Þjóðviljinn - 17.06.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. júní 1953 í I. Fundarhúsið í Auðkúlu 'Við Arnarfjörð stemdur á grón- um velli, — og grundin ligg- ur þar fram að fjörumáli. Við frambjóíendur hinkruð- um nokkra stund og biðum þess að fundarfært yrði, því að von var á fólki utan af bæjunum. Eg stóð þar og hugleiddi, hvort ekki -mjTidi vera sami ilmur úr þessari grund eing og Grelöð fann úr Rafoseyrargrúnd, þar nokkru innar. Þar rennur freyðandi ár- spræna fyrir utan, en á ytri bakkanum stendur lítill bær, veggjalágur og gaflinn veit fram að sjónum. Þar hefur eimbúi, Guðmundur Gíslason að mafni. átt heima í 12 ár og er nú nær 78 ára að aldri. Eg sá, að hann stjákl- aði þarna fram og aftur fyr- ir framan bæinn sinn, en hundurimn hans gó öðru hverju að bílunum okkar megin árinnar. Eg brá mér yfir ána tií þess að heilsa upp á gamla manninn. Hann tólc Itveðju minni hlýlega og ég hóf að ræða við hamn um bæinn hang og umhverfið. — Mér þykir ósköp vænt um þennan stað og kann vel við mig héma, sagði hann, — þetta ,er líka ætt- aróðalið mitt, eða það sem eftir er af því, — mín ætt hefur búið hér á Kúlu á þriðja hundrað ár. Það er von að mér þyki vænt um staoinn skal ég segja þér, — þetta er stór, stór jörð og merkisjörð, og í minni ætt hafa verið margir þekkt- ir menn. Það er líka gott að vera hérna á Árbæ, — það eru allir hjálplegir við mig, — ég þarf bara að ditta að þessu héma í kring, — sko — héma ruddist áin upp á bakkann, svo að ég þurfti að setja þessa steina- (hleðslu, það stöðvar hana svolíti'ð, þegar hún bólgnar upp. Má ég ekki bjóða þér inn sem snöggvast? Spumingum mínum svarar gamli maðUrinn hispurslaust og greiðlega. — Eg er fæddur í ágúst- máhúði 1875, árið sem Dyngjufjöll gusu og bæimir á Jökuldal eyddust, — það var minnisvert ár, segir hann. — Hér er ég fæddur og uppalinn og vil hvergi vera annarsstaðar. Það er eitthvað sérkenni- lega þjóðlegt við þennam gamla mann og umhverfi hans. Hann er á bryddum skóm, en þeir munu vera teljandi, sem nú ganga á bryddum íslenzkum leður- skóm. Á þilinu yfir útidyr- unum er fest skeifa og enn- isspöng af hesti. Þegar kom- ið er inn úr hinum lágu dyr- um, býður hann mér inn í herbergið sitt það er eina vistarveran me'ð stafnglugg- anum fram að sjónum. Undir vesturhlið er rekkjan hans, en gegnt henni undir austurhlið er geymsla fyrir áhöld, og þar hanga föt hans. Vinstra megin vi'ð dyrnar, þegar inn er komið stendur kamínan eða elda- vélin, það er lifandi i glóð- inni og kraumar í skaftpotti. Olíulampi hangir í staf skarnmt frá dyrum. En á veggnum er bókahilla. I henni eru margar bækur, flestar í litlu broti, og liggja flatar í hillunum, hver ofan á annarri, með kjölinn fram. Og það eru víðar bækur í þessu herbergi, — í raun- inni ber öll vistarveran mest einkenni bóka. Hérna á borð- inu undir stafnglugganum liggja bækur og við höfða- lagið eru nokkrar í stafla. Þetta ent flest bækur frá síðustu öld og sumar af enn eldri upprtma. með gotneska letrinu. Þó liggur hér á borð inu nýleg bók opin. Það er Svefn og draumar eftir Björgu Þorláksdóttur. — Eg hef nú verið að lesa Biblíuna í vetur, ég hef aldrei lesið hana áður, segir hann. — Þú ihefur nú samt sennilega verið vel kunnugur henni áður. — Onei, bara Nýja testa mentinu, Sálmunum og Opin- berunarbókinni, en ekki Bi'blí unni í heild fyrr, — þa'ð er margt í henni merkilegt, og undur hvað hann Salómon lét gera mikið, það er merki- legt að lesa um byggingarn. ar hans. Og gamli maðurinn sýnir mér ýmsa hluti. Hann sýnir mér öðuskelina stóru, hún hangir þar á nágla, — hann hafði þó átt einu sinni stærri kúskel, hún var svo stór að hann fékk úr henni 14 beit- ur. Hann