Þjóðviljinn - 13.06.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1953, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — Jlí Undir merki manndómsins Framhald af 7. siðu. haft í hótunum við Magnús Kjartansson um margvíslegar uppljóstranir, ef hann beri ill- ar s.akir á Þjóðvarnarfloklcs- menn. Pólitískt siðferði Berigs virðist samkvæmt því ekki vera á háu stigi. En nú ættu þeir Þjóðvamarflokksmenn að stand,a við illyrði sín um sósí- alista fyrir kosningiarnar, svo að fólkið viti hvað mark má á þeim taka. Eg sagði fyrr í þessari grein, að margir kjósendur mundu verða ráðvilltir við þessar kosn- ingar. Þess gerist þó ekki þörf, því Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn hefur haldið uppi málstað íslendinga ■af heiðarleika og djörfung. Hann hefur verið byggður upp af kommúnistum og sósíalist- um, heiðarlegum iýðræðissinn- um og siamvinnumönnum, sem við nefnum einu nafni sósíal isfca, mönnum, sem hafa séð svik Alþýðufl. og Framsóknar við sín upphaflegu stefnumið og þjónkun þeirra undir sérréttindi og auðvaldsöflin í landinu. Og enn gengur fjöldi fólks t'il' samvinnu vi'ð Sósíal- istaflokkinn undi'f' merki and- spyrnuhreyfingarinnar gegn er- lendum her á íslandi. En á tækifsÉrissinnunum í Þjóðvarn- arflokknum er ekkert hægt að hyggja. Þarna eru að verki menn, sem langar persónulega i pólitíska upphefð, og hafa grip ið taekifærið við þær sérstöku aðstæður sem nú eru i þjóð- félaginu en á kostnað þeirrar bjóðareiningar sem nú er lífs- nauðsyn að skapa. Sem kunnugt er eru atvinnu- vegir íslendinga allir á gelgju skeiði og þá skortir fjái*magn til ,að komast á fullkomið tæknisvið. En það staf-ar mik- ið af því að það fjármagn sem ■atvinnuvegirnir skapa er burt frá þeim dregið samkvæmt lög- máli fcapítialismans og lendir í sukk og eyðslu yfirstéttarinnar. Þetta vilja_ sósialistar leiðrétta með því að þjóðnýta þá starf- semi er nú dregur fjármagnið frá atvinnuvegunum og kom,a á þeirri skipan að fjármagnið gangi einfald-a hringrás i at- vinnulífinu samkvæmt lögmáli sósíalismans. Þannig mundu at- vinnuvegirnir skapa sjálfum sér fjármagn til síaukinnar tækniþróunar og verða óháðari erlendu fjármagni. I'imnig vir.nur Sósialista- flokkurinn einn allra flokka á Islandi að efnahagslegu og stjómarfarslegu sjálfstæði ís- lendinga. Þess vegna göngum við nú fram, íslendingar, við þessar kosningar undir merkj and- spyrnuhreyfingarinnar gegn er- lendum her á íslandi og undir merki Sósialistaflokksins. Við göngur þar undir merki mann- dóms og heitrar ástar á ætt- jörð okkar og stjómarfarslegu frelsi. Og það er lífsnauðsyn þjóðarinnar um alla framtið að við vinnum mikfinn sigur! Olgeir Lúthersson. Elliheimilið Framh. af 12. síðu. rými og sjúkraplássi, en Gísli sagði að eftirspum eftir vist værj mjög mikil og langtum mun meiri en hægt væri að sinna. 1 dag eru vistmenn á Elliheim- ilinu alls 304, 227 konur og 77 karlar, þar af væru um 200 rúm- liggjandi sjúklingar. Taldi Gísli; að þessi mikl-a aðsókn stafaði m. a. af hinni góðu heilsugæzlu á heimilinu, en forstöðumaður henn-ar er Alfreð Gíslason læltn- ir og heimilislæknir Karl Sigurð- Ur Jónasson. Daggjald vistmanna er nú 38.50 fyrir þá sem dvelja í eldri byggingunni, en 5 krón- um hærra fyrir hina, sem búa í nýjustu viðbótarálmunni. Til viðbótar því sem áður var sagt um aðsókn að heimiiinu má geta þess að árið 1934, er Gísli tók við forstöðu þess, var tala vistmanna 117. Síðan hefur Elli- heimilið byggt fyrir mn þrjár og hálfa milljón króna og af þeirri upphæð lagt fram um 2 milljónir en fengið 1 millj. 