Þjóðviljinn - 14.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. júní 1953 ■4 efmilisþáitur Tweeddragt meS nýju sníSi Þessi dragt er með óvenjulegu sniði. Blússan er ermalaus og hneppt á pilsið, svo að þet'ta virð- ist vera heill kjóll. Án jakka lítur það út eins óg sumarkjóll, en þegar jakkinn er kominn útan yfir lítur það út sem venjuleg dragt. - Fyrirmyndin er frá Magnin og í henni er ekki venjulegt tveed, heidur óvenjulega mjúkt afbrigði, sem engan klæj- ar undan. Annars væri það ekki mjög heppilegt í ermalausa blússu. A.J.CRONIN: LeiS á crð þvo upp Varla eru nokkur heimilis- störf eins leiðinleg og upp- þvotturinn. Hann er e:ns allan daginn og maður er ekki fyrr búinn að þvo upp en aftur fer að safnast í næsta uppþvott. Hvernig sem maður fer að kemst maður ekki hjá því að þvo upp, en það er að minnsta kosti vert að reyna hvort hægt er að auðvelda þessa vinnu. Höfuðreglan stendur eltki í sambandi við sjálfan uppþvott- inn, heldur vinnuaðferðirnar við matartilbúninginn. Ef maður vetir því athygli hversu marga hluti maður notar og hversu margar ská'.ar, föt og potta maður óhreinkar, þá er skyn- samlegt að doka við andartak og velta því fyrir sér, hvort allar þessar skálar séu nauð- synlegar. Það er alltaf gott að koma með dæmi og hér er eitt: Sjálf er ég vön að hræra egg og sykur í leirskál, þegar ég bý til ábæti eða búðing; búð- inginn sjálfan bý ég til í potti og loks læt ég ábætinn í gler- skál þegar hann er tilbúinn. Einn góðan veðurdag varð mér ljóst, áð ég gat hæglega spar- að mér uppþvott á einni sklái í hvert skipti sem ég bý til ábæti. Það er auðvitað elcki mikið og margar húsmæður hnussa sjálfsagt og segja; „Hvaða máli skiptir ein skál“, en það eru einmitt allar skál- Haímagnsiakmörkun KI. 10.45-12.30 Sunnudagur 34. júní Hafnarfj. oe náerenni, Reykjanes. Mánudagur 35. júní Náyrenni Réykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálaveai við Viðeyjar- eund, vestur að Hlíðarfæti og- það- an til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes 4 rne°- og Rangárvallasýslur. arnar og diskarnir sem gera hinn daglega uppþvott svo mik- inn. Það er einnig hægt áð spara mikið þegar lagt er á borð og þá skiptir miklu máli að öll fjölskyldan sé samtaka, Það getur orðið íþrótt fyrir sig, að leggja sem sparlegast á borð, og þáð eru margir réttir sem eru bragSbeztir - beint úr pottinum og því óþarfi að ó- hreinka fat undir þá. Auðveldastur verður upp- þvotturinn auðvitað, éf maður er svo heppinn að búa á hita- veitusvæðinu og eiga uppþvotta- grind. Uppþvottagrindina er að vísu hægt aS kaupa, en hitt er undir því komið hvar maður býr í bænum. Sé heitt vatn í krananum, þá er hægt að gera eins og eiginmaðurinn, sem komst að raun um, að það væri heimskulegt að leggja óhreinu diskana hvern ofaná annan; það væri miklu betra að bera einn og einn fram í eldhúsið og skola af þeim jafnóðum undir heita krananum; á þann hátt kemst maður hjá því að disk- arnir verði óhreinir að neðan og fita og matarleifar klínast ekki um allan diskinn. | Sofasett og einstakir stólar, margar gerðir. Húsgagnabólstmn Erllngs lónssonar áölubúð Baldursg. 