Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 11
Krisiindómur oq kommúnismi
—- Miðvikudagur 15. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (IX
ÖÍSLENZKA NEFNDIN
Framhald af 7. síðu.
styrjöld hennar. Við séra Jó-
hann munum vera fullkomlega
sammála um það, að sérstak-
lega eðlileg afstaða liggur að
baki því, hve kínverskum
kommúnistum er lítt gefið um
andlega leiðto.ga lýðsins vestan
yfir járntj.ald, og það segir
ekkert til né frá um afstöðu
þeirra til kristinnar trúar.
Fréttir Ríkisútvarpsins höfðu
það um daginn eftir séra Jó-
hanni, að erfiðleikar þeir, sem
kristniboðamir eiga við að
stríða í Kína, stafi ekki af
andúð gegn kristindómi, heldur
af andúð gegn hinum vestræna
heimi, sem annast útgerð þess-
ara trúboða, og eðlilegum ótta
við, að þeim sé sköpuð aðstaða
til skemmdarverka fyrir hönd
hinna grimmu og sterku and-
stæðinga í vestrinu. Það er lífca
staðreynd, að um skeið voru
kristniboðarnir sízt óvelkomnir
írá hendi kommúnistanna. Bar
þar tvennt til. Annað var það,
að kristin trú leysti af hólmi
miklu steinrunnari trúarbrögð
og kom lpsi á rótgróin hug-
myndatengsl, sem voru þræl-
slungnir hemlar á þeirri and-
legu þróun, sem nauðsyn var á,
til þess að kínversk alþýða yrði
sem bezt byltingarhlutverki
sinu vaxin. Hitt var Það mann-
úðar- og menningarstarf, sem
kristniboðarnir höfðu með
.höndum. Þeir leituðust við að
kenna fólkinu að lesa og skrifa,
útveguðu lækna og komu upp
sjúkrahúsum, og margt flhira
gerðu þeir til að lin.a þjáningar
langþjáðia manna. Mér hefur
veitzt sú ánægja að fá að kynn-
ast persónulega Islendingi, sem
um alllangt skeið stundaði
kristniboð í Kína, Ólafi Ólafs-
syni kristniboða. Ég vona, að
honum sé það ekki á móti
skapi, þótt ég geti þess, að
þegar fundum okkar íyrst bar
saman sumarið 1928, þá sagði
hann eitthvað á þá leið, að það
væri erf.itt >að vera trúboði í
Kín,a án þess að hafa samúð
með kommúnistunum þar sök-
um þess áhuga, sem þeir hefðu
á því að bæta afkomu hinnar
þjáðu og fátæku og fáfróðu al-
þýðu. Mér verða ógleymaniegar
frásagnir Ól.afs af starfi hans
austur þar og lýsingarnar á
lifskjörum fólksins. Mér var
það fullkomlega ljóst, að megin-
> þátturinn í starfi hans var
mannúðarstarf í þágu blá-
snauðrar alþýðu, sem stóð' á
svo lágu menningarsti'gi, að
m.anni hrýs hugur við. Mér^
mun seint líða úr minni sá
fögnuður hjartagróins mann-
kærleika, sem leiftraðí af svip
hans og orðum, þegar hann var
að segja frá árangri þeim, sem
■•j hann náði með að bæta kjör
þessa fólks og auka þekkingu
,1 þess og kunnáttu í þeim efnum
K sem talið er sjálfsagt hér í
rt vestrænum heimi að hver mað-
'1 ur fái að njóta. Mér duidist
i ekki, að við þetta starf hafði
^ hjarta hans fyrst og Cremst
verið bundið, þótt jafnvel hann
( sjálfur kunni að álíta, að ann-
| að hafi verið þar enn ríkara.
