Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 30. júlí 1953 Srezkir rafvirkjar krefjasi alþjéð legrar verkalýðseiningar F e r ð f ó I k Kaupið nestið til ferðalag- anna hjá okkur — Við höíum ávallt fyririiggjandi: Alls konar nýlenduvö.rur Grænmeti nýtt og niðursoðið Kjötvörur niðursoðnar og nýjar Ávexti nýja, niðursoðna og burrkaða Gosdrykki Sælgæti og tóbaksvörur í íjölbreyttu úrvali. Verzlið ávallt þar sem verðið er iægst. Matvörubyðir Talið er aá ineira en helrn- ingur þe@s herliðs, sem Frakk- ar hafa til taks í Indókína tafci j>átt í herleiðangrinum í Annamfylki. Franska herstjórn- in segir hann ganga að- ósk- um, en gefur samt í skyn, að meginhluti herliðs Vietminhs á þessum slóðum muni hafa geng ið her hennar úr greipum, ým- ist sloppið úr umsátrinu eða toúið ujii sig í neðanjarðarskýl- nm, sem grafin hafa verið uhd- anfama má.nuði og líkt er við Á hinni árlegu stefnumark- andi .ráðstefnu Brezka raf- virkjasambandsins var eining- arvilji verkalýðsins mjög áber- andi. Hinum erléndu gesttim ráðstefnunnar var fagnað ákaf- lega. iMeðal þeirra voru Marcel Paul, formaður franska raf- virkjasambandsins .og hetja úr andspyrnuhreyfingunni, 3 kín- verskir raTvirkjar, þar á meða. formaður sambandsins Chiang Tsan-ming og Solly Saehs verkalýðsleiðtogi frá Suður- Afríku, nú ofsóttur af fasista- stjóm Malans. Svohljóðandi ályktun vaf samþykkt með öllum atkvæðum gegn aðeins einu: „Sökum vaxandi öryggisleysis og síaukinna árása á lifskjör verkalýðssamtakanna í ýmsum löndum, bæði af hendi stjórnar- valda og atvinnurekenda, sér ráðstefnan ástæðu til að endur- taka áskorun sína frá ráðstefn- unni 1952, er skoraði á alÞjóða- samböndin, I.C-F-T.U. og W.F. T.U. að efna til fundar með sér í þeim tilgangi að ræða mögu- leii'a og leiðir til sameiningar, eða grundvöll að samvinnu um sameiginleg hagsmunamál. Ráðstefnan er þeirrar skoðun- ar nð tími sé kominn til slíks fundar sambandanna, og felur framkvæmdanefndinni að beita öllum áhrifum sínum til að sannfæra T.U.C- (Breska verka- lýðssambaridið) um naiíðsyn slíks fundar með alþjóðasam- böndunum.“ í framsöguræðu sinni fyrir tillögunni sagði J. H. Smith meðal annars: „Ég minnist hinnar voldugu ráðstefnu er*haldin var 1 Lond- on 1944. Við áttum þá í striði á- samt öðrum verkalýð, samein- aðir í baráttunni gegn fasism- anum. Fulltrúar verkalýðsins frá ýmsum löndum voru þarna saman komnir til iað gera áætl- anir um stofnun virkilegs al- þjóðasambands verkalýðsins, er væri þess megnugt að færa honum sigur yfir fasismanum og skapa frið, verðugan þeirra fórna er hann hafði orðið að færa. Alþjóðleg eining verkalýðs- samtakanna getur þýtt endi þeirra árása á öryggi verkalýðs- ins er nú eiga sér stað víðsveg- ar um auðvaldsheiminn. Hún getur þýtt ósigur þeirra til- rauna er .nú eru gerðar til að skerða réttindi verkalýðsfélag- anna, hún getur Þýtt hækkun launa, en umfram allt getur ■slík eining komið í veg fyrir áfortn þeirra er nú undirbúa 3. heimsstyrjöldina. Gerum ráðstefnu vora að rödd hrópandans er vekur verkalýðinn til að binda endi á kalda stríðið innan hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar, réttum verkalýðnum um víða veröld bróðurhönd til samein- ingar fyrir betri lífskjörum og friði. Sameinaðir stefnum við til bjartnar og heillaríkrar framtíðar, í heimi sósíalism- ■ans.“ vöiund&i-hús. 's--------—-----------------i—S---------'------------------------\ Undrin í Yesturberlín 1 grar skýrði Þjóðviljinn frá kraftaverkunum í Vest- urberlín samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en þau eru engu áhrifaminni en hi« sem um getur í heilagri ritningu En undrin þar halda áfram. Morgunblaðið skýrir svo frá í gær í einkaskeyti frá Berlín: „Hver einstaklingur fékk 5 kg. matvælapakka, og er gert ráð fyrir að um 130 þus. Austurþjóðverjar hafi notið góðs af matvælagjöíunum í dag. Meðal þeirra sem komið höfðu til að sæbja matvælapakka voru nokkrir menn frá eyjunni Riigen, sem er í 300 kilómetra fjarlægð frá Berlín, og aðrir komu frá þýzku hcruðunum við landamæri Tékkóslóvakíu. Ivváðu þeir allir ferðina hafa margborgað sig, þótt löng væri“. 