471 þús. kr. ó- -afturkræft framlag frá bæjar- sjóði. Auk þeirra framkvæmda við byggingu nýju viðbótarálmunnar, sem hér hefur verið lýst, er í ráði að gera sundlaug, 7x8 metra, við vestanverða álmuna til af- nota fyrir vistmenn heimilisins. Þegar þessum framkvæmdum' öllum er lokið verður fleiri byggingum ekki komið fyrir á núverandi lóð stofnunarinnar við Hringbraut. rottir Framh. af 8 • síðu. 74.52 á móti í Austur-Finnlandi nýlega. Jungwirth í stöðugri framför Miklar framfarir hafa orðið hjá millivegalengdahlauparan- um ,S. Juagwirth frá Tékkó- slóvakíu og er .hann þegar orð- inn einn af 10 beztu hlaupur- um allra tima á 1500 m. 800 m. hljóp hann á 1.50.1 í vor og um fyrri helgi hljóp liann 1500 á 3.45,0. 1000 m. hefur hann áður hlaupið á 2.21,2 sem enn hefur þó ekki verið staðfest sem heimsmet. Tíu beztu 1500 m. hlaupar- ar heimsins eru: G. Ilagg Svíþj. 3.43.0 (1944) L. Strand Svíþj. 3.43.0 (1947) W. Lueg Þýzkal. 3.43.0 (1952) W. Slykhuis Holl. 3.43.8 (1949) A.Anderson Svíþj. 3.44.0 (1944) J. Barthel Lux. 3.44.2 (1952) H. Erikson Svíþj. 3.44.4 (1943) S.Landquist Svíþ. 3.44.8 (1951) G. Dohrow Þýzk. 3.44.8 (1952) Jungwirth Tékk. 3.45.0 (1953) Hver hleypur fyrstur undir 3.43? Sjómannadagur Framhald af 3. síðu. hátíðarhöldunum. T. d. munu 7—800 manns 'hafa sótt sam- komuna við sundlaugina. Veður var hið bezta og fóru hátíðar- höldin vel fram. Vél sem hóstar Framh. af 5. síðu því hvað ákafur hóstinn er með því að nota mismunandi mikinn þrýsting og mismunandi öra lofttæmingu. Þetta tælci hefur þegar ver- ið reynt á sjúklingum og góður árangur náðst. Einnig liefur það verið notað til að ná smá- hlutum upp úr lungum dýra. íþróttaskemmtanir Framhald af 3. síðu. ur Þorgrímsson syngur og hermir eftir, 3 stúlkur úr ungl- ingaflokki Ármamis sýna Akro- batik undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Á morgun sýna piltar úr KR áhaldaleikfimi undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Glímu- menn úr Ármanni sýna undir stjórn Þorgils Guðmundssonar, ennfremur sýna telpnaflokkar Ármanns fimleika og vikivaka og þjóðdansa sömu flokk- ar cg á laugardag. Kötturinn verður sleginn á ný úr tunn- unni og Gestur skemmtir aftur, og einnig sýna 3 stúlkur úr Ár- manni fimleika. Þarf ekki að efa, að fjöl- menni verður á þessum skemmt unum, en með þeim er verið að afla tekna fyrir liina fjöl- breyttu starfsemi íþróttafélag- anna hér í bæ. Aðgangur að skemmtununum verður seldur á kr. 2.50 fyrir börn og kr. 5.00 fyrir fullorðna. Ferðir suður í Tívólí verða allan daginn frá Búnaðarfélags- húsinu. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. sé svo hvaða tilgangi þær þéni ? Með þökk fyrir góð og greið svör. — Flugfarþegi". Kvöldskemmiun veröur í Ungmcnnafélagshúsinu í Kcflavík 1 kvöld kl. 9. Dagskrá: Ræða, SigurÖur Brynjólfsson Upplestur, Anna Stína ÞórarinsdótUr Einsöngur, Jón Múl/ Árnason Kv/kmyndasýning, h/n stórglæs/lega í- þróttamynd frá Berlínarmót/nu. Æskulýðsfylking Suðurnesja Innflytjendur athugið: m.s. VATNAJÖKULL kemur viö í Barcelona ca. 12. júlí á heimlciö frá ísrael. Hi. Jöklar Vesturgötu 20, Reykjavík. Simi: 80697. Tilkynning fra Mertnlamálaráði Islands í byrjun júlímánaöar n.k. mun menntamálaráÖ úthluta nokkrum ókeypis förum meö skipum Eim- skipaféiags íslands til fólks, sem ætlar milli ís- lands og útlanda á seinni helmingi þessa árs. Eyðu blöð fyrir umsóknir fást í skrifstofu ráösins. Ekki veröur hægt aö veita ókeypis för því náms- fólki, sem kemur heim í sumarleyfi. Ókeypis för til hópféröa veröa heldur ekki veitt. véröur li&Mistsi I Gamla lifié þriðludaginn 10« Jimí klnkkan 0« e.la. Ingi R. Helgason: Æskan og sigar €-lisians Signrðar önðnason: AÍþingiskosningarnar — tækilæri verkalýðsins Gmmar M. Magnúss: Sameining fslendinga s sjáSSstæSisbaráttimni Esla Egilsson: Til þeirra, sem nrðfi fyrir vonbrigðum lagrsai Gnnnarsson: Við, sem stéðum verkfallsvakt Stefán ðgntundsson: TII þeina, sem hafa hesnmgaréfi Sverrir Kristjáitsson: Hiuíverk ísíenzkra menntantanna Einar Olgeirsson: Það þarf nýja sijórn Fundazstjóri: Jaicob Benedikisson Músik í fundarbyrjun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.