Ég leyfi mér ekki að óreyndu
að efa, að þannig sé einnig við-
horf annarra þeirra, sem helg-
að hafa líf sitt þessu starfi. Ég
skil það Vel, að þessum mönn-
i '1;'' h. í-.'. *• '• .
um sé það viðkvæmt mál, þeg-
ar þeir eru knúðir til að hverfa
frá því. En þrátt fyrir það
leyfi ég mér nú í lok máis
míns að varpa fram þessum
spurningum: Hvort munu ekki
hjörtu þessara manna titra af
fögnuði, ef öllum þessum
hundruðum milljóna verður
kennt að lesa og skrifa á ör-
fáum árum, ef hundruðum
milljóna þessarar örsnauðu og
kúguðu þjóðar er geíinmý trú
á mennina og lifið, dregið úr
örbirgðarstakknum og leidd til
menningarríkrar lífstilveru?
Munu þeir ekki lofa guð sinn
hástöfum fyrir að frelsa þessa
þjóð undan oki þess arðránr.
sem leitt hefur yfir hana hung-
urmorð milljóna á einum gróð-
ursælasta bletti jarðarinnar,
losa þessa þjóð úr viðjum
þeirra misþyrminga, sem menn-
ingarleysið bakar alþýðunni7
Geta þessir menn átt nokkia
ósk heitari en þá, að þessi fjöi-
mennasfa þjóð . heimsins, sem
aldrei hefur leyff sér að fara
með stríð á hendur annarri
þjóð, fá.i að vera í friði með að
byggja upp þjóðfélag sitt og
bæta sér upp ósegjanlegan ar-
móð margra alda? Og mun ekki
hjarta þeirra svella af glóandi
hatri til þeirra myrkraaíla,
sem búa sig undir að varpa
sterkustu morðtækjum sínum
yfir börn ok konur, æskumenn
og öldunga þessarar þjóðar,
sem nú loks sér sól hamingju
sinn.ar rísa, til þess að geta
aftur leitt yfir hana þær bölv-
anir, sem hún með samstilltu
átaki hefur nú varpað af sér?
Sv.arið við þessum spurniugum
er um leið svarið við því, livort
þessir menn eru kristnir menn
raun og sannle'ka
Hyrti indir lá-
ieiðslifáhrifiiin
Framhald af 5. síðu.
bilun sem breyti öllum persónu-
leikanum. Með dáleiðsluáhrifum
hafi Nielsen komið Hardrup í
þetta ástand, og auk þess hafi
hann gefið honum hvatninguna
til afbrotsins eftir að hann
hafði (Jáleitt hann.
Reiter yfirlæknir segir að
Hardrup sc ekki hættulegur
réttarcrygginu meðan hann sé
undir læknishendi. Ef hann væri
hnepptur í fangelsi væri ekki
hægt að lækna hann. Leggur
Reiter til að Hardrup verði séð
fyrir læknishjálp unz liann sé
orðinn heilbrigður og hættulaus.
Helmilisþáttaiinn
Framhald af 10. síðu.
stendur skemmtilega út fyrir
neðan mittið. Tvöfalda beru-
stykkið á blússunni er mjög
snoturt. Sleppa má slaufunni í
niittið ef til vill og nota mjóa
taúspennu. Á jakkanum eru ská
vasar, og lítil uppslög á ermun-
um. Hentugast er að hafa djúpt
V-hálsmál á kjólnum og setja
svo á hann hvítan kraga. Þá
er hægt að breyta hálsmálinu
margvíslega síðarmeir. Kraga-
laus er kjóllinn fallegur utan
yfir dökkbrúna peysu, háa í
hálsinn, og með kraganum má
gjarnan nota hvíta blússu und-
ir.ef vill.
flvcrjir venida
heimsfriðinn?
Framh. af 6. síðu.
að beita atómvopnum í Kór-
eustríðinu.
Annað meginverkefni heims-
friðarhreyfingarinnar hefur
verið að hindra útbreiðslu
Kóreustríðsms og krefjast
þess affi þeirri styrjöld og öör-
um sem geisa verði tafar-
Iaust hætt, ennfremur að berj-
ast fyrir réttlátum friðar-
samningum við Þýzkaland og
Japan og fyrir afvropaun.
