Þjóðviljinn - 24.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júlí 1953 e9*s93»o66ð«*»«e»doose«i STEPHAN G. STEPHANSSON: BROT AF FORNSÖGU Þetta litla æviniýri í íornsögustíl er eitt aí j Þeim beztu, sem íslendingar eiga. Það er ) þrungið slíkum líísvísdómi, að það vekur því \ meir til umhugsunar, því oítar sem það er lesið, l og í iivert sinn, er menn lesa það, eigi sízt upp- ) hátt, njóta menn hrynjandinnar í írásögninni j æ betur. Það er skrifað 1896 og birtist í Heims- j kringlu. Hér er það preniað upp eftir hinni á- \ gætu útgáfu Menningarsjóðs á „Bréfum og rit- ) gerðum” Stephans G. ÍV. bindi, bls. 48-50. Um kveldið gekk sá maður, er Gráskeggur nefndist, í tjaldið fyrir Útstein konung, og er þeir höfðu kvaðzt, leit konungur við honum og spurði: „Hver er fæð- ingarstaður þinn, foreldri og í- þrótt, gamF.i maður? Úr hverju Jandi bar Þig hingað, og hvert er erindi þitt? Hvað hefur þú séð á ferðum þínum, því langt muntu að kominn, eður hvert muntu héðan stefna?“ „All-fjölspuruil eruð þér, herra,“ svaraði Gráskeggur, „og ekki vedt ég, ef ég kann úr að leysa. Karl og kerling voru for- eldri mín; er l>á full-langt rakið, því enginn lærdómur fer meir á bug við sannleikann en ættfræð- in. Föðurland mitt mun Frón, því loft og sær var mér ætíð úr- hendis. í*á eina kann ég íþrótt- ina að koma svo tiíl dyra sem ég er klæddur. Úr Hvítramanna- iandi kom ég, en lokið er erindi mínu, því leitað hefi ég farsæld- ar og fundið. Nú er ég á Ieið til átthaga minna; veit ég ei enn, hvar þeir liggja, en skamt á ég nú ófarið. Kann ég ekki fleiri iævintýri." „Seg oss gjör frá fundi þín- um,“ mælti Útsteinn, „á siíkuni leiðangri erum nú vér og hirð vor, og æ farið erindisleysu.“ „Hverf aftur konungur,“ svar- aði Gráskeggur. „Sú, er þú leitar eftir, Ceiddi þig á götu og hvarf svo heim aftur. En þá var ég ungur, er ég réðst í lag með Un- aðsemd drottningu, og góð þótti mér um stund hennar þjónusta. Henni gaf ég sakleysi mitt og fleiri gripi, en tók við reynsl- uiuii, en e'igi undi ég þar lengi, því hafa vildi hún alvöruna. Fór ég þá til Metnaðs jarls: færði ég honum Iitillæt'3, en þáði marni- þekkinguna, en fá vildi hann sanngirnirn einnig og skiidi það með okkur. Næst var ég á vist með Auði konungi; Iét ég hann fá örlætið, en hann gaf mér hag- sýnina í mót’. En þaðan hvarf ég, því fleka viidi hann af mér ráðvendnina. I>á þóttist ég full- reynt liafa þá höfðingjana, og leitaði á fund spekinga. Gekk ég íyrst í klaustur með Guðsótta ábóta; hann neyddi mig til að láta af liendi tilbeiðsluna, en setdi mér hugsjónina, en frá hon- um strauk ég, er hann ræntist eftir skynseminni. Þaiin komst ég til Fróða kennara; færði ég lionum fuICvissuna, en þáði af lionum þeltkinguna, en ekki gat ég ílengzt þar, því taka vildi hann ímyndanina líka. Um stund dvaldi ég lijá Braga söngmanni; Stephan G. Stephansson. liann tók aleigu míitía móti feg- urðartilflinningunni, en löngum hljóp ég þaðan, því oft skorii þar mat.“ „Víða hefir þú rekizt,“ sagði þá Útsteinn konungur, „en lítil þykja mér erindisIok»n.“ „Enn er ei saga mín ÖC1,“ svar- aði Gráskeggur. „Nú þóttist ég hvergi athvarf eiga, og brigðu'- ar höfðu mér -vonirnar gerzt. Skyggndist ég nú um í eigin eðíj og þar fanii ég farsældina, konungur. Hafði ég borið hana í barmi mér athugalaust, alla götu.“ „Nú fer þú me5 fals m:kið,“ svaraði Útsteinn, „þvi það kann ég af útliti þínu að ráða, að mjög taka elli og lúi að halla á þig, og vesæll mun sá, er hrekst sem verðgangsmaður.“ „Ekki þekk'st farsæidin af út- liti né iðn, herra,“ mæ’.ti Grá- skeggur, „heldur fiiznst hún í þreki, er veit ne'tt í lífi og dauða sitt ofurefli, og skapi, er á sér verklaun í eigin starfi. Og snú aftur, konungur, svo sem ég réð yður til fyrrum." „Engan trúnað leggjum vér á sögu þína, gamli ma5ur,“ svar- aði konungur, „og lengra munuiu vér leita, áður vér liverfum heim.“ „Fyrir vissi ég svar yðar,“ mælti Gráskeggur. „Sama veg hijótum vér alíjr að fara og þurfum langt að leita, áður vér finnum farsældina. Út liggur braut vor og þó situr liún jafnan inni. En fár kemst l>e:m aftur.