hefur skrifað ým- islegt á minnisblöð um fer'ða lög sín og um breytingar lofts og veðurfar. Hann hef- ur verið ferðamaður með afbrigðúm t. d. farið 600 ferðir yfir Hrafnseyrarheiði til Þingeyrar og óskaplega margar ferðir á sjó milli fjarðanna. — Það var oft leitað til min til lækniserinda og oft þótti gott að senda mig í kaupstaðinn til að útrétta, þó að ég væri beðinn fyrir 20 stykki þurfti ég ekkert að skrifa mér til minois. Og hann heldur áfram að segja mér frá draumum og álf- konunrfi sinni, og frá þeirri gléði, sem eftirtektin veitir, frá gagnsemi minnisins, frá umbun áreiðanleikans og trú mennskunnar, og frá unaðin- um og örygginu, sem trúin veitir. Svo kom hann með mér út á hlaðið. Það var logn og kvöldfag- urt. Það sá inn í Rafnseyr- arland, en bærinn var í hvarfi. Gamli maðurinn hóf aftur að segja mér frá jörð- inni sinni, sem var þó ekki lengur jörðin hams, aðeíns þessi litli skiki með lága grasigróna bænum. Faðir minn átti fagurt land, stendur þar. Þá fannst mér skyndilega sem- hann væri táknmynd seinasta Islendingsins. Þessu hvarf'.aði að mér eftir sam- veruna með honum í and- rúmslofti baðstofunnar. Þetta var ógnþrungin hugsun. Vof- ir það yfir einhversstaðar í framtíðinni, a'ð sú stund renni að þetta verði sann- mæli? Það er hugsanlegt, að í land námi Islendinga í öðrmn álf- um verði innan tíðar hægt að tala um seinasta íslend- inginn eða seinustu Islend- ingana, í þess or'ðs réttu merkingu, sökum þess að þeir hafa slitnað úr sam- hengi við líf landsins sjálfs, — þess, sem skapar þjóð, — tungu þess og sögu, — en sameinast öðrum jarðvegi, öðrum meginstraumum lífs- ins í hugsun og athöfnum fjarri íslenzkum uppruna. En gæti slíkt hent hér á landinu sjálfu, að þjóðin sog aðist svo í flaum erlendra áhrifa og yfirrá'ða, að sein- asti Islendingurinn stæði loks á eyðiskeri, sem næsta alda skolaði yfir? Var þetta eltki aðeins við- vörun, sprottin þar sem sér ■til Rafnseyrar. Og víkur nú sögu til Reykjavíkur í dag. II. I dág, 17. júni 1953, verða hátíðahöld um land allt, — það er ciíundi afmælisdagur hins eftirsótta lýðveldis á Islandi. I höfuðstáðnum hefur verið auglýst hátíð og landslýður mun fylgjast með lienni, því að mörgu er það- an útvarpað. Þama eru að vísu margir ósköp venjulegir liðir, t.d. mun Erlendur koma áð hljóðnemanum, þegar líða tekur á kvöldið, og borgarstjórinn okkar flytja ræðh á Arnarhóli. Þar hefur hann stundum áður talað fögur orð, lyft undir vonir um fagra framtíð, um borg meiri þeirri, sem nú er, um skóga framtíðarinnar, frelsi. Þetta er nú ósköp venjulegt tal,. við erum að inna a'ð þessu sama hvert við annað við ótal tækifæri. En við tölum líka margt fleira sem okkur liggur á hjarta í sambandi við lýð- veldið okkar. Við minnumst oft daganna 20.—23. maí 1944, þegar fram fór þjóð- aratkvæðagreiðslan um stofn un lýðveldisins og um sam- bandsslit við Dani. Þá voru ef til vill fagnaðarríkustu dagar, sem þjóðici hefur lif- að. Það var hamingja í hvers manns húsi svo framarlega sem hamingjan getur gist heila þjóð á samri stundu. Þeir voru í rauninni bjartari og meiri en hátíðin sem í hönd fór, þótt þá væri tjald- að dýrlegar hi'ð ytra. Ónafn- greindur fjöldinn þusti ' á kjörstaðina til þess að gera sóma þjóðarinnar sem mest- an í þessu máli. Það skyldi ekki vera hægt að segja síð- ar meir, að þjóðin hefði sinnulítil veri'ð rekin til að stíga þessi spor og í skjóli styrjaldar níðst á loforðum og samningum við gamla sambandsþjóð. Uti um sveit- ir landsins fóru flokkar ríð-' andi fólks allir að sama markinu. Þar var ef til vill bjartasta glóðin, þar var í rauninni hver bær að kjósa sitt eigið sjálfstæði. Svo mikill var áhuginn úti um sveitirnar, áð á