Þjóðviljinn - 13.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1953, Blaðsíða 6
fe) '— ÞJÓÐVILJINN —' Laugardagur- 13. júní 1953 þióoyiuiNN Cígeíandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokkurion. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmundsson. BYéttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Gu3- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. JUlatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. t». — Síroi 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði i .Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annara staðar 6 iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakií/. Prentsmiðja Þjóð\iljane h.f. Erlent vinnuafl Eftir því sem taugatitringur hernámsflokkanna vex, gloppast upp úr mákgögnum þeirra fleiri játningar um óheillaverk þeirra. Fyrir nokkru birti Þjóðviljinn einn blaða fréttir um það að hafinn væri mnflutningur á bandariskum verkamönnum til íslands. Hernámsblöðin tóku þeim fréttum fálega og sögðu þær fleipur eitt. En nýlega hefur Hans G. Andersen formaður svonefndrar varnamálanefndar og starfsbróðir Guömundar hernáms- stjóra Guömundssonar, lýst yfir því að búið sé áð flytja inn nú þegar 800 bandarí§ka verkamenn. Tíminn, mál gagn forsætisráðherrans, lýsir þessum innfluttu verka- mönnum á þessa leio s.l. þriðjudag: ..Annáð athugavert atriði er það, að Ieyfður hefur verið ínnflutningur á erlendum verkamönnum . . . Hér er yfir- leitt um misjafnt fólk að ræða, enda ræðst varla annað fólk til slíkrar vinnu. Mestu sambúðarerfiðleikainir stafa líka af þessu fólki, euda nýtur það meira frjálsræðis en hermennirair". Það er nú þegar búiö að flytja inn 800 verkamenn og þeim innflutningi er haldið áfram. Að sögn Tímans er þetta misyndislýður, og blaðiö bætir viö: „enda ræðst varla annað fólk til slíkrar vinnu“. Mun sú setning vera hugsuð sem sérstök kurteisi. þessa blaðs í garð þeirra 3000 íslendinga sem neyddir hafa verið og hraktir af íslenzkum stjórnarvöldum frá íslenzkum verkefnum til hemaðarframkvæmda í erlenda þágu. Ættu þeir sem á vellinum vinna að festa sér þessa setningu vel í minni; hún lýsir eínkar vel hugarfari embættismannánna og gróðabrallaranna sem stjórna Framsóknarflokknum. En þeir erlendu menn sem Tíminn lýsir þannig fá í þokkabót miklu hærra kaup en íslendingum er greitt á vellinum. Þeir vinna hliðstæð störf við hlið íslenzks fólks en bera langtum meira úr býtum. Þar er komin í íramkvæmd ein meginregla nýlenduskipulagsins: „inn- fætt“ vinnuafl skal greitt með algeru lágmarki, en herra- þjóðin skal fá ríflega borgað, jafnvel þótt um misyndis- menn sé að ræöa. Tíminn segir að ínnflutningur þessi hafi veriö ieyfður en hverjir hafa leyft hann? Svarið viö því er að finna í grein Hans G. Andersens í MorgunblaÖinu nýverið. Hann segir að í sambandi við framkvæmdimar á Suöurnesjum séu geröar „sundurliðaðar áætlanir tll nokkurra mánaða í senn í samráði við Félagsmálaráðuneyt/ð, Alþýðusam- band íslands og V/nnuveitendasamband íslands um vænt- anlegan fjölda íslenzkra starfsmanna“. Innflutningurinn á Bandaríkjamönnum hefur þannig m.a. verið borinn undir Alþýðusamband íslands og það hefur lagt fulia blessun sína yfir þann innflutning og tekiö fullan þátt í að skipuleggja hann í samræmi við það hversu marga íslendinga sé hægt að losa frá atvinnu- vegunum til þess að strita fyrir herraþjóöina. Yfir- stjórn heildarsamtaka íslenzks verkalýös er þannig staöin að iþví að skipuleggja innflutning á bandarísku verka- fólki, og var þó vissulega ekki bætandi á smán Helga Hannessonar og Co. Það þarf ekki að lýsa því fyrir íslenzkri alþýðu hver hætta samtökum hennar og hagsmunum er búin af slík- um innflutningi. Nú þegar hefur þvi verið komið þannig fyrir að erlent herveidi er orðið stærsti atvinnurekandi á íslandi, og það eitt er