Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 8
:£) .— jÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 30. júlí 1953 — JOSEPH STAROBIN: iViet-Nam sækir fram til sjáifstæðis og frelsis Og þeir fáu sem vinna hjá öðrum fyrir kaup e,ru ekki betur settir- Meðal þeirra eru kolanámumennirnir við ströndina í Hong- ay, verkamennirnir í fosfórnámunum í fjalllendinu í Laocay, á .gúmmíekrunum suður í landi, þeir, sem vinna að framleiðslu á tei, kaffi, pipar og shellak, skógarhöggsmennirnir, og nokkrir járnbrautarstarfsmenn og verkamenn í vélaiðnaði bæjanna. Kaup þsirra ákveðst einnig af því verði, sem útflutningsvörur landsins eru seldar fyrir á erlendum markaði; í landinu sjálfu fyrirfinnst ekki sá iðnaður, sem getur hagnýtt .sér þá milma, það gúm og þann kjörvið, sem framleiddur er þar, er eitthvað stórfyrirtæki j Frakklandi hættir við umsamin kaup. Verkamennirnir fleyta frfim lífinu með hjálp skyldmenna sinna í þorpunum eða svelta. Það er varla hægt að segja, að nokkur millistétt, sem byggir afkomu sína á iðnaði, hafi vaxið upp í landinu, meðan það hefur lotið franskri stjóm; það væru þá helzt umboðsmenn og leppar •eriendra verzlunarfyrirtækja. Lénsherravaldið er ríkjandi. Um ■viðskiptalíf er varla hægt að tala nema í stærri bæjum, og þar •er það í höndum erlendra einokunarhringa. Eignarrétturinn á jörðinni er mál málanna. í skýrslu, sem frönsk þingnefnd samdi 1948 um umbætur í landbúnaðinum, segir, að 24% bændafjölskyldnanna í héraðinu Bacbo í norðurhluta Viet- Nam séu jarðnæðislausar. Þetta voru 275.000 fjölskyldur. Af þeim sem áttu jörð, voru 98% örsnauðir bændur, sem hýer um sig átti minna en hálfan hekta,ra lands. Allir saman áttu þeir ■40% landsins. Þetta voru 946.500 fjölskyldur. 2% áttu á milli 5 og 50 hektara. Samanlagt áttu þeir 20% lands- ins. Þetta voru 17.500 fjölskyldur. En 180 fjölskyldur, sem hver um sig átti a. m. k. 50 hektara lands; áttu samtals 20% landsins. í Truong-Bo (öðru nafni Annam) áttu 50 fjölskyldur 10% lands-. ins, en 10.900 skiptu með sér 15%. Samtals voru í því héraði 646.700 fjölskyldur, (eða sem svarar 30% íbúanna) sem áttu minna en hálfan hektara lands, og 100.000 ijölskyldur voru jarðnæðislausar með öllu. í Nam Bo (öðru nafni Cochinkína) var ástandið enn verra. 'Smábændurnir sem áttu innan við hálfan hektara voru þar 183.000 að tölu og skiptu með sér 15% landsins. Millibændur sem -áttu milli 5 og 50 hektara lands voru 65.750 og skiptu með sér ■37-% landsins. En í þessu héraði landsins voru 6.300 jarðeigendur, þar af mörg erlend félög, áttu 45% landsins. Hins vega,r voru þar 345 000 ijolskyldur, eða 57% íbúanna, sem ekkert jarðnæði höfðu. Þetta í'ó}k varð allt að afla sér viðurværis með því að þræla fyrir góss- «ig$ndurna . Nokkur hluti landsins í Viet-Nam var í eign sveita,rfélaganna, •eða milli 20 og 30% akurlendisins. Þetta land var leigt til rækt- unar, og venjulega voru það „stórlaxar" þorpanna, sem réðu hverjum væri leigt og gegn hvaða skilmálum. Smám saman færðist þetta land yfir á hendur gósseigendanna. í kaþólsku héruðunum í Phatdiem á undirlendinu í norðurhluta landsins á kaþólska kirkjan um þriðjung alls landsins. Þannig* eru höfuðdrættirnir ljósir: mjög mikill hluti hinna jarðnæðislausu bænda voru landbúnaða,rverkamenn á stóru jörð- unum; einkum var þetta áberandi í suðurhéruðunum. Mikill hlufi íbúanna varð að skrimta á agnar litlum jörðum, sem skiluðu varla nægilegri uppskeru til að halda lífinu í fjölskyldunni. En nær ailir áttU það sameiginlegt að smávægilegar breytingar í efnahagslíf- inu gátu ráðið öllu um þeirra hag. Það var því næsta eðlilegt, að algengt væri að