Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJLNN — Miðvikudagur 15. júli 1953
Samfara því, að forustu-
menn íþróttamálanna hafa
igerst áfjáðir í samskiptum við
setuliðið og lagst í andstöðu
við öll önnur menriingarsam-
tök í landinu, hafa þeir skip-
að sjálfa sig í nokkurskonar
óíslenzka nefnd að fyrinmynd
óamerísku mefndarinnar í
Bandaríkjunum. Þessi sjálf-
skipaða óíslenzka nefnd er
mynduð af meirihluta sam-
bandsstjórnar og nánustu
fylgismönnum hennar. Og nú,
eftir stjómarkjörið, má vafa-
laust álykta, að öll stjórn
fþróttasambandsins tilheyri ó-
íslenzku nefndinni. Þessir
imenn hafa við ótal mörg tæki-
færi misnotað ,aðstöðu sína í
íþróttahreyfingunni, dregið
rnenn í pólitíska dilka og
reynt að kæfa alla heilbrigða
■gagnrýni. Hámarki sínu og
sterkustu tökum beitti óís-
lepzka nefndin á íþróttaþing-
,inu og í undirbúningi þess.
VI.
Það hefur yerið eitt verk-
efni himiar óíslenzku nefndar
að beygja til fylgis við Reykja
víkurvaldið alla fulltrúa utan
af landsbyggðini, en svo sem
vitað er, hefur úti um land
almennt ríkt heilbrigðari og
þjóðiegri hugsunarháttur í
þessum málum en í Reykja-
vík. Fulltrúar utan af landi
og aðrir ráðamenn þar hafa
tíðum verið beittir bolabrögð-
um og með ýmsu móti verið
ofurliði bornir. Þó er sann-
leikurinn sá, að Reykjavík
hefur siðferðilega orðið undir
x ,þeim viðskiptum og íþrótta-
forustan og félagsforustan
raunverulega færzt úr höfuð-
staðnum út á landsbyggðina.
Skal bent á eftirgreindar stað-
reyndir:
1. KnattspyrnuforUstan er
komin í hendur Akurnesinga.
2. í samnorrænu sundkeppn
innj var hlutur fólksins úti
um land og þátttaka með
meiri glæsibrag en Revkvík-
inga. Má nefna þess mörg
dæmi.
3. í keppni milli utanbæjar-
manna og Reykvikinga á ,af-
■mælishátíð fþróttalsambands-
■ins gat Reykjavík ekki full-
skipað þátttakendum í öllum
greinum, en utanbæjarmenn
fylltu hvert rúm.
Þjóðareining gegn her í iandi
Oíslenzka nefndin
(Framh. af greininni „Vill herrann láta bursta sína skó?“)
4. iFélagsmálastarf í sam-
bandi við menningarmál og
iþróttir og þjóðleg verðmæti
eru í höndum ungmennafé-
laganna að mestu leyti.
■5. Reykjavík hefur á undan-
förnum árum fengið utan af
landi mikinn fjölda af beztu
íþróttamönnunum sem hafa
sett svip á mót og utanfarir,
methafana í langhlaupum,
spretthlaupum, langstökki,
stangarstökki, þrístökki,
hindrunarhlaupi og auk þess
marga aðra færustu menn, t.
d. alla stangarstökkvara sem
nokkuð kveður að, sundkappa
og marga glímukappa.
Og enn fleira má nefna, sem
sýnir, að kringum miðstjóm
íþróttamálanna í landinu er
doði og ringulreið. íþróttamót
sumarsins í höfuðstaðnum eru
fásótt og deyfðarleg. Þessa
dagana er hér í boði og kepp-
ir heimsmeistarinn í sleggju-
kasti, Norðmaðurinn Sverre
Strandli. Það hefði einhvem
tíma þótt viðburður að fá
slíkan mann á íþróttavöllinn.
Um 300 manns koma til þess
að sjá afburðamanninn keppa.
