Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Aileiðingar bygginga- &g lánf§árbannnsins: FjöSmörg dæmi þess að fóSlc verður að greiða 800-1200 krónur á mánuði ÞaS er ÍhaídiS og Framsókn sem skipu- leggia húsnœSisneyðina fyrir alþýBuna Það hefur aldrei viðgengizt fyrr á Islandi, þrátt fyrir alla erfiðleika sem að þjóðinni hafa steðjað á verstu eymdartímum hennar, að mönnum hafi verið með lagaboðum bannað að byggja yfir sig ibúðir. Það er fyrst á nuverandi niðurlaegingar- tímabili sém slíkt er innleitt af stjórnarvöldum landsins, sam- tímis og allar hömlur eru brotn- ar sem voru í vegi fyrir upp- sögn leiguhúsnæðis og að okrað er á almenningi á hinn svívirði- legasta hátt. Verk ,fyrstu stjórnar Al- þýðuflokksins“ Lögin um Fjárhagsráð voru sett af „fyrstu stjórn Alþýðu- flokksins“, stjórninni sem Stef- án Jóhann Stefánsson var lát- inn mynda þegar nýsköpunin var svikin 1947 og landráðastarf- semin hófst fyrir opnum tjöld- um. En það var ekki aðeins Al- þýðuflokkurinn sem ,að þeirri stjórn stóð. Að henni stóðu einn- ig íhaldið og Framsókn og réðu hvað við tekur þegar frestur er útrunninn garð. og vetur gengur íhaldið heldur að sér liöndum Það íhald sem stjórnar bæn- um og lítur aðeins á sig sem umboðsmann fámennrar auð- klíku heldur að sér höndum og hefst ekki ,að þótt neyðin sverfi að hundruðum og jafnvel þús- undum alþýðumanna sem eru húsnæðislausir eða verða að Það er bannað að byggja íbúðarhús á Islandi nema íyrir náð illa þokkaðrar skriííinnskustoínunar. Að íyrirlagi ríkisstjórnar landsins eru lánveitingar til í- búðahúsabygginga bannfærðar í Deningastoínurmm bjóðarinnar. En það er leyíilegt að segja fólki upp íbúðarhúsnæði og flæma barnafiölskyldur út á aöt- una, sundra heimilum albýðufólks, sem ekki heíur ráð á að greiða þá síhækkandi leigu, er húsnæðis- neyoin skapar samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn. Það eru ráðamenn íhalds og Framsóknar, sem eru skipuleggiendur þessa ástands í húsnæðismálum eæta wutókípiti okurieigunnar almennmgs. Fynr þeirra aíbema er bannað að byggja, bannað að lana til byggmga, en leyít að reka fólk úr íbúðum og út á götuna, — leyfilegt að ckra á þeim sem reyna að klífa þrítugan hamarinn til bess að hafa þak yfir höíuðið! Flóðgátir okursins opnaðar En það var ekki nó.g að dómi ráðamanna Ihalds og Framsókn- ar að banna almenningi að byggja og banna bönkunum að lána fé til íbúðabygginga. Til þess að fullkomna verkið létu þeir lið sitt á þingi leggja það í vald viðkomandi bæjarstjórnar hvort lögin um bann við upp- sögn íbúðar húsnæðis skyldu gilda áfram eða ekki. Og vitan- lega greip flokkur húsaleiguokr- aranna tækifærið fegins hendi. Bæjarstjórnarmeirihluti Keykja- vikuríhaldsins ákvað að nota heimildina sem Framsókn og í- haldið samþykktu á Alþingi. Þannig hafa húsnæðisokrararnir fengið frjálsar hendur til upp- sagna og okurstarfsemi á fá- tækri húsnæðislausri alþýðu Reykjavíkur. UppsagrJr — Okur'.eiga Siðan hefur uppsögnunum rignt yfir leigjendur. Og þeir hafa ekki nema um tvo kosti að velja í mörgum tilfellum: Að bæjarins í byggingamálum er vísað á bug. Er hó hverjum manni lióst að vildi bæjarstjórn- in raunverulega leysa vandann með myndarlegu og framsýnu átaki yrði Fjárhagsráði ekki stætt á að standa til lengdar í vegi. Burt nieð bygginga- og lánsfjárbannið! Það er orðin þjóðarnauðsyn að byggingar- og lánsfjárbanninu verði aflétt, að Fjárhagsráð og allt þess skriffinnskubákn verði lagt niður og fóllcinu veitt