30, opin I kl. 2—6. Vinnustofa Hofteig | 30. sími 4166 Á annarlegri strönd iti' Hann varð gjaldþrota. Og nú hefur hann hvílt í gröf sinni í tíu ár. Og síðan hefur hvert óhappið rekið annað. Illgresið þrífst þótt vatn- ið skorti. Enginn til að stjóma nema Don Balthasar. Og hann er dáinn. Dios mío, það er raunalegt, senjór, fyrir Isabel de Luego. Hún er gömul. En lifið elskar hún enn. Og hér er sólin hlý fyrir gömul bein. — Fáið yður meiri mjólk, senjór, hún er sæt eins ,og hun- ang“. Hann hlýddi og hellti volgri freyðandi geitar- mjólk í glasið hjá sér. Hann sá þetta fyrir sér — síðasta fulltrúa gamallar ættar, sem ekki hafði fylgzt með tímanum og orðið undir — og nú sat hún þarna gömul, veikburða, 'ram- arlaus o'g einmana. „Æ, senjór", sagði hún allt í einu. „Þcr hefðuð átt að þekkja Casa de los Cisnes áður fyrr. Ekki í niðurníðslu eihs og nú; — þá niðaði gosbrunnurinn úti á flötinni og margir, duglegir vinnumenn sungu við starf sitt“. Orð hecinar gerðu hana óróa, hún reis á fætur og starði gegnum gluggann og út á flötina. Nú var næstum orðið aldimmt inni og grann- vaxinn, skorpinn líkami hennar var næstum draugalegur. ,,Sá söngur heyrist ekki lengur'1, sagði hún hárri röddu; varir hecmar titruðu lítið eitt; dálítill roði sást í hrukkóttum ikinnunum. „Aldrei meir. Söngurinn í skurð- inum. Ég heyri hann oft þegar skyggja tekur". Það fóru viprur um andlit hennar, minningarn- ar lýstu upp andlit henoar, og Harvey til mik- ils hugarangurs fór hún að syngja titrandi, brostinni röddu: ,,A1 acabarse el trabajo, Y a la puesta del sol, Nos juntamos en la alameda; Brillan les lueiémagas como estrellas, La luna en el cielo está“. Á eftir varð undarleg þögn. Markgreifafniin gerði sig ekki líklega til að setjast aftur; liún stóð grafkyrr, starði fram fyrir sig og hélt síð- an áfram að bragða á ávextiiium og dreypa á mjólk. Margar mínútur liðu, loks leit hún niður og mætti augnaráði Harveys. Þá var eins og hún vaknaði af draumi og hún gaf frá sér snöggan hlátur. Svo kveikti hún á tveim kert- um sem stóðu á borðinu og settist niður jafn hljóðlega og hún hafði risið upp, lét skorpnað- ar hendurnar hvíla í kjöltu sér og gaf frá sér þungt andvarp. Hann horfði niður á diskinn sinn og fór að mylja sundur brauðmola í vandræðum sínum. ,,Mér þykir leitt", sagði hann lágt, ,,að þér hafið orðið fyrir þessu óláni". Hann þagnaði. „Og ef þér viljið hafa mig afsakaðan, þá ætla ég að fara núna“. „Já“, sagði hún loks. „Þér verðið að fara“. Svo var eins og liún virti hann fyrir sér á nýjaleik. „Þér eruð enskur og þér komið um sólsetur. Díos mío, það er undarlegt. Árum saman hefur enginn Englendingur komið til Los, Cishes. Og sá sem síðastur kom, var ekki þér“. Kynlegt bros lék um varir henuar. „Auð- vitað ekki. Því það er löngu liðið, senjór, og þá var enski Nelson í Santa Cruz. Hann beið ósigur eins og þér vitið sjálfsagt. Ay, ay, ay — spönsku hermennimir voru hughraustir. Og eftir bardagann kom Englendingur hingað um sólsetur. Nei, ótiei, þér voruð það ekki. „Brosið varð að hlátri, barnalegum og þó íbyggnum. „Þetta er allt skrifað í bók. Ég hef lesið það oft og mörgum sinnum. Einhvem tíma skal ég sýna yður það. Það er svo raunalegt og undarlegt. Hann kom hingað að leita hælis með unnustu sinni. Hún var systir ensks herfor- ingja. Hér skildi hann við hana og hingað