Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 11
 - Fimmtudagur 30. júlí Í953 --- ÞJÓÐVIUINN — Heimilisþáttuiinn Framhald af 10. síðu. látlausu sportsniði; tivítir hnappar og rautt belti fara vel við hvít og rauðröndótt kadettutauið. Pilsið er hátt í mittið og; það kemur sér þegar kjóllinn er saumaður í tvennu lagi. Á myndinni er kjóllinn tviskiptur, og þá er hægt að nota röndóttar stuttbuxur við blússuna í staðinn fyrir pilsið. Syngman Rhee hótar enn að byrja á nýjan leik Bandaríkin þegar ásökuð um samningsrof Þegar hernaSarnefnd deiluaöilja kom saman á fund í Panmunjom í gær, báru fulltrúar Noröanmanna fram kvartanir vegna þráíelldra brota á vopnahléssamningun- um, sem átt hafa sér staö síðan hann gekk í gildi. Síðan á mánudaginn kl. 13 eftir ísl. t. þegar vopnaviðskipt- um átti að ljúka, hafa Banda- ríkjamenn og handamenn þeirra átta sinnum rofið samningana,, stórskotalið þeirra hafið skot- hríð og 3 flugvélar þeirra flogið yfir hlutlausa svæðið milli herj- anna. Fulltrúar Bandaríkjanna lofuðu að þetta skyldi rannsakað. 75 sænskir og 7 svissneskir fulltrúar í eftirlitsnefndum með vopnahléinu komu til Panmun- jom í gær, og er búizt við að fyrsti fundur þeirra með pólsk- um og tékkneskum félögum þeirra muni haldinn á næstunni. Þeir síðarnefndu eru þegar komn ir til Norður-Kóreu. Syngman Rhee hélt ræðu i fyrrinótt, o-g hafði þá enn í hót- unum. Hann sagðist hafa fallizt á að virða skilmála vopnahlésins í þeirri von >að hann gæti komið fram áformum sínum. á stjórn- málaráðstefnunni. Ef það tækist ekki, væri hann reiðubúinn að halda áfram stríðinu og hefði loforð Bandaríkjastjórnar um stuðning, ef til þess kæmi. Á stríðsárunum urðu geitur alvarlcgur faraldur í mörgum löndum og er ekld búið að vinna bug á sjúlfdómnum enn. Heil brigðisstofnun sameinuðu þjóðanna hefur unnið að útrýmingu ^hans í Júgóslavíu, en þar lagðist hann einkum á börn. Myndin er frá því starfi. Breytingakjólarnir hafá náð miklum vinsældum upp á síð- kastið og ekki minnka þær vinsældir. Mikið sést af kjól- um sem nota má bæði sem strandkjóla og götukjóla. Oft eru þessir kjólar saumað’ r úr nælonefnum og á myndinnii sést einn slíkur með pliseruðum nælonpilsi, skreyttu hvítum lissum. Undirkjóllinn er úr þunnu lérefti og blússan er úr næloni, brydduð lérefti. Lítill jakki fylgir þessum flegna kjól og um leið er kominn miklu virðulegri svipur á kjól- inn. Þið skuluð athuga nælon- efnin, ef ykkur vantar heppi- legt efni í ferðakjól, sem þol- ir að liggja í tösku án þess að krypp’.ast. Það eru áreiðan- lega efni framtíðarinnar. Hversvegna tapaSi Framhald af 8. síðu. munur að koma inn fyrir mann sem hefur meiðzt eða mann sem rekinn hefur verið úr marki fyrir lélegan leik. Maður getur ekki búizt við að ungur piltur þoli slíka tauga- og sálarraun. Liðið gerði því mjög rangt, og sem ekki má 'koma fyrir aftur. Nei, það var liðið í heild, sem tapaði leiknurn. Hin skipu- lagslega kunnátta var of lítil og takmörkuð. Þetta verður að viðurkennast, með því gerir maður liðinu meiri greiða en að afsaka það vegna fjarveru 3 menn. Vonandi verð ég ekki ásakaður fyrir að hafa viíjað bend.a Akraaesliðijtu á þetta, ég. .hef aðeins bent á, galla sem liðið verður að laga til. þ.ess að verða það sterkt að þol.a það að missa 3 menu eða 4 án þes.s missa styr'kleika. Ríkharður og Þórður eiga því að lialda sér meira til baka í leikjum sem þeir leika í liði sínu og láta hina leikmennina leika „frjáls- ara“. Eins og það er nú „þora“ hinir leikmennirnir ekki að leika frjálst en verða ósjálf- stæðir og manni virðist næst- um að þeir séu settir á völlinn sem aðstoðarmenn (statistar) fyrir 2 menn, þá sem eigin- lega eiga að „gera mörkin og sigra“. — Sennilega hljómar þessi 'kenning einkennilega, en hún felur í sér höfuðeintak gagnrýninnar á Akranesliðið. R. S. -Y' F.l.L F.