frelsi til að byggja sér hæfilegar íbúð- ir En það eitt nægir þó ekki. Jafnframt þarf að gera ráðstaf- anir t.il að opna lánsfjármögu- leika hjá peningastofnunum landsins. Qg h>ð opinbera, bæði bæjarfélögin o,g ríkið verða að hafa forgöngu um að gera því fólki kleift að komast i mann- sæmandi íbúðir, sem nú býr í heilsuspillandi íbúðum, er hús- næðislaust og ekki hefur mögu- leika á að leysa vandann af eig- in rammleik. Kröfur fólksins um frelsi til athafna í byggingamál- unum og opinbera aðstoð í þeim efnum þurfa nú að hljóma sterk- ara en nokkru sinni fyrr, eigi nauðsynlegar úrbætur að fást fram áður en enn meirj skaði er unninn. Umferðarslys Framhald af 12. síðu. í Reykjavík verða þau: full- orðnir 36.54 og börn 54.80 mið- að við 100 þúsund. Lægst hlut- fullstala er í Paris, börn 0.08 og í Detroit fullorðnir 23.99. Á þessu sést að Reykjavlk stenzt hvergi nærri samanburð við Detroit, sem er næst-bílflesta borgin. Umferðarslys þar eru 9.49, banaslys fullorðnir 23.99 og börn 1.47 miðað við 100 þús. Lbúa, en sömu tölur í Reykja- vík yrðu eins og áður getur miðað við 100 þús. íbúa: um- ferðarslys, 336.20, banaslys, á fullorðnum 36.54 og börnum 54.80. Þess ber að gæta ,að hlutfalls- tölur vei'ða okkur óhagstæðari vegna þess hve íbúar eru fáir í Reykjavik miðað við stórborgirn- ar úti í heimi, en hlutfallstölur okkar eru þó ískyggilega háar og ökumenn farartækja ættu að hugfesta vel þá gífurlegu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þessi. hlut- fallstala verður að lækka með vaxandi íbúafjölda. Þess má að lokum geta, að árið 1951 er til- tölulega hagstætt ár. Banaslys á börnum hafa t. d. oft verið fleiri. vitanlega mestu um stefnuna; víkj.a úr íbúðunum, bótt þeir þótt formaður Alþýðuflokksins fengi að vera toppfígúr.a í því stjómarsamstarfi. Norræim blaðamennirnir halda heimieiðis Líklep eiga fá lönd yfir aS ráða eins inikiPi erku og einmitt island segir Andreas Elsnab redsekr. frá Danmörk Flestir norrænu blaðamannanna sem hingað komu til aö sitja aöalfund Norræna biaöamannasambandsins héldu heimleiðis í gær meö Heklu, flugvél Loftleiöa. Nokkrir ætluöu að dvelja hér lengur til þess aö Ky._.iast ísiandi betur. Verkefni Fjárhagsráðs Sósíalistai' bentu þegar í upp- hafi á að raunverulegt verkefni Fjárhagsráðs yrði ,áð leggja bygg- ingarstarfsemina í fiötra, hindra eðlilega þróun í þeim málum, skapa atvinnuleysi hjá bygg'ng- ariðnaðarmönnum. og aukna gróðamöguleika fyrir húsaleigu- braskarana. Allt hefur þetta far- ið eftir. Og nú er svo komið að enginn fæst til að mæla þessari skriffinnskustofnun afturhalds- ins bót, allir fordæma hana o formæla henni, dæma hana ó- verjandj og óalandi. Allt er þetta byggt á fenginni reynslu af starfsháttum Fjárhagsráðs og enginn efast lengur um verksvið þess og skaðsemina ,af því að halda þessari stofnun uppi. hafi ekk; að neinu að hverfa, eða að s®tta sig við að greiða það sem upp er sett, jafnvel þótt húsaleigan gleypi allt að þriðj- ung mánaðarteknanna. Þess eru nú fjölmörg dæmi að leigjendur verða að greiða 800—1200 krónur á mánuði fyrir 2ja—3ja her- berja íbúð, og þykjast margir sælir sem þeim kjörum sæta í samanburði við liina sem verða að hrekjast út á götuna og’ sundra fjöiskyldum sinum. óþolandi ástand Þetta ástand í húsnæðismál- unum er fyrir löngu orðið óþol- andi með öliu og á þó áreiðan lega eftir ,að versna enn haldi svo áfram sem nú horfir. Ofan á uppsagnimar í vor hætast svo nýjar uppsagnir 1. okt. Um sið- ustu