Þjóðviljinn - 18.07.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.07.1953, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. júlí 1953 Út saumur Mikið ber á útsaumi í sumar- tízkunni. Útsaumur á tilbúnum kjólum er venjulega mjög dýr og margir geta sparað sér þann kostnað með því að sauma sjálfar. Útsaumur er ódýr skemmtun, en hann er seinlegur og krefst þolinmæði. Útsaumur- inn er fyrst og fremst notaður á einlita kjóla, bæði á spari- kjóla, barnakjóla og strand- kjóla. Neðan á víða pilsið er 'saumaður mynsturbekkur eða þá að stakt blóm er saumað í hornið á pilsinu. Á strandkjól- unum eru vasarnir oft útsaum- að í hornið á pilsinu. Á strand- kjólunum eru vasarnir oft út- saumaðir og sama mynstrið not- að í bólerójakkann, sem þægi- legt er að bregða sér í yfir fleg- inn kjól. Við sýfium hér afareinfalt út- saumsmynstur, sem sýnir meðal Ti) 2!tS liggur ieiðin Rafmagnstakmörkun t dag verður straumurinn tekinn lí sem hér segrir: 9.30—11.00: sturbærinn og miðbærinn milli Drrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- ;u, Bjarkargötu að vestan og ingbrautar að sunnan. Kl. 10.45-12.15 Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvaHar- rvæðinu, Vesturhöfnin með örfir- laey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. KL 11.00-1250 Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. annars hvað lítið þarf til að lífga 'upp flík. I kvenkjólnum er notað dökkblátt mynstur á hvítum grunni og það fer vel við dökkbláa einlita kjólinn. Takið eftir því að kjóllinn er með jakkasniði og þröngur í mittið og hvíta, lausa stykkið er fest undir jakkann. Það er því auð- velt að taka það burt, ef maður þreytist á því. Ef sett eru ný horn á kjólinn með öðru út- saumsmynstri verður þetta eins og nýr kjóll. Barnakjóllinn er með hinu sí- gilda barnakjólassiidi. Kjóllinn sjálfur má vera látlaus, því að útsaumurinn er nóg skraut. Mynstrið er saumað í fasta mittisstykkið og neðan á pilsið. o o O o o o o o o o o Og þið getið hæglega saumað eftir mynsturteikningunni ef ykkur lízt vel á þetta mynstur Hveitibrauðsdagar upp á krít . Nú geta ítalir fengið hveiti- brauðsdaga upp á krít. Spánný stofnun býður brúðhjónum upp á viku eða hálfsmánaðar dvöl á ítölskum baðstað, fjallagistihúsi eða við dásamlegt vatn. Stofnun in greiðir allan ferða- og dval- arkostnað og endurgreiðslan er í afborgunum. Ekki er kallað eftir greiðslunni fyrr en hjónin eru komita heim og alvara lífsins byrjuð á ný. Afborganirnar eru lágar — og minningarnar end- ast jafnlengi og þær, segja for- stjórar stofnunarinnar. Eitthvað til að standa á Þegar börn eru komin á þann aldur að þau vilja gera allt sjálf og fylgjast með öllu sem gerist, er tæplega hægt að gefa þeim betri gjöf en góðan skemil. Hann er ekki einungis góður til að sitja á, heldur geta þau líka staðið á honum og séð það sem þau færu annars á mis við. Strákhnokkinn getur staðið á skemlinum meðan hann þvær sér um liendurnar og fyrir bragðið þvær hann sér betur. Og það er líka gott að standa á skemþ meðaa maður horfir á það sem er að geraast í eld- húsinu. Barninu þykir mjög gaman að standa við hliðiná á mömmu meðan hún hreinsar grænmeti og býr til mat. Að vísu finnst börhum mest