Hvar er nú áhuginn og eld-
móðurinn, sem íslenzku pilt-
amir báru með sér á Bislet
hér um árið, mættu Norð-
menn spyrja.
VII.
Ef að líkum lætur mun hin
þjóðskaðsamlega afstaða sam-
bandsstjórnar í samskiptum
við setuliðið eiga eftir að
verða örlagaríkust fyrir
íþróttahreyfinguna, sem stend
ur höllum fæti menningarlega
og 'má þvi illa við gálausri
og rembingslegri forustu.
Málið komst á þann rekspöl
eftir „japl og jaml og fuður“,
að stjórn íþróttasambandsins
lagði fram til málamynda á
íþróttaþinginu tillögu um að
þingið ályktaði „að fullrar
varúðar beri ,að gæta í sam-
skiptum íþróttafélaga við
varnarliðið og því ekki æski-
legt ,að íþróttafélögin sækist
eftir slíkum samskiptum“. En
það var aldrei ætlunin að
láta samþykkja svon,a sjálf-
sagðan hlut. Bak við tjöldin
var ákveðið áður en gengið
var til þings að losna við ó-
þægindin af því ,yað gæta
varúðar í sanaskiptum íþrótta-
félaga við varnarliðið“! Og
þegar Böðvar Pétursson, einn
fulltrúanria frá Reykjavík,
kom með breytingartillögu
um að banna öll samskipti
ísl. íþróttamanna við herliðið
í leik eða keppni, var tæki-
færið gripið og komið með
frávísunartillögu, sem samin
v.ar nokkrum dögum áður í
Reykjavík, þess efnis „að
■íþróttaþingið ályktaði , ,að
■sömu reglur skyldu gilda um
keppni við þá (þ. e. hermenn-
ina) og aðra erlenda íþrótta-
menn!“ Þar með voru rök-
ræður skornar niður og and-
stæðingar hernaðarsamvinn-
unnar sviptir málfrelsi. En
svo var í pottinn búið, að
tveir Reykjavíkurfulltrúar,
ekki óliprir þjónar óíslenzku
mefndarinnar, Gísli Halldórs-
son formaður íþróttabanda-
lags Reykjavíkur og Sigurður
Magnússon framkvæmdastjóri
íþróttabandalags Reykjavík’-
ur, höfðu samtals 11 atkvæði
á þinginu eða 1/4 hluta at-
kvæða þingfulltrúa, en aðrir
fulltrúar aðeins eitt atkvæði
hver. Þannig hafði óíslenzka
nefndin með baktjaldasamn-
ingum sölsað undir þjóna sína
meiri hluta atkvæða, drepið
hina þjóðlegu varnarrödd
þingsins, en settu svo kórónu
á verknað sinn með þvi að
fella úr stjórúinni Þorgeir
Sveinbjarnarson, sundhallar-
stjóra, sökum þess að hann
hafð; aldrei gengið á mála
hjá hernámsliðinu. Frímann
Helgason, sem einnig er and-
stæðingur samskiptanna við
herinn, hefði vafalaust hlotið
sömu örlög, en hann varð
fyrri til og lýsti yfir, að hann
tæki ekki endurkosningu, en
hann hefur setið í samb.ands-
stjórn undanfarin 15 ár. Allt
var með pólitískum ráðum
gert og í stjórnina settur
Heimdellingur og annar til.
Hin þjóðlega stefna stjórnar
íþróttasambandsins hefur því
algjörlega verið brotin niður
um sinn. Timinn mun leiða í
' ljós hversu farsæl sú skipan
verður, en engu góðu spáir
hún.
VIII.
Ég gat þess í fyrri grein
minni um þessi mál, að sam-
fara þjónustunni ■ við hernáms-
öflin er rekinn leynt og ljóst
pólitískur áróður innan
íþróttahreyfingarinnar til ó-
þurftar landi og lýð. Ég hef
nefnt dæmið um pólitíska
laumuspilið á íþróttaþinginu.
Skal þá nefna eitthvað fleira
til áréttingar.
