Þjóðviljinn - 17.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1953, Blaðsíða 6
£) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. juní 1953 —-—------ þlÓÐVIUINN 1 Ötgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — SósíaHstaflokkurinn. Rltatjórar: Maguús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7600 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. i Frelsisbaráttaa heldur áfram 1 Fyrir níu árum, 17. júní 1944, stóö þjóöin saman sem cin heild og endurreisti lýöveldiö aö Lögbergi. Síöustu tákn hinnar erlendu yfirdrottnunar voru afnumin. Minnug þeirra þjáninga, sem kynslóðirnar höföu oröið að þola sakir erlendra yfirráða tók þjóöin undir orö skáldkonunnar, hina heitu ósk nýlenduþjóðar, sem var að varpa af sér fjötrunum: ,,Svo aldrei framar íslands byggö sé öðrum þjóðum háð!“ Daginn eftir, 18. júní 1944, fylktu Reykvíkingar liöi um götur höfuðborgarinnar og á stærsta útifund, sem liér hefur sézt. mannfundinn mikla á Lækjartorgi, til þess að fagna lýöveldisstofnuninni. Á þeim fundi ávarpaöi fulltrúi Sósíalistaflokksins fólk- ið m.a. með þessum oröum: ..Það eruð þ/ð, fólkið sjálft ,sem hafzð skapað nýja lýð- veldíð okkar. Frá fólkinu er það komí’ð, — fólkinu á það að þjóna, — og fólkið verður að stjórna því, vakandi og virkt, ef hvortveggja, lýðveídinu og fólkinu, á að vegna vel. Það er ósk mín í dag, að fólkið sjálft, fjöldinn, sem skapaði íslenzka lýðveldið, — svo samtaka og sterkt, — megi aldrei sleppa af því hendinni, heldur taka með hverjum deginum sem líður fastar og ákveðnar um stjórn- völ þess. Þá er langlífi lýðveldisins og farsæld fólksins tryggð“. Þaö var rökrétt afleiöing lýöveldisstofnunarinnar aö aiþýöan, meö myndun nýsköpunarstjórnarinnar haustiö 1944, náði: þeim sterkustu áhrifum á ríkisstjórn íslands, sem hún hefur nokkru sinni haft. ísland haföi glataö sjálfstæöi sínu 1262, m.a. sökum þess að höfðingjastétt landsins vanrækti aö' koma upp skipastól, er tryggöi efnahagslegt sjálfstæði landsins. Þaö var rökrétt afleiöing lýðveldisstofnunarinnar, aö alþýöan beitti sér fyrir því aö skapaöur væri hinn glæsilegi skipa- stóll til fiskveiða og flutninga, svo mikill aö slíkt þóttu skýjaborgir, er alþýöan fyrst setti kröfur sínar fram. Farsæld alþýðunnar óx á þessum árum, svo aldrei hef- ur íslenzkri alþýðu liðiö betur en á fyrstu árum lýöveldis- ins, árum nýsköpunarstjórnarinnar. En þeir fjandmenn lýöveldisins, sem strax 1. okt. 1945 höföu reynt að leggja ísland undir sig sem herstöö til 99 ára, — auömenn Bandaríkjanna, — héldu áfram aö brugga íslandi banaráðin. Ameríska auövaldiö geröi vold- ugustu fjánnálamenn borgaraflokkanna handgengna sér og hóf meö aöstoð þeirra árásina á íslenzka lýöveldiö og íarsæld fólksins. Keflavíkursamningurinn, Marshallsamn- ingurinn, Atlanzhafssamningurinn hjuggu hvert skaröiö eftir annaö í varnarmúra lýöveldisins, unz erlendur her aö lokum flæddi inn í landiö 7. maí 1951 og tók aö leggja það undir sig. íslendingar höföu fengið yfir sig herra- Iþjóð á ný. Og aö sama skapi og erlendur hér óx í land- inu, magnaöi