mánaðamót fékk fjöldi fólks slíkar uppsagniv í hendur og bíður í algjörri A'dssu um Flestir þeirra komu nú í fyrsta skipti til íslands, en í þessari dvöl sinni hefur þeim gefizt nokkurt tækifæri til að kynnast iandi og þjóð, málefnum og framkvæmdum á íslandi. í fyrri viku ferðuðust þeir þrjá daga um Suðurland en fóru þvínæst til Akureyrar, í Mývatnssveit og landleiðina heim og komu hingað í fyrrakvöld. Létu þeir mjög vel yfir móttök- um og gestrisni Norðlendinga. Nokkrir ísl. blaðamenn sátu með þeim hádegisverð að Garði í ,gær og fluttu þar stuttar kveðjuræður þeir Axel Grönvik frá Finnlandi hinn nýkjömi for- maður Norræna blaðamanna- sambandsins, Hai'aldsson frá Noregi, Bertil Palm frá Svíþjóð og Andreas Elsnab frá Danmörk. Létu þeir allir i ljós ánægju yf- ir kynnum sínum af landi og þjóð. Andreas Elsnab kvaðst hafa komizt að því að undir hinu bera og hrjúfa vfirborði landsins leyndist mikil orka og myndu fá lönd eiga yfir eins mikilli orku að ráða og einmitt ísiand, kvaðst hann óska og vona að landsmönnum sæktist vel .að nýta þessa orku í þágu lands og þjóðar. I Norrænu blaðamennirnir skoð- uðu hér bæði Sogsvirkjunina og Laxárvirkjunina, ennfremur hitaveituna og komu á hvera svæði. Þá kynntust þeir einnig nokkuð mönnum og málefnum hér á landi og má því vænta að af komu þeirra leiði töluverða og góða landkynningu og að eftirleiðis verði skrifað í Norð- urlandablöðin um ísland og ís- lenzk málefni af meiri þekkingu ag betri skiiningi en áður. Is- lenzkir stéttarbræður óslca nor- rænu gestunum góðrar heim- ferðar. GóSur þurrkur í Vestnunnaeyjum Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Undanfarna daga hefur verið hér sólskin og ágæ.tisveður o hafa menn notað tímann til þess að þurrka hey sín. Samkvæmt þessum upplýsing- um fréttaritarans eru Vest- mannaeyjar eini staðurinn á landinu þar sem ekki skortir tilfinnanlega þurrk þessa daga og Vestmannaeyingar þeir einu á landinu sem eru fyllilega ásáttir við skapai'ann um hvernig hann stjórnar veðurfarinu!. Þegar útvegsmenn á Suðvestur- landi og sjáift Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna gera ádeil- ur Sósíalistaflokksins á lánsfjár- kreppuna að sínu máli, eiga ríkis- stjórnarflokkarnir aðeins eitt svar: BERLÍN! BERLÍN! Þegar fólkið fréttir, furðu lost- ið, að dagana eftir kosningar fer fjárliagsráð hinna blíðmáigu fiokka, Sjálfstæðisflokksins og Framsókuar, á stúfana, og lætur draga menn fyrir lög og dóm fyr- ir þann glæp að byggja lítið íbúð- arhús, og fólkið spyr hvort þetta sé í reynd framkvæmd á stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismál- urn, er svarið jafnstutt og jafnlag- gott. — Og svarið er: UNGVERJALAND, UNG- VERJALAND! Og þegar fólkið spyr stjórnar- völdin: Því leggið þið nýsköpun- artogurum, stöðvið liraðírysti- hús, einokið útfiutningsverzlun- ina og scndið þúsundir manna í hernámsvinnu, stendur heldur ekki á svari, hvorki í Morgun- blaðinu eða Tímanum. Svarið er: UNGVER JALAND! KOMM- ÚNISMI! Er mót von þó fólk eig'i bágt með að átía sig á andlegri heil- brigði stjórnarflokkanna og blaða þeirra um þessar mundir? Og fá- vísum spyrjendum gæti komið til liugar að spyrja: Ilvernig getur BERLIN leyst lánsf járþörf síldar- bátanna? Ekki geta reykvískir húsnæðisleysingjar búið á UNG- VERJALANDI. Ekki getur BER- ÍA verið lausn á stöðvun togar- anna og einokun útflutningsins. Því er hætt við að íslendingar haldi áfram að spyrja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.