Þjóðviljinn - 18.07.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.07.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. júlí 1953 — J>JÓÐVILJINN — (7 I. Fyrir hundrað árum (1953) skeði sá atburður í frelsisbar- áttu þjóðarinnar að út var gef- ið „Stafrófskver handa Minni manna börnum". Án kunn- leika á þessu tímabili kann mönnum að virðast svo sem útkoma stafrófskvers væri hvorki bókmenntaviðburður né innlegg í þjóðfrelsisbaráttu. Þó var þetta svo. Kver þetta var nokkurskonar uppreisnar- rit gegn ,,Lestrarkveri handa lieldri manna börnum", sem Rasmus Rask gaf út 1830. Að hinu leytinu báru þessi kver bæði tákn nýja tímans, latínu- letrið. Um þessar mundir stóð orusta milli gamla og nýja let- ursins. Gotneska letrið hafði setið í öndvegi og vildi sízt þoka um set fyrir hinu út- flúrslausa latínuletri. 1 eftirmála þessa kvers seg- ir m.a.: ,,Mínir heiðruðu minni menn! .... Ég áleit líka, að reynandi væri að bjóða Staf- rót'skver með latínuletri handa minn; manna börnum, fyrst Rask sálugi hafði komið með þesskonar kver handa meiri manna börnum. Eg vissi samt af því, að meðal þessara minni manna voru þeir ennþá til, sem litu hornauga til lat- ínuletursins og kölluðu það heiðna letrið, sem eigi væri hafandi á annað en römmustu tröllasögur og rímur.“ Af þessu má ljóslega sjá, að þessi nýbreytmi átti örugt upp- dráttár. Og í raun og veru skín þarna í eitt sverð í frels- isbaráttu þjóðarinnar, — sverð sem notað var til þess að höggva á bönd andlegrar kúg- unar og misréttar, sem kom meðal annars fram í þeim hugsunarhætti, að einungis hinir „heldri meno“ og börn þerra væru borin til lærdóms og embætta. Fleira gerðist tíðinda 1853, er snerti alþýðufræðsluna í landinu. Skal þar nefnt, að á Alþingi lagði konungsfulltrúi fram „frumvarp til tilskipunar um stofnun barnaskóla í Reykjavík". Nefmd, sem kosin var í málinu lagði m.a. til að brennivínstollur yrði lögleidd- ur, og „tolli þessum varið til þess að stofna og viðhalda barnaskólum í hinum einstöku lögsagnarumdæmum landsins, þar sem tollurinn er goldinn.“ Á þessu ári fæddist að Ás- bjarnarstöðum í Stafholts- tungum drengur, sem einn merkasti skólamaður á fyrri hluta þessarar aldar, séra Magnús Helgason, kallaði síð- ar ,,hinn bjartsýna, trúrækna og óþreytandi alþýðukennara" íslenzku þjóðarinnar. Það var Guðmundur Hjaltason, sem hér verður minnzt með nokkr- um orðum. II. Guðmundur Hjaltason virð- ist borinn til þess hlutverks að ,,ganga um kring og gera gott“ á meðal alþýðufólks á sviðum þekkingar, menntunar og félagsmála. I blóði hans ólgaði fróðleiksþörfin og þeg- ar hann hafði numið eitthvað til uppbyggingar lagði liann allt í sölumar til þess að færa vaknandi þjóð sinni árangur- inn, henni til vegs og þroska. Hann fer.ðaðist yfir fjöll og firnindi, til hirína afskektustu staða til þess að flytja boð- skap sinn um trú á landið og Alþýðufrœðarinn Gnðmundnr Hjaltason 1853-17. júlí-1953 fólk þess og fræða um strauma og stefnur í menningarmálum erlendra þjóða. Sennilega hef- ur enginn Islendingur flutt jafnmörg erindi og ræður sem Guðmundur Hjaltason, bæði utan lands og innan. Hann er mesti farandpredikari þjóðar- innar. * í nágrannalöndunum kynnti hann menningu íslands, en boðaði hcr heima trúna á nýtt og betra líf, ef alþýðunni væri að verðleikum lyft upp úr þekkingarleysi til bóklegrar og verklegrar menningar, — úr Guðmundur Hjaltason úrræðaleysi einstaklinga til fé- lagshyggju og samvinnu. Hans verður því lengi minnzt sem mikils alþýðufræðara o-g verða áhrif hans á samtíðina sekit rakin til hlítar. III. Guðmundur fæddist 17. júlí 1853. Foreldrar lians voru Hjalti Hjaltason bóndi á Högnastöðum og Kristín Jónsd. bónda á Síðumúlaveggjum.