnzt á farsóttina hjá yður •— og í Hermósa. Ég hafði ekki annað þarfara að gera. Þess vegna kom ég“. „Það var góðverk, senjór — og það vex við þessa neitun. Er búið að gefa hestinum yðar? Hvert var erindi yðar. Það er gleymt. Pobre de mí. Margt er gleymt. Og margir eru farnir. En þcr verðið að borða kvöldverð. Gamalt fólk gefur stundum góð ráð. Þér megið til að borða kvöldverð". „Það er óþarfi“, sagði hann í skyndi. „Má ég ekki lita á sjúklingana fyrst“. „I þorpinu. Þar voru svo margir veikir. Og nú eru svo margir dánir. Hér eru þeir ýmist dánir eða flúnir. Allir nema Manúela og ég. Þér sjáið sjúkiingana á eftir“. Hún hló einkennilega, sneri sér að konunni sem stóð álengdar og hlustaði, og sagði: „Manuela, senjórinn borðar kvöldverð með de Luego markgreifafrú“. Manuela varð enn skuggalegri á svip: hún ibandaði hendinni tortryggnislega. „En markgreifafrú, kvöldvérðurinn er kom- inn á borðið nú þegar“. Það var mótmælahreimur í rödd hennar, en hún talaði fyrir daufum eyrum. Mark- greifafrúin sagði samstundis við Howard fjör- legri röddu: ,,Þarna heyrið þér, maturinn er kominn á borðið. Við áttum von á yður. Og mark- greifafrúin er búin sínu bezta skarti. Það er heppilegt. Komið, senjór.“ Hún gekk á undan gegnum anddyrið og inrt í langt herbergi, lagt döklcum viði og á veggj- unum hcngu smá málverk í gylltum römmum. Gólfið var bert, á loftið var máluð mynd af geysistórum svani og við einn vegginn stóð geysistór svartviðarskápur. I miðju herberginu var stórt borð úr hnotutré og á því var óbrotin máltíð, ávextir, kalt kjöt, ostur og mjólk. Manúela lagði luntalega annan disk á borðið, dró fram þungan, bakháati stól; loks leit hún tortryggnisaugnaráði á Harvey og fór síðan út. Markgreifafrúin settist, hellti mjólk í giasið sitt annars hugar og lét það standa fyrir framan sig. Svo tók hún fíkju úr skálinni og fór að skera hana sundur. „Það er nauðsynlegt að borða“, sagði hún og sperrti liöfuðið eins og fugl. „Sá fastar nóg sem etur skynsamiega. Þetta er góður ostur. Hann er gerður úr eardo — litlum bláum blómum. Já, litlum bláum blómum. Eg tíndi þau þegar ég var barn. Og það var ekki í gær.“ Harvey fékk sér ost og gróft, gulleitt brauð. Hann reyndi að hrista af sér slenið. Hann langaði til að lieyra meira um farsóttina. „Hvernig byrjuðu þessi vandræði?" spurði hann. „Vandræði, senjór? Hvað er lífið annað en vandræði ? Úr öskunni í eldinn, segir máltæk- ið. Maður sem hét José var á heimleið til fjölskyldu sinnar. Sjómaður sem kom hingað á skipi. Svo dó hann og fleiri á eftir. Það er eins og gamla Modorra pestin sem kom til Laguna, þegar Ferdinand var konungur. Enn má finna beinahrúgur í hellunum í fjallinu. Þangað fóru þeir til að fela sig og deyja, Fyrir langalöngu". Hann spurði næstum lotningarfullur": Hef- ur fjölskylda yðar verið hérna lengi". Hún horfði framhjá honum og var hugsi. „Etn. senjór, þér skiljið þetta ekki. Hvað er langur tími? Ekki mánuðir, eikki ár. Nei, senjór. Það er enn lengri tími“. Hún þagnaði og lyfti hendinni, benti gegnum gluggann og út í garðinn, þar sem kynlegt tré var að sjá, greinótt og kræklótt, eins og dýr í dauða- teygjum. „Þér sjáið þett tré, senjór. Það er ennþá ungt, og þó er það fjögur hundruð ára. Nei, nei! Ég er ekki að gera að gamni mínu. Það eru fjögur hundruð ár síðan Don Cortez Alfonso de Luego kom í þetta hús, Hér barðist hann við óvini sína. Og loks særð- ist hann á Massaere torginu. Og æ síðan hefur de Luego fjölskyldan búið hér. Alltaf síðan“. Hún andvarpaði og lét nettar hendurnar falla í kjöltu sér. „En allt er orðið breytt. Bróðir minn, livíli hann í firði — tapaði öllum eignum sínum. (jttMJ OCCftMWI Ég ætla að grefa þér bók, elskan mín. Viltu velja þér liana sjálf? Ávísanabók, vlnur minn. A: Hvað mjólkar kýrin ykkar mikið? B: Fjórtán potta á dag'. A: Og hvað gerið þið við alla þessa mjólk? B: Þrjá pottana drekkum við, en hina átján seljum við. Gamail bóndi bað prestlnn að gifta sig og bú- stýru sína. Hvernig víkur því við, sagði presturinn, aft ]>ú svona aidraður ætlar nú að fara að gifta þig? Ja, hún stelur svo óskaplega frá mér, ’svaraði. bóndi. En ef hún giftist mér fer hún aldrel með það. Kennarinn: Nefndu vökva sem ekki frýs. Barnið: Sjóðandi vatn. ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.