Í.L. Framh. af 6. síðu. ríkis: Japans undir stjórn Jó- sída. En á áliðnum sl. vetri klofnaði Frjálslyndi flokkurinn, sem stóð að stjórn Jósída, ein- mitt um afstöðuna til Banda- xíkjanna. Hafði hann þó verið eini flokkurinn á japanska þinginu, sem var eindregið fylgjandi samstarfinu við þau. Sagði stjórn Jósída þá af sér og þing var rofið. í kosningun- um í voy urðu fylgismenn Jó- sída í minnihluta, en hann myndaðj minnihlutastjórn. — Bandaríkin gátu upp frá því ekki reitt sig á stuðníng Jap- >ans. Voru þau orðin ein síns liðs ásamt Syngman Rhee í gagnbyltingarstefnu sinni í Austur-Asíu. Bandaríkin áttu þá tvo kosti: í fyrsta ilafti að'.halda áfram stríðinu í Kóreu í nafni Syng- mans Rhees, en án nokkurs bandamanns í reynd, þótt sú styrjöld yrði .aldrei útkljáð á vígvöllum Kóreu, meðan þar var kínverskum hersveitum að mæta, en allsherjarstyrjöld gegn Kína hefði þeim verið um megn, ;að heyja til úrslita; i öðru lagi að semja um vopna- hlé í Kóreu og falla frá áætlun. um sínum um gagnbyltingu í Kína. Síðari kostinn hafa þau nú tekið. Þá styrjöld, sem hafin hafði verið ;að undirlagi Bandaríkj- ann>a í Kóreu, höfðu þau þar með háð til einskis. Stefna Bandaríkjanna Austur-Asíu hafði beðið algert skipbrot. ’ Hara-’dur Jóliannsson. Félags íslenzkra loftskeytamanna veröur haldinn í Tjarnarkaffi föstudaginn 31. þ.m. kl. 17.00. Dagskrá: Hinar velþekktu 1. 2. Venjuleg aöalfundarstörf Önnur mál. Síjórnin Skemmiiíerðir með ens. Esju frá Akureyri 1.-3. águst Til GKÍmseyjaz Laugard&gimi L áqúsh Lagt af staö'til Siglufjaröar kl. 16.00. Um kl. 20.00 komiö til Siglufjaröar og bærinn skoöaður. Efnt til skemmtunar. Summdagm?! 2. ágúst. Kl. 6, siglt til Grímseyjar og komið þangað um kl. 9.00. Eyjan skoöuö. Kl. 13.00 siglt noröur fyrir Kolbeiþseýjár, éf yeqtir leyfir; þaöan siglt austan #iatéyjár á Skjálfanda, slð- -an fýrir Fjöröu, Keflavík, Gjögur og inn iEyjafjörö aö austan. Komiö til Akureyrar um kl. 22.00. Veröur hornaflokkur með í förinni og efnt veiöur til getrauna og annarra skemmtana. Ifemevis — SlgluljSzðlb — Sauðázkrólrai isaitgey — SiglufjözSiis — Ikuseyri. t \ Mánuáagizm 3. ágúst. Lagt af staö frá Akureyri kl. 7.00 aö morgni. Ki. 11.00 komið til Siglufjaröar. Siglt þaðan til Drangeyjar eftir stutta viðdvöl. Kl. 15.00 komið til Drangeyjar; gengið á eyna og hún skoðuð. Siglt til Akureyrar um kl. 19.00 meö viðkomu á Siglufiröi. Um kl. 20.00 komið til Akureyrar. ★ Upplýsingar um feröir þessar veröa gefnar í Feröaskrifstofu ríkisins bæði í Reykjavík og á Akureyri. Sérstakar feröir veröa frá Reykjavík í sam- bandi viö ferðir þessar. komnar á markaöinn aftur Fyrirliggjandi: MargföSdiinarvéiar (rafmagns) Sasidagningarvélar (rafmagns) .Væntanlegt: . FeiSantvélaz — Skzifstofuzitvélai ■ Einkaumboð: Borgarfell hi. Klapparstig 26 — Sími 1372. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.