Ólst upp á Ásbjarnarstöðum, en fór ungur utan og stundaði nám í lýðháskóla í Gausdal í Noregi. Hann var því einn hinna fyrstu íslendinga sem kynnt- ist lýáskólastefnunni, sem þá fór eldi um Norðurlcndin og í kjölfar liennar og samhliða henni Ungmennafélagshreyf- ingin. Meðan Guðmundur var í þessari fyrstu námsferð til Noregs, flutti hann um 70 fyr- irlestra um Island í kaupstöð- um og sveitum Noregs. Þfegar hann var 24 ára að aldri fór hann til Danmerkur og stund- aði námi í Askovlýðháskólan- um á Jótlandi 1877—1880 og kenndi þar 4. veturinn. Hann var mjög hneigður fyrir nátt- úrufræði og jarðyrkju og kynnti sér þau mál eftir föng- um, bæði með skólanámi og verklegri þátttöku hjá bænd- um í Danmörku. Hann hélt uppteknum hætti um fyrir- lestrahald í félögum, skólum og á samkomum. Og á þessum árum í Danmörku flutti liann um 80 fyrirlestra. Árið 1881 kom hann til íslands og hóf þá ferðalög um landið og flutti erindi og fyirlestra hvar sem því varð við komið. Þá hóf hann einnig kennslu og starfaði víða að þeim málum næstu tvo áratugi. Kenndi hann fyrst i skóla á Litla- hamri í Eyjafirði og í Laufási við Eyjafjörð, þá í Hléskógum og tvo vetur á Akureyri. Jafn- fram kennslunni flutti hann fyrirlestra á víð og dreif, eink um um þjóðleg, kristileg og söguleg efni. Þá var hann far- kennari í Öxarfirði 1887—1898 og i Kelduhverfi, eina vetur á Langanesströndum og 4 vetur á Langanesi. Þá dvaldi hann með séra Arnljóti Ólafssyni um hríð; bæði á Bægisá og Sauðanesi. Árið 1903 fór hann aftur til Noregs og var þar samfleytt í 5 ár. Flutti hann þar 550 fyrirlestra í 170 ung- mennafélögum og 50 fyrir- lestra í skólum. Síðaa hélt hann til Danmerkur og dvald- ist þar eitt ár, flutti þar 120 fyrirlestra, mest um ísland. Þegar hann kom heim til Is- lands aftur, settist hann að í Hafnarfirði og átti þar síðan heima til æviloka. Ferðaðist hann á seinni árum fyrir Ung- menaafélag íslands og flutti er indi víðsvegar um land. Guð- mundur gaf út þrjú skáldrit: Melablóm 1882, Jökulrós 1883 og Dalarósir 1885. Hann birti auk þess fjölda ritgerða í is- lenzk blöð og tímarit, en auk þess í norsk, sænsk og dönsk blöð. Árið 1897 kvæntist hann Hólmfríði M. Bjarnadóttur á Búðarhól í Siglufirði. Var hún honum mikill föruóautur utanlands og innan. Guðm. andaðist 27. jan. 1919. IV. Af framanskráðu registri um feril Guðmundar má sjá, að hann var óvenju mikill starfsmaður og afkastamaður. En oft munu kjör hans hafa verið erfið og fátækt geagið nærri lionum og fjölskyldu hans. Kennsla var á hans dög- um ekki virt hátt til f jármuna. Til ábendmgar má geta þess, að á Islandi voru framlög til barna- og unglingamenntunar árið 1880 liðlega 22 aurar á mann. En 1900 um 40-50 aurar á mann. Til samanburðar má geta þess, að þá var framlag til slíkra mála á Spáni 1,18 kr. á mann, en í Danmörku 2,92 kr. á mann. I Færeyjum var þá lagt 5—6 sinnum me:ra af almannafé til barnafræðslu en hcr. Tímarnir hafa mjög breytzt, og aldrei verður til fulls metiri hin mikla fómfýsi farkennara og fræðara þeirra tíma við hin ei’fiðu skilyrði í aðbúð og fátækt. En Guð- mundur hóf sig j'fir alla erfið- leika. Hann þótti áð vísu í ýmsu sérkennilegur og sérvit- ur, en enginn neitaði alúð hans og fórnfýsi í þágu menningar þjóðarinnar. Bréfkafli frá Guðmundi, er birtist í Unga Islandi 1909 lýsir mætavel hinum fædda alþýðufræðara og æskulýðsleiðtoga. Hann segir: „Sögu, landafræði og náttúrusögu kenndi ég oftast mest með fyrirlestrum, hin- ar námsgreinir á venjulegan hátt. Oft kenndi ég úti, þótt um vetur væri, keondi á skautum á vötnum og mýrum, kenndi úti í hraunum, já, uppi á fjöll- um, og undir sjávarhömrum; þótti börnum það gaman og ofkældust ekki. Börnum þótti vænt um mig og mér um þau. Eg lék oft við þau, gerði mig oft að barni með þeim. En alltaf hlýddu þau mér, gegndu undir eins, voru mjög frjáls, en fóru vel með frelsið.......