Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. júlí 1053 A.J.CRONIN 69 Á annarlegri ströndí Tékkneskt eldhús Eldhúsið sem við skimum inn í dag er úr nýbyggðri íbúð í Tékkóslóvakíu. Þótt Tékkar byggju fyrir stríðið við betri Qifsskilyrði en flest hin Austur- evrópuríkin, var þar húsnœðis- skortur og íbúðirnar voru flest. ar litlar. Á styrjaldarárunum varð húsnæðisskorturinn enn tilfinna.nlegri. Og það kom í hlut nýja skipulagsins að bæta úr vanrækslunni í húsnæðis- málum. Nú eru því miklar foyggingaframkvæmdir þar í landi — og íbúðiraar eru hent- ugar og vel úr garði gerðar. Og um leið er húsaleigunni íhaldið .niðri, svo að hver einasti verkamaður geti haft efni á að foúa í góðum húsakynnum. Árið 1952 voru byggðar 25.000 nýjar íbúðir og 34.500 voru í smíðum — meðal annars íbúðin sem þessi mynd er tekin d. Húei er í nýju íbúðarhverfi q Prag, og þótt lítið megi ráða ■af myndinni um þægindi íbúð- arinnar, gefur hið litla sem sést þó góð fyrirheit. Gaselda- vélin er með loki til að fella niður yfir eldhólfin þegar þau eru ekki í notkun. I horninu öðru megin er isskápur og tak- ið eftir hvað gluggunum er lok- Baímagnstakmörkun 1 dag- verður straumurinn tckinn af sem hér segir: KI. 9.30—11.00: Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 10.45-12.15 rvágrenni Reykjavikur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík í Possvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- ernes. Árnes- og Rangárvallasýslur. Kl. 11.00-12.30 Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. KL 12.30-14.30 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu £ið vestan og Hringbrautar að sunnan. KI. 14.30-16.30 Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtlð með flugvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með öríir- Uey, Kaplaskjól og Seltjamarnes fram eftir. að á haganlegan hátt. Það er engin hætta á að bömin klifri upp í gluggann og opni hann. Óskadragf Ingu Ingu langar mjög mikið að eignast dragt, en hún hefur ekki efni á að kaupa hana og hefur henni dottið í hug að koma sér upp kjól, sem gæti að nokkru leyti komið í staðinn fyrir dragt. Það á að vera kjóll með sléttu, þröngu pilsi, sem nota má sérstaklega. Og efnið sem Inga á er mjúkt, dimm- brúnt ullarefni, sem upphaflega var ætlað í vetrarkjól. Kjóllinn má gjarnan vera með einhverju hvítu í hálsinn og lielzt þarf að vera hægt að nota við hann hvíta blússu ef á þarf að halda. Við foirtum teikningu af jakkakjól, sem getur gegnt sama hlutverki og dragt. Pilsið er mjög þröngt, en það borg- ar sig að hafa í því fellingu að aftan, svo að hægara sé að ganga í því. Blússan er síð og Framhald á 11. síðu. Cruz — í húsinu sem harun tók á leigu handa henni — betra en á þessum hræðilega stað. Henni batnar fyrr þar.“ Hann þrýsti höndunum að gagnaugunum. Hann var eiáfölur í andliti; það var eins og hníf væri stungið í síðu hans. Hann gat ekki verið reiður lengur. Hann hafði ekkert að reiðast yfir. Það fór hrollur um hann. Svo minntist hann óráðsins: ,,Hvers vegna fara þeir með mig burt.“ Hún hafði hrópað það hvað eftir annað; endurtekið það í sífellu. Var það fyrirboði þessa aðskilnaðar? Hugsanir hans flugu viða. Það var eins og hann horfði á atburðina úr órafjarlægð í tíma og rúmi. Og samt færðust þeir nær — urðu skýrari. Allar fyrri hugmyndir hans fengu nú staðfestingu. Það voru tilfinningar hans ein- ar sem framleiddu þessa sýn. En hann sá þetta fyrir sér eitt andartak. Það var eins og tjald lyftist og félli síðan aftur. Súsanna leit upp. Elding lýsti upp herberg- ið og sýndi skelfinguna í augum hennar. ,,1 guðsbænum," hvíslaði hún. ,,1 guðs bæn- um, vertu rólegur. Eg þoli ekki að sjá þig æst- an.“ Hún gekk til hans, dró þungt andann og lagði höndina á liandlegg hans. „Skilurðu ekki, skilurðu ekki að það er bezt svona. Þetta leiðir allt til góðs. Þú hefur gert skyldu þína. Nú hefur þú ekki meira að gera.“ Augu hensiar voru full af tárum, þegar hún livíslaði. „Elsku vinur, skilurðu ekki hvað mig tekur það sárt að þér líður svona illa ? Ó — það er satt. Eg sver það við Guð.“ Rödd hennar titraði af ástríðu. ,,Ó, — óg vildi gefa sáluhjálp mina til að gera þig hamingjusaman.“ Hann lét fallast niður í stól og huldi andlitið í höndum sér. Hún horfði á hann og tárin runnu niður kinnar hennar. Og allt í einu brauzt ást henn- ar á honum fram og lét ekki aftra sér. Hún hafði strengt þess heit að gefa henni aldrei útrás framar. En — hún féll á hné við hlið hans. „Hlustaðu á mig.“ hvislaði hún. „Eg sárbæni þig að hlusta á mig. Þú hefur bjargað lífi hennar. Það er nóg. Hún er gift. Og maður hennar elskar hana. Þessu geturðu ekki breytt. Ef þú elskar hana, þá reynirðu ekki að breyta því. Ef þú gerir það, þá saurgar þú fallegar tilfinningar. Það væri ekki þér líkt. Nei, alls ekki. Því að þú hefur verið dásamlegur.