Þjóðviljinn - 24.07.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1953, Blaðsíða 6
£)' — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. julí 1953 þJÓOVIUINN Otgefandl: SatDSlningarflokkur alþýCu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Biaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guö- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 1». — Síml 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. ----- ■* Tilgangi Marshallhjálparinnar náð, segir Tíminn ísland ofurselt bandarískum her — efna- hagslíf þess fjötrað — stóriðjunni rænt handa bandarískum leppum Islenzk menning í égöngum Þaö þótti lygilegt hér á árunum, er haft var eftir Halldóri Kiljan Laxness, að í sumum allstórum borgum 'Ameríku væri aðeins ein bókabuð, en sumstaöar mætti fá bækur í apotekum! Nýlega var birt hér í blaöinu rannsókn bandarísku 'Gallup-stofnunarinnar á bókabúöum þar í landi .Kom í Ijós, aö 1450 bókavsrzlanir eru í Bandaríkjunum eða um það bil ein bókaverzlu á hverja 100 þúsund íbúa. Þaö samsvai'ar bví að á íslandii væri ein bókabúö í Reykja- vík og hálf á Akureyr/! Okkur þykir þetta hlægilegt í dag og við lítum meö fyrirlitningu á þann andlega vanþroska, sem þetta ber vott um hjá ríkri þjóð, sem jafnvel er aö streitast við að gera kröfu til áö vera ein forystuþjóö heims. En við skulum gæta aö okkur, íslendingar, þótt við höfum enn alia ástæöu, til þess aö líta með stolti niður á svona ómenningu. Viö skulum minnast varnaöaroröa Þorsteins Erlingssonar, er hann varar viö því hvaö um menn veröa, er þeir bætta að berjast fyrir lífshugsjón sinni: .,Þú minnkar bráðtun sjálfur, — og þá er allt við hæfi“. Hvert stefnir í dag um íslenzka bókmenningu og aöra menningu vora? Bókaútgáfa fer minnkandi, og einkum þó útgáfa góöra bóka. í þjóöfélagi þar sem farið er að miða allt meir og meir við peningagildi en ekki menningar- og mann- gildi, er sú hætta sívaxandi aö gróöafíknin ein ráöi um bókaútgáfu. Reynslan hefur orðið sú í Bandaríkjunum að útgáia lélegustu ,,hasar“-blaða og klámrita hefur fariö rr.est í vöxt á sama tíma sem bcztu rithöfundar Banda- ríkjanna fá ekki bækur sínar útgefnar sakir brjálæöis þess, er fasistarnir nú útbreiða þar. Það er nauösynlegt aö geröar séu tafarlaust ráöstaf- anir til þess að hér sé snúið viö. Það verður áð búa þann- ig að íslenzkri menningarbókaútgáfu aö hægt sé aö rétta hlut hennar og láta þjóö vora skipa þann sess meðal menningarþjóöa, sem hún hefur löngum skipaö. En hvað er þaö, sem skapar þessa hættu? Þaö, sem ógnar nú íslenzkri menningu, eru bin skað- skemmandi ábrif amerísku ómenningarinnar. Amerísku kvikmyndirnar eru hættulegasta og versta fyrirbrigðið, hvaö þetta snertir. Kvikmyndirnar hafa í þióðlífinu álíka mikil áhrif og barnaskólarnir 1 því aö rrjóta fólkiö. Og amerísku kvikmyndirnar eru svo til skammar léiegar. að þaö er viðburður, ef góö kvikmynd fcemur þaöan. Nú er svo komið aö viö íslendingar, bók- menntaþjóöin framar öllum öörum, fréttum rétt á skot- spónum af beztu kvikmyndum Evrópu, en sjáum margar þeirra aldrei. Það er Háskóla íslands til skammar að kvikmyndahús hans, Tjarnarbíó, skuli sýna lélegar amerískar myndir. Það kvikmyndahús ætti að setja stolt sitt í að ná fyrst ©g fremst góðum kvikmyndum og sýna þær. Þeir menn, sem hér bera ábyrgð á ættu aö muna aö það er ekki nóg að festa á nafnspjöld, ef menn fara til Bandaríkjanna, „President of the Board of Directors of the University €inema“ (hváð útleggst: forseti stjórnarnefndar háskóla- kvikmyndahússins), það þarf líka aö þora aö berjast gegn amerí.skum ómenningaráhrifum, jafnvel þó þaö kosti það, áö ameríska sendiráöiö kalli menn fyrir og S]>yrj i af hverju ekki séu sýndar fleiri amerískar kvik- rrvndir. Léleg amerísk tímarit fylla glugga íslenzkra bókabúöa. Reyfararusliö breiöir mei’r og meir úr sér. Sú starfsemi, sem verj'ð