Þjóðviljinn - 14.06.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. júní 1953 Thomas Mann var fyrir skömmu í Róm, að taka á móti bókmenntaverðlaunum sem honum voru veitt þar.. ítalski blaðamaðurinn San- og sú sem einkennir það mest, er eftir allt saman hann sjálf- ur, höfundur allra hinna. Við reynum varla að spyrjast fyrir um bókmenntalegar fyrirætlan- . - 1 1 b»i- evrópska menningu, og þeir eru hreyknir af því vegn-a'Þess að þeir þekkja gildi þessarar menningar. Evrópumenn hafa hinsvegar hálfgerða fyrirlitn- landj yðar“. Viðtalið fór fi'am á þýzku og meðan túlkurinn þýddi leiðrétti hann sig: „Það er lesið mikið hjá ykkur nú, miklu meira en áður“. Einhver spyr h.ann um álit hans á skiptingu Þýzkalands og Mann svarar að hún sé til mikils skaða og hann óski þess að takist að sameina landið sem fyrst. Sá sem þekkir verlc Thom- asar Manns kemst ekki hjá þv: .aði „kommúnisma Thomasar Manns“. Hann svaraði því til að honum mundi ekki vera erf- itt að sýna að hann h'efði aldrel verið kommúnisti, en hann kærði si.g ekki um spurningar sem væri aðeins ætlað að vera 'gildrur. Það hefði mátt sýná þessum blaðamanni annan kafla úr fyrrnefndu bréfi Thom asar Manns þar sem hann tal- :ar um mennina sem hann hittij í þýzka alþýðulýðveldinu. erio Tuttino skrifaði þessa grein í því tilefni. í salarkynnum Excelsior-hó- tels í Róm voru boðsgestir enn heldur fáir þégar Thomas Mann kom inn. Hann gekk hratt, smá- stígur, beinn í baki, ekki sér- lega hávaxinn, en framkoma hans vekur strax virðingu. Eng- inn hafði tóm til að hugsa um að hann er orðinn sjötíu og átta ára. Thomas Mann hafði komið inn eins og hver annar boðsgestur, umhugað um að vekja ekki athygli. Hann var reyndar kominn inn í miðjan salinn án þess að margir veittu honum athygli. Við skoðuðum af djúpri aðdáun hið bjarta einbeitta andlit, hvasst augna- ráðið sem stundum verður næstum hörkulegt: við vorum í nálægð mesta rithöfundar hins borgaralega heims. Hann hef- ur lýst uppgangi borgarastétt- arinnar, hápunkti og endalok- um, og persóna hans sjálfs er ímynd stéttarinnar. Við færum okkur nær, dá- lítið hikandi, fullir þeirrar virð- ángar sem aðeips hinir sterk- ustu einstaklingar vekja með manni. Thomas Mann veitir öllum skjót og vingjamleg svör; hann lýsir gleði sinni að vera kominn aftur til Rómar í fyrsta skipti í langan tíma, og finna sig umluktan samúð og virðingu ítalskra mennta- manna. Okkur verður fljótt ljóst að við hittum ekki einkum höfund Töfrafjallsins og Dokt- ors Faustus — þó hann sé að vísu hér líka — heldur mann okkar tíma, sem hefur lifað harmleik hans og þjáðst af völdum hans — og hefur sem húmanisti leyst vandamál dags- ins í nánu og djúpstæðu sam- bandi við þennan heim. Öllum verður ljóst að raunverulegasta persóna verks Thomasar Manns, ir hans, heldur miklu frekar um starf hans í dag og á morgun, því við vitum að hann er næmastur allra á það sem varðar hjörtu mannanna í dag. Mönnum er