gam- an að sitja á eldSúsborði, en það borgar sig sjaldgn áð koma þeim á það, og þá er skemill betri lausn á málinu. A. J.CRONIN: 72- Á amnarlegri strönd „Eg er hálfa mínútu að finna handa þér handklæði." hélt hún áfram. „Þau eru ein- hvers staoar hérna. Hvað í skollanum hef ég gert af þ-úm? Eg setti þau áreiðanléga niður í þessa skúffu. Aldrei finnur maður neitt þegar mikið liggur við. Þau hljóta að koma í leitirn- ar. Þú þyrftir að fara í sinnepsbað. Já, svo sannarlega En fyrst þarf ég að finna hand- klæðin. Þá verðurðu að tína af þér spjarirnar og ég skal nudda þig svo hraustlega að þú verður rauðglóandi. En svei mér ef ég botna i þessu. Héiua birtist þú holdvot, rétt eins og þú hefðir synt yfir hafnarfjandann.“ En Súsnnna lét ekki kveða sig í kútinn. Hún beið. Um leið og sú gamla sneri sér frá kommóðunni, hallaði hún sér áfram og horfði beint í análit hennar. „Hvar er bróðir minn?“ Hún talaði lágt, en það var ákafi í rödd hennar. Mamma Hemmingway gerði mikið veður út af handklæðunum: hún braut þau sundur og hristi þaú ákaflega. „Bróðir “ hrópaði hún eins og orð hennar kæmu hecmi mjög á óvart. „Þú átt auðvitað við Róben litla, er það ekki? Hvernig í ósköp- unum ætti ég að vita hvar hann er niðurkom- inn? Ekki á ég að passa hann, kindin mín. Og mér er mest umhugað um þig þessa stundina. Bíddu hæg þangað til þú ert orðin þurr og búin að fá. hlýju í skrokkinn. Þá geturðu talað af hjartans lyst.“ Súsanna hreyfði sig ekki. „Eg ger, ekki beðið. Eg verð að fá áð vita það. Er hann héma?“ Hin konan þagði við. I perluaugum hennar, sem venjulega brunnu af illgirni öllum heim- inum til ’nanda, brá sem snöggvast fyrir kyn- legum vandræðasvip. Skyndilega yppti hún öxl- um og lét lygina róa. ,,Nei,“ svaraði hún. ,.Hann er ekki hér. Af hverju ætvi hann að vera hér. Eg sver það við Guð á himnum að hann er ekki hér.“ „Eg trúi þér ekki,“ sagði Súsanna í flýti. Það glamraði t tönnum hennar, varir hennar voru bláar af l.ulda og skelfingu. Hún hallaði sér lengra áfram. „Segðu mér —“ rödd hennar brast. „Gerðu það — þú verður að segja mér, hvort hann er hérna ' húsinu.“ „Nei,“ hrópaði Hemmingway og þandi út brjóstið. „Hann er ekki hér í húsinu. Þú ferð ekki að kalla mig lygara upp í opið geðið á mér. Eg segi þér það satt, að hann er ekki hér. Eg sver það við alla heilaga. Og það ætti að duga.“ Um leið opnuðust dyrnar og Róbert kom inn í herbergið! Það varð dauðaþögn, ekkert heyrðist nema regnhljóðið og þungar dunur árinnar. Hann reikaði inn eins og*maður sem sveiflazt hefur milli dýrstu gleði og dýpstu örvæntingar; á svip hans mátti sjá, áð hann hafði komizt í kast við margt. Hann ráfaði inn eins og í blindni. Hann hafði ætlað að sýna einhverjum — var það ekki. Sýna einhverjum eitthvað! Já — Og svo leit hann upp. Hann sá Súsönnu. Drykklanga stund stóð hann grafkyrr og gaf frá sér hljóð sem minnti á kindajarm. Hann sagði ekkert en svipur hans sagði meira en nokkur orð, lýsti sárri kvöl og óendanlegum viðbjóði. Þau horfðu um stund þegjandi hvort á annað, ioks leit hann undan — skömmustu- legur en clúndarlegur um leið. Hún andvarpaði þungt. „Róbert,“ hvíslaði hún. En henni var um megn að horfa á hann svona á sig kominn og hún gat e!;ki sagt neitt annað. Hairn lét fallast niður í stól, • . . „Hvað vilt þú?