er að reka und.r amerískum áhrifum á ísland/, er að minnka þjóð vora andlega og grafa undan menningu hennar. Niöurrifsstarfsemi amer- ískrar ómenningar á íslandi er hættulegri þjóðarmenn- ingu vorri en allt andlegt volæði 17. og 18. aldar var, — því tæki spillingarinnar hjá amerísku auöjöfrunum eru fullkomin og eyöileggingarstarfiö stutt af valdhöfum landsins og hemámsflokkúm þeirra. ÞaÖ þarf að hefjast handa til varnar af méiri krafti en þegar er gert, ef íslenzk menning á ekki að bíða óbætan- legt tjón. Tíminu, málgagn þeirra rík- isstjórna, sem undanfarin ár hafa byggt stjóm landsins á betlistefnu og ölmusupólitík, hugleiðir í gær þær fregnir, aA- Bandaríkjastjórn muni nú hætta „gjafastarfsemi". — „Helzti rökstuðningurinn fyrir iþessu er s'á, að takmarkinu með Marsjallhjálpinni hafi ver ið náð, þar sem efnahagur Vestur-Evrópuþjóðanna hafi hatnað, og að langvinn gjafa- starfsemi sé ekki til bóta“. Þá vita lesendur Tímans það! ★ Og þetta málgagn banda- sísku betlistefnunnar heldur áfram: „Þótt segja megi, að Marsjallhjálpin hafi á vissan hátt verið í þágu Bandaríkj- anna, verður ekki á móti því mælt, að hún lýsti stórliug og víðsýni, sem er til sóma fyrir Bandarikjamenn“. Þó þetta síðasta Iof megi skilja á fle:ri veg en eúm, er hér enn sunginn sami söng- urinn og Bjarni Benediktsson og Bjöm Ólafsson kyrja við ihátíðleg tækifæri. íslenzkum bændum ætlar Tíminn enn að trúa þeim söng, að Bandaríkjaauðvald- ið hafi tekið upp Marsjall- stefnuna af göfuglyndi og vorkunnsemi við aðrar þjóðir. Nokkuð mun þó reynt á trú- gir.ni lesenda Timans með þeim boðskap, bæði er það að þeir vita það flestir, ef ekki allir, að milliríkjavið- skipti auðvaldsrikja eiga lit- ið skylt við „göfuglyndi" og „fórnfýsi“. Og svo er hitt, að bandarískir stjómmála- menn liafa alls ekki far ð dult með raunverulegan til- gang Bandaríkjastjómar méð Marsjallhj'álpin.ni svonefndu. Sumt af því getur hafa kom- izt til eyrna lesenda Tímans, og er þá hætt við að þeim þyki tekið furðu hóflega til orða er blaðið segir að „segja megi, að Marsliallhjálp'n hafi á vissan hátt verið í 'þágu Bandarikjanna"! ★ Hins vegar er þa'ð rétt hjá Tímanum og hinum ‘banda- rísku húsbændum hans, að tilganginum með Marsjall- ihjálpinni er náð. Hér á íslandi hefur Banda- ríkjastjór.n náð þeim tilgangi, sem fólst í ósvífnislcröfu henn- ar 1945 um þrjá staði á ís- landi fyrir bandarískar her- stöðvar til 99 ára — og miklu meira. Hún hefur fengið samjtiing, sem iheimilar henni afnot af öllu íslandi handa her sínum — á friðartímum jafnt og í ófriði. Hún hefur með mútum sínum — m.a. Marsjall„gjöfunum“ alræmdu keypt sér fylgi stjómmála- flokka á Islandi, sem hafa misnotáð vald sitt til að of- urselja landið bandarískum her. Og einmitt þetta var an.nar aðaltilgangur Banda- ríkjastjórnar með Marsjall- hjálpinni. I sem flestum lönd- um skyldi stjórnmálamönnum og heilum stjómmálaflokkum mútað, svo þeir ofurseldu ætt- lönd sín bandarískum her. ★ Hinn aðaltilgangur Marsjall- stefnunnar var að þrengja amerísku auðmagni og áhrif- um inn í efnahagslíf annarra landa, til að tryggja jþví arð- ránsaðstöðu yfir helzt öllum þeim hluta heims sem enn býr við auðvaldsskipulag. Það hefur hvað eftir anna'ð verið sýnt fram á það hér í blaðinu hve djúptæk og við- tæk bandarísk áhrif eru nú iþegar orðin í efnahagslífi Is- lands og atvinnulifi, vegna þess að islenzku stjómmála- flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur- inn, Framsókn og Alþýðu- flokkurínn lög'ðu sig flata undir bandarísku yfirráðin, tóku með þökkum v!