“ Hún dró andann ótt og títt. „Þú ert svo duglegur, djarfur og göfugur. Já, þú verður að lilusta á mig. Mér stendur á sama. Frá þeirri stund er ég sá þig á skipkiu og gat lesið þjáningar þín- •ar, hef ég ekki getað hugsað um annað en þig. Gefðu mér tækifæri.“ Hún greip ofsalega um hönd hans. „Gefðu mér tækifæri til að sanna þér það — gerðu það. Þú elskar mig ekki. En ef til vill gerirðu það með timanum. Gefðu mér tækifæri til að vera hjá þér og hjálpa þér, annast þig. Eg skal vinna fyrir þig, þræla fyrir þig. Guð minn góður, ég gæti gengið í dauðann fyrir þig, ef þú gæfir mér tækifæri til að sýna þér að ég elska þig.“ Hann leit upp og horfði á hana. Andlit hans var sviplaust en úr augum hans mátti lesa hryggð. „Nei,“ sagði hann þungiun rómi. „Mér þykir það leitt, Súsanna. En það er ekki hægt heldur.“ Það fór titringur um hana, þegar hann nefndi nafn hennar. „Ertu viss um það?“ stundi hún. Hann leit þegjandi undan. Hún þagði líka og tárin blinduðu hana. Svo leit hún niður fyrir sig og það fór hrollur um hana. „Eg skil,“ sagði hún hálfkæfðri röddu. „Fyrst svo er, þá er það ekki til neins — ekki til neins.“ Hún brölti á fætur. Enn hafði hvesst og það ----- ■ ---- — ■’j gustaði kalt um hana. Guð minn góður, hugs- aði hún, hvers vegna skapaðirðu mig svona Ijóta og leiðinlega? Hvers vegna gerðirðu mig ekki fallega, svo að hann gæti elskað mig? Svo var loks eins og eitthvað slokknaði hið innra með henni. Hún leit vonleysislega á hann, þar sem hann sat álútur í leðurstólnum: drykklöng stund leið; svo sagði hún hljómlausri röddu: „Eg var að fara þegar þú komst. Og nú er bezt að ég komi mér burt — fyrir fullt og allt.“ Ilann reis þunglamalega á fætur; liorfði í aðra átt og sagði: „Á ég að fylgja þér til bróður þíns?“ Hún hri3ti höfuðið. „Nei. Vertu ekki að því.“ Hún stóð fyrir framan hann, horfði upp til hans, handleggir hennar héngu máttlausir nið- ur með hliðunum, líkami henoar sljór og magn- laus. Svo teygði hún sig allt í einu fram og kyssti liann. Henni var það sár kvöl að finna ískalda kinn hans við brennandi varir sínar. Hún fór aftur að kjökra. Hún var enn að kjökra, þegar hún fór út úr herberginu. Hún hafði skelfilegt hugboð um, að hún fengi aldrei að sjá hann framar. XXVI Hún hafði að minnsta kosti Róbert. Hún þakk- aði guði fyrir það, meðan hún brölti upp hlíðina móti regni og roki í áttina að Rodgers plant- ekrunni. Það var komið ofsaveður, regnið helltist úr loftinu, og þar sem lækurinn hafði áður seytlað, ruddist nú fram gulur, beljandi vatnselgur. Ömurleiki kvöldsins fann hljómgrunn í örvænt- ingarfullri sál liennar. En ein dýrmæt hugsun stóð þetta allt af sér: Bróðir hennar! Róbert, elsku Robbi. Hann gat huggað hana. Já, það gat hann — og hann myndi skilja hana. . Hárið límdist við andlit hennar, jakkinn henn- ar var óhnepptur og í hendinni hélt hún á lítil- fjörlegri tösku, og hún var býsna óburðug að sjá. Ef hún hefði verið stödd á götu i Okeville hefði hún getað verið þreytt kennslukona á leið í friðsælt leyfi. En það var enginn friður í sál hennar. Og leyfið hennar Súsönnu átti eftir að verða undarlegt! Hún gekk út úr sedrusskóginum og nálgaðist hús Rodgers. Hún opnaði hliðið og gekk upp ak- brautina. Ljós logaði í einum glugga á neðstu hæð. Hún gekk upp tröppurnar, opaði útidyrn- ar og lagði töskuna frá sér í anddyrið. Svo gekkhún inn í setustofuna. 1 óvistlegri stofunni, búinni fáeinum gulleitum eikarhúsgögnum, lagðri óhugnanlega gljáandi gólfdúk, sat Rodgers við borðið. Hann var að lesa í nýja testamentinu við ljósið frá litlum lampa með grænni hlíf. Og hann var einn. Hann leit upp, virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja, svo komu liörkuviprur um blóðlausar varir hans og liann tók til máls. „Þú ert komin aftur,“ sagði hann og í rödd hans var nístandi kuldi. XdULT OG CAMW4 Benedikt hét vinnumaður Kristjáns kaupmanus á Sauðárkróki. Yfirsetukonn |>ar á staðnmn átti merkisafmæli. Voru í því tilefni liafin samskot og hennl gefin mynd í ramma. Benedikt var spurður hvaða mynd þetta hefði verlö. Eg held hún hafi verið af Iíristi eða einhverju því fólkl, svaraði Benedikt. — (Isl. fyndni). Það var von á píanókennaranum á liverri mín- útu. og litli snáðinn beið lians rólegur. Þvoðirðu þér um hendumar? spurði mamma hans. ? Já. Og í framan? Já, mamma. Og á hakvið eyniu? Já, Jieiro megin sem velt að kennaranum. Ef }>ú lánar manni fimmtíu krónur og sérð hann aldrei framar, þá borgar það sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.