kunnugt að Thomas Mann, útlægur úr Þýzkaland Hitlers, leitaði hæl- is í Bandaríkjunum og varð bandarískur borgari árið 1944. En nú er hann kominn aftur til Evrópu og hefur setzt að í Sviss. Mar.gir líta á það sem útlegð, sem hann hefur sjálfur valið úr fósturlandí sínu. Blaða- mennirnir hlífa honum ekki í dag. Við spurðum hann: — Ætlið þér að fara a'ftur til Bandaríkjanna? — Hvers vegna skyldi ég ekki fara þangað í ferðalag fyrr eða seinna? Ég hef unnið í Bandaríkjunum löng ár. En ég er fæddur í Evrópu og mig langar til að enda líf mitt í Evrópu. Og kona hans bætir við: — Enginn gæti hindrað okk- ur .að snúa aftur til Banda- ríkj.anna ef við viljum. En við viljum heldur dveljast hér nú. Einhverjir munu minnast .málsgreinar úr bók hans Rom- an eines Romans, þar sem hann segir, eftir að hafa lýst hinni hátíðlegu athöfn er fjölskylda hans tók við borgararéttindum: „Þannig erum við orðin bandarískir borgarar, og við erum fegin að við urðum það undir stjórn Roosevelts, í Ame- ríku Roosevelts (en það er rétt- ara að tala ekki mikið um það)“. í þetta skipti herðum við upp hugann og spyrjum hinn fræga rithöfund um skoðun hans á menningarsambandi Ameríku og Evrópu. — í Ameríku eru margir menn sem hafa tileinkað sér ingu. á amerísku menningar- ástandi. Ég álít að Evrópu- menn megi ekki láta undan hinum .ameriska tækni-isma, því iað hrein tækni nálgast villimennsku; villimenn geta tileinkað sér tæknina en ekki menninguna. Við hlið okkar stóð Novikov, fréttaritari Tass í Róm. Þegar hann tók í hönd hans sagði hann: ,,Ég hef aldrei komið til Rússlands og mér þykir það mjög leitt“. Novikov segir hon- um iað margar bóka hans hafi verið þýddar í Sovétríkjunum og Thomas Mann svarar: „Ég veit að það er mikið lesið í að minnast bréfs hans frá 1949 til þýzks prófessors sem hafði vítt harðlega samúð hans með þýzka alþýðulýðveldinu. Þar stóðu meðal annars þessi orð: „Þér talið mikið um póli- tískan .rétt fólksins og freisi í Vestur-Þýzkalandi. Þar með virðist þér afneita því sem þér hafið sjálfur sagt um misnotk- un þeirra réttinda. Sú misnotk- un er í sannleika svívirðileg. Alþýðuríkið, jafnvel þó þar sé Mræði, hefur þann kost að það er hið svívirðilega og skaðlega sem þar er dæmt til þagnar". Sama kvöld bað einhver hann .að afneita því sem hann kall- „Ég minnist manna seml vinna átján stundir á sólarhring og fórna öllu til að ger.a að raunveruleika það sem Þeirf álíta sannleikann og til þess að skapa þjóðfélagshætti seml munu, ,að því er Þeir segja, gera stríð og villimennsku óhugsanlegt. Sem mannleg verai getur maður ekki verið and-' stæður slíkri viðleitni. Það verður að forðast að stefna! gegn þessu stjórnarfari, í nafnii haturs sem ekki styðst við neina reynslu, fræðikenninga -sem oft hafa reynzt vera! aðeins skálkaskjól of persónu-1 legra hagsmuna". SKÁK Ritstjóri: GuSmundur Arnlaugsson Gligoric sigrezr Nufdori Nú er annað einvígi þeirra Naj- dorfs og Reshevskys senniloga