kom ■hann aftur. Pobre de mí, lífið er miskunnar- laust. Þegár hann kom áftur, var hún ekki hér. Farin, farin“. Hún horfði á hann og rödd hennar varð að hvísli. Svo varð aftur þögn. Birtan flöktandi og skuggarnir dönsuðu um dökkleita veggina. Og hugsanir Harveys voru jafn flöktandi. Áður óþekktar tilfinningar gagntóku hann og það var eins og þessi framandi staður, sem skugg- ar fortíðarinnar dönsuðu um, legði á hana fjötra. Svanahöll! Hugsanir hans drógust ándartak inn í dularfullt völundarhús, en hrukku siðan til baka. Hugsanir hans þutu í allar áttir — kynlegar, hræðslublandnar hugsanir — eins og hræddir fiskar í tjörn. Hann var þessum hugs- unum fjandsamlegur, en þó æddu þær um huga hans og fylltu hann þjáningu. Það var eins og hann væri að missa persónuleika sinn, að hann væri að renna saman við skuggana sem dönsuðu um dökka vegg'ina. Hann hrökk upp og reyndi að hafa taum- hald á sér. Hann sá að hún hafði ekki meira að segja. Hann ýtti stólnum til og reis á fætur. „Eg verð að fara", sagði hann aftur. „Ef þér viljið afsaka mig, þá ætla ég til þorpsins. „Já, já. Þér farið ef þér megið til. Mér ber ekki að grípa fram í fyrir forlögunum. Það er ekki löng leið. Manuela sýnir yður veginn". Hún reis á fætur, brosti sama einkennilega brosinu og gekk teinrétt og virðuleg út úr her- berginu á undan honum. „Mauela", hrópaði hún og klappaði saman lófunum framm'í í anddyrinu. „Manuela, Man- ■uela“. Þau biðu þegjandi þangað til konan kom út úr skugganum, hljóðlaust á flókaskóm. „Taktu ljóskerið og fylgdu þessum senjór til þorpsins, Manuela". Það kom skelfingarsvipur á andlit þjónustu- stúlkunnar og hún hristi höfuðið neitandi. „Nei, nei“, hrópaði hún. „Ne:, nei. Ég er búin að þola nóg. Næturloftið er hættulegt.“ „Vísið mér vegkin“, flýtti Harvey sér að segja. „Það er nóg“. „Já, það skal ég gera. Og tunglið er fullt, Ljósker er óþarft". Markgreifafrúin yppti öxlum döpur á svip. „Pobre de mí“, andvarpaði hún. „Manúela vill ekki fara. Vill ekki, vill ekki, vill ekki. En hvað þetta heyrist oft. En nú á ég engan að nema hana. Hlustið á orð hennar, senjór, og hún segir yður til vegar. Og gerið það fyrir mig að koma aftur í þetta hús, þótt það hafi lítið að bjóða. Þér hafið líka mætt and- streymi. Það sést á andliti yðar, senjór. það er ekki hægt að dylja ást og sorg. En guð teiknar beint með bognum línum. Og }iað staf- ar gæfa að komu yðar hingað. Ef til vill yður til handa; og mér. Og nú —- Adiós". Hún sneri sér við með bamalegum virðuleife og gekk hægt upp stigann. Fótatak hennar bergmálaði í anddyrinu eftir að hún var horfin upp í skuggana. Manuela beið eftir honum við dymar. Ilann Iíonan: Hér stenilur að í fani-ahúsum séu flciri ókvæntlr menn en kvæntir. Maðurinn: Þarna séröu, nieim vilja heldur fara í tugthús en . . . Húslióndinn (kemur út í f jós): Hvað ert þú að gera hér, Andrés? Andrés: Bíða eftlr að kýrin beri. Húsbóndinn: Hefurðu beðið lengi? Andrés: Síðan í gærkvöldL Húsbóndinn: I*á er bezt að þú farir inn og biðjir liana Siggu að leysa þlg af, því kýrin heldur sjálfsagt að hún sé borin meðan þú ert hér. Frúin: Mér fannst ég heyra rödd mannrins míns. Vinnukonan: Nel, það var marrið í hurðlnni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.