innlend yfirstétt í skjóli erlends valds árásir sínar á lífskjör alþýöu, sem nú haföi misst tök sín á stjórnveli lýðveldisins. Sósíalistaflokkurinn varaöi allan tímann við hættunni og skipulagði baráttuna gegn hinni erlendu ágeng-ni. En þjóðin var ekki nógu vel á veröi í kosningunum 1946 og 1949. Þessvegna tókst fjandmönnum íslands að svipta þjóöina svo miklu af ávöxtum lýöveldisstofnunarinnar og alþýðusóknarinnar miklu 1942-47. Alþýöan haföi misst íorustuna í stjórnmálunum, auöklíka Reykjavíkur hrifs- aði hana til sín. En nú ríður á að þjóðin fylki liðí sínu, cúvhuga og sókndjörf. Undanhald/ð í sjálfstæð/smálunum scm ein- k.ennt hefur ár hemámsflokkanna 1947-’53, verður að hætta. Kjararýmunina, sem orðið hefur hlutskipti alþýð- unnar á þessinn ámm verður að stöðva. Frelsisbaráttan heldur áíram. Albýðan þarí að taka forustuna á ný. Stígum á stokk og strengjum þess heit á 9. af- mæli lýðveldisins að sameinast um að reka erlenda herinn úr landi voru. Sameinumst um Sósíalista- flokkinn og bandamenn hans 28. júní. Viitu meira, Arngrímur? Það kemur úr höríustu átt, þegar formaður kennarasam- bandsins, Arngrimur Kristjáns- son, hlakkar yfir 'því í Alþýðu- blaðinu í dag, og gerir mikið úr, að raunhæfum tillögum gegn hernámsspillingunni var vísað frá á kennaraþinginu um helgina. Þetta voru tillögur, samþiykktar á þjóöarráðstefn- unni, sem óskað var eftir að uppeldismálaþingið tæki til um- ræðu og styddi. Þá höfðu kom- ið fram á þinginu tillögur friá hinni einu nefnd þingsins, róm- antískt plagg. Þær tillögur sýndu bezt, hversu kennara- þingið var óraunhæft, og má hryggilegt teljast á slíkum ör- lagatímum, sem íslenzka þjóð- in lifir nú. Þingið þoldi ekki komu kennslumálaráðherrans innfyrir sínar dyr, en hann ba'ð um pólitískaa hernámsfrið. Arngrímur segir, að með tii- lögu minni hafi aðeins verið 24 atkvæði og sýni það fylgis- leysi, hann hefði átt að ganga á snið viö falsanir og geta þess að allir hinir 5 flokkamir höfðu ekki nema 57 atkv. sam- tals. Arngrímur ætti líka manna sízt á íslandi að minnast á fylgisleysi, honum mætti vera minnisstæður hláturinn, sem svall um allt, þegar hann ein- hverju sinni bauð sig fram fyrir Alþýðuflokkinn og náði ekki fullri tö1 u meðmælenda á kjördegi; eða náöirðu tólf, Grímsi ? Ég var að'eins skamma stund á þinginu og fékk af náð að tala í 5 mínútur, en sú stund er pg dvaldi þar var nógu löng til þess að ég varð áheyr- andi að því, að Arngrímur for- maður sambandsins hefur ekki látið af flumbruhætti sínum og var'ð sér til háborinnar skamm- ar með þiví að veitast að dr. Matthíasi Jónassyni, sem í hví- vetna kom kurteislega fram og var géstur þingsins. En einn fundarmanna baðst afsökunar á þessu fyrir hönd uppeldisþings- ins. Viltu meira, Amgrímur. G. M. M. 17» juní 1044-1953 Sjá 1944. Hve íallegt ártal, vinur, manstu það? Þá fæddust okkar yngstu og beztu sögur á aldagömlum þjóðarhelgistað. Þá gerðist það að himinn, láð og lögur sinn lofsöng um þau júnídægur kvað. Ó, var þá ekki framtíð íslands fögur að fyrirheitum? Hvílíkt titilblað! En hvað er nú