hafið suður í Buenos Aires. Það á að standa 18 skákir, 3000 dollar- ar eru lagðir undir og eiga að skiptast í hlutfallinu 3:2 milli þess sem sigrar og hins sem tapar. Fáir munu spá Najdorf sigri eftir þá útreið er hann fekk í fyrra sinnið, enda benti skák þeirra í Helsinki í fyrrasumar til þess að einhverjar feyrur væru í sjálfstrausti Najdorfs þegar Res- hevsky er annars vegar. Najdorf tefldi ágæta vel í Helsinki og hlaut flesta vinninga allra fyrsta borðs manna, en gegn Reshevsky tefldi hann eins og hugfangjnn og lét ræna frá sér drottningu snemma í taflinu. Najdorf tókst heldur ekki að hreppa fyrstu verðlaun á síðasta mótinu í Mar del Plata, því 16. í röðinni. Þar varð Júgóslafinn Gligoric efstur eins og áður hefur verið sagt frá hér í dálkunum. Þetta er í annað sinn að Gligoric vinnur sigur í Mar del Plata, hann vann 14 skákir, gerði 4 jafn- tefli og tapaði einni. Najdorf vann 11, gerði 7 jafntefli og tapaði einni — fyrir Gligoric. Fer sú skák hér á eftir Najdorf — Gljgoric d2—d4 c2—c4 Rbl—c3 e2—e4 Rgl—f3 6 Bfl—e2 7 0—0 8 d4—d5 9 Rf3—el 10 Rel—d3 11 f2—f3 12 Bcl—d2 13 to2—b4 14 c4—c5 16 Hal—cl 17 c5xd6 18 a2—a4 19 a4—a5 20 h2—h3 21 Rc3—b5 22 f3xg4 23 h3xg4 24 Rb5—a3 25 Ra3—c4 26 Rc4—b6 27 Bd2xcl Rg8—f6 g7—g6 Bf8—g7 d7—d6 0—0 e7—e5 Rb8—c6 Rc6—e7 Rf6—d7 f7—f5 f5—f4 Rd7—f6 g6—g5 h7—h5 Línurnar eru hreinar: sókn á drottningarvæng gegn atlögu á kóng. Hvort má sin meir? 15 Rd3—f2 Re7—g6 Hf8—f7 c7xd6 Bg7—f8 Hf7—g7 Rg6—h8 Þunglamalegir eru liðsflutning- arnir! g5—g4 h5xg4 a7—a6 Bc8—d7 Ha8—c8 Hc8xcl Bd7—e8 Biskupar svarts verja drottn- ingarvænginn vel og nú fer að líða að því að skriður komist á atlöguna á hvíta kónginn. Ridd- arinn á b6 grípur í tómt, en peðið á f4 er jafnoki g-peðanna og riflega það. Svartur stendur betur. 28 Bcl—a3 Rh8—f7 29 Ddl—c2 Rt7—-h6 30 g4—g5 Hg7xg5 31 Hfl—cl Hg5—g3 32 Ba3—b2 Rf6—g4 33 Rf2xg4 Rh6xg4 34 Be2xg4 Hg3xg4 35 Dc2—f2 ----- Nú er ljóst hvert stefnir,, hvítur verður að snúast tjl varnar, hann hefur ekki tma til að nýta c-línuna. 35 ---- Be8-—g6 36 Hcl—c4 Dd8—e7 37 Bcl—b2 De7—h7 38 Df2—e2 Hg4—h4 39 Kgl—f2 f4—-f3! 40 De2—e3 Hh4—f4 41 g2xf3 Dh7—h2f 42 Kf2 —el Dh2—hlt 43 Kel—e2 Bg6—h5 44 Ke2—d2 Hf4xf3 45 De3—g5f Bf8—g7 46 Kd2—c2 Hf3—f2t 47 Bc3—d2 Dhl—dlf 48 Kc2—c3 Ddl—alt og hvítur gafst upp. (49 Kc2 Bdlt 50 Kd3 Be2f 51 Ke3 Hf3t, og mát i næsta leik.) „HELGAFELL ER KOMIÐ!“ heitir greitt eftir Svipal, og er hún á þessa leið: „Þegar tíma ritið Helgafell hætti að koma út 1946, þótti mér sem þetta rit, og áreiðanlega fleiri áskrif endiun, ævi þess verða styttri en við hefðum kosið. Og svo var ég svartsýnn, að ég gerí-i ekki ráð fyrir því, áð það mundi rísa aftur upp á þess- ari jörð. — Eg varð undrandi, þegar ég heyrði það í útvarp- inu og las það í blöðunum, að nýtt hefti af Helgafelli væri komið út. Eg lét það því ekki bíða að ltaupa heftið og lesa. Og varð ég þar ekki fyr- ir neinum vcnbrigðum. í sam- bandi við það vil ég sérstak- lega nefna grein eftir Björn Th. Björnsson listfr., er heitir Afmæliskveðja til Ás- mundar Sveinssonar, mynd- höggvara. Eg tel hana mikinn feng öllum þeim, sem hafa á- huga og smekk fyrir sannri og m’killi list. 