Þjóðviljinn - 17.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJXNN — Mlövikudagur 17. júm USS Þzjá; tillögur um bseytisigar Hér eru mynd- ir af þrem kjól- um, sem alls ekki eru teikn- aðir með breyt- ingar fyrir aug. um, en þac stendur rétt á eama; þeir eru yel fallnir til ■þess og það aðalatriðið. Tveir kjólarnir sýna hvernig iiægt er áð setja nýtt vesti inn í framstykki, og það getur kom- ið sér mjög vel því að oft er það framstykk- ið sem verður blettótt og Tjótt og þarf að endumýjast. Inm í framstykkið á göngubúningnum er sett vesti úr röndóttu efni og dálítill hattur hefur veri'ð saumaður úr sama efni, svo að heildarsvipurinn verður mjög skemmtilegur. Þetta er hægt að notfæra sér á dragt, sem hornin eru farin að aflagast á. Þá er. hægt að klippa, þau af, sníða úr hálsmálinu og út- koman verður svip- uð og myndin sýnir. Hið sama er hægt að gera við dökkan ullarkjól. Ef maður tímir ekki að klippa neitt úr gamla kjólnum er hægt að gera eins og stúlkan á næstu mynd. — Hún hefur sett vestið utaná kjólinn og það er ómögulegt, að vita hvaðþað hylur mikið af blettum og því- umlíku. Vestið kemur ni'ður undan beltinu og það er bæði snoturt og hentugt, þvl að þá he’zt það örugglega á sínum stað. Það verDur strax verra viður- eignar þegar maður' þarf bæði að setja nýtt framstykki í blúss una og lappa upp á pilsið. Þó er hægt að gera það snoturlega eins og sjá má á kjólnum á þriðiu myndinni. Þá hugmynd er vert að taka til athugunar, | ef kjóll er orðinn of þröngur.1 Ef þú kems.t ekki í einhvern BJJ VQm glær eS£i misllt? Þegar maður þarf að velja sér nýja ljóshlíf, vaknar spurnJ ingin: Hvaða lit á ég að velja? Mörgum er illa við glæru hlif- arnar, því að þeim fimst Tjcs- ið frá þeim verða ,,kalt“ og kjósa heldur gulleitar, því að í fljótu bragði virðast þær þægi legri fyrir augað. En er það nú rétt? Ljós gegnum litað gler getur haft sömu Ijósálhrif og ljósið beint frá litaíri peru, en það hefur yfirleitt aðra og fátæk’egri litasamsetningu, vegna þess að hlífin hleypir því ekki í gegn. Ljósið verð- ur því hálfgert villuljós. Því ■ Framhald á 11. síðu. sumarkjól, geturíu klippt hann í sundur að framan, bryddað hann með hvítum bryddingurn og sett inn í hann nýtt fram- stykki í lit sem fer vel við gamla kjólinn. Hvít uppslög lífga hann enn meira upp og þau eiga vel við allar erma- lengdir, ekki aðeins við örstuttu ermarnar, sem sýndar eru á myndinni. Nýja framstykkið má gjarnan vera ögn styttra en gamli kjóllinn. Aftur á móti er ljótt ef það er of sítt. Með því að bæta, heilu stykki inn í kjól- inn verður hann vel víður og hliðarsaumarnir verða dáhtið aftarlega, en það gerir ekkert til, þeir mega gjarnan vera aftarlega án þess að það komi að sök. Eaímagnsiakmörhun Kl. 10.45-12.30 Miðvikudagur 17. júní Austurbærinn og- miðbærinn miiii Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- íötu, Bjarkarpötu að vestan og CTrin2-braiit að sunnan. Fimmtudagur 18. júní Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með örfir- Isey, Kaplaskjól og Seltjarnarriés fram eftir. A.J.CRONIN: Á annarlegri strond ringluð í höfðinu. Og henni var raun að gull- hömrum Forbes-Smith. Hún þráði að vera ein; fá að vera í friði með hugsunum sínum. En klukkan var orðin fimm þegar þau höfðu lokið