ískyggileg stáðreynd í sambandi við kjarabaráttu þá sem framundan er. En ef við það bætist að hér vérði erlent verkafólk, misyndisfólk aö dómi Tímans, sem auk þess fær margfalt hærra kaup en 'slenzkur verkalýður/ þarf ekki að leiða getur aö því bvemig það fólk yröi hagnýtt í átökum. Bandaríkjamenn hafa nú fyrirhugað hinar umfangs- mestu framkvæmdir hér á landi aö afloknum kosningum, og (þurfa til þeirra þúsundir og aftur þúsundjr í viðbót við þá sem þegar starfa á Suöurnesjum. Þótt rikisstjórn- in muni eflaust leggja sig í líma til þess aö þrengia enn stórlega kosti atvinnuveganna, getur það varla gengið svo ört aö strax veröi á takteinum það verkafólk sem til þarf. Innflutningurinn á bandarlsku verkaíólki verðui- því eflaust stórlega aukinn í samráði við Alþýðusambands stjómina, ef ekki veröur tekið. í taumana i kosningimum. Norðmenn og Danir standa á móti herstöðvakröfum USH V/'mislegt hefur gerzt ó þessu vori sem minnir ó það að í heiminum eru hóð íleiri köld stríð en þetta stórkostlega og alkunna milli austurs og vest- urs. Einkum er það innan Vest- urblakkarinnar sem hagsmun- ir ríkja og ríkisstjórna rekast ó svo að af hljótast hverskyns flækjur og deilur. Meðal þess- ara köldu stríða >af öðrum eða þriðja flokki er það sem stað- 'ið hefur undanfarin ór milli forysturíkis Atlanzhafsbanda- lagsins, Bandaríkjanna, og tveggja úr hópi móttarminnstu bandalagsríkjanna, Danmerkur og Noregs. Þ.að sem um er deilt er það, hvort Bandaríkja- menn skuli fó að hafa herstöðv- iar, og þó fyrst og fremst stöðvar fyrir x'lugher sinn, í löndum þessum. Þrótt fyrir mtkia eftirgangsmuni af hólfu Bandaríkjastjómar hefur henni ekki tekizt að hafa sitt mól fram, Danir og Norðmerm neit- að að taka við bandarískum flugher ti'l setu í löndum sínum. TVTorska V erkamannaflokks- ’ stjórnin, sem stýrði Noregi inn í Atlanzhafsbandalagið gegn harðsnúinni andstöðu mik- ' ils hluta flokksmanna, hét því þó að ekki skyldu undir nein- um kringumstæðum verða láth- ar í té herstöðvar í Noregi ó friðartímum. Næstum fró því iað handalagið var stofnað hafa Bandaríkjamenn reynt að fó stjórnendur Noregs til að hafa að enigu þetta hótíðlega loforð en þær tslraunir hafa engan ór- angur borið. Engin loforð af sama tagi og það norska voru 'gefin af hólfu Dana þegar At- lanzhafsbandalagið var stofn- að. Samt sem óður hafa dönsk stjómarvöld ekki orðið við ein- dregnum bandarískum óskum um að bandaríski fLugherinn fói tii iafnota og umróða flug- velli þó hina miklu, sem Þjóð- verjar gerðu ó Jótlandi ó stríðs- órunum. Á ð vísu er talið .að tveir af róðherrunum í þeirrj stjóm, sem nú situr að vödum í Dan- mörku, þeir Ole Bjöm Kraft utanríkisróðherra og Harald .bandalagið greiddu þingmenn úr fjórum. stjóromálaflokkum sex atkvæði gegn .aðild eða sátu hjá og voru tveir flokkar, kommúnistár og róttækir, flokk- ur smábænda og frjálslyndra menntamanna, óslciptir i hópi ándstæðinga bandalagsins á þingi. Þegar herstöðvakröfum- ar komu fram brá hinsvegar . svo við að sósí‘aldemókratar — sá flokkur sem fór með stjóm í Danmörku þegar inngangan í bandalagið var ákveðin, fékkst ekki til að fallast ó þær •a.5 svo stöddu. TJr leið að kosningum í Dan- " mörku í vor kv.að svo rammt að andúð almennings á veit- ingu herstöðva að . meir,a að segja Erik Eriksen, forsætis- ráðherra og samstarfmaður Krafts og Petersens taldi í kosnjngaræðum öll tormerki á því iað hleypa bandarískum her inn í Danmörku. Hans Hed- toft, foringi sósíaldemókrata, sem hafði forgöngu um .aðild Danmerkur að Atlanzhafsbandia laginu, sagði kjósendum að Erlend tíðindi JERIKSEN og KRAFT. forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra Dan merkur. Petersen landviarnaráðherra, hafi heitið því á fundum A- bandá'iagsráðsins í ■ fyrra að koma því tíl • leiðar að Bánda- ríkjamenn fengju flugvelij