'Eg hef iesið Tímaritinu ,,Helgaíelli'' ía oí mikilli álagningu hjá töluvert um slíkt efni, bæði á íslenzku og erlendum mál- um, en þessa grein tel ég mjög aðgengilega fyrir al- þýðu og einhverja þá snjöll- ustu, sem ég hef lesið um skylt efni. Einnig er í tíeft- inu snjall og athyglisverður ritdómur um Gerplu Laxness, merktur „Crassus", og fleira læsilegt. Verði framhaldið eft- ir þessu hefti, megum við á- skrifendur vel við una. Eg vil geta þess, að grein þessi á ekki að verða neinn ritdómur um Helgafell, heldur hugleið- ingar leikmanns í gleði sinni yf;r því, r.ð hafa fundið það gnað — Kvörtun undan Kaupfélagi Kópavogs. aftur, sem var týnt. — Og sérstaklega er hún skrifuö til þess að beina ósk tj] útgef- enda Helgafells, að þeir sjái svo um, ef kostur er, að fram- hald komj á greinum þeim, sem byrjað var á í síðasta 'hefti 4. árg., er heita „Fyrstu íslenzku tímaritin" eftir Hall- dór Hermannsson, og „Alþing isumræður um aðbúnað lista- mamia“ éftir Gils Gúðmunds- son.“ — Svipall. KÓPAVOGSBtJI skrifar: — „Kaupfélag Kópavogs nefnist verzlun sem hóf hér starfsemi fyrir nokkru. Verzlun þessi hefur þegar getið sér orð fyr- ir okurstarfsemi, og er illt til þess að vita um verzlun sem ber kaupféiagsnafn. Eg skal nefna dæmi. I þessari búð kostar litill pakki af Lux — 100 grömm — kr. 5,40, og aðrar pakkastærðir fást, ekki. I nokkrum verzlunum í Reykja vík, þar sem ég hef fram- kvæmt athugun, kosta hclm- ingi stærri pakkar -— 200 gr. — ekki nema kr. 5.00—5.25. Kaupfélag Kópavogs selur þannig þessa vöru meira en iielmingi dýrari en tíðkast í Reykjavík. — Eg hef einnig leitað uppi þessa mkmi pakka í Reykjavík og þar kostuðu þeir frá kr. 2,90 til 3 50 þar sem ég fann þá. Okrið er ó- breytt hvernig sem á þáð er litið. Eg hef talað við verð- gæzlustjóra, en hann segist ekkert vald hafa til þess að skipta sér af álagningu, þann- ig að við neytendur erum al- veg varnarlausir. Eg skal geta þess að hægt er að nefna fleiri dæmj hliðstæ'ð frá þess- ari verzlun, og er óskemmti- legt til þess að vita að kaup- félag skuli ganga á undan með slíka starfsemi." — Kópavogsbúi. SPURNING dagsins. — Á- sókn herliðsins að vissum veitingast.öðum í Reykjavík er kunnari en frá þurfi að segja, og hafa „hinir inn- fæddu“ orðið a'ð víkja fyrir þeim úr sessi, nauðugir vilj- ugir. Stundum er svo yfirfullt af þessum ófögnuOi um mat- artíma, að ófært er að fá borð, jafnvel fyrir fastagesti. En skyldi það vera satt, sem. heyrzt hefur, að jafnvel rót- grónum íha’dsmönnum, kröt- um og öðrum landssöluaðdá- endum sé farin að ofbjóða svo ágengni hersins, að‘ þeir séu farnir að flýja Hressingarskál ann og aðra þá staði, sem herinn sækir mest?!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.