Þriðja verkefnið sem heims-
friðarhreyfingin hefur einbeitt
starfi sínu að undanfama
mánuði er áð knýja stórveldin
til að gera með sér friðarsátt-
mála, og var fyrir tveim ár-
um hafin undirskriftasöfnun
meðal almennings undir kröfu
þess efnis og hafa undirritað
hana eigin hendi yfir 800 millj-
ónir fullorðinna manna í heim.
inum. Árangur af þessu starfi
hefur orðið s:á að svo er nú
komið áð það stendur á
Bandaríkjunum einum að
ganga affi samningsborði á
fjórv'eldafund. Þessi krafa um
samkomulag milli stórveld-
anna er . ennþá . meginkrafa
heimsfriðarhreyfingarinnar og
verður enn að nýju hafin her-
ferð meðal allra þjóða til aö
knýja hana fram.
Á flestum þingum sem
heimsfriðarhreyfingin hefur
háð hefur íslancl átt einn eð.a
fleiri fulltrúa, og nú hafa þrír
Islendingar fengiffi sæti í
heimsfriðarráðinu, auk þess
að Islandi hlotnaöist sá heiður
að Halldóri Laxness voru veitt
friðarverðlaun sem vekur at-
hygli alls heims á þjóð'nni.
Eg hef setið tvo fundi heims.
friffiarráðsins, annan i Beriin
í fyrrasumar, hinn í Búdapost
í Ungverjalandi nú í júni. Eft-
ir að ég kom af Berlínarfund-
inum í fyrra ritaði ég ba'kl-
ing, Skulu bræðiu berjast?
um heimsfriðarhreyfinguna og
aðalmálefnin sem Berl'r.arráð-
stefnan fjallaði um. Eg sé
ekki ástæðu til að endurtaka
það sem þar cr sagt, en mig
langar hins vegar til affi skýra
frá þeim meginverkefnum scm
Búdapestráðstefnan setti
heimsfriðarhreyfingunni og
öðrum sem að friði vilja
vinna.
Ráðstefnan stóð fulla sex
daga, 15.—20. júeií; fóru f jór-
ir dagar í almennar umræður,
tveir í nefndarstörf, og var
kappsamlega starfað allan
tímann. Fyrir voru tek-o þrjú
málefni aðallega, átökin í al-
þjóffiamálum, starfshættir frið-
arhreyfingarinnar og menn-
ingartengsl milli þjóða heims.
Fundinn sátu hátt á 5.
huadrað fulltrúar frá öllum
þjóðum og létu Indverjar og
fulltrúar Súður-Ameríku og
Afríku ekki sízt að sér kveöa.
Hvaðan sem men.n komu lögðu
þeir áherzlu á að framar öllú
yrði affi þin.da tafarlausan endj
á þær styrjaldir sem geisa Ög
einbeita huga allra þjóoa að
því marki að knýja ríkis-
stjómir stórveldanna til áð
leggja niður deilur. set.iast að
samningsborði nú þegar og
gera frið með sér.
Beinið
vlBsklptum ykkar tll þelrra
sem auglýsa í Þjóð-
vlljanum
Framhald af 4. síðu.
strik undir nöfn þessara í-
þróttamanna.
í íþróttablaðinu, Ólympíu-
eldinum og Þjóðviljanum hef
ég minnst á eitt og annað sem
.aflaga fer innan íþróttahreyf-
Hverjir fara tif
Búkarest?
Framh. af 7. síðu.
æska landanna; unga fólkið í
Rúmeníu. Starfsfólk í Dynamó
verksmiðjunni í Búkarest hef-
ur skrifað okkur öllum, sem
mótið sækjum, opið bréf, —
og boðið okkur að heimsækja
sig á vinnustaðinn meðan mót-
ið stendur. Þau segjast hlakka
mikið til að sjá okkur; hafi
mótið og koma okkar veriö
helzta umræðuefni þeirra um
langt skeið. Þau segja að lok-
um:
„Okkur skortir orð til að
lýsa tilfinningum okkar gagn-
vart þeim dásamlega degi er
þið komið til okkar, kæru vnir.