bændur gerðust leiguliðar. Leiguliðarnir urðu oft að afhenda gósseigendunum allt að 70% uppskerunnar, og okrarar, sem tóku allt að 600% véxti yíir árið, áttu ekki erfitt með að stunda iðju síria. Á eðlilegum tímum var lífinu lifað í basli og eymd. Þegar stríðið skall á hrundi allt í rúst. Vegna slæmra samgangna (í Laos höfðu Frakkar aðeins lagt 10 km járnbrautar) gat ríkt hungursneyð í einu héraði landsins, þó næg hrísgrjón væru til í öðrum. Árið 1944 neyddu Japanar marga bændur til að rækta jute í stað hríss, þar sem þeir þurftu á því að halda til styrjaldarrekstursins. Braskarar geymdu miklar birgð- ir af hrísgrjónum um vorið árið eftir, 1945, í þeirri von að verð- lagið mundi hækka eftir þau vandræði sem steðjað höfðu að land- inu í byrjun ársins, og þetta leiddi til hungursneyðar í landinu um sumarið: tvær milljónir manna urðu hungurmorða. Hið unga Jýðveldi þurfti að vinna bug á þessari hryllilegu hugursneyð þegar á fyrsta úri sínu, og það tókst aðeins með því að gripa til sérstakra ráðstafana. Uxar og kerrur voru þannig teknar með valdboði til .að flytja hrsígrjón til norðurhéraðanna, og þegar það nægði ekki, % RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Eftir Ivo .daga hefur KR 70 st., Ármann 59, IR 45 og UMFR 2 stig Þórður B, Sigurðsson sefti uýff Ssláudsmef í sleggju Varla er hægt að hugsa sér betra keppnisveður en þá tvo daga, sem þetta mót hefur staðið og þó sér- staklega þriðjudagskvöldið. Sum keppnin hefur verið mjög skemmtilegt og árangur nokkuð góður-og í flestum greinum betri en áður í sumar. 1500 m hlaupið var sérlega skemmtilegt, þar sem þeir áttust við félagarnir, Kristján Jóhanns- son og Sigurður Guðnason, og hefðu einhverjir viljað gefa nokk- uð til að sjá þá viðureign. Sigurð- ur hefur forustu þar til 400 m eru eftir, þá fer Kristján fram fyrir hann, en Sigurður sleppir honum ekki langt frá sér. Þegar 100 m eru eftir fer bilið að minnka og það kom að Kristján varð að sleppa Sigurði framhjá sér 25 m frá marki. í fyrri hluta hlaupsins sérstaklega tók Svavar Markús- son skemmtilegan þátt í þessu stríði. Hann vantar enn meiri þroska, en lofar góðu. Árang- ur Sigurðar og Kri^tjáns er sá bezti, sem þeir hafa náð. Guðm. Lárusson hefur verið nokkuð í sérflokki í þessu móti. Hann hefur unnið 100 m hlaup, 200 m, 400 m og 800 m. Er Guð- mundur sýnilega í mjög góðri þjálfun, en þar sem hann keppir í 'svo mörgum greinum, kemur ekki fram það sem hann raun- verulega getur, ef hann væri ó- þreyttur og legði sig allan fram. Árangur Torfa í stangarstökk inu var góður, þegar tekið er til- lit til þess að hann hefur lítið keppt í vor. Það var líka ljós punktur að Þórður skyldi sétja met í sleggju- kastinu- Hallgrímur Jónsson er að verða nokkuð öruggur í kringlukastinu. Sem gestur í mót- inu, kastaði Þorsteinn Löve kringlunni 44.87. Þórir Þorsteins son hefur náð ágætum árangri, er vel þjálfaður og á Ármann þar gott efni á ferðinni. Stigin voru mjög jöfn allt kvöldið milli KR og Ármanns, og ÍR þar rétt á eftir, en að keppni lokinni stóðu stigin þannig: KR 70 stig, Á 59 stig, ÍR 45 stig og UMFR 2 sitg. Úrslit urðu: 110 m griiylahlaup: 1. Ingi Þorsteinsson KR 15.7 2. Pétur Rögnvaldsson KR 16.4 3. Rúna Bjarnason ÍR 17.0 400 m hlaup: 1. Guðmundur Lárusson Á 51.4 2. Þórir Þorsteinsson Á 51-5 3. Ingi Þorsteinsson KR 51.7 Kringlukast: 1. Hallgrímur Jónsson Á 44.50 2. Friðrik Guðmundsson KR 43.22 3. Þorsteinn Alfreðsson Á 39.23 100 m hlaup: 1. Guðmundur Lárusson Á 11.4 2. Þórir Þorsteinsson Á 11.7 3. Vilhjálmur Ólafsson ÍR 11.8 Stangarstökk: 1. Torfi Bryngeirsson KR 4.00 2. Bjarni Linnet ÍR 3.60 3. Baldvin Árnason ÍR 3.10 