spilamennskunni. Svo var farið að reikcia út og Dibs og Elissa lentu í heimskulegum deil- um og loks gerði Forbes-Smitli ákveðna tilraun til að kynna hana fyrir „afbragðs fólki“ frammi í anddyrinu. Það var komið framundir kvöldverð þegar hún slupp frá þeim. Hún þvoði heit gagnatigun, fór í íyrsta kjólinn sem hún rakst á og fór aftur rúður til að taka þátt í máltíð. Að henni lokinni bar hún fyrir sig þreytu og loks leyfð- ist henni að draga sig í hlé inn á herbergi sitt. Hún lokaði dyrunum, hallaði scr andartak upp að dyrastafnum, síðan opnaði hún glugg- ann upp á gátt. Það var stytt upp og milli skýjanna glitti í skæran mánaan. Móða hvíldi yfir öllu og þó var nóttin björt. Létt gluggatöldin blöktu mjúk lega í regnþvegnum blænum. Úr fjarska heyrð- ist dauft brimhljóð. Fyrir neðan svalimar sást móta lyrir liljubeði. Ilmurinn — þungur og böfugur eins og ilmur fjólunnar — barst að vitum hennar og fyllti hana sársauka. Þetta var óbærilegt. Húa háttaði sig með hægð og lét kjólinn liggja eftir á góifinu. Ralkt loftið hafði þægi- leg áhrif á heitan líkama hennar. Nú var hún komin upp í rúmið, lá á bakinu og starði gal- opnum augum út í myrkrið. Ilún vissi ekkert hvað timanum leið. Hún heyrði kvakið í frosk- unum; þungt brimhljóðið; næturhljóð gisti- hússins bárust að eyrum liennar. Flugnanetið kringum rúmið hennar var hvítt eins og lík- klæði og henni lá við köfnun. Var hi'in veik, fyrst henni leið svona illa? Það dritt henni aldrei í hug. En samt sem áðúr var hún með hita. Og* í blóði hennar voru eiturefni að verki. Um það vissi hún elcki; hún vissi aðeins að hún gat ekki sofaað. Þrjár stundir liðu áð- ur en hún féil í mók. Það var ein,s og hún sykki Tengra og lengra niður. Og svo fór hana að drejma. Aldrei fyrr hafoi draumur hennar verið svo skýr. Hann byrjaði við gosbrunninn eins og' venjulega; brotna gosbmaninn með málm- svaninum, sem synti afkáralega á vatnslausri skálinni, Litlar grænar eðlur sátu letilega á brúninni og depluðu augunum vinsamlega þeg- ar hún nálgaðjst. Steinhellurnar á stígnum voru þægilegar undir fót, drekatréð lyfti kræklótt- um greiaum; ilmur f jólunnar var þungur og á- féngur. En auðvitað varð hún að fara. Hún hljóp út í garðinn og um leið flugu tveir stórir hvítir svanir upp á milli trjánna og í átt til fjalla. Vængjaþytur þeirra var dásamlegur. Hún klappaði saman lófunum og hljóp í áttina til appelsínutrjánna. Svo varð'henni hverft við. IIúci nam staðar og undrun hennar var fagn- aðarrík. Hann var þarna, í rjóðrinu, sem fram að þessu hafði verið aíSalleikvöllur hennar. Og oft liafði hún séð liann. En andlit hans var ekki lengur óljóst, líkami hans elcki lengur þoku- kenndur. Hún sá hann skýrt og ljóslega. Það var hanci. Það var þá satt, þrátt fyrir allt ■—■ hún hafði haft á réttu að standa. Nú gat hann ekki neitað lengur. Hún fékk ákafan hjartslátt. Hún fylltist innilegum fögnuði. Kún teygði út handlegginn og hljóp í áttina til hans, hló og grét í senn. Hún hló og grét í sömu andránni. Þetta var ólýsanleg hamingjá — hún var of mikil til að geta verið sönn. Það var eins og hjarta hennar stækkaði og stækkaði í barmi hennar. Meiri sæla fyrirfann.st hvorki á himni né jörðu. Loks var henni ljóst hvers vegna hún var hingað komin. Alla ævina hafði hún verið að leita að