ð mútun- um og drógu lokur frá hurð- um. ★ En hefur ekki þessi göfuga Marsjallhjálp „gefið“ íslend- ingtmi risafyrirtæki, spyrja þeir í kór, Eysteinn, Bjarni Ben. og Bjöm Ölafsson. Hvað með áburðarverksmiðjuna? Til áburðarverksmiðjunnar fer beint og óbe’nt um helm- ingur allrar Marsjall-„gjaf- anna“. Það er því ómaksins vert, að gefnu tilefni frá Timanum, að rifja upp stað- reyndirnar um gang þess máls. Það verður tæpast gert i styttra máli en með orðum Einars Olgeirssonar, úr gagnmerkri grein um Mar- sjali„hjálpina“, er b'rt var í Rétt.i, 1. hefti þessa árs: „Við skulum rifja upp nokkur atriði i sambandi við sögu áburð- arverksmiðjumiar, sem ég rakti nokkuð í þingræðu um ]>ai mál sl. vetur, — einkum l>á með tillití til þess að sýna fram á sérstak- an áluiga amerískra manna á þvi máli. 1. Við samþykkt núgitdandi laga um áburðarverksmiðju, sem upphaflega voru lögð fam af ríkisstjóm'nui í þeirri mynd að hún væri ríkiseign, leggur Björn Ólafsson, einn handgengnasti maður ameríska auðvaldsins. til á síðasta stigi máls-'ns að verk- smiíían skuli „rekin sem hluta- félag“, ef hægt sé að fá einka- aðila til að leggja fram 4 mi lj. kr. í hlutafé af 10 millj. hlutafé a'ls og skuli þá ríkið eiga 6 millj. Þetta fæst samþ.vkkt á síðustu dögum þingsins gegn atkvæðum Sósíalistaflokksins. 2. Á næsta þingi 'ýsa ráðlierr- ar Framsóknar því yfir. vegna ádeilna okkar sósíalista á það óreiðuástand, sem lögin iira á- burðarverksmiðjuna komust í við þessa breytingu. að hlutafélag'3 sé eiganídi verksmiðjtinnar. Við sósíalistar mótmæltum þessu harðlega. Ábiu-ðarverksm'ðjan mun kosta upp undir 125 millj. kr. (minnst 104) og ef hlutafé- lag með 10 millj. kr. h utafé á að eiga hana, þá sér hver maður hvílíka eign er verið að gefa liluthöfunum: Ríkið útvegar allt fé ai Iáni og 6 milj. kr. í hluta- fé, en cinkaaðilar aðcins 4 miilj. kr. hlutafé. 3. Þegar rætt er um að byggja áburðarverksmiðjuna suður á Hvaleyri, koma liðsforingjar úr ameríska liernum t'l að skoða staðinn. Undarlegur áhugi amev- ísks liervalds fyrir fsl. landbún- aði. 4. Þegar sótt er um leyfi til Wasliington fæst strax leyfi til þess að byggja áburðarverk- smiðju, en samtím's er neitað um sementsverksmiðju, fyrst um sinn að minnsta kosti. 5. Þegar farið er að undirbúa byggingu, kemur í ljós að cins og íramleiðs'an er hugsuð er liún það skyldasta sprengiefni, sem áburðarframleiðsla getur ver'ð. Eftir harðar hJaðadeiIur, einkum frá Þjóðviljanum, fæst staður ákveðinn með tilliti til þessarar spreng'hættu, og áburðarverk- smiðjustjórnin lofar að framleiða fleiri tegundir. 6. Þegar farið er að vinna við byggingu áburðarverksni'ðjiinnar kemur upp gruniur um að amer- ískt eftirlit sé haft bak v'.ð tjöldin með ráðningu verka- manna til þess a~ hafa áhrif á stjómmálaskoðanir þeirra. 7. Sú stofnun, sem ameríska auðvaldið noíar einkum til yfir- ráða yfir efnahagsmálum ís- lands, Alþjóðabarikinn, sendir mann til íslands. Sá maður útbýr frumvarp um Framkvæmda- banka, sem ameríska auðvaldið fyrirskipar ríkisstjóminni að samþykkja. í því frumvarpi er ákveðið að ríkið skuli afhenda Framkvæmdabankanum öll hluta hréf sín í áburíarverksmiðjuna, að upphæð 6 millj. kr. 8. Benjamin Eiríksson, formað- ur bankamálanefndav, nú orðinn bankastjóri Framkvæmdabank- ans, lýsir því yfb’ v ð fjárhags- nefnd efri deildar Alþingis að hann hugsi sér að Framlcvæmda- hankinn selji lilutabréf þessi e'nkaaðihim. 9. Með framkvæmd á þessari fyrirætlun væri áburðarverk- smiðian komin öll á hendur einkaað.Vja, sem með því að kaupa alls hlutabréf á 10 millj. kr„ e’gnast fyrirtæki, sem kost- ar yfir 100 millj. kr. Þnð tókst sakir árvekni Sósíal- is( ? I >kksitós f-ð hiindra frarn- kvæmd bessa verks fyrir kosn- ingar. En þeir menn, sem hér eru að verk!, ætla sér áreiðan- lega að „ful'JwMHna verkið“ eftir kosningar. Því bað er auðséð að hér er á ferfmni samsæri innlendra og erlendra maiina að ná áburðar- verksmiðjunni úr eign íslenzka ríksins og í eign nokkurra fs- lendinga, sem ameríska auðvald- ið hefur velJxVknun á. Og amer- ísf.tir auðmenn beita bak við Framhald á 7. c;5u.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.