300 kílómetra ferð fram og til baka með járnbraut mun vart kosta minna en 200 kr. Þar með er kílóið í gjafapakkanum komið upp í 40 kr. Auk þess þarf næt- urgistingu í Berlín og mat meðan á ferðunum stendur, og hafa pakkarnir varla enzt lengur en sem ferðanesti. Þá ber að sjálfsögðu að reikna 'kaup fyrir tímann sem ferðalagið tók. Samt þótti ferðin hafa „margborgað sig“, og má af því sjá hversu sjaldséð matvæli eru orðin aust- ur þar. Það er þó huggun að þótt menn hafi svona lítið að bíta, virðast þeir hafa nóg að brenna, a.m.k. i jámbrautunum. Sérstaka athygli mun veíkja frásögnin um það að menn hafi komið að sækja pakka frá héruðunum við landamæri Tékkóslóvakíu. Einmitt þar hafa íslenzku Búkarestfararnir dvalizt undanfarna daga, eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu. Er vart að efa að matar- bögglamir hafa einmitt verið sóttir handa löndum okk- ar, og verður fróðlegt að heyra frá þeim nánari fregnir um það — séu þá Býkarestfaramir ekki búnir að venja sig af því að borða eins og annað fólk austan- tjalds. L0NGUM hafa menn mænt von- araugum til síldarinnar. Hún átti að bjarga úr bágindunum, •jeita aftur birtu og yl í hreysi fátæks manns, gefa ungum :nanni tækifæri til að mennta síg, leyfa ungum elskendum að stofna til hjúskapar. Blessuð síldin. Já, ef það væri nú nóg að segja blessuð síldin. Ef hún kæmi þá og léti veiða sig. Þá værum við ekki á flæðiskeri staddir, íslendingar, þá hefðum við litla afsökun fyrir að vera ‘betliþjóð. En því miður er þetta ekki nóg. Engu er eins valt að treysta og síldinni. Af því höfum ■við bitra reynslu. Ár eftir ár hafa menn vonað að nú kæmi hún, nú yrði síldarár, það færi ekki hjá því. Aldrei fleiri en brjú síldarleysisár hvert eftir annað, sögðu menn. Óhætt er Vv YOt- ipin in Síldin — Vonir okkar — Vonbrigði okkar að bóka það. Og menn hópuðust norður til síldveiða, en komu aftur slyppir og snauðir. Engin síld. Hún hlaut að koma næst. Það færi ekki hjá því, sögðu menn. Næst hlaut hún að koma. Og menn hópuðust norður til síldveiða. Engin síld. Slyppir og snauðir. Það er valt að trúa á síldina. En einhverntíma hlýtur hún að koma, sögðu menn. Og nú litur síldarlega út sögðu þeir, þegar síldveiðitíminn hófst- En höfðu raunar sagt það áður. En ejnhverntíma hlaut hún að koma. Og menn hópuðust enn norður vongóðir eins og fyrri daginn. Engin síld. Vonbrigði og skuldir. Og jiannig hefur þetta haldið áfram og stjórnmála- menn hafa sagt í ræðum: Það ■ hefur ekki verið hægt að fram- kvæma þetta og þetta vegna þess að síldin hefur brugðizt. Já, þanriig fer þjóð, sem trúir á síld. Það þarf sterka trú á ■ heppnina til að réisa afkomu sína á jafndutlungafullu fyrir- bæri og þessi glitrandi fiskur er, þó að hann venji mjög komur sínar upp að ströndum lands okkar. NÚ ERU menn enn komnir norður til síldveiða og enn erum við að vona að nú verði síldarár. Það lítur nógu síldarlega út, ekki vantar það. Búið er að salta 99 þúsund tunnur, segir útvarpið, og 45 þúsund mál hafa farið í bræðslu. Við reynum að gera mikið úr þessu og segjum: Jú, ætli það verði nú ekki síldar- súmar? Við skeggræðum um þetta fram og aftur, minnumst á það þegar við hittumst á förn- um vegi og nú er hann Thórólf Smith að tala um það í útvarpið. EINHVERSSTAÐAR las ég ur.- daginn, að Siglufjörður væri nú eins og í gamla daga, eins og- á síldarsumrunum í gamla daga. Vonandi er að þetta séu ekki aðeins orðin tóm. Já, það væri gaman að vera kominn norður ' og sjá hamaganginn í síldar- fólkinu. Það kvað nú svolítið ganga á þegar þær eru að salta blessaðar. Og margar sögur eru sagðar frá Siglufirði. Kiljan skrifaði Sögu úr síldinni, ef ég man rétt. Eitt af snildarverkum sínum. Eg sé fyrir mér gömlu konuna, sem ekki vildi hætta að salta eða hvort hún var að kverka. Jæja, margar sögur hafa gerzt, sem ekki hafa verið skrifaðar. Mörg ævintýri hafa gezt. Margur beizkur bikar hef- ur verið drukkinn. EN MEÐAN verið er að veiða síldina spyrjum við ekki um sögur, heldur aðeins þetta: Hvað hefur mikið veiðzt?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.