“ tautaði hann loðmæltur oé önugur. „Hvað vilt þú hingað? Hvað ert þú ac gera hér?“ Hún gaf frá sér hálfkæft óp. „Ó, Robbi ég*kom til að finná þig — það éi dagsatt — til að taka þig hcðan.“ Hann starði á vegginn fyrir framan sig. Á hrif áfengisins voru ekki með öllu horfin. „Jæja — einmitt það? Að taka mig héðan' Og hvert ætlaðirðu svo sem að fara með mig?‘ Raddhreimur hans skaut henni skelk í bringu „Hvert sem er,“ stundi hún. „Aðeins bur 1 éðam Það er sama hvar við erum, ef við erun saman. Robbi.“ Mamma Hemmingway hlustaði með augljósr óþolinmæð: og nú fékk gremjan yfirhöndina hj: henni. „Það er satt,“ hrópaði hún skerandi röddu „Farðu bm't með hann. Talctu hann héðan ú: húsinu, þv að guð má vita að ég þoli ekki lemg ur að horfa upp á hann. Aðra stundina er ham eins og trylltur maður og hina biðst hann fyr ir og syngur sálma. Aðra stundina hlær hani og ólmast og fyrr en varir — steindauður. Far það kolað. Eg er vön karlmönnum en ekki hálf vitlausum orgelspilurum. Eg leyfði honum ai vera, ef ske kynni að hann skánaði eitthvax en því fór fjarri. Taktu hann, fyrir alla muni og verði þér að góðu.“ Það fór hrollur um Róbert; hann stundi. Þai var verið að fleygja honum út —■ honum — séra Tranter — fleygja honum út úr þessu — þessu bæh “ „Viltu losna við mig“. Hann reyndi a< glotta ilskulega, en honum tókst það ekki. ,,Þú hittir naglann á höfuðið, lagsi.“ „Svei.“ Súsanna skarst í leikinn. „Svona nú, Robbi,“ sárbændi hún og varii hennar titruðu. „Komdu nú heim. Komdu mei mér. Við skulum vera saman. Gerðu það, góð minn, Bara við tvö — það verður ágætt — bar: ef þú kemur núiia.“ Hann sló á útrétta hðhd heanar. Síðast sjússinn gerði vart við sig..Hann langaði til aí gráta yfir þeirri smán sem hann varð fyrir Þær vildu losna við hann, ha! Hann! Sén Róbert Tranter. Ó, guð, þetta gekk of langt Tárin streymdu niður kinnar hans. „Láttu mig vera,“ vældi hann allt í einu. „El ég er ekkl verður þess að vera snertur, þ: skaltu láta mig vera.“ „Að þú skulir ekki halda þér saman," tautað mamma Hemmingway gagntekin viðbjóði. „Oi seint, of seint, sagði skipstjórinn og grét beizk lega. Þurrkaðu þér um augun og snautaðu ú! — fíflið þitt.“ Hvað þá — kallaði hún hann fífl? — Þess kerlingartík. Hamingjan góða. Hann skyldi sve mér sýna henni. Hann skyldi sýna þeim báðun — öllum! Var hann ekki karlmaður? Það fóri CjtUNLf OC GAMPM B Ilann: En l>ú verður að viðurkenna að karl menn hafa betri smekk en konur. Ilún: Já, þú giftist mér — og óg þér. ~Eg geng aldi'ei með lianzka þegar ég er mei stiUkunni minni. Hversvegna ekki? Mér finnst þaö betra þannig. Jóliannes gamli sögunarmaður er í vinnu hj: sálusorgara sínum. Hann er orðinn gamall oi skalckur af ævilöngum þrældóml við starf sit! en vinnst þó drjúgum. Prestur segir við liann elnn dag: Þú ert nú ori': inn aldurhniglnn, Jóliannes minn, og ferð nl bráðum að kveðja þetta maxðusama líf. Hlaki arðu eklci til þess að mega þá hætta að saga’ Jóhannes svarar: Jú, það veit hamlngjan. S er elna huggunin mín nú á garnals aldri, a þeir nota víst ekki trjávið til kyndlngarinna þar í neðrw.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.