Sigurður Magnússon, sem
hér hefur nefndur verið, er
Heimdellingur og gegnir skyld
um sínum eftir beztu getu í
anda þess félagsskapar. Hann
hefur verið gerður fram-
kvæmdastjóri íþróttabanda-
lags Reykjavíkur, en gegnir
auk þess íleiri störfum. Á út-
breiðslufundi Heimdallar fyrir
kosningar var Sigurði teflt
fram sem ræðumanni. Þar var
hann ekki kynntur verzlunar-
stjóri Blöndu við Bergstaða-
stíginn, ekki heldur forstjóri
dansklúbbs eða danshúss,
heldur framkvæmdastjóri
íþróttabandalags Reykjavíkur,
— skiljanlega. Ræðan var
birt í Heimdalli og hófst með
þessum orðum:
„í einu af snilldarljóðum
Davíðs Stefánssonar frá Fagra
skógi segir svo:
í hennar kirkju helgar
.stjörnur loga,
og hennar líf er eilíft
kraftaverk.
Þessar fögru og kjarnyrtu
setningar skáldsins frá Fagra-
skógi lcoma mér oft í hug,
þegar ég hugsa um starf og
■stefnu Sjálfstæðisflokksins
fyrr og síðar.
Stafar ekki viss logi af
starfi Sjálfstæðisflokksins, og
er ekki þáttur flokksins og
Sjálfstæðismanna í hinum
margþættu umbótamálum ís-
lenzku þjóðarinnar á undan-
fömum árum í vissum skiln-
ingi kráftaverk." (Leturbr.
hér).
Æjá, við skulum ekki halda
lengra. Ég tek þetta ekki sem
háð um Sjálfstæðisflokkinn
frá hendi Sigurðar, hann hef-
ur sýnt m. a. á íþróttaþing-
inu, að honum er alvara að
vinna eft-ir beztu getu gegn
æskulýð landsins í anda
hernaðarstefnunnar.
Mætti nú spyrj.a íþrótta-
forustuna hversu marga tugi
þúsunda króna Gísli Hall-
dórsson, (sá sem rogaðist með
atkvæðafjöldann á þinginu)
hefur fengið fyrir aukastörf
hjá íþróttahreyfingunni á
undanfömum misserum? Eða
hefur Gísli aðalstarf sitt hjá
íþróttahreyfingunni? Sé svo,
að hann hafi aðalatvinnu hjá
íþróttafélögunum, hvernig get-
ur það þá samrýmst, lögum
samkvæmt, að hann fari með
atkvæði áhugamanna og r-áði
þannig með mörgum atkvæð-
um úrslitum i örlagaríkum
málum svo sem á íþróttaþing-
inu? Á hvaða forsendum
vinnur hann gegn æskulýð
landsins í anda hernaðarstefn-
unnar?
Ég hef áður getið þess að
forseti íþróttasambandsins
setti á nokkurskonar svartan
lista alla þá íþróttamenn, sem
skrifuðu undir Stokkhólms-
ávarpið svonefnda, en það var
áskorun til allra þjóða að
beita sér fyrir friði í heimin-
um. Kommúnismi, tautaði
forsetinn og setti feit svört
Framh. á 11. síðu.
i Ií*. Eo' 0 ’ji • 5 **•
SPURULL skrifar: „Kæri Bæj-
arpóstur! — Eg vona, að þú
fyrirgefir lítilfjörlegt tilskrif,
og vík svo að erindinu. Hefur
þú ekki ráð á neinum íslenzku-
fræðingi, sem hægt væri að
■ beina til ýmsum spurningum
. um íslenzkt mál svipað og til
þáttarins í útvarpinu, sem nú
er í sumarfríi. Ennfremur
gæti hann fordæmt helztu mál
villumar í ræðu og riti, birt
lista yfir þær vikulega og bent
. á hin réttu orð í staðinn. —
Hér er ég með eina spurningu:
Hver skollinn er þetta „á
næstunni“, sem allir eru með
á vöruaum og lekur úr hverj-
um penna ? Er þetta nokkur ís-
lenzka? Eg sé æ sjaldnar orð-
in bráðlega, skjótlcga, innan
skamms o.s.frv. fyrir þessu.