þá, sem þeir ágimast. ^En þeim hefur lít'ið orðið ágengt í því áð efna þetta lofórð. Málið kom á dagskrá í fyrrasumar og hefur síðan verið mál máLanna í dönskurri stjómmálum: Þegar • Danmörk gekk i AtLanzhafs- læta hernám íslands. Megin röksemd greinarhöfundar er að rússnesk árás á Vestur-Evrópu sé yfirvofandi og hann segir orðrétt: „Norðurlönd eru talin í mestri hættu ef Rússar gera árás“. Fyrir því er vitnisburð- ur urrriuls A-bandalagshers- höfðingja, að herbúnaður sá sem Norðmenn og Danir halda nú uppi sé nær einskis virði hann væri „andvígur allri A- bandaiagsstefnunni eins og rik- isstjórnin rekur hana“. Úrs’it. kosninganna sýndu, að Eriksen og Hedtoft höfðu vitað hvað þeir sungu. Róttækir, sósíal- demókratar og kömmúnistar unnu á í kosningunum, vinstri menn, flokkur Eriksens for- sætisráðherra, hélt í horfinu en íhaldsmenn, í'lokkur herstöðva- postulans Krafts, tapaði. TTershöfðingjar Atlanzhafs- ■*■■*• bandaiagsins hafa Látlaust ávítað Dani og Norðmenn fyrir það hve iítinn áhuga þeir sýni á hervæðingu og fyrir andúð þeirra á eriendri hersetu. Bandaríski hershöfðinginn Oim- stead hefur sakað Dani um .að þeir tími engu að fórna af lífs- kjörum sínum á aitari hervæð- ingarinnar. Brind aðmíráll, sem var yfirforingi A-bandalagsins á Norðurlöndum þangað til í vor, kvaddi með því .að kvarta um að sér og mönnum sínum liafi verið sýnd „hrein og bein andúð“ í Noregi og Dan- rnörku. Annar aðmíráll. Evans Lombes, sagði í vor í Stavang- er 'í Noregi .að ef Norðmönnum og Dönum væri ialvara að efla landvarnir sínar yrðu þeir að veita viðtöku bandarískum flugher og afhenda honum flugstöðvar. Norska stjómin svaraði m.eð því að lýsa til- hæfulausar fregnir bandarískra blaða um að hún ætlaði að láta undan herstöðvakröfunum að afstöðnum þingkosninigunum í haust. i þriðjudaginn birtist í Tím- ^ * anum grein, ein af möfg- um þar sem reynt er .að rétt- TORP og; LANGE. forsætisráð- lverra og utanriklsráðherra Noregs ef í odda skerst og er það helzta röksemd þeirra fyrir því að veita beri Bandaríkjamönn- um herstöðv.ar í löndum þess. um. En stjómendur Noregs og Danmerkur taka ekki þær rök- semdir igildar. Noregur og Dan- mörk eru þau Atlanzhafsbanda- lagsríki á meginlandi Evrópu sem næst liggja Sovétríkjunum en samt era menn þar sýnu rólegfi og óhræddari við aust- ræna árás en til dæmis Banda- ríkjamenn, svo ekki sé minnzt á þá sem rita Tímann og Morg- unblaðið. í lok heimsstyrjald- arinnar síðari hafði sovéther Norður-Noreg og dönsku eyj- un, a Borgundarhólm á valdi sínu en hann yfirgaf þessi hern- aðarlega þýðingarmiklu land- svæði strax sumarið 1945. Norðurlandaþjóðimar vita að þá var Rússum í lófa lagið að leggja þær undir sig hefðu þeir viljað. ■VTorðmenn og Danir telja 1 ’ sjálfa sig engu síður dóm- bær.a um fyrirætlanir Rússa en bandaríska hershöfðingja og í herstöðv.amálinu hafa • þeir iát- ið e.igin dómgreind en ekki áróður vestan yfir Atlanzhaf ráða igerðum sínum. Danir og Norðmenn sættu sig við inn- gönguna í Atlanzhafsbandalag- ið vegna þess að beir voru fullvissaðir um að það væri einungis varnarsamtök. Fiug- stöðvar til h.anda langfleygum bandarískum sprengjuflugvel- um bæru eins og nú standa sakir ekki vott varnarviðbún- aði heldur árásárfyriræt■ ur.um, og þess vegna eru Dani' og’ Norðmenn þeim andv'gir. Stjórnendur þeirra hafa haít kjark til að .neita bandarískum kröfum um hersíöðvar og* setja eigið mat á horfum í heims- málunum ofar staðhæfingum bandarískia herráðsins um háskasamlegar fyrirætlanir Rússa. Sú afstaða er alger and- stæða við ósjálfstæði þeirr,a ís- lenzku ráðherra og . lalþinigis- manna, sefn ekki kunnti önn- ur orð en já, já, verði þinn gráðugi vilji, þegar bandaríska yfirherráðið fékk löngun til að gera ísland að herstöð sinni. ■ M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.