“ Um nóttina livarf Gráskeggur úr tjaldiisu og lézt enginn vita, hvað af var orðið. Héldu ýmsir það Óð'n verið hafa. eða vætt nokkurn. Kaupið nesiið tll feiSaiag- anna hjá ofekiir — ¥ið höfum ávalit fynsiiggjanái: Alis konar nýlenduvörur Grænmeíi nýtt og niðursoðið Kjötvöfur niðursoðnar og nýjar Ávexti nýja, niðursoðna og þurrkaða Gosdrykki Sælgæti og tóbaksvörur í fjölbreyttu úrvali. Verzlið ávallt þar sein verSið er lægst. í kvöld klukkan 8.30 keppa döisskai knnttspyrnui^eiiiiirmr m VIKINS (sfyrki 113). Bezti dómari Dana Aksel Asmundsen dæmir leikinn Hér cru síðustu forvöð til að sjá hina snjöllu dönsku knattspyrnumenn. Ath.: Þetta er síðasti stóri leikurinn þar til í septem- ber. — Þrír landsliðsmenn í hvoru liði. Aðgöngumiðar seldir á íþróttavellinum frá kl. 4 í dag. — Kaupið miða tímanlega. Knattspyrnufélagið Víkingur. BÍÓG-ESTUR SKRIFAR: „Viltu ekki vara fólk við því, að eitt bíó hér í bænum, Trípólíbíó, sýnir viku eftir viku endalaus- Qr áróðurstuggur bandarískar um blessun Marshallhjálparinn- ar og önnur bandarísk áhuga- mál, sem aukamyndir. Bíógestum er sannarlega íþyngt nóg með því rusli bandarískra kvikmynda, sem bíóin bjóða dag eftir dag og viku eftir viku, þó ekki sé ofan á allt annað hlað- ið jafnhráum, leiðinlegum og ótútlegum beinum áróðri og í þessum „aubamyndum“ á Trí- pólí. Líka mætti geta þess, að mynd- in af Sigrúnu á Sunnuhvoli var eiginlega óf slitin til að sýna hana enn. Þó mörgum þyki gaman að sjá gamlar myndir, verða þær að vera í sýningar- hæfu ástandi. Mætti ég bæta við einni ráð- Bandarískt kvikmyndarusl í Trípolí — Bækur í sumarfríið leggingu til ráðamanna Tripólí- foíós: Látið sýningarnar byrja kortéri yfir kl. 7 og 9. Þá pass- ar það nákvæmlega að fara með Skerjafjarðarstrætisvagn- inum suður eftir og þá stendur líka vel á strætisvagni í bæinn að.sýningu lokinni. Ég er viss um, að þetta ýki s.ókn að bíó- inu, og sé það rétt að Tónlist- arfélagið fái ágóðann af því er það góðs maklegt, — en þó því aðeins, að það móðgi ekki bíógesti með þeim dæmalausu bandarísku . áróðursaukamynd- um, sem það hefur látið sér sæma að sýna undanfarið“. ★ SÓSÍALISTI SKRIFAR: „Það liggur við að mánni renni í skap að heyra auglýsingamold- viðrið um allt það, sem maður á að hafa meðferðis í sumar- leyfið. Nú er svo ástatt fyrir mörgum fjölskyldumanni að lítil efni eru á því að fara í orlof eða sumarfrí, að minnsta kosti ekki í neinar ferðir oð ráði. Ferðalag með fjölskyldu er fljótt að komast upp í þús- undir króna, bara siálf fargjöld- in, hvað þá ef hafa ætti með öll þau kynstur sem útvarps- auglýsingar og blaða ráða manni til. Samt fer ég aidrei í sumarfrí án þess að hafa bækur með, helzt nokkrar og helzt sem ó- líkastar. Kannsk; dynur rign- ing úr loftinu eða annarskonar illviðri svo að allar hugmyndir tim útivist verða að engu, og þá er gott að grípa til bókar. Þó lízt mér ekki sem bezt á Dóttur Rómar, sem mest er aug- lýst >að sé tilvalin í sumarfríið. — Ég skal ráðleggja ykkur aðr- ar bækur, sem ykkur finnst kannski ekki spennandi að hugsa til, en þið munuð kom- ast að raun um að verða vinir ykkar bæði í sumarfríinu og á eftir. Farið með bækur eins og Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar, Sigurbraut fólksins eftir Sigfús Sigurhjart- arson, Eyjan hvíta eða íslenzk- ar nútimabókmenntir eftir Kristinn Andrésson, Sú kemur tíð eftir Bjarna Benediktsson, Saga þín er saga vor eftir Gunnar Benediktsson eða fáið ykkur tvær bundnu bækurnar af Rétti, árgangana 1946—51. Og þið munuð komast að raun um, að margt í þessum bókum er ekki einungis spennandi lesefni, þó á nokkuð annan hátt sé en Dætur Rómar; að þið drekkið þær i ykkur á rign- ingardögunum í sumarfríinu og hverfið líka til þeirra í míklu sólskini. Heiðríkjcn í þessum bókum, skörp hugsun og dýr- mætur fróðleikur getur gert sumarfríið ógleymaniegt, vakið það lestrarhugur, sem er aðal Framh. á II. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.