kvöldi fyrsta kjördags höfðu 11 hreppar lokið kosningu, hver með 100% þátttöku. Að kvöldi 23. maí lauk atkvæðagreiðsl- unni. Höfðu þá yfir 100 hreppar á landinu skilað 100% þátttöku og eian bær, Seyðisfjörður, en me'ðalkjör- sókn á öllu landinu var 98 61%. Og með stofnun lýðveldis á Islandi sögöu já 68862, en noi sögðu 1064. Þjóðin hafði lýít vilja sínum, svo að ekki varð um villzt. A'ðeins Vz % vildi ha'lda konungssambandi áfram, — QQV2 % greiddi at- kvæði með fullum skilnaði. Úrslit atkvæðagreiðislunn- ar voru í maílok birt og til- kynnt erlendum rikjum. — Nokkrum dögum síðar (3. júníj bárust ríkisstjórninni fyrstu heillaóskirnar í til- efni þessa atburðar: Þær voru frá stórveldunum: Bret- landi, Bandaríkjunum og Sovétrikjunum. Mátti líta á árnaðaróskir þessar sem við- urkenningu á rétti Islend- inga. III. Nú hugleiðum við að morgni 17. júní: Um hvað verður talað á Arnarhóli í dag ? Hvað hefur borið til tíðinda í íslenzkri þjóðar- sögu á þessum 9 fyrstu lýð- vcldisárum? Við getum fijót- lega rifjað upp hi'ð helzta: Þjóðin jókst að áræði og dáðum á mörgum sviðum, setti sér markmið í menn- ingarmálum, ný fræðslu'ög, veglega byggingu yfir þjóð- minjasafnið. reisti kröfuna um handritin heim. Hún hóf nýsköpun á svi'ði atvinnu- lífsins, keypti inn í landið ný skip og fullkomin miðuð við nútímann, nýjar vélar til landbúnaðar og iðnfram- leiðslu, byggði verksmiðjur og frystihús, svo að blóm- legt virtist framundan. A'ð hinu leytinu grúfði skuggi yfir þjóðlífinu sökum er- lendrar ásælni. Bandarikja- menn, sem hér sátu síðari styrjaldarárin hliðruðu sér hjá því að standa við gerða samninga um að hvérfa héð- an méð herinn, heldur gerðu kröfur um samninga til 99 ára um landvistarleyfi, síð- an um hernaðarsamvinnu og íhlutun um landsmál. Og við munum þá hrakfarasögu fyr- ir erlendri ásælni. Keflavík- ursamninginn, Atlanzhafs- bandalagið og loks hervernd- arsamninginn svonofnda ’51, sem kallaði yfir okkur her á friðartímum. Og af þessum lirakförum grúfir nú yfir landi og lýð hin versta plága sem risið hefur að þessari þjó'ð, hemámsspillingin og ni&urlægingin og erlend yfir- drottnun, sem ógnar íslenzku sjálfstæði. Nú hlustum við í dag íá orðin, sem falla á Arnar- hóli. Hvort mmi borgar- stjórinn okkar tala um hættur þær, sem stafa af her í landi. Hvort mun hann tala um loforðin og heitin í maí og júní 1944, heitin, sem gefin voru íslenzkri samtíð og framtíð. Hvort mun 'hann segja frá atkvæðagreiðslum alþingismanna, er báðu um erlendan her inn í landi'ð? Hvort mun hann gera grein fyrir atkvæði sínu í hernáms málunum? Hvort mun hann segja írá áætlunum hersins á ísiandi, hvort hann þurfi moira olnbogarúm til skot- æfinga, hvort þurfi að reka flciri bændur af jörðum sín- um, leggja fiskiver í eyði, en byggja. í þess stað her- skipahafnir, hvort mun hann minnast á vændishúski í sinni eigin borg. Við hlustum i dag, því að jafnframt því sem hann talar sem borgar- stjóri, þá kemur hann fram sem fulltrúi þeirrar stjórna.r- stefnu, sem nú ríkir í laadi. til óheilla. — Eða á hvern hátt hagar hann orðum sín- um í dag til þess ao. bi'ðja yöur um atkvæði, heiðruðu lesendur, í kosningunun^ sem framundan eru? Við minnumst þess í dag, hverju svara ber 28. júaí n. k.: Við neitum hernáms- flokkunum og þeirra fylgi- hnöttum um brautargengi. Þeirra stefna leiðir til þess að hin válega hugsun um sí'ðasta Islendinginn iá Is- landi liggi eins og nagandi ormur við rætu.r þjóðar- meiðsins í framtíðinni. Við veitum athygif orðun- um á Arnarhóli í dag, en beinum huganum til Rafns- eyrar. — G. M. M. Ht§ RainseY**!— Á Hrnarhóli Hugleiðingar 17. júní < > < >•

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.