honum. Og nú var garðurinn fullkom- inn. Hún þurfti ekki lengur að óttast einmana- leik; hún þurfti ekki lengur að skammast sín fyrir bamaleg heimskupör sín. Þarna var hann Ijóslifandi, handan við þjáningu og ikvíða. Og allt líf hennar hafði verið forleikur að þess- ari stund. I gleði sinni fann hún til vorkunnsemi með honum, vegna þess að hann var ekki búina að koma auga á hana. Hún varð að gera vart við sig og sjá fögnuð í augum hans. Hún hvísl- aði nafn hans. Hann heyrði ekki til hennar. Aftur nefndi hún aafn hans, liærra, og ætlaði að hlaupa í áttina til hans. Og í einni svipan var gleði hennar á brott. Brosið stirðnað á vör- um hennar. Hún skildi þetta ekki. Hún gat eikki hreyft sig. Hún reyndi að mjaka sér á- fram, tn fætur hennar voru fjötraðar, líkami hennar óhreyfanlegur. Hún barðist um. Von og ótti börðust um í henni. Hún reyndi að hreyfa sig og nú var hún búin að missa alla von. Og svo vaknaði hún kjökrandi. Örvæntingarfull augu hennar horfðu á dags- birtuna. Hún tók andana á lofti. Hún var ekki í garðinum, heldur hér -— í hversdagslegu svefnherberginu. Hún lá stirðnuð eftir hina hræðilegu martröð í lok draumsins. Og svo fór hrollur um hana. Þetta virtist svo undur- nærri, vg þó var það svo óendanlega fjarri. Hún andvarpaði. Hún var ráðþrota, miður sía eftir hina hræðilegu vonbrigði. Þegar Rosita kom inn með morgunverðar- bakkann, huldi hún andlitið í höndum sér; ctúlkan dró rösklega frá glugganum og sagði: „Nú sjáið þér. I dag er veðrið gott. Ég sagði það líka. Nóg sól handa frúnni“. Mary horfði þegjandi á stúlkuna og var hugsi. Þetta hafði verið svo undurnærri. Allt í einu sagði hún í veikri von um einhverja úr- lausn: „Rosita" — rödd hennar var lágvær og und- arleg —- ,,er nokkur garður hérna nærri; gam- all, eldgamall staður — og svanir koma þangað stundum um sólarlag?“ Rosita leit á hana galopaum augum. Svo hló hún og kinkaði kolli eins og hún viður- kenndi þetta sem afbragðs fyndni. „Nei, Frú. Rósita er kannski dálítið skrýtin, en þetta kannast hún ekki við“. „Ertu viss — alveg viss?“ „Já, frú“. Hláturinn sauð niðri í heemi. „Hér eru garðar alls staðar, það er nú líkast til. En enginn svona. Og hér hef ég verið í tuttugu ár og aldrei séð einn einasta svan“. Mary þagði. Hún heyrði svar Rósitu eins og úr fjarska; hugur hennar var víðs fjarri. Hún fór framúr rúminu og fór í morgun- slopp. Veðrið var yndislegt eins og Rósita hafði sagt En það var orðið mjög heitt; henni var að minnsta kosti heitt og hún var undarlega ringluð. Um leið og hún horfði á dimmbláan sjóinn datt henni í hug að það gæti verið (Síií Húseigandi: Annaðhvort verðið þér að borga eða flytjast burt. Leigjamli: Guði sé lof — þar sem ég var sein- ast varð ég að gera hvortveggja. Indverskt spakmæli: Kona sem segir að hún viiji ekkl giftast segir álíka satt og köttur sem segir: Eg vil ekkl veiða mýs. Heildsaii: I>ér kölluðuð mig í blaði yðar í gær svikara og þrælmenni. Ritstjóri: Nei, það getur ekki hafa verlð mitt blað. I>:ið flytur aldrei annað en jiýjar fréttir. Pétur: Heldurðu að þú vildir eiga mig þó að ég missti til dæmis annan fótinn núna í stríðinu. Ilún: Já, ég vildi þúsund sinnum eiga þig cn nokkurn annan, þó hann hefði jafnvel fjóra fætur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.