Það væri gott að fá dóm um
þetta og þar með rétt til að ráð
ast gegn því. Slíkum drauga-
gangi ætti annars ekki að
vera vært í bjartnættinu. —
Spuruir.
Orðíæð almennings vex — Rangar beygingar og
tökuorð ryðja sér til rúms — Venjum okkur á að
nota góð og gömul orð úr ritmálinu í daglegu taii.
ÉG ÞAKKA þér fyrir tilskrif
þitt, Spurull. Vissulega hef cg
ráð á íslenzkufræðingi, jafa-
vel fleiri en einum. Eg hef oft
þurft á því að halda að hringja
í þá og spyrjast fyrir um
haldgæði eða uppruna orða og
orðasambanda í daglegu eða
rituðu máli. Þeir hafa yfir-
leitt tekið spurningum mínum
vel og leyst úr þeim eftir
beztu getu, enda held ég þeim
hljóti að þykja vænt um það,
■þegar þeir eru spurðir, því
nógu margir yirðast alls eng-
an áhuga hafa fyrir tungu
feðranaa og þykjast jafnvel
upp úr því vaxnir að leita sér
fróðleiks um hana. — En svo
ég svari þér nánar, þá er það
fyrst að segja, að Bæjarpóst-
urinn er í þann veg að skipta
um starfsmann, sökum brott-
farar þess af landinu, sem hér
heldur á penna. Hvort sá, sem
við tekur, mun hafa þann sið
að fjalla að staðaldri um ís-
lenzkt mál, get ég því miður
ekkert sagt um. En ég geri
ráð fyrir því, og vil því hvetja
bæði þig og aðra að senda
Póstinum fyrirspurnir um ís-
lenzku, rétt eins og hvað ann-
að sem þér kann að detta í
hug og þú heldur hann geti
leyst úr.
ÞEGAR ég uadirbý þennan Bæj
arpóst, virðist enginn af ís-
lenzkusérfræðiugum landsins
vera tiltækur til að spyrja
hann um orðalagið ,,á næst-
unni“. Eg verð því að svara
þér upp á eindæmi, eftir því
sem ég er maður til. Og ég
held mér sé óhætt að fullyrða
að orðasamband þetta sé ný-
komið inn í máiið, varla eldra
en 15 til 20 ára. En það hef-
ur unnið sér hefð, svo að jafn-
vel útvarpið notar það að stað
aldri. Næstan er alveg nýtt
nafnorð í málinu, og satt að
segja finnst mér það ekki fal-
legt. Eg myndi reyna eitthvað
til að útrýma því, ef ég teldi
ekki nauðsynlegt að leggja
megináherzjuna á að útrýma
ýmsu öðru úr málinu, sem á-
reiðanlega er ennþá hættulegra
en það. Sem dæmi vil ég nefna
þágufallssýkina og leifarnar af
dönskunni (fyrir nokkru síð-
an) o.s.frv. — Geymirar seg-
ir fólk í staðinn fyrir geyinar,
komustum í staðinn fyrir
komumst, mér langar í staðinn
fyrir mig langar, mér hlakkar
til í staðinn fyrir ég hlakka til,
auk þess sem allskonar óþörf
skrípaorð eru að ryðja sér til
rúms í daglegu tali, mikið fyr-
ir amerísk áhrif. Sú andlega
deyfð, sem amerísk ómenning
elur upp i þjóðinni, gerir hana
áhugalitla um menningu sína
og varnarlausa fyrir hvers-
kyns úrkynjun, svo í meðferð
móðurmálsins sem öðru. Þetta
sýgur sig jafut og þétt inn í
þjóðarlíkamann, fyrst þar sem
hann er veikastur fyrir, í þétt-
býlinu, breiðist síðan út um
svéitir og inn í rithátt henn-
ar, sé ekki fyrir það tekið í
tæka tíð. x