1500 m hlaup: 1. Sigurður Guðnason ÍR 4:03.6 2. Kristján Jóhannsson ÍR 4:04.0 3. Svavar Markússon KR 4:10.0 Sleggjukast: 1. Þórður B. Sigurðsson KR 48.02 2. Páll Jónsson KR 46.92 3. Sigurjón Ingason Á 44.92 Þrístökk: 1. Torfi Bryngeirsson KR 13.12 2. Kári Sólmundarson KR 13.03 3. Hélgi Björnsson KR 12.82 í kvöld heldur mótið áfram og verður þá keppt í 4x100 m, 4x400 m boðhlaupum, 3000 m. hindrun- arhlaup og fimmtarþraut. Hvers iregnci topcsSI Hkrcmes 10:0? _ Eins og ég bjóst við fyrir- fram, sögðu flest blaðanna, að Alcranes hefði tapað vegna for- falla Þórðar og Ríkharðs. — Þetta er ekki rétt. Liðið veikt- ist auðvitað við það, að þeir léku ekki nleð, en úrslitaþýð- ingu hafði það ekki. Eg held að Akranes hefði ekki unnið þó Þórður og Ríkharður hefðu verið með í þessum leik og ég vil reyna að rökstyðja þessa skoðun mína. Eg hef fylgst með leik Akra- nesliðsias bæði hér á landi og í nok'krum leikjum í Noregi. Frá því fyrsta hef.ur mér verið ljóst að liðið hefur að vissu leyti verið rangt byggt upp. Ekkert lið getur byggt allt á einum eða tveim leikmönnum. Fyrr eða síðar mun það hefna sín, og svo var hér. Akranes- liðið hefur byggt allt skipulag sitt á tveim mönnum, sem sé: Þórði og Ríkharði. Það hefur alltaf gengið vel þar til mót- herjinn kemst að raun um hinar veiku hiiðar þessara manna. Eg hef leyft mér nokkr um sinnum, að benda á, að leikni og skipulagsþekking Þórðar og Ríkharðs er nokkuð takmörkuð og einhæf, og að með því að gæta þeirra rétt er hægt að gera þá að venjuleg- um leikmönnum. Þessi skoðun mín held ég að sé rétt. Lið. skal heldur ekki byggja einhliða á sóknarleik, byggðum á aðeins einum eða tveim mönnum, þeim sem eiga að gera mörkin. Það er einmitt þetta sem Akranes gerir, og þegár þessir tveir menn eru ekki á vellinum er liðið hreint fyrir góðan samleik á miðju vallarins. Það virðist svo að enginn hafi haft leyfi til að kkjóta á mark nema þessir þar einbeittu þeir sér að greinilega fram í leik þess við B-1903. Að undanteknum tveim eða þrem skotum var enginn áf framherjum sem þorðu að skjóta. Það urðu því spörk fram og aftur. Það var þetta sem Danimir fundu, og þeir létu Akranes leika sinn eigin leik, sem öft var ágætur, upp að vjtateig, en þar einbeittu þeir sér, að stöðvun sóknarinnar síðan fór knötturinn aftur til baka og allt í einu var öll framlína Dana komin í sókn gegn 3 varnarmönnum. Það hlaut áð fara illa, og það gerði það líka. Ályktunin af þessu er sú áð mínu áliti, að Akranes-liðið er rangt (takiskt) þjálfað. Liðið verður að vinna að því að fá 11 leikmenn sem jafaasta og nægilega marga varamenn sem ekki standa hinum að baki. Allir verða að þjálfast jafnt og allir í franilínunni verða að geta skotið. Auk þess er það grundvallar- atriði hvað skipulag snertir, að halda varnarskipulagi. Varnarleikurinn hefur alltaf verið hin veika hlið Akranes- liðsias, og það kom bezt fram í leiknum við B-1903. Strax og sóknin brást, féll allt saman. Liðið gerði lí'ka stóra skipu- lags- og sálfræðilega skissu þegar það skipti um markmann. Eg yrði ekkert undrandi þó fyrri markmaðurinn, hafi feng ið áfall, minnimáttarkennd, sem gæti hefnt sín í framtíð- inni, og gert haan óöruggan og misjafnan. Hann var ekki þann- ig orsök maikanna, hana var annars staðar að finna, og fyrir það mátti ekki ásaka mark- manninn. Markmaðurinn ungi, sem settur var inn gerði ekkert bet- ur. Hann er líka settur í andlega raun alvarlegá raun með því að vera settur í markið fyrir annan, sem vikið er vegna „ó- dugnaðar" með þá kvöð á sér að gera betur. Það er stór Framhald ó 11. siSu, - . •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.