“ Helgi Valtýsson minntist Guðmundar með eftirgreindum orðum í Skólablaðinu 1908: ,,. ... . Þarf eigi annað en lita á hendur hans til þess að geta lesið ævisögu hans, sem hafði þá löngun heitasta í hjarta: ,,að geta varið ævi sinni allri til að mennta frónsk- an æskulýð“, en varð „áð styðja sig við spaðann“ til þess að geta lifað — og starf- að fyrir fósturjörðina.“ Á aldarafmæli Guðmundar í dag er sú spurning efst í huga í sambandi við lífsferil hans og hugsjónir: Hvern veg hefði þessi fórnfúsi ættjarðarvinur og alþýðufræðari beitt orku sinni gagnvart hinum alvar- legustu vandamálum þjóðar- innar í dag ? Það er ekki óþörf hugvekja að reyna að leysa þá spurni.ngu. Eg er ekki í vafa um svarið. 17. júlí 1953 G. M. M. -■ Mótmœlend- ur á Spáni hrjáðir Sextug kona á Spáni, frú Ramon Navarro í Madrid, var handtekin í síðustu viku og varpað í fangelsi fyrir að kenna fólki trúfræði mótmælenda. Þeg- ar frúin var leidd. fyrir rann- sóknardómarann fyrirskipaði hann að hún skyldi látin laus en réð henni til aði kenna ekki fram- ar trúfræði kirkju sinnar 1 heima húsum heldur í kirkju s.afnaðar síns. Kona, sem látið hafði í té húsnæði til trúarbragðafræðsl- unnar, var dæmd í 500 peseta sekt. Hinir fámennu mótmælenda söfnuðir á Spáni eiga við sí- felldar ofsóknir að búa af hálfu kaþólsku kirkjunnar og stjórnar- valdanna. MATSUKAWAMÁLIÐ TER 1» IJPP AÐ NÍJIJ Vegna háværra krafna verfca- lýðs um víða veröld verður Matuskawamálið tekið að nýju fyr.ir hæstarétt nú í þessum mánuði. Forsaga þessa máls er sú að árið 1949 var 95 þús. starfs- mönnum ríkisjárnbrautanna í J.apán 'sagt upp störfum. Hin róttæku samtök járnbrautar- .starfsmannanna snerust til varnar í harðri deilu. í ágúst sama ár varð járn- brautarslys nálægt Matsukawa er varð iþremur járnbrautar- starfsmönnum .að bana. Við rannsókn kom í ljós að hér var um skemmdarverk að ræða, festingar ey halda teinun- um í skorðum hþfðu verið los- aðar. Mánuði síðar notuðu stjórnarvöldin þetta „slys“ sem átyllu til að handtaka 20 leið- toga jámbrautarstarfsman'n- anna, og ákærðu þá um að vera valda að „slysinu". Eftir . yfirskyns réttarhöld, er þó raun.ar sönnuðu sakleysi verka- mannanna, var dómur kveðinn í. des, 1950. 5 hlutu dauðadóm, 5 æfilangt fangelsi og 10 fang- elsisdóma samanlagt 95 ár. Þessi augljósi stéttardómur. v.ahti svo mikla reiði verka- lýðsins í Japan og erlendis að stjómarvöldin voru knúin til að taka málið upp að nýju. Sú málsupptaka var að vísu einn samhangandi skrípaléikur, enda , dómsniðurstaðan fyrir- fram ákveðin, og í maí s.l. var hinn fyrri stéttardómur stað- festur. Málinu hefur nú verið skotið til hæstaréttar er tekur það til meðferðar í þessum mánuði. Aðeins nægilega öflug mót- mæli verkalýðsins geta bjargað þessum verka-mönnum, er hafa unnið það eitt til saka að vera trúir málstað s-téttar sinnar. Alþjóðasamabnd verkalýðs- félaganna hefur hafið mót- mælabaráttu um allan heim, og fulltrúar þess hjá Efn.ahags- og félagsmálastofnun Samein- uðu þjóðanna t-aka málið upp þar. iÞau samtök er senda vilja mótmæli gegn stéttardóminum og krefjast sýknu verkamann- ánna, geta skrif.að til: Shigeru Yoshida, Prime Minister Tokyo, Japan. Eða.til Jugde Teijiro Suzuki, Sendai. Hig.h Court, Sendai, Miyagi Prefecture Jápan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.