— Jon Negreanu, Nikole
Eparu, Natalia Pavel, Aurel
Daesku, fulltrúar á heimsmót-
inu; Jon Patrasku, vigtari;
Stan Kostase, vélamaður;
Marius Andrei, iðnfræðingur;
Jordan Lasar, færibandsmað-
ur; Sergiu Andresku, iðn-
fræðingur, meistari í kajak-
róðri; Maria Purdel, iðnverka-
liona, stjórnarmeðlimur í rúm-
enska verkalýðssambandinu;
Stela Tokaru, iðnverkamaður;
Mirkea Agapi, Georg Deak,
spólumenn, dansarar í ballett-
flokki verkalýðssambandsins;
Elena Stankiu, iðnverkakona;
söngvari í verksmiðjukórnum;
Saharia Popa, iðnverlcakona,
kórfélagi; Konstantin Var-
saru, vogarmaður, dansari í
listklúbbi verksmiðjunnar;
Elena Karp, spólari, dansmær;
Elena Sarobi, spóiari, dans-
mær.“ B.B.
ingarinnar og bent á margt tij
úrbóta. Þessu hefur venjulegai
verið illa tekið af íþrótta-
forustunni. Hún telur alla
gagnrýni af jllum toga spunna
en ekki umbótavilja. Ég benti
á læknisskoðun íþróttamanna,
sem var í gjörsamlegri van-
rækslu. Þá var hrópað
upp um persónulegar árás-
ir. gagnvart vissum lækni,
og íþróttaforkólfarnir hlupu
fram og sögðust þola skvett-
una enda ættu þeir hana skil-
ið sjálfir. Ég sagði að nokkru
frá hinum dæmafáa rekstrí
íþróttamálanna í sambandi
við Ólympíuförina. Það voru
kallaðar pólitískar árásir. Ég
ihef nokkrum sinnum bent á
skaðlega stefnu iþróttafor-
ustunnar í þjóðernismálunum
og geri enn. Til þess að verja
ádeilurnar hafa þeir ekki
burðugri rrténn en Thorólf
vesalinginn Smith, sem al-
i‘5kunnur ,er af utangarna- og
: alvöruléykisinali sínu í út-
varpinu og Vísi, — og Her-
stein húsbónda hans í listinni.
Ekki er nú hærra risið.
Ég hef aðeins bent á örfá
atriði í binum alvarlegu mál-
um .innan íþróttahreyfingar-
innar. Er þá ekki minnst á
málaferlin o,g yfirhilmingarn-
ar, hrossakaupin, fjáröflunar-
leiðir íþróttamanna í sam-
bandi við vínsölu og fleira
af þessu tagi, sem vitanlega
er nauðsynlegt að ræða opin-
berlega. Það stýrir ekki góðrt
lukku að stefna svo sem nú
horfir. I þjóðernismálunum:
má hvergi slaka á. Þjóðin
verður að láta forustumenn
aeskulýðssamtaka finna hverj-
ar skyldur hvíla á þeim gagn-
vart nútíð og framtíð. Krafa
dagsins er: Enga íþróttasam-
vinnu milli íslenzks æskulýðs-
og hernámsliðsins.
G.M.M.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Almanndtryggingar
Utbergun bétes
Tilhögun á útborgun bóta verðux í júlí
og framvegis hin sama og verið
hefur undanfarna mánuði.
Sjúkmsðmlðg Hsykjavíkui
Eiginmaöur minn
Mikiilás EÍRarssgn,
skattstjóri,
verður jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 16. júlí kl. 16.30, að aflokinni húskveðju
á heimili okkar, Ásvallagötu 26, sem hefst kl. 15.30.
Jarðaö veröur í kyrrþey.
Bióm og kransar eru afbeöin, en þeir, sem með
vinarhug minnast hins látna, eru beönir að láta
Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra njóta þess.
Kirkjuathöfninni veröur útvarpaö.
Klara Helgadóttir