að nokkrum árum liðnum: Sjá 1953. Var einhver fúafeyra í máttarviðnum og fastastólpar valtir? Skilur þú hvað snerist við í heila á höfuðsmiðnum? — og hvað um okkar frjálsu göngubrú? — Sér rýnið auga feigoarsvip á frionum og frelsi tjóðrað? Hvort er raunin sú? Ó, júnídagur, syngur þú ei sönginn, er sunginn var á gleðistundum Fróns? Er hann að hverfa í geigvæn bagnargöngin, á glapstiginn — til ævarandi tjóns? — Ó, hvað skal dagsins her — sú heljartöngin — sá hvoptur tímans veiðisækna ljóns? — Er brotin niður frelsisfánastöngin, sem fram var borin undir nafni }óns? Að vísu er eflaust hægur hjá að svíkja þau heit sem eru. geíin — innantóm. — En hvað er um þann leik: að lifa og ríkja sem lömb, er haía stungizt úlfaklóm? Ef gott að hrapa í hneysu þá: að sníkja sér harmabrauð, er táknar banadóm, og glata jafnframt orðum: ,,Eigi víkja", er einu sinni geymdu sigurhljóm? En, góði vinur, ekki er bað þjóðin sem afmælinu færir slíkt að gjöf, — því ekki er henni leyít að smíÖa lóðin sem látin eru á metin bak við höf, og ekki er það glaða frelsisglóðin, sem geymist enn frá dal að yztu nöf, — og sízt af öllu stunda ljúflingsljóðin að leggja þyrna á óskasonar gröf. Halldór Hclgason Ilin eindregnu mótmæli Vatnsleysustrandarbænda og aí'drátt- arlaus krafa þeirra 'um brottför hersins af löndum sínum, varð Jiess valdandi, að landrán Guðmundar Guðmundssonar her- námsstjóra og bandaríska hersins var stöðvað. En til Jiess eru skip eftir skip látin flytja hingað skotfæri að nota þau, og nú kváðu Bandaríkjamenn hafa tekið upp skotæfingar á svæðinu milli Sandgerðis og Leirunnar. í búi í Leirunni skýrir svo frá að sér hafi orðið gengið rétt upp fyrir by@gðina og hafi hann þá rekizt þar á nokkur hundruð bandarískra hermanna að skotæf- ingum. Skotaefingasvæðið ó Vatns- leysuströndinni var þó merkt með stórum aðvörunarspjöldum, — þótt hvorki Guðmundur Guð- mundsson hemámsstjóri né bandaríska herstjórnin hefðu kjark til að undirrita þau fyrir- mæli er á spjöldin voru letruð — en svæðið þar sem Bandaríkja- menn skutu á fvrir nokkrum dögum er með öllu ómerkt! Guðmundur hemámsstjóri og Bandarikjamenn hefðu ótt að læra eitthvað af landránsmálinu á Vatnsleysuströndinni, en svo virðist ekki vera, því það mega þeir vita að hálfu ver mælist það fyrir að laumast inn ó ó- merkt svæði og hefja þar skot- hríð án nokkurra aðvarana. Það vita allir, að fái hernáms- fiokkarnir ekki þá ráðningu sem þeir þarfnast í kosningunum, ætla þeir að gerast djarftækari til landránanna eftir kosningar, — en mikið má herraþjóðina kitla í fingurna eftir því að hand- leika byssugikki, að stríðsmenn- irnir skuli ekki geta gert það fyrir vini sína í hemámsflokkun- um að stilla sig um slík tiltæki, bara fram að kosningunum!! Werkamenn á Keflavíkurflug- velli! Ef þið eruð á ferðinni í Revk.tavík. æríuð þið að nota tækifærið osr k.iósa, Verkamenn úr Reyk.ja- vík ættu ekki sízt að hafa það hugfast að kiósa hér fyrir k.iördag, bví